Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR Í986 23 Mlklll tíml ferf þaö aA „sitjafyrir" hji Ijósmyndurum. væru á hveiju strái. Tveir lágvaxnir menn voru að koma inn á staðinn þegar Hófí gekk út. Þeir gripu andann á lofti þegar þeir sáu hana og hörfuðu upp að veggnum. „Vá, vá!“ sögðu þeir þegar hún var farin fram hjá og litu stórum augum hvor á annan. Hver eru líkamsmálin?“ Sjónvarpið var til taks þegar Hólmfríður og Baldvin snæddu morgunverð í upphafí vinnudagsins. Síðan var viðtal við dagblað úr hjarta úriðnaðarins, Bieler Tagblatt og svo skokkað fyrir framan þing- húsið. Hólmfríður hafði áhuga á að skoða það og hersingin bættist í hóp leiðsögumanns og sá þingsalina tvo. Bent var á lítið herbergi þar sem ríkisstjómin tekur á móti þjóð- arleiðtogum og konunglegum gest- um. Hólmfríður settist þar í stól og sjónvarpsmaðurinn spurði hvernig henni liði í svona fínu herbergi. „Ég er nú eiginlega ekki klædd fyrir það,“ sagði hún hlæjandi, hrissti taglið og leit niður eftir nýja Nike- skokkgallanum. Hún sá Alpaijöllin í fjarska og : útsýnið yfír ána Aare frá þing- | húsinu. Hún sá einnig bjamargryfj- una í Bem og fylgdist með þremur ungum bjamdýmm leika sér uppi í tré. Hún var þá uppábúin og gler- 1 fín en svipurinn var hiýr og örugg- j lega sá sami og þegar hún fylgdist með „bömunum sínum“ á bama- heimilinu heima. Vindþurrkað kjöt, annar þjóðarréttur Svisslendinga, vakti enga sérstaka lukku í hádeg- inu en henni var lofað að hún fengi eitthvað sem henni þætti gott að borða um kvöldið. Dagblaðið Blick, útbreiddasta dagblað Svisslendinga og sannköll- uð „gul pressa", fékk fyrsta viðtalið við fegurðardrottninguna á ferða- kaupstefnunni. Blaðamaðurinn spurði nokkurra spuminga og Hólmfríður furðaði sig á að hann skrifaði ekkert niður. Hann hafði fyrst og fremst áhuga á að fá af henni góða, lifandi mynd. Ungur blaðamaður frá Der Bund, morgun- blaði höfuðborgarinnar, kom undir- búinn og talaði við hana í alvöru. Ljósmyndarinn tók myndir af ýms- um líkamshlutum hennar og fyrir- sætan kom upp í Hólmfríði. Það var auðséð á viðtalinu sem birtist í Der Bund daginn eftir að hún hafði heillað báða mennina. Þegar kom að konu frá tískublaðinu Meyers Modeblatt var Hólmfríður orðin dálftið þreytt og farin að mgla viðtölunum saman, hélt að hún hefði þegar sagt konunni frá heim- sókninni f þinghúsið en hafði reynd- ar sagt öllum hinum það. En hún hélt áfram að brosa og sagði kon- unni hvað ísland væri hreint, fallegt og dásamlegt land og ferska loftið og fískurínn væru fegurðarleyndar- mál hennar. Blaðamennimir höfðu allir meiri áhuga á Hólmfríði sjálfri en íslandi. Þeir spurðu hana hvað hún hefði gert hingað til, hvað hún ætlaði að gera í framtíðinni og hvað hún gerði þetta ár sem Ungfrú heimur. Þeir spurðu hvort það væri ekki mikill munur á að vera fegurðardrottning og fóstra og hvort að þetta tvennt gæti farið saman. Einn spurði hvort það væri rétt að hún borðaði helst bara jarðarber. „Hvaðan á ég að fá jarðarber á íslandi?" svaraði hún undrandi. Annar spurði hver maður og kona síðasta árs væru að hennar mati. „Mamma, pabbi, Díana prins- essa og Davíð Oddsson, borgarstjóri Reykjavíkur," svaraði hún eftir nokkra umhugsun. Og svo voru það líkamsmálin. Hvað er hún há og þung, hver eru bijósta-, mittis- og mjaðmamálin? „Hvurs konar er þetta?“ sagði Hólmfríður. „Ég svara nú ekki svona spumingum. Eg hef ekki hugmynd um þessi mál. Heldur fólkið að ég sé alltaf að mæla á mér bijóstin?" Blaðamennimir urðu steinhissa. Þeir höfðu ekki áttað sig á að fegurðarsamkeppnir em ekki lengur eins hrár kjötmarkaður og þær vom fyrir tíma kvenhreyfíngar- innar. Löngfu nóttunum á Islandi að þakka Ungfrú heimi var ekið inn á ferðakaupstefnuna í rauðum, göml- um, gljáandi bíl. Iseli kjmnti hana og spurði hana nokkurra spuminga á ensku. Holmfríður svaraði vel og hann þýddi yfír á þýsku en þótti hún ekki taka nógu djúpt í árinni og bætti nokkmm lofsyrðum um ísland við svör hennar. Sjónvarpsmennimir höfðu ekki fundið stað til að borða á og mættu alltof seint á staðinn. Hólmfríður þurfti að sitja góða stund í bflnum og bíða eftir þeim. Mannfjöldi stóð í kringum hana og horfði á. Gugerli leiddi nokkur böm með blöðmr til hennar. Hún reyndi að ná til þeirra en þau skildu ekki ensku og vom hálfhrædd við þessa fínu konu með kórónu. Ungfrú heimur undirritaði svo ferðabæklinga um ísland í sýning- arbásum Saga Reisen og Flugleiða í rúman klukkutíma og lét mynda sig við bás svissneskra ferðaávísana og fékk lítinn loðinn fíl, rauðar rósir og regnhlíf. Fólk fylgdist með henni og velti henni fyrir sér. „Þeir hafa tíma til að búa til fallega hluti á löngu, dimmu nóttunum á íslandi," sagði ungur ljósmyndari og dáðist að fallegri sköpuninni. „Mér fínnst ekkert varið í hana.“ „Hún er ekkert sérstök," heyrðust tvær litlar og bústnar vinkonur hvíslast á. Full- orðnar konur höfðu gaman af að sjá hana og horfðu á hana með hlýju en margar yngri konur vom „krítískar" á svipinn og ekki mjög hrifnar af fyrirbærinu. Síðasta verk Hólmfríðar skömmu fyrir kvöldmat var að veita útvarps- viðtal í beinni útsendingu staðar- fréttanna í Bem. Hún var fyrst í þættinum og var sest inn í upptöku- herbergið þegar þýska ljóðskáldið og vísnasöngvarinn Wolf Biermann, sem var vísað frá Austur-Þýska- landi og býr nú í Vestur-Þýskalandi, bar að garði. Hann er lágvaxinn, vinstrisinnaður og leggur ekki mikið upp úr útliti fólks. En hann lyftist af kæti þegar hann heyrði að Ungfrú heimur væri í upptöku- herberginu. Hann lyftist jafnvel enn hærra þegar hún sagði viðmælanda sínum að karlmenn þyrftu ekki að vera sætir til að höfða til sín. Erf hann kom niður á jörðina aftur þegar hún sagði að þeir yrðu að vera hávaxnir. Hann sagðist ekki fyrirgefa henni það og var enn æstur þegar kom að honum að veita viðtal í fréttaþættinum. Hann var spurður um ljóðin hans en hafði lít- inn áhuga á að tala um þau. „Ég er svo uppveðraður af að sitja hér á sama stóli og Ungfrú heimur sat á fyrir skammri stundu," sagði hann í útvarpið. „Ég er með tónleika i Bem í kvöld og hélt að ég væri kominn á enda veraldar þegar ég kom hingað. En hitti ég þá ekki sjálfa Ungfrú heim. Hún olli mér þó miklum vonbrigðum með að segja að karlmenn verði að vera hávaxnir. Ég vil láta hana vita að ég sá íslenskar konur með feita rassa í fískvinnsluhúsum á íslandi þegar ég var þar. Þær kunnu að beita hnífunum og vom margfalt fallegri en þessi spillta kona.“ Svissneskir bankamenn buðu til kvöidverðar og hafa jafnvel áhuga á að fá Hólmfríði til kynningar- starfa fyrir sig. Hún komst þó til- tölulega snemma í rúmið og svaf við ljós í risastóru hótelherberginu. Hún hefur þjáðst af myrkfælni síð- an hún var krakki. Iseli hringdi og kvaddi Hólmfríði og Baldvin á mánudagsmorgun. Starfsmaður hótelsins fylgdi þeim í lestina og þau héldu aftur af stað heim. Hólmfríður hafði vakið þó nokkra athygli í Sviss og var á forsíðu Blick. Einn miðaldra ferða- félagi hennar í lestinni þekkti hana og spurði hvort hún gæti gefíð sér eiginhandaráritun. Ungfrú heimur dró mynd af sér upp úr vasanum og áritaði hana handa manninum. Starfsmaður Flugleiða í Zúrich kom í lestina þar og fylgdi fegurðar- drottningunni og umboðsmanni hennar út á flugvöll. Gunnar Guð- mundsson, samstarfsmaður Iselis á íslandi, átti að taka á móti þeim heima og afhenda Hólmfríði blóm- vönd með kærum þökkum fyrir góða frammistöðu. Hún ætlaði að vera þar í nokkra daga en svo átti hún að halda til London og hefja störf sem Ungfrú heimur fyrir al- vöru. Ferðin til Sviss var bara „stikkprufa" fyrir ennþá stærri hluti. Textl og myndir: Anna Bjarnadóttir H Bannað að stinga sér tilsunds Skautamaðurinn á myndinni er til allrar hamingju brúða. Maður að nafni Larry Goldon, sem býr í North Platte í Nebraska, kaus að veija tjöm eina þar í grennd með þessum hætti. Goldon þessi á tjörnina og vill hann ekki að menn laugi sig í henni. Þegar hlýrra er í veðri og vatnið ófrosið færir hann brúðuna úr skautunum en setur frosklappir í staðinn. Er Benny Begin bjargvættur Herut-flokksins? Jerúsalem, 23. janúar. AP. ZEEV BINYAMIN Begin, sonur Menachems Begin, fyrrum forsætis- ráðherra ísraela, þótti standa sig það vel í sjónvarpsþætti í gær- kvöldi að dagblöð í ísrael hæla honum á hvert reipi í dag og tala um hann sem augljósasta foringjaefni Herut-flokksins. Binyamin Begin er jafnan kallað- ur Benny og þykir líkjast föður sín- um mjög í útliti og háttemi. Hann er 42 ára jarðfræðingur og sex bama faðir. Hann býr við sömu götu og Menachem í Yefe Nof- hverfínu í Jerúsalem. Benny Begin kveðst ekki hafa nein sérstök áform um að snúa sér að stjómmálum. Hann þykir hafa komizt svo vel frá sjónvarpsþættin- um, þar sem hann sat fyrir svömm, að blöðin Haaretz og Hadashot sögðu að nú væri fundinn „erfíngi", sem leyst gæti foringjakreppuna í Herut-flokknum, sem faðir Bennys stofnaði á sínum tíma. Benny hefur hingað til forðazt sviðsljós stjómmálanna, en samt verið virkur í flokksstarfinu, verið fulltrúi á landsfundi flokksins og setið í miðstjóm hans. Haft er eftir nánum samstarfsmönnum Bennys að lagt hafí verið að honum að snúa sér af alvöru að stjómmálun- um og em menn þeirrar skoðunar að hann hafí sýnt það í sjónvarps- þættinum að hann sé efni í stjóm- málamann. í viðtalinu var Benny spurður hvað eftir annað um ástæður þess að faðir hans dró sig skyndilega í hlé í september 1983. Hann sagði að enda þótt ísraelar ættu rétt á að vita hvers vegna þá veitti það sér ekki rétt til að skýra frá ástaeð- unni. Hann vildi ekki koma aftan að föður sínum, sem aldrei hefur viljað tjá sig um ástæður þess að hann yfirgaf stjómmálin. Með burthvarfí Begins úr pólitík- inni hófst valdabarátta í Hemt- flokknum. Yitzhak Shamir tók við starfí Begins í forsætisráðuneytinu og lauk kjörtímabili hans. Shamir þykir ekki hafa nógu mikla leið- togahæfileika og David Levy, að- stoðarforsætisráðherra, og Ariel Sharon, fyrmrn vamarmálaráð- herra, keppa nú við Shamir um formennsku í flokknum. Nú þykir hins vegar fundinn maðurinn, sem forðað gæti Hemt-flokknum frá klofningi og átökum um formann. Em menn þeirrar skoðunar að Benny Begin gæti leyst foringja- vanda Hemt-flokksins. Bonner aftur á sjúkrahúsið Boston, Bandaríkjunum, 23. janúar. AP. YELENA Bonner, eiginkona sovéska andófsmannsins Andreis Sakharov, lagðist að nýju inn á sjúkrahús á þriðjudagskvöld vegna kvilla, sem rakinn er til hjartaaðgerðarinnar, sem hún gekkst undir nýlega. Læknar sögðu í gær, miðviku- dag, að líðan hennar væri eftir atvikum góð. „Hún varð áhyggjufull, þegar hitinn hækkaði, auk þess sem hún fékk verk fyrir bijóstið fyrir tveimur dögum," sagði Martin Bander, tals- maður sjúkrahússins. Hann sagði, að óþægindin, sem hún hefði fundið til, stöfuðu líklega af gollurshússbólgu, sem væri al- gengur kvilli eftir hjartaskurðað- gerðir. En engin hætta væri þó á ferðum. Bonner útskrifaðist af sjúkrahús- inu á mánudag, og var þá álitið óhætt, að hún dveldist hjá ættingj- um sínum í Newton.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.