Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR1986
Ný skuldabréfa-
útgáfa á vegum
Iðnaðarbankans
VEÐDEILD Iðnaðarbankans
hefur gefið út nýjan flokk verð-
tryggðra skuldabréfa — 1. flokk
1986, til sölu á fijálsum markaði.
Útgáfa þessi er hliðstæð þremur
flokkum bankans útgefnum á
síðasta ári, en þessi bréf hafa
verið afhent viðskiptavinum
bankans, svo sem byggingar-
Dóm-
prófastur
vísiterar í
Fella- og
Hólasókn
í DAG, sunnudaginn 26. jan-
úar, vísiterar séra Ólafur
Skúlason, dómprófastur
Fella- og Hólasöfnuð. Mun
þetta vera fyrsta vísitasían í
hinu stóra og fjölmenna
Breiðholti. Nú eru þijú
prestaköll i þessari byggð,
Breiðholtssöfnuður er elztur
og verður kirkja þeirra vígð
í haust, yngstur er Seljasöfn-
uður og stendur kirkjubygg-
ing þar yfir. Fyrsti hluti
kirkju Fella- og Hólasafnaða
var vigð í fyrra og fram-
kvæmdir standa yfir við þann
hluta, sem enn er í smiðum.
Við messuna á sunnudaginn
mun dómprófastur prédika, en
sóknarpresturinn, séra Hreinn
Hjartarson þjónar fyrir altari.
Eftir messuna heldur prófastur
fund með oddvitum sóknanna
og ræðir um málefnin bæði
heima fyrir og í prófastsdæminu
öllu. Þá er hluti slíkrar heim-
sóknar að skráð er nákvæm lýs-
ing á kirkjunni og gerð skrá
yfír alla muni hennar og lýsing
á helztu viðburðum f sögu safn-
aðarins. pjVAUMtíntynniwgr^
verktökum, í skiptum fyrir verð-
tryggð skuldabréf sem fyrirtæki
og einstaklingar hafa gefið út.
Aætlað er að ávöxtunarkrafa
nýju bréfanna verði um 10%.
Þessi nýju bréf eru að verðgildi
100 þúsund krónur hvert bréf og
heildarútboðið nemur 200 milljón-
um króna að nafnverði. Skuldabréf-
in eru verðtryggð miðað við láns-
kjaravísitölu og raunvextir ráðast
af ávöxtunarkröfu markaðarins.
Heildarflárhæð flokkanna
þriggja sem gefín voru út í fyrra,
var hins vegar 175 milljónir króna
og voru þá skuldabréf í 1. flokki
til 10 ára en 2. og 3. flokkur til 5
ára.
Iðnaðarbankinn annast sölu bréf-
anna ásamt verðbréfasölum.
Fræðsluvika Krabbameinsf élagsins hafin
FRÆÐSLUVIKA Krabbameinsfélags íslands
hófst á föstudaginn og var þessi mynd tekin við
setningarathöfnina á Kjarvalsstöðum, en dag-
skrá er bæði þar og i húsi félagsins við Skógar-
hlíð. Með þessari fræðsluviku viU Krabbameins-
félagið kynna starfsemi sína, eins og hún er á
35. starfsári félagsins, og jafnframt kynna ýmis-
iegt, sem framtíðin ber í skauti sinu.
Davið Oddsson borgarstjóri.
Fulltrúarád sjálfstæðis-
félaganna í Reykjavik:
Aðalfundur
á þriðjudag
„AÐALFUNDUR Fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
verður haldinn þriðjudaginn 28.
janúar nk. kl. 20.30 í Súlnasal
Hótel Sögu. Á dagskrá fundarins
verða venjuleg aðalfundarstörf.
Auk þess mun gestur fundarins
Davíð Oddsson borgarstjóri flytja
ræðu. Fulltrúaráðsmeðlimir eru
hvattir til að §ölmenna.“
(Fréttatilkynning.)
Reglugerð um stjórnun mjólkurframleiðslunnar;
Framleiðslunni skipt á milli
héraða og einstakra bænda
LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA
hefur gefið út reglugerð um
stjórn mjólkurf ramleiðslunnar
verðlagsárið 1985-1986. í reglu-
gerðinni eru settar reglur um
skiptingu þeirra 107 milljón lítra
mjólkur sem ríkið tryggir bænd-
um fullt verð fyrir samkvæmt
búvörusamningunum, á milli hér-
aða landsins og á milli einstakra
bænda innan svæðanna.
Framleiðsluráð landbúnaðarins
hefur með höndum framkvæmd
framleiðslustjómunarinnar og hef-
ur ráðið þegar sent upplýsingar um
framleiðslurétt svæðanna og bráða-
birgðaskiptinu á milli einstakra
framleiðenda innan svæðanna til
mjólkursamlaganna og búnaðar-
sambandanna. I byijun næstu viku
fá bændur sendar upplýsingar um
hvað þeir fá í sinn hlut með fresti
til að gera athugasemdir. Að lokn-
um þeim fresti sem gefínn verður
og þegar farið hefur verið yfír
athugasemdir og umsóknir um
lagfæringar, sem líklega verður
ekki fyrr en í lok mars eða apríl
fá bændur loks endanlegar upplýs-
ingar um framleiðslurétt sinn.
Áður er hinum 107 milljón lítrum
er skipt á milli svæðanna eru dregn-
ir frá 1,2 milljónir lítrar og er þeim
ráðstafað sérstaklega, m.a. til
Vestfjarða og til þeirra sem eru
með innan við 300 ærgilda bú.
Framleiðslunni er að öðru leyti skipt
þannig á milli svæðanna að heildar-
búmarkið eins og það var 31. des-
ember 1980 vegur 2/3 á móti fram-
leiðslunni undanfarin þijú verðlags-
ár sem vegur 1/3. Meðaltal þessara
tveggja þátta myndar svokallaðan
fullvirðisrétt hvers svæðis, sem þó
getur ekki orðið meiri en mjólkur-
framleiðslan á svæðinu innan bú-
marks á síðasta verðlagsári.
Framleiðsluréttur hvers einstakl-
ings er síðan hlutfall fullvirðismarks
héraðsins af búmarki hans. Ef full-
virðismark héraðsins er 75% og
búmark hans samsvarar 100 þús-
und Iítrum á ári má bóndinn fram-
leiða 75 þúsund lítra af mjólk á
því verðlagsári sem nú stendur jrfir
(1. september til 31. ágúst). Ef
viðkomandi hefur nýtt búmark sitt
að fullu á síðasta ári þarf hann að
draga saman framleiðsluna um 25%
í ár. Fullvirðismark héraðanna er
yfírleitt á bilinu 65-75%. Er því ljóst
að mikill tilflutningur verður á
framleiðslu á milli einstakra bænda
innan svæðanna, eftir því hvort
þeir hafa nýtt búmark sitt lítið eða
mikið, því ef litið er á svæðin í
heild er samdráttur í öllum héruðum
landsins nema einu.
Áður en framleiðslurétti svæð-
anna er skipt á milli bænda eru þó
dregin frá 5% af fullvirðisréttinum
og því mjólkurmagni ráðstafað sér-
staklega af búnaðarsamböndunum
(eða Framleiðsluráði), m.a. til að
laga hugsanlegar villur í útreikn-
ingum og til að auka framleiðslurétt
einstakra bænda eftir sérstökum
reglum. Nefnd eru áföll búfjársjúk-
dóma, menn hafi verið að auka
framleiðsluna vegna uppbyggingar
á búum sínum og fleira. Þegar allt
þetta hefur verið dregið frá heildar-
samningunum eru það aðeins rúm-
lega 100 milljónir lítrar sem skipt
er á milli bænda nú í upphafi,
afgangnum verður útdeilt á næstu
vikum.
Mjólkursamlögin eiga að fylgjast
með að menn framleiði ekki umfram
rétt sinn og eru sum þeirra komin
með þannig tölvubókhald að hægt
er að fylgjast með framleiðslu
manna jafnóðum. Þegar menn hafa
framleitt það sem þeim var úthlutað
fá þeir ekkert eða mjög lítið greitt
fyrir þá framleiðslu. Sú framleiðsla
verður gerð upp að verðlagsárinu
loknu og verður þá greitt jafnt fyrir
alia umframframleiðsluna, það er
á erlendum mörkuðum sem skilar
meiru en nemur vinnslukostnaði.
Að undanfömu hefur verð fyrir út-
flutta osta farið töluvert niður fyrir
20% af heildsöluverði og gefur auga
leið að slíkur útflutningur skilar
ekki krónu til bændanna.
Umrætt reglugerð gildir aðeins
um mjólkurframleiðsluna á yfír-
standandi verðlagsári. Bjami Guð-
mundsson aðstoðarmaður land-
búnaðarráðherra segir að fyrir
næsta verðlagsár verði settar nýjar
reglur, annars vegar fyrir mjólkur-
framleiðsluna sem ekki þurfí endi-
lega að vera eins og þær sem nú
mjólkurmagni samkvæmt búvöru- að segja ef eitthvað fæst fyrir hana framleiðsluna.
Svæðabúmark — Mjólkurframleiðsla Fullvirðis- mark % Hlutdeild hvers Fram- leiðsla Sam- dráttur
í. Gullbringusýsla, Grindavík, Keflavík 32,22% svæðis í framl. verð- lagsárið 85/86 þús. ltr. 42 síðasta verðlags- ár þús. Itr. 42 í% 0,0%
2. ogNjarðvík Kjósarsýsla, Reykjavík, Hafnarfjörður, 64,25% 1.704 1.725 1,2%
3. Kópavogur, Garðabær og Seltjamames Borgarfjarðarsýsla utan Skarðsheiðar 69,85% 2.476 2.494 0,7%
4. og Akraness Borgarfjarðarsýsla innan Skarðsheiðar 74,63% 3.176 3.218 1,3%
5. Mýrasýsla 72,54% 4.187 4.381 4,6
6. Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla og Ólafsvík 69,46% 3.092 3.114 0,7%
7. Dalasýsla 72,31% 1.706 1.817 6,5%
8. Austur-Barðastrandarsýsla 65,43% 507 511 0,8%
9. Vestur-Barðastrandarsýsla 74,81% 764 874 14,4%
10. Vestur-ísafjarðarsýsla 69,59% 759 778 2,5%
11. Norður-ísafíarðarsýsla, ísafjörður 64,89% 698 729 4,4%
12. og Bolungarvík Strandasýsla 37,18% 159 158 (0,6% aukn.)
13. V estur-Húnavatnssýsla 71,72% 2.467 2.648 7,3%
14. Austur-Húnavatnssýsla 75,78% 4.089 4.117 0,7%
15. Skagafíarðarsýsla, Sauðárkrókur 75,09% 8.459 9.037 6,8%
16. og Siglufíörður Eyjaflarðarsýsla, Akureyri, Dalvík 78,70% 18.036 19.364 7,4%
17. og Ólafsfjörður Suður-Þingeyjarsýsla vestan Ljósavatnsskarðs 77,32% 2.959 3.012 1,8%
18. Suður-Þingeyjarsýsla austan Ljósavatns- 76,91% 6.313 6.590 4,4%
19. skarðs og Húsavík Keldunes-, Öxarfjarðar-, Fjalla-, 67,37% 104 127 22,1%
20. Presthóla- og Raufarhafnarhreppur í Norður-Þingeyjarsýslu Aðrir hreppar í Norður-Þingeyjarsýslu 76,01% 256 274 7,0%
21. Norður- og Suður-Múlasýsla, SeyðisQörður, Nes- 65,73% 4.388 4.488 2,3%
22. kaupstaður og Eskifjörður Austur-Skaftafellssýsla 75,26% 1.600 1.754 9,6%
23. Vestur-Skaftafellssýsla 72,80% 3.542 3.665 3,5%
24. Rangárvallasýsla 73,62% 14.236 14,955 5,1%
25. ÁmessýBla og Selfoss 74,28% 20.091 21.449 6,8%
Taflan sýnir skiptingu landsins í búmarkssvæði og fullvirðismark einstakra svæða (1. dálkur). Full-
virðismark sýnir hvað bændur á hinum einstöku svæðum mega nýta mikið af búmarki sinu til að fá
fullt verð fyrir alla framleiðsluna. Þá er hlutdeild hvers svæðis í heildarframleiðslunni í ár borin «»■»»>"
við mjólkurframleiðslu sömu svæða á siðasta verðlagsári og kemur þar í (jós að ÖU svæðin nema eitt
þurfa að draga saman framleiðsluna á milli ára, mismikið þó.