Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 1
104SIÐUR B STOFNAÐ 1913 21.tbl. 72. árg. SUNNUDAGUR 26. JANÚAR1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Suður-Jemen; Sovétmenn á bandi uppreisnarmanna? Manama, Washington, 25. janúar. AP. BLÓÐUGIR bardagar voru í dag í úthverfum Aden, höfuð- borgar Suður-Jemen, en áreiðanlegar fréttir frá landinu eru enn litlar. Talsmaður bandariska utanríkisráðuneytisins sagði í gær, föstudag, að margt benti til, að Sovétmenn hefðu snúist á sveif með uppreisnarmönnum í Suður-Jemen. í útvarpsstöð, sem er í höndum uppreisnarmanna, var sagt, að þeir hefðu skipað nýjan forseta í landinu, og í annarri, sem stjórnarsinnar ráða, var skorað á andstæðinga þeirra að leggja niður vopn. Stjómarerindrekar í Sana, höf- uðborg Norður-Jemen, sögðu í dag, að ákafír bardagar geisuðu í úthverfum Aden en talið er, að uppreisnarmenn ráði borginni að miklu leyti. í gær bárust fréttir um, að 40.000 manna lið, skipað stjómarhermönnum og stríðs- mönnum ýmissa ættbálka, ætlaði að leggja til atlögu við uppreisnar- menn en ekki er vitað hvort sú sókn er hafín. Eftir heimildum í arabaríkjunum er haft, að forseti landsins, Ali Nasser Mohammed, njóti yfirgnæfandi stuðnings meðal ættbálkanna í landinu. Bemard Kalb, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytis- ins, sagði í gær að margt benti til að Sovétmenn væru á bandi uppreisnarmanna. Fréttir hefðu borist um að rússneskir hermenn í landinu, um 1000 talsins, væm famir að stjóma stórskotaliði þeirra auk þess sem þeir hefðu birgt þá upp með skotfæmm og vopnum. Útvarpsstöð uppreisnarmanna skýrði frá því í gær að uppreisnar- menn hefðu skipað nýjan forseta, Heidar Abu-Bakr Al-Attas, en hann er nú staddur í Moskvu. Attas, sem var forsætisráðherra í stjóm Mohammeds, átti í fyrra- dag viðræður við Yegor K. Ligac- hev, næstráðanda í Kreml, sem fullvissaði hann um stuðning Sovétmanna við kommúnista- flokkinn í Suður-Jemen. Opin- berlega var ekkert um það sagt hvora fylkinguna Sovétmenn styddu. í útvarpsstöð stjómarinn- ar í Suður-Jemen var í gær lesin upp áskomn frá Mohammed for- seta þar sem hann hvatti upp- reisnarmenn til að leggja niður vopn. Forseta- kosningar í Portúgal Lissabon, 25. janúar. AP. MIKILL fjöldi fólks sótti kosn- ingafundi forsetaframbjóðend- anna fjögurra í Portúgal í gær, föstudag, á lokasprettinum fyrir kosningarnar á sunnudag. Freitas do Amaral, stofnandi Kristilega demókrataflokksins og fyrmrn aðstoðarforsætisráðherra, eini frambjóðandi hægrimanna, er talinn líklegur til að komast { úr- slitaumferðina, sem fram fer í næsta mánuði, fái enginn frambjóð- endanna yfír 50% atkvæðanna í fyrri umferðinni. í gær hélt Freitas do Amaral sig i suðurhluta landsins. Francisco Salgado Zenha, sem sagði sig úr Sósíalistaflokknum, var einnig á ferð i suðurhluta landsins. Hann nýtur stuðnings fráfarandi forseta, Antonio Ramalho Eanesar. Maria de Lourdes Pintasilgo, fyrrum sendiherra lands síns hjá Sameinuðu þjóðunum, var á Lissa- bon-svæðinu. Mario Soares, sem þrisvar hefur gegnt embætti forsætisráðherra, þriðji frambjóðandinn á vinstri- vængnum, var í iðnaðarborginni Oporto í norðurhluta landsins. Mikill mannfjöldi kom til að hlýða á hann. Miðsvetrarmorgunn við Tjörnina Morgunblaðið/RAX Uganda: Margaret Thatcher Bretland: Stenst Thatcher storminn? London, 25. janúar. AP. BRESKIR stjórnmálaskýrendur veltu I dag fyrir sér framtíð Margaret Thatcher sem forsætis- ráðherra og voru flestir á þvi, að hún væri heldur ótrygg. Stjómarkreppan í kjölfar West- land-málsins hefur valdið þvi, að tveir ráðherrar hafa sagt af sér, Michael Heseltine, varnarmála- ráðherra, 9. janúar sl. og í gær, föstudag, Leon Brittan, við- skiptaráðherra. „Verður Thatcher að segja af sér?“ er spurt í „The Financial Times“ og stjómmálaskýrandinn telur líklegast, að hún muni sitja enn um sinn a.m.k. Enginn vafí sé hins vegar á þvl, að Thatcher hafí orðið fyrir vemlegum álitshnekki. „The Guardian“ segir, að Thatcher beijist örvæntingarfullri baráttu fyrir því að auka stjóminni tiltrú og „ The Daily Telegraph“ segir, að Thatcher eigi nú í mestu erfiðleik- um fi-á því hún varð forsætisráð- herraárið 1979. „ The Financial Times“ hefur það eftir ónefndum þingmönnum íhaldsflokksins, að Thatcher kunni að neyðast til að segja af sér á næstu mánuðum eða að öðmm kosti að stokka vemlega upp í stjóminni. „Segja má, að Thatcher sé nú á skilorði," hefur blaðið eftir fyrmrn ráðherra, sem ekki er nafngreindur. Á mánudag verður umræða um þetta mál í neðri deildinni og hefur Thatcher vikið til hliðar öðmm verkum til að búa sig sem best undir hana. Höfuðborgin á valdi skæruliða Kampala, Uganda, 25. janúar. AP. Eanes forseti, sem hingað til hefur ekki viljað beijast opinskátt fyrir skjólstæðing sinn, Zenha, kom fram í sjónvarpsþætti, sem fram- bjóðendunum var úthlutað, og tók af öll tvímæli: „Verði Salgado Zenha kjörinn í forsetaembættið, þarf þjóðin hvorki að óttast sundr- ungu né ofstjóm,“ sagði hann. Anibal Cavaco Silva forsætisráð- herra, úr flokki sósfaldemókrata, talaði á útifundi hjá stuðnings- mönnum Freitas do Amarals í Lissabon og hvatti fólk til að stuðla að sigri hans. GNYR frá stórskotaliðsorrustu skæruliða og stjómarhers drundi um alla Kainpala-borg strax í dögun i morgun og virtust her- sveitir skæruliða um það bil að að leggja höfuðbórgina undir sig. Hafa þeir þegar náð tökum á mikilvægustu borgarhverfunum og flótti brostinn á í liði stjórnar- innar. Aðeins fimm vikur eru liðnar frá því að undirritaður var friðarsamnmgur milli þessara aðila. Skæmliðar hófu sókn sína í síð- ustu viku, en höfðu áður tryggt stöðu sína í flestum hverfum Kampala. Sjónvarvottar segja, að hundmð stjómarhermanna hafí flú- ið til austurhluta landsins. Dagblað í Nairobi í Kenya greinir frá því í dag, að sumir þeirra hafí rænt og myrt óbreytta borgara í bænum Jinja, um 80 km fyrir austan Kampala. Nokkur hluti stjómarhersins er enn í höfuðborginni og veitir skæm- liðum viðnám. Síma- og fjarritasamband við Kampala rofnaði í morgun og út- varpssendingar lágu niðri. Starfsmaður í bandaríska sendi- ráðinu sagði, að ekki væri Ijóst, hversu mikinn hluta borgarinnar skæmliðum hefði þegar tekist að ná á sitt vald. Fregnir herma, að Tito Okello hershöfðingi sé kominn til Jinja, og þangað stefnir sá hluti stjómar- hersins, sem flúið hefur frá Kamp- ala. Yoweri Museveni, fyrram vam- armálaráðherra og leiðtogi skæm- liðahreyfingarinnar, var með sveit- um sínum í nágrenni Kampala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.