Morgunblaðið - 26.01.1986, Page 1

Morgunblaðið - 26.01.1986, Page 1
104SIÐUR B STOFNAÐ 1913 21.tbl. 72. árg. SUNNUDAGUR 26. JANÚAR1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Suður-Jemen; Sovétmenn á bandi uppreisnarmanna? Manama, Washington, 25. janúar. AP. BLÓÐUGIR bardagar voru í dag í úthverfum Aden, höfuð- borgar Suður-Jemen, en áreiðanlegar fréttir frá landinu eru enn litlar. Talsmaður bandariska utanríkisráðuneytisins sagði í gær, föstudag, að margt benti til, að Sovétmenn hefðu snúist á sveif með uppreisnarmönnum í Suður-Jemen. í útvarpsstöð, sem er í höndum uppreisnarmanna, var sagt, að þeir hefðu skipað nýjan forseta í landinu, og í annarri, sem stjórnarsinnar ráða, var skorað á andstæðinga þeirra að leggja niður vopn. Stjómarerindrekar í Sana, höf- uðborg Norður-Jemen, sögðu í dag, að ákafír bardagar geisuðu í úthverfum Aden en talið er, að uppreisnarmenn ráði borginni að miklu leyti. í gær bárust fréttir um, að 40.000 manna lið, skipað stjómarhermönnum og stríðs- mönnum ýmissa ættbálka, ætlaði að leggja til atlögu við uppreisnar- menn en ekki er vitað hvort sú sókn er hafín. Eftir heimildum í arabaríkjunum er haft, að forseti landsins, Ali Nasser Mohammed, njóti yfirgnæfandi stuðnings meðal ættbálkanna í landinu. Bemard Kalb, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytis- ins, sagði í gær að margt benti til að Sovétmenn væru á bandi uppreisnarmanna. Fréttir hefðu borist um að rússneskir hermenn í landinu, um 1000 talsins, væm famir að stjóma stórskotaliði þeirra auk þess sem þeir hefðu birgt þá upp með skotfæmm og vopnum. Útvarpsstöð uppreisnarmanna skýrði frá því í gær að uppreisnar- menn hefðu skipað nýjan forseta, Heidar Abu-Bakr Al-Attas, en hann er nú staddur í Moskvu. Attas, sem var forsætisráðherra í stjóm Mohammeds, átti í fyrra- dag viðræður við Yegor K. Ligac- hev, næstráðanda í Kreml, sem fullvissaði hann um stuðning Sovétmanna við kommúnista- flokkinn í Suður-Jemen. Opin- berlega var ekkert um það sagt hvora fylkinguna Sovétmenn styddu. í útvarpsstöð stjómarinn- ar í Suður-Jemen var í gær lesin upp áskomn frá Mohammed for- seta þar sem hann hvatti upp- reisnarmenn til að leggja niður vopn. Forseta- kosningar í Portúgal Lissabon, 25. janúar. AP. MIKILL fjöldi fólks sótti kosn- ingafundi forsetaframbjóðend- anna fjögurra í Portúgal í gær, föstudag, á lokasprettinum fyrir kosningarnar á sunnudag. Freitas do Amaral, stofnandi Kristilega demókrataflokksins og fyrmrn aðstoðarforsætisráðherra, eini frambjóðandi hægrimanna, er talinn líklegur til að komast { úr- slitaumferðina, sem fram fer í næsta mánuði, fái enginn frambjóð- endanna yfír 50% atkvæðanna í fyrri umferðinni. í gær hélt Freitas do Amaral sig i suðurhluta landsins. Francisco Salgado Zenha, sem sagði sig úr Sósíalistaflokknum, var einnig á ferð i suðurhluta landsins. Hann nýtur stuðnings fráfarandi forseta, Antonio Ramalho Eanesar. Maria de Lourdes Pintasilgo, fyrrum sendiherra lands síns hjá Sameinuðu þjóðunum, var á Lissa- bon-svæðinu. Mario Soares, sem þrisvar hefur gegnt embætti forsætisráðherra, þriðji frambjóðandinn á vinstri- vængnum, var í iðnaðarborginni Oporto í norðurhluta landsins. Mikill mannfjöldi kom til að hlýða á hann. Miðsvetrarmorgunn við Tjörnina Morgunblaðið/RAX Uganda: Margaret Thatcher Bretland: Stenst Thatcher storminn? London, 25. janúar. AP. BRESKIR stjórnmálaskýrendur veltu I dag fyrir sér framtíð Margaret Thatcher sem forsætis- ráðherra og voru flestir á þvi, að hún væri heldur ótrygg. Stjómarkreppan í kjölfar West- land-málsins hefur valdið þvi, að tveir ráðherrar hafa sagt af sér, Michael Heseltine, varnarmála- ráðherra, 9. janúar sl. og í gær, föstudag, Leon Brittan, við- skiptaráðherra. „Verður Thatcher að segja af sér?“ er spurt í „The Financial Times“ og stjómmálaskýrandinn telur líklegast, að hún muni sitja enn um sinn a.m.k. Enginn vafí sé hins vegar á þvl, að Thatcher hafí orðið fyrir vemlegum álitshnekki. „The Guardian“ segir, að Thatcher beijist örvæntingarfullri baráttu fyrir því að auka stjóminni tiltrú og „ The Daily Telegraph“ segir, að Thatcher eigi nú í mestu erfiðleik- um fi-á því hún varð forsætisráð- herraárið 1979. „ The Financial Times“ hefur það eftir ónefndum þingmönnum íhaldsflokksins, að Thatcher kunni að neyðast til að segja af sér á næstu mánuðum eða að öðmm kosti að stokka vemlega upp í stjóminni. „Segja má, að Thatcher sé nú á skilorði," hefur blaðið eftir fyrmrn ráðherra, sem ekki er nafngreindur. Á mánudag verður umræða um þetta mál í neðri deildinni og hefur Thatcher vikið til hliðar öðmm verkum til að búa sig sem best undir hana. Höfuðborgin á valdi skæruliða Kampala, Uganda, 25. janúar. AP. Eanes forseti, sem hingað til hefur ekki viljað beijast opinskátt fyrir skjólstæðing sinn, Zenha, kom fram í sjónvarpsþætti, sem fram- bjóðendunum var úthlutað, og tók af öll tvímæli: „Verði Salgado Zenha kjörinn í forsetaembættið, þarf þjóðin hvorki að óttast sundr- ungu né ofstjóm,“ sagði hann. Anibal Cavaco Silva forsætisráð- herra, úr flokki sósfaldemókrata, talaði á útifundi hjá stuðnings- mönnum Freitas do Amarals í Lissabon og hvatti fólk til að stuðla að sigri hans. GNYR frá stórskotaliðsorrustu skæruliða og stjómarhers drundi um alla Kainpala-borg strax í dögun i morgun og virtust her- sveitir skæruliða um það bil að að leggja höfuðbórgina undir sig. Hafa þeir þegar náð tökum á mikilvægustu borgarhverfunum og flótti brostinn á í liði stjórnar- innar. Aðeins fimm vikur eru liðnar frá því að undirritaður var friðarsamnmgur milli þessara aðila. Skæmliðar hófu sókn sína í síð- ustu viku, en höfðu áður tryggt stöðu sína í flestum hverfum Kampala. Sjónvarvottar segja, að hundmð stjómarhermanna hafí flú- ið til austurhluta landsins. Dagblað í Nairobi í Kenya greinir frá því í dag, að sumir þeirra hafí rænt og myrt óbreytta borgara í bænum Jinja, um 80 km fyrir austan Kampala. Nokkur hluti stjómarhersins er enn í höfuðborginni og veitir skæm- liðum viðnám. Síma- og fjarritasamband við Kampala rofnaði í morgun og út- varpssendingar lágu niðri. Starfsmaður í bandaríska sendi- ráðinu sagði, að ekki væri Ijóst, hversu mikinn hluta borgarinnar skæmliðum hefði þegar tekist að ná á sitt vald. Fregnir herma, að Tito Okello hershöfðingi sé kominn til Jinja, og þangað stefnir sá hluti stjómar- hersins, sem flúið hefur frá Kamp- ala. Yoweri Museveni, fyrram vam- armálaráðherra og leiðtogi skæm- liðahreyfingarinnar, var með sveit- um sínum í nágrenni Kampala.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.