Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR1986
BRETAR HUGÐU Á
í ÍSRAEL1955
TÆPU ári áður en brezkt herlið gerði
innrás í Egyptaland í samvinnu við Frakka
og israelska herinn í Súez-deilunni 1956
unnu brezkir herforingjar að gerð ná-
kvæmra áætlana um loftárásir á Haifa,
Tel Aviv og Jerúsalem og árás brezkra
landgönguliða á ísraelsk varnarvirki.
Ástæðan var sú að Bretar voru uggandi
út af öryggi Jórdaníu, sem var tryggt
bandalagsríki þeirra, og vildu koma í veg
fyrir að ráðizt yrði á landið.
Óttazt var að til styrjaldar kynni að
koma milli ísraelsmanna og Egypta og
að Jórdanía gæti dregizt inn í slíkt stríð.
Harold Macmillan, þáverandi utanríkis-
ráðherra Breta, vísaði á bug þeirri tillögu
frá Kanadamönnum til Sir Anthony Ed-
ens, þáverandi forsætisráðherra, að al-
þjóðlegt herlið yrði sent á vettvang til að
verja Súez-skurð, ef slíkt stríð brytist út.
Þetta kemur fram
í nýbirtum brezk-
um stjómarskjöl-
um, sem sýna að
þegar völd og
áhrif Breta í
Miðausturlönd-
um voru óðum að þverra í Miðaust-
urlöndum haustið 1955 vildi Eden
taka harða afstöðu gegn Nasser
Egyptalandsforseta, en Macmillan
og starfsmenn brezka utanríkis-
ráðuneytisins lögðu fast að honum
að fara að öllu með gát.
Hergagnakaup
Nasser ofursti, sem hafði komizt
til valda 1954 skömmu eftir fall
Farúks konungs, barðist ákaft fyrir
einingu Araba og frelsun Palestínu
og vildi stofna bandalag Arabaríkja
undir forystu Egypta, sem réði
lögum og lofum í Miðausturlöndum
og Norður-Afríku. Hann sendi
skæruiiða í árásarferðir inn í ísrael
og setti hafnbann á Aqaba-flóa, sem
ísraelska hafnarborgin Eilat stóð
við.
Jafnframt neyddi Nasser Breta
til að samþykkja með samningi
1954 að hörfa með herlið sitt frá
Súez-skurði fyrir 1956. En hann
samþykkti að svokallað Notendafé-
lag Súez-skurðar, sem Bretar og
Frakkar áttu meirihluta í, héldi
áfram að annast rekstur skurðarins.
Viðsjárvert ástand skapaðist í
Miðausturlöndum haustið 1955
þegar Bretum tókst ekki að tryggja
samstöðu um alþjóðlegt vopnasölu-
bann gegn ísraelsmönnum og
Egyptum og leyfðu Mystere-
orrustuþotum, sem Frakkar höfðu
samið um sölu á til ísraels, að lenda
á Kýpur (sem þá var enn brezk
nýlenda) til að taka eldsneyti.
Ein af ástæðunum til þess að
Frakkar ákváðu að selja ísraels-
mönnum hergögn var sú að þeir
vildu hefna fyrir stuðning Egypta
við þjóðemissinna í Alsír, sem þá
var enn undir franskri stjóm.
Nasser bráist reiður við og til-
kynnti í september að hann hefði
samið við Tékka um kaup á rússn-
eskum orrustuflugvélum, sprengju-
flugvélum og skriðdrekum. Rússar
gripu fegins hendi þetta tækifæri
til að taka að sér hlutverk vemdara
arabískrar þjóðemishyggju og
sovézkir sérfræðingar fóm til
Egyptalands til að þjálfa egypzka
herinn.
Vesturveldin horfðust nú í augu
við þann ískyggilega möguleika að
Rússar næðu fótfestu f Miðaustur-
löndum, stórefldu áhrif sín þar og
ógnuðu hemaðarmætti Breta, sem
Anthony Eden: fór að hugleiða Nasser: keypti vopn af Tékkum.
beinar aðgerðir.
Skipalest á leið suður Súez-skurð 1956.
Brezkir hermenn og óstýrilátur unglingur í Port Said 1956.
Nýbirt brezk skjöl
varpa Ijósi á aðdraganda
Súez-stríðsins 1956
þá var talinn nauðsynleg trygging
fyrir því að þeir fengju olíubirgðir
frá þessum heimshluta. Nasser var
hylltur í Arabaheiminum fyrir að
leika á Vesturveldin, sem yrðu nú
að keppa við Rússa um vináttu
Egypta.
ViðbrÖgð Breta
Um það var rætt á nokkmm
fundum brezku ríkisstjómarinnar
hvemig Bretar ættu að bregðast
við þessum vanda.
Hinn 4. október benti Macmillan
samráðhemim sínum á að Rússar
hefðu beint athyglinni að Miðaust-
urlöndum þar sem jafnvægi væri
komið á í Austurlöndum §ær og
þrátefli ríkti í Evrópu. Hann sagði
að réttast væri að Bretar ákvæðu
að sætta sig við hergagnasöluna til
Egyptalands og reyna að draga úr
áhrifum hennar.
Eden benti á að Bretar „hefðu
meiri hagsmuna að gæta í Miðaust-
urlöndum en Bandarílg'amenn, þar
sem þeir væm háðari olíu þaðan,
og að þeir hefðu að baki meiri
reynslu á þessum slóðum en þeir".
Því mættu Bretar ekki láta það
aftra sér um of að þeir væm tregir
til að hefjast handa án stuðnings
Bandarikjamanna (einu ári síðar
varð efnahagslegur þrýstingur
Bandaríkjamanna til þess að Bretar
og Frakkar hættu við innrásina í
Egyptaland áður en smiðshöggið
hafði verið rekið á hana).
Eden var fylgjandi því, eins og
Maemillan, að samband yrði haft
við æðsta leiðtoga Sovétríkjanna,
Búlganín marskálk, til að minna
Rússa á að ný styijöld í Miðaustur-
löndum yrði ógnun við heimsfriðinn.
Á þessu stigi taldi hann tilgangs-
laust að reyna að beita Nasser
beinum þrýstingi.
Sex dögum síðar urðu Bretar
uggandi á ný. Tilkynnt var í Kaíró
að Rússar hefðu boðizt til að veita
Arabaríkjunum þróunaraðstoð,
m.a. fjárhagsaðstoð til að ljúka við
smíði Aswan-stíflunnar í Níl, sem
átti að valda byltingu í egypzku
efnahagslífi og stórbæta kjör þjóð-
arinnar.
Aðgerðir íhugaðar
Stjómarskjölin sýna að EMen fór
nú að hugleiða beinni aðgerðir gegn
Nasser. Hann spurði Macmillan:
„Heldurðu að sendiherra okkar í
Kaíró gæti metið fyrir okkur núver-
andi stöðu Nassers, þann stuðning,
sem hann nýtur, þ.e. hve víðtækur
hann er, og möguleika keppinauta
hans, t.d. Ali Mahers?"
Svar Sir Humphreys Trevelyan
sendiherra bar vott um svartsýni.
Ekkert benti til þess að Nasser
væri að missa stjóm á ástandinu.
Vopnakaupasamningurinn við
Tékka hafði í raun og vem aukið
vinsældir hans meðal almennings
og bætt stöðu hans í egypzka hem-
um. Lítið hafði heyrzt um skeið um
pólitíska keppinauta hans innan-
lands.
Hinn 20.október reyndi Macmill-
an að róa ríkisstjómina með nokkr-
um heimspekilegum ráðleggingum.
Hann sagði að þótt greinilegt væri
að Rússar hefðu „vísvitandi tekið
upp þá stefnu að opna nýjar víg-
stöðvar í kalda stríðinu" ættu Bret-
ar ekki að vera of örvilnaðir.
Hann sagði að í Miðausturlönd-
um væri valdatóm og það væm
„algeng viðbrögð þjóðar, sem hefði
íotið yfirráðum annarrar um tíma,
að snúast gegn henni fyrst eftir að
hún fengi frelsi“. Meira jafnvægi
kynni að sigla í kjölfarið. „Við
ættum að einbeita okkur að því að
hjálpa öðmm Arabaríkjum, sem
hafa sýnt meiri tryggð, en sýna um
leið að takmörk séu fyrir því hvað
við látum bjóða okkur."
Eden viðurkenndi að með hliðsjón
af því hve háður Nasser væri eg-
ypzka hemum væri sú ákvörðun