Morgunblaðið - 26.01.1986, Side 21

Morgunblaðið - 26.01.1986, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1986 sem gefast til þess að ná árangri á mörkuðum þeirra sem í vinnudeilu lenda þegar til slíkra truflana kemur. Mikil samkeppni í samkeppni þeirri sem íslending- ar taka þátt í á Norður-Atlantshafi starfa um 40 flugfélög. Einna skæðust af þessum flugfélögum eru bandarísku flugfélögin. Þar hefur orðið veruleg breyting á rekstrar- stöðu þessara félaga eftir að flug- starfsemi var í reynd gefin algjör- lega fijáls í Bandaríkjunum. Við þá þróun spruttu upp ný flugfélög sem réðu til sín starfsfólk á launum sem oft voru helmingur eða jafnvel þriðjungur af því sem eldri flugfélögin greiddu sínu fólki. Þetta leiddi aftur til þess að eldri félögin voru tilneydd að endursemja við starfsfólk sitt um lækkun launa til samræmis við þau kjör sem þessi nýju félög buðu þar sem ella var hætta á að þau yrðu undir í sam- keppninni. Nýju félögin voru yfir- leitt ekki bundin fagfélögum og gátu því ráðið ferðinni að því er laungreiðslur varðaði. Flest eldri félaganna voru hins vegar bundin fagfélögum og urðu að semja við þau. Þetta tókst í lang flestum til- fellum þar sem staðreyndin var sú að ef ekki hefðu náðst slíkir samn- ingar þá var samkeppnisaðstaða þessara eldri félaga mjög hæpin og rekstrargrundvöllur þar með í hættu. Þetta er sú staða sem ríkir á þessum markaði í dag. Sem sagt gífurleg samkeppni, og þá sérstak- lega frá bandarísku félögunum þar sem ftjálsræði I samningum við starfsfólk er mun meira en hjá Evrópufélögum. Þetta leiðir aftur til þess eins og áður hefur verið sagt frá að launakjör eru önnur og einnig að vinnutímareglur eru tals- vert fijálslegri, þannig að nýting starfsmanna verður í mörgum til- fellum mun betri en hjá flestum Evrópufélögum. Staða mála erlendis Fróðlegt er að kanna hvemig þessi mál eru framkvæmd í ná- grannalöndum okkar og er þá fyrst að nefna Lúxemborg. Þar semja flugfélög aðeins við tvö fagfélög og samningamir em yfirleitt til tveggja ára í senn. í flugrekstri í Lúxemborg hefur aldrei komið til verkfalls. Reyndar er það svo að engin verkfoll hafa verið i Lúxemborg síðan 1933. Þar hafa menn fyrir löngu komið auga á þann stóra sannleika að verkföll bæta ekki hag vinnandi manna og slík tæki em því ekki til umræðu þegar deilt er um kaup og kjör. Ríkið hefur þar VERKFALLSDAGAR, MEÐALTAL ÁRANNA1975-1984 DAGAR TAPAÐIR VINNUDAGAR Á HVERJA1000 VINNANDI 15001------------------------------------------------------- MEÐALBREYTING KAUPMÁTTARÁRIN1975—1984 % Morgunblaðið haft forgöngu um lagasetningu, sem gerir ráð fyrir samráði ríkisins og aðila vinnumarkaðarins, þ.e.a.s. vinnuveitenda og verkalýðsfélaga. Þegar til ágreinings kemur setjast þessir aðilar niður og reyna að finna viðunandi lausn. í Sviss var gerður eins konar þjóðarsáttmáli árið 1937 og þar hafa engin verkföll verið síðan. í þessum þjóðarsáttmála er gert ráð fyrir því að deilur sem upp koma milli vinnuveitenda og verkalýðs- félaga séu leystar með gerðardómi. Hefur sú raunin verið á og hefur þeim famast vel í þessum málum. • Á írlandi em viðsemjendur flug- félaga þar aðeins tvö félög á sama hátt og í Lúxemborg. Þar hafa engin verkföll orðið í flugrekstri að því er ég best þekki til, enda gert ráð fyrir bindandi gerðadómi þegar deilurkoma upp. í Finnlandi semja flugfélög við tvö verkalýðsfélög og em gerðir heildarsamningar við þessi tvö sambönd. í hvom sambandi em svo tvö félög þannig að heildarsamning- ar ná til Qögurra fagfélaga, en samningamir em aðeins við þessi tvösambönd. í Skandinavíu, þ.e.a.s. hjá SAS, gerir félagið heildarsamninga við aila flugstarfsmenn í einu lagi fyrir öll þijú löndin. Starfsmenn SAS em í sex til sextán verkalýðsfélögum eftir því hvert land á í hlut, en gerðir em heildarsamningar við alla starfsmenn. Hér á landi hafa orðið samtals 16 vinnustöðvanir eða tmflanir í flugrekstri á undanfömum 12 ámm. Þar er áreiðanlega um heims- met að ræða. Lokaorð í þessari umfjöllun um stöðu verkfalla og vinnulöggjafar á Is- landi hef ég reynt að draga fram megin þætti þessa máls eins og þeir koma mér fyrir sjónir. Það er sannfæring mín að núverandi vinnulöggjöf sé algjörlega úrelt og þar þurfí að koma á gagnger breyt- ing. Það er einnig sannfæring mín að verkfall sem tæki til kjarabóta er úrelt fyrirbrigði og á ekki lengur við í því þjóðfélagsumhverfi sem við búum við í dag. Við ættum að taka Svisslendinga og aðra okkur til fyrirmyndar um það að gera einhvers konar þjóðar- sátt að leysa allar slíkar deilur án verkfalla því að sú sóun á verðmæt- um sem á sér stað af völdum verk- falla er gífurleg, og hefur leitt af sér lakari afkomu manna í þessu landi en vera þyrfti. Höfundur er stfómarformaður Flugleiða hf. Ekki lengur á lista Neytendasamtakanna MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi athugasemd frá Hraða hf. í sambandi við skrif Sigurðar Sigurðssonar um neytendamál í Morgunblaðinu 24.01., viljum við taka fram eftirfarandi: 1. Það liðu 3 mánuðir frá því flíkin var hreinsuð þar til okkur barst fyrsta og eina bréfíð sem við höfum fengið frá Neytenda- samtökunum. 2. Aðeins 4 vikum síðar var þessi svarti listi sendur til prentunar án þess að Neytendasamtökin kynntu sér málið frekar eða skoðuðu flíkina. 3. Þann 20. þ.m. skoðaði kunn- áttumaður sem tilnefndur var af Neytendasamtökunum flík- ina og staðfesti hann það sem við alltaf vissum að flíkin hafi fengið góða meðferð í okkar höndum. 4. Neytendasamtökin hafa því dregið til baka allar kröfur á okkur í því sambandi. ■ ril ,ö. Þrátt fýrir þessi málalok ritafc formaður Neytendasamtaka Reykjavíkur grein sem birtist í Morgunblaðinu 4 dögum síðar þar sem haldið er áfram nei- kvæðum skrifum í okkar garð í máli sem er uppgert og snerist aðeins um 1.790 kr. 6. Það er leitt til þess að vita að Neytendasamtökin skuli ekki vera aðili sem fjallar um mál á hlutlausan og heiðarlegan máta. Það hefur verið metnaður okkar að skila vandaðri vinnu og koma fram við viðskiptavini okkar af fullri sanngimi í öllum málum og það vorum við tilbúin að gera í þessu máli sem öðrum. Virðingarfyllst, Guðjón Jónsson. Þá þykir blaðinu rétt að birta fréttatilkynningu frá Neytenda- samtökunum dags. 13. janúar 1986 um málefni Gullhallarinn- ar, vegna lista í Neytendablað- jimjudesember 1985: í Neytendablaðinu, desemberhefti 1985, birtist listi yfir fyrirtæki sem Neytendasamtökin geta ekki mælt með viðskiptum við. Meðal fyrir- tækjanna á listanum er Gullhöllin, Laugavegi 72, Reykjavík. Ástæða þess var kvörtun snemma árs 1985. Neytenda- samtökin sendu Gullhöllinni bréf með ósk um að sent yrði svar hið fyrsta. Forsvarsmaður Gullhallar- innar svaraði bréfinu munnlega, en vegna mistaka af hálfu Neytenda- samtakanna misfórst svarið og nafn Gullhallarinnar lenti í handriti að áðumefndum lista. Þetta uppgötv- aðist eftir prentun blaðsins og í eintökum, sem send voru fjölmiðlum var nafn Gullhallarinnar yfirstrikað. Vegna þess mikla fjölda sem les sjálft Neytendablaðið vill undirrit- aður koma þessum upplýsingum á framfæri og biðjast velvirðingar fyrir hönd Neytendasamtakanna og Neytendablaðsins. Virðingarfyllst, Guðsteinn V. Guðmundsson, ritatjóriNeytendablaðsins. JC Árbær: Hefur gefið út öryggisalmauak BYGGÐARLAGSNEFND JC Ár- bæjar hefur gefið út öryggisalm- anak fyrir árið 1986. Á almanak- inu eru sjö ábendingar um örygg- ismál ásamt simanúmeri lögreglu og slökkviliðs. Nefndin vonast til að íbúar í Árbæjarhverfi taki þessu framlagi vel og hengi á góðan stað hjá sér. Almanakinu verður dreift í hús í hverfmu næstu daga. Reykjavíkurflugvöllur: Girtur og flugskýlum læst „GIRÐINGIN umhverfis völlinn er mjög ófullkomin og nú er verið að endurbæta hana eftir því sem fjárveitingar leyfa,“ sagði Gunnar Sigurðsson flug- vallarstjóri á Reykjavíkurflug- velli í samtali við Morgunblaðið. Gunnar sagði að í fyrrasumar hefði verið hafist handa við að endumýja girðinguna umhverfis flugvöllinn. Byijað verður aftur á verkinu næsta vor, en það fer eftir §árveitingum hvort unnt verður að ljúka verkinu næsta sumar. Gunnar sagðist reyndar ekki eiga von á því, enda væri mjög kostnaðarsamt að girða umhverfis allan flugvöll- inn. Þá hefur verið ákveðið að læsa flugskýlunum og sagði Gunnar að almennt væri stefnt að því að hamla á móti óviðkomandi umferð um flugvöllinn. Aðspurður sagði hann að ekki stæðu fleiri breytingar fyrir dy_rum á Reykjavikurflugvelli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.