Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR1986 PlnrguiM Útgefandi nHttfeÍfr Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 40 kr. eintakiö. Alþingi tekur til starfa á ný Alþingi kemur saman á ný að loknu jólaleyfí á morg- un. Ekki er ólíklegt, að þing- haldið það sem eftir er vetrar muni bera þess nokkur merki að sveitastjómarkosningar fara í hönd. Vonandi verður það þó ekki til þess, að mikilvægum úrlausnarefnum verði ýtt til hliðar eða um þau fjallað af því ábyrgðarleysi, sem því miður einkennir oft málflutning stjómmálamanna þegar skammt er til kosninga. Kjara- samningar em einnig framund- an og vafalaust mun óvissan, sem nú ríkir um horfur á vinnu- markaði, setja svip á þingstörf- in. Fyrir þinginu liggja stjómar- frumvörp til laga um sveita- stjómir, Seðlabankann, Stjóm- arráðið og verðbréfamiðlun, svo nokkuð sé nefnt. Ef sam- komulag verður í þingflokkum stjómarliða má einnig vænta fmmvarpa til laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna, virðis- aukaskatt, fasteignasölu og greiðslukort. Takist samningar við fyrirtækið Rio Tinto Zink um byggingu og rekstur kísil- málmverksmiðju á Reyðarfirði verða þeir lagðir fyrir þingið. Þá er sennilegt, að málefni viðskiptabanka ríkisins komi til umræðu, enda þótt ekki þurfi samþykki alþingis verði af sameiningu einhverra ríkis- banka, eins og rætt hefur verið um. Loks er hugsanlegt, að einhveijir þingmenn kjósi að hreyfa „kjötmálinu“ svonefnda. Jón Helgason, landbúnaðarráð- herra, hefur lýst því yfír, að hann útiloki ekki þann mögu- leika að flytja frumvarp, er miði að því að banna innflutn- ing vamarliðsins á hráu kjöti. Slíkt fmmvarp væri tvímæla- laust brot á því samkomulagi, sem gert hefur verið í ríkis- stjóminni um málið, og yrði að meðhöndlast í samræmi við það. I fmmvarpi til sveitastjóm- arlaga er gert ráð fyrir því, að almennar sveitastjómarkosn- ingar fari fram annan laugar- dag í júní. Samkvæmt fmm- varpinu taka lögin gildi 1. júní, þannig að kosningamar á þessu ári fara væntanlega fram í samræmi við núgildandi lög. Þar segir, að kosningar í bæj- um og þeim hreppum, þar sem 3/i íbúa em búsettir í kauptúni, skuli fara fram síðasta laugar- dag í maímánuði, en aðrar sveitastjómarkosningar síðasta laugardag í júnímánuði. Morg- unblaðið sér hins vegar ekki nein skynsamleg rök fýrir því, að kjördagur verði framvegis annar laugardagur í júní. Það kann að henta einhverjum íbú- um í sveitum landsins vegna sauðburðar í maí, en varla getur það talist frambærileg ástæða þegar haft er í huga að ferð á kjörstað er yfirleitt fyrirhafnarlítil og kosningin sjálf tekur stutta stund. Á hinn bóginn er þessi kjördagur óheppilegur fyrir hina fjöl- mörgu, sem komnir em í sum- arleyfí um þetta leyti og dvelj- ast erlendis og kunna að eiga erfítt með að fylgjast með málflutningi frambjóðenda. Menntamálaráðherra hefur boðað fmmvarp til nýrra laga um Lánasjóð íslenskra náms- manna, þar sem m.a. er gert ráð fyrir breyttum reglum um endurgreiðslur námslána og að tekjur námsmanna hafí ekki áhrif á upphæð lánanna. Tví- sýnt er um það hvort samkomu- lag tekst um þetta mál milli stjórnarflokkanna. Einstakir þingmenn Framsóknarflokks- ins hafa látið í ljós andstöðu við það og hugsanlegt er, að framsóknarmenn og stjómar- andstæðingar taki höndum saman og komi í veg fyrir að ný lög um sjóðinn verði sett. Það væri ákaflega bagalegt, því skýr rök hafa verið leidd að því að nauðsynlegt sé að breyta reglum um námslán og starfsháttum Lánasjóðsins. Fjármálaráðherra hefur lagt mikla áherslu á, að virðisauka- skattur verði tekinn upp í stað söluskatts, sem hann telur að hafí gengið sér til húðar. Nokk- ur andstaða er hins vegar við þessa hugmynd í báðum stjóm- arflokkunum og jafnvel innan ríkisstjómarinnar. Það er því óljóst, hvort frumvarp þar að lútandi kemur fram og fær nægilegt fylgi á alþingi. Fyrir jól voru samþykkt 27 lög og 4 þingsályktanir, en það voru ekki umræður um efni þeirra, sem mestan svip settu á þann þátt þingstarfa, er almenningur getur fylgst með. Upphlaup af ýmsu tagi voru áberandi og sýnilegt að ein- stakir þingmenn voru stundum að setja á svið leikþætti fyrir fjölmiðla. Alþingi á hins vegar ekki að vera vettvangur fyrir lýðskrum og látalæti, og er vonandi að þingmenn beri nú almennt gæfu til að flytja mál sitt í áheym þjóðarinnar af meiri ábyrgð og rökfestu, en þeir hafa tíðkað á stundum. Lækkun olíuverðs Aundanfömum dögum og vikum hefur heims- markaðsverð á olíu lækkað dag frá degi. í Morgunblaðinu í gær, föstudag, var skýrt frá því, að tunnan af Norð- ursjávarolíu hefði tveimur dögum áður verið seld á rúmlega 20 Bandaríkjadali en verðið á hverri tunnu af olíu til afgreiðslu í febrúar væri komið niður fyrir 19 dali og marzverð í 18,35 dali. Jafnframt kom það fram, að Yamani, olíuráðherra Saudi-Arabíu, sem varð heimsfrægur á árinu 1973, þegar olíu- verð margfaldaðist á skömmum tíma, hefði spáð því að olíuverðið myndi fara niður í lSdaliátunnu. Þetta eru mikil umskipti frá þeim árum, þegar olíuverðið margfaldaðist. Þá tókst olíuframleiðsluríkjum á mjög skömmum tíma að gjörbreyta efnahag sínum og iðn- ríkja Vesturlanda og Suðaustur-Asíu og sópuðu til sín gífurlegum fjármunum úr vösum Vesturlandabúa. Sú oh'uverðshækk- un átti mikinn þátt í þeirri verðbólguöldu, sem gekk yfír Vestur-Evrópu og Bandarík- in. Fyrst skall hún yfír á árinu 1973 en ný olíuhækkun og verðbólga reið yfír á árinu 1979. Tvennt gerði Vesturlandabúum kleift að búa við þá miklu skerðingu á auðæfum þeirra, sem leiddi af olíuhækkuninni. Ann- ars vegar áttu olíuframleiðsluríkin ekki betri kost en að ávaxta nýfenginn auð í bönkum á Vesturlöndum og hins vegar naut atvinnulíf iðnríkjanna góðs af gífurleg- um framkvæmdum, sem fylgdu í kjölfar peningastreymis frá iðnríkjunum til olíu- framleiðsluríkja. Samtökum olíufram- leiðsluríkjanna, OPEC, tókst árum saman að halda uppi hinu háa verði á olíu en iðnríkin gerðu víðtækar ráðstafanir til þess að verða ekki jafn háð olíu og þau voru orðin, þegar hækkunaraldan gekk yfir. Þannig má segja, að verðhækkanir á olíu hafí á margan hátt orðið til góðs og stuðlað að jákvæðum breytingum á lífsháttum fólks í iðnríkjunum. Nærtækast fyrir almenning er að sjálfsögðu að fylgjast með þeim breyt- ingum, sem orðið hafa í bílaframleiðslu, þar sem bílar eru orðnir minni, léttari og spar- neytnari. Seinni árin hefur orðið æ erfíðara fyrir olíuframleiðsluríkin að halda hinu háa verði á framleiðsluvöru sinni. Olíuframleiðsla annars staðar hefur aukizt, svo sem í Norðursjó og í Bandaríkjunum. Olíunotkun hefur minnkað og framboð á olíu þar með aukizt. Lengi héldu Saudi-Arabar olíuverð- inu uppi með því að draga svo mjög úr framleiðslu sinni, að hún fór úr 9 milljónum olíufata á dag niður í 2 milljónir fata. Þá var hún komin svo langt niður, að fíárhagur Saudi-Araba þoldi ekki svo litla framleiðslu, þrátt fyrir mikið ríkidæmi. Þeir hafa því að undanfömu tvöfaldað framleiðslu sína, sem er komin í um 4 milljónir olíufata á dag. Þeir voru heldur ekki tilbúnir til þess endalaust að draga úr framleiðslu sinni á sama tíma og ýmis bandalagsríki þeirra í OPEC juku framleiðslu sína á laun þrátt fyrir samkomulag um annað, að sjálfsögðu vegna fíárskorts. Þessi mikla lækkun olíuverðs hefur auð- vitað mjög jákvæð áhrif á efnahag iðnríkj- anna á Vesturlöndum og í Suðaustur-Asíu. En þó eru fleiri hliðar á því máli. Stór- bankamir á Vesturlöndum hafa lánað gífur- lega fíármuni til olíuframleiðsluríkja á borð við Mexíkó, sem ætluðu að taka stóra stökk- ið frá fátækt til bjargálna í einu vetfangi. Minnkandi tekjur af olíuframleiðslu valda því, að bæði Mexicó og önnur olfuríki í svipaðri stöðu eiga erfítt með að standa í skilum með lánin og hafa orðið að endur- semja um þau hvað eftir annað. Verðhmnið á olíu nú mun enn auka á þessa erfiðleika og jafnframt vekja upp spumingar um það, hvort þessir bankar þoli svona þung áföll helztu viðskiptavina sinna. Á hinn bóginn er líka ljóst, að olíulækkunin kemur fátæk- um ríkjum þriðja heimsins til góða og þau munu eiga auðveldar með að standa í skilum með sínar skuldbindingar. Olíuverðslækkunin + og Island Verðhækkunin á olíu fyrir 13 ámm og aftur fyrir um 7 ámm var að sjálfsögðu þungt áfall fyrir íslenzkt efnahagslíf. Þegar þessi hækkun skall á var skuttog- aravæðingin komin í fullan gang og ljóst, að olíueyðsla skuttogaranna nýju var mun meiri en bátanna, sem höfðu verið uppi- staðan í fiskveiðiflota okkar á Viðreisnar- ámnum. Við stóðum sem sé frammi fyrir því, að við vomm að kaupa tæki til físk- veiða, sem notuðu mikla olíu, þannig að olíukostnaðurinn við að sækja fískinn í sjóinn margfaldaðist. Þá var enn mikill hluti húsa utan Reykjavíkursvæðisins hit- aður upp með olíu og hitunarkostnaður fólks margfaldaðist um leið og mismunur- inn á • hitunarkostnaði milli þeirra, sem bjuggu við hitaveitu og hinna, sem það gerðu ekki varð gífurlegur. Það gefur svolitla hugmynd um hvað verðlag á olíu skiptir miklu máli, að líklega er upphitun- arkostnaður með olíu nú komin niður fyrir verðlag hitaveitna á sumum stöðum hér á landi, ef miðað er við heimsmarkaðsverðið ídag. Þessi olíuhækkun varð þeim mun erfíð- ari vegna þess að vinstri stjómin, sem tekið hafði við völdum á árinu 1971 hafði eytt og sóað þeim fjármunum, sem Við- reisnarstjómin skildi eftir sig og verð- bólgan hafði þegar magnast og marg- faldast, þegar komið var fram á árið 1973 en um leið og olían hækkaði svona gífur- lega í verði hófst tími óðaverðbólgu á ís- landi, sem staðið hefur linnulaust síðan. Hækkun olíuverðs á sínum tíma kom strax fram í hækkuðu verði til neytenda hér á íslandi. En það hefur hins vegar jafnan verið svo að lækkun olíuverðs hefur verið lengur á leiðinni. Þessa dagana spyr fólk að vonum, hvenær verðhrunið, sem nú er að verða á oiíu muni sjást á benzín- dælum olíufélaganna. Svör forstjóra olíufé- laganna og ráðamanna þjóðarinnar eru þau, að þar sem nýlega hafí verið keypt mikið af olíubirgðum á hærra verði til landsins megi menn ekki búast við þessum lækkunum fyrr en eftir nokkra mánuði. Sumir olíuforstjóramir segja jafnvel, að þessa lækkun eigi að nota til þess að jafna hallarekstur olíufélaganna á undanfömum misserum. Fyrir nokkrum árum gerðist það, að verðhrun varð á sykri á heimsmarkaði. Svo illa vildi til fyrir innflytjendur sykurs hér að þeir höfðu skömmu áður fest kaup á miklu magni af sykri á hærra verði. Neytendur hér vildu hins vegar fá fram lækkun á sykurverði strax. Innflytjendur sykurs tóku þá ákvörðun að lækka verðið á sykri strax og taka á sig tapið af röngum innkaupum. Þetta voru nokkur gamalgróin fyrirtæki, sem tóku þessa ákvörðun og öxluðu þær miklu byrðar, sem fylgdu því að lækka sykurverðið umsvifalaust til samræmis við heimsmarkaðsverð. Það er erfítt að skilja, hvers vegna ís- lenzku olíufélögin gera ekki það sama. Þetta eru fyrirtæki í áhættusömum rekstri. Þau verða að vera viðbúin því að tapa stundum eins og öll önnur fyrirtæki. Þau hafa bersýnilega tekið rangar ákvarðanir um innkaup á olíu vegna þess, að mánuð- um saman hefur þeim sem fylgzt hafa með verið ljóst, að olían var að lækka í verði og það er því ekkert annað en sof- andaháttur og skrifstofumennska en ekki eðlileg viðskiptastarfsemi að kaupa miklar birgðir af olíu, þegar allt stefnir til lækkun- ar. Ef olíufélögin sjá sér ekki fært að lækka verðið strax, getur auðvitað komið til þess að aðrir aðilar sjái sér hag í því að flytja inn olíu á hinu lægra verði. Nú þegar er vitað, að á einstaka stöðum hafa útgerðarmenn sent skip sín til útlanda, þar sem þeir hafa fyllt þau af ódýrri olíu, sem þeir hafa svo notað á önnur skip. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1986 33 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 25. janúar Hver ætlar að banna íslenzkum fískiskip- um að kaupa ódýra olíu ef hingað kemur tankskip með slíka olíu? Það er ekki einfalt mál fyrir olíuforstjórana og Matthías Bjamason, viðskiptaráðherra, að gefa það hefðbundna svar við spumingum um þetta efni, að svo miklar birgðir séu til í landinu á háu verði, að verðlækkun geti ekki komið strax. Eru olíuforstjóramir einhvers konar ríkisstarfsmenn eða stunda þeir raun- veruleg viðskipti með þeim áhættum, sem því fylgja? Svo er auðvitað til allt annar flötur á þessu máli, sem er sá, að ríkisstjóm og Alþingi taki einfaldlega ákvörðun um það að olíuverð lækki ekki til neytenda heldur verði því haldið óbreyttu og mismunurinn verði tekinn sem ný skattlagning til þess að greiða niður skuldir þjóðarinnar við erlenda lánardrottna. En það er auðvitað stefnumörkun, sem verður að fara fram með öðrum hætti en þeim, að gefa kerfís- leg svör um miklar olíubirgðir á háu verði. Betri tímar í vændum? Olíulækkun er stórmál fyrir okkur ís- lendinga, eins og nú standa sakir, þótt enginn geti að sjálfsögðu spáð nokkru um það, hversu lengi hún mun standa. Hún Morgunblaðið/Kr. Ólafsson þýðir í fyrsta lagi mikla lækkun á útgjöld- um okkar til olíukaupa. í annan stað geta áhrif hennar orðið þau á alþjóðleg efna- hagsmál að stuðla að lækkun vaxta á alþjóðlegum lánamörkuðum. Slík vaxta- lækkun myndi draga mjög úr vaxtakostn- aði þjóðarbúsins, svo mjög, að hvert pró- sentustig í vöxtum sparar okkur mörg hundruð milljónir króna. í þriðja lagi hefur þessi olíuverðslækkun nú þegar þýðingu fyrir þær ákvarðanir, sem teknar verða á næstunni í efnahagsmálum. Þess vegna er ekki út í hött að varpa fram þeirri spumingu, hvort betri tímar séu í vændum hér. í frétt í Morgunblaðinu í gær, föstudag, var vakin athygli á því, að lækkun olíu- verðs bætti mjög stöðu fískiskipaflotans og auðveldaði útgerðinni að komast af án þess að fískverð hækkaði að nokkm ráði um næstu mánaðamót, en þá á nýtt físk- verð að taka gildi. Raunar sagði útgerðar- maður við höfund þessa Reykjavíkurbréfs fyrir nokkrum dögum, að ákvörðun um fískverð skipti útgerðina mun minna máli en áður. Ástæðan er einfaldlega sú, að auknar siglingar fískiskipa og gámaút- flutningur á físki hefur hækkað fískverðið svo mjög til skipanna, að einhveijar.krónur eða aurar til eða frá, sem nefnd í Reykja- vík ákveður, skipta sáralitlu máli, sagði þessi útgerðarmaður. Annar viðmælandi benti á, að úti á landi mætti sjá þá þróun í rekstri frystihúsa, að þau tækju einungis ákveðið lágmarksmagn til vinnslu í hverri viku, en annað væri sett í gáma og flutt til útlanda. Auðvitað þýða þessar miklu ferskfísksölur erlendis, að auk olíuverðs- lækkunar býr útgerðin nú við mun hærra fiskverð en hún hefur kynnzt um langt skeið. Hvort tveggja stuðlar því að því að fískverðið þurfí ekki að hreyfast mikið. Jafnhliða hefur verðlag heldur hækkað á mörkuðum okkar fyrir frystan físk og þannig komið á móti þeirri verðlækkun Bandaríkjadals, sem að sjálfsögðu hefur komið sér illa fyrir útflytjendur. Verðlag á ýmsu öðru sjávarfangi virðist einnig á uppleið eins og t.d. á rækju og skiptir það auðvitað máli eins og bezt sést á því, að við Djúpið eitt munu um 1.000 manns byggja afkomu sína á rækjuveiðum og vinnslu. Þá má gera ráð fyrir að vaxtalækkun á alþjóðlegum mörkuðum í kjölfar olíu- verðslækkunar muni ýta undir lækkun vaxta hér og dregur það einnig verulega úr kostnaði útgerðar og fískvinnslu, bæði af innlendum og erlendum lánum. Kjarasamningar í ljósi breyttra aðstæðna Það er við þessar aðstæður, sem aðilar vinnumarkaðarins sitja nú við samninga- borðið og ræða nýja kjarasamninga. Sumt af því, sem hér hefur verið sagt liggur nú þegar fyrir, annað ekki, þótt færa megi rök að því að það sé í vændum. Fróð- ir menn telja, að þessi nýju skilyrði, veiti okkur einstakt tækifæri til að ná tökum á stjóm efnahagsmála okkar á þessu ári og hinu næsta, ef við höfum vit til og berum gæfu til að hagnýta okkur þau. Síðustu mánuði hefur ekki gætt mikillar bjartsýni um verðbólguþróunina á þessu ári og sumir jafnvel talið, að hún mundi jfara úr böndum. Nú eru viðhorfin önnur. Ef rétt er á haldið má jafnvel búast við að hægt væri að ná verðbólgunni verulega niður. Meiri kjarabót væri ekki hægt að færa launþegum á þessu ári eða Dagsbrún í afmælisgjöf á áttræðisafmælinu, svo vitnað sé til orða Guðmundar J. Guð- mundssonar í sjónvarpsþætti á dögunum um afmæli þess merka verkalýðsfélags. Ekki er ólíklegt að einhver segi sem svo: úr því að aðstæður hafa batnað svo mjög er auðvelt að stórbæta kjör launþega í landinu. Þeir, sem þannig kunna að tala mundu þá leggja til að strax væri skipt upp ávinningi, sem við hugsanlega munum fá á þessu ári en erum alls ekki komnir með í vasann. Þá væri ekki vel að verki staðið. Hyggilegra er að fara að öllu með gát en hafa augun opin fyrir þeim tækifær- um, sem við höfum til þess að bæta stöðu þjóðarheildarinnar á þessu ári. Takist það yerður svigrúm til þess að veita þeim ábata að einhveiju leyti út í þjóðlífíð, þegar þar að kemur. Eins og fyrri daginn ríður á miklu hver þróun mála verður við samningaborðið. Það verður að segjast eins og er, að miðað við það, sem áður hefur gerzt er ekki tiltak- anlega mikil ástæða til bjartsýni. En hver vill taka ábyrgð á því, að við getum ekki hagnýtt okkur þau tækifæri, sem nú kunna að bjóðast? „Fróðir menn telja, að þessi nýju skilyrði, veiti okkur einstakt tækifæri til að ná tökum á stjórn efnahagfsmála okkar á þessu ári og hinu næsta, ef viðhöfum vittil og berum gæfu til að hagnýta okkur þau.“ ■■m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.