Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 64
V^terkurog ^3 hagkvæmur auglýsingamiðill! S1ADFESTIÁNSTRAUST SUNNUDAGUR 26. JANÚAR1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. J* ■ a morgun ALÞINGI kemur saman á ný eftir jólahlé á morgnn mánu- dag, kl. 14.00. Að sögn Friðriks Ólafssonar skrifstofustjóra Alþingis verður á morgun m.a. tilkynnt um breytingar, sem orðið hafa á ríkisstjóminni með mannaskipt- um í embætti utanríkisráðherra. Á þriðjudag verður fundur í sameinuðu þingi og á miðviku- dag hefjast deildarfundir. Alþingi kemur saman Ríkisstjómin: 500 milljónir til fiskvinnslu Seðlabankinn endurgreiðir 70 milljónir af vaxtagreiðslum af afurðalánum NÚ ERU í undirbúningi svör ríkisstjómarinnar við óskum og spurn- ingum fiskvinnslunnar um aðgerðir henni til úrbóta. Meðai þess, sem ákveðið hefur verið, er að veija um 500 milljónum króna til aðstoðar fiskvinnslunni og Seðlabankinn hefur fallizt á að endurgreiða henni 70 milljónir af greiddum vöxtum afurðalána. Ríkisstjómin mun væntanlega ganga frá'þessu máli á þriðjudag. Seðlabankinn hefur fallizt á að endurgreiða fiskvinnslunni 70 millj- ónir króna vegna leiðréttingar á vöxtum á afurðalánum, en endur- skoðun þessara vaxtagreiðslna hefur staðið jifir um tíma. I tiliögum fisk- vinnslunnar frá 10. desember síðast- liðnum um brýnustu úrbætur til leið- réttingar á vanda hennar, er talið að gengistap fiskvinnslunnar vegna misgengis dollars og SDR við vaxta- greiðslur nemi 300 til 400 milljónum króna. Áætlað er að áðumefndum 500 milljónum króna verði varið til að- stoðar fiskvinnslunni, meðal annars til að auðvelda aukningu eigin Qár fyrirtækja innan hennar. Þá er einn- ig gert ráð fyrir fjármagni til að efla tæknivæðingu og að útflutn- ingsfyrirtækjum verði heimilað að kaupa nauðsynlegustu tæki á kaup- leigusamningum, sem gæti flýtt fyrir þeirri tæknivæðingu, sem vonazt er eftir. Ekki er endanlega frágengið með hvaða hætti þessa fjár verður aflað, en líklegt er að það verði með millifærslum innan sjóðakerfís sjávarútvegsins. Fiskvinnslan hefur einnig óskað eftir skipan opinberrar nefndar til athugunar á gengisskráningu, en Seðlabankanum hefur verið falin sú endurskoðun. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur fiskvinnslan sjálf hafið þessa athugun. Kaffi: Enn verðhækkun og skortur fyrirsjáanlegur VERÐ á kaffi hefur hækkað um 30-60% að undanfömu og fer hækkunin eftir tegundum. Fyrir- sjáanleg er enn meiri verð- hækkun á kaffi. „Kaffi sem nú er verið að selja í búðum er keypt fyrir mörgum mánuðum og í stað þess að breyta verði við hveija sendingu er verð á kaffisendingum jafnað. Mikil hækk- un hefur orðið á kaffiverði síðan kaffið sem nú er verið að selja var keypt" sagði Ólafur Ó. Johnson forstjóri Ó. Johnson og Kaaber í samtali við Morgunblaðið. „Þessi hækkun stafar af því að töluvert af kaffiuppskerunni í Brasilíu eyði- lagðist vegna þurrka. Uppskeran sem eyðilagðist hefði ekki komið á markað fyrr en í sumar, en af því að menn vita af þessu tjóni hækkar verðið strax, m.a. vegna spákaup- mennsku. Ekki er hægt að tala um að skortur sé á kaffí í dag, en hann er fyrirsjáanlegur" sagði Ölafur Ó. Johnson. Vetrarvertíðin lítt gjöful enn MorgunblaÆð/RAX Vetrarvertíð er nú hafín fyrir nokkru, en hefur ekki verið gjöful til þessa. Hafberg GK landaði 6,7 lestum, mest ufsa, í Grindavík á föstudag og þykir mönnum það fremur rýr afli eftir tveggja nátta lögn. Vigtar- menn í Grindavík sögðu bátana vera með á bilinu 7 til 12 lestir í róðri eftir tvær nætur og væri það mest verðlítill ufsi. Nánast ekkert væri af hinum hefðbundna vertíðarþorski, aðeins eitt og eitt kvikindi. Þorsteinn Pálsson um Þróunarfélagið eftir „þrýsting** forsætisráðherra: Klofið vegna flokks- pólitískra hagsmuna Hætta á að ráðherravaldi verði beitt varðandi einstök verkefni félagsins „EFTIR að stjómskipulegu ráðherravaldi hefur veríð beitt varðandi ráðningu forstjóra verður ekki annað séð, en hætta sé á, að því geti einnig veríð beitt til þess að hlutast til um einstakar ákvarðanir stjómarinnar er lúta að þeim verkefnum í atvinnumálum, sem félag- inu er ætlað að sinna," sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, í samtali við blm. Morgunblaðsins um þann klofning, sem upp er kominn í stjóm Þróunarfélags íslands hf. Eins og fram hefur komið sögðu tveir stjómarmenn, Davið Sch. Thorsteinsson og Hörður Sigur- gestsson, af sér á föstudag vegna þess, sem þeir kalla þrýsting frá forsætisráðherra um ráðningu framkvæmdastjóra félagsins. Alls- endis er óvíst hvort varamenn þeirra Davíðs og Harðar í stjóminni, Gunnar Ragnars og Bjöm Þórhalls- son, taka sæti sín þar eftir klofning- inn á föstudag. Hvorugur sagðist í gær hafa gert upp hug sinn til þess. Þorsteinn Pálsson kvaðst „harma að félagið skuli hafa verið klofið vegna flokkspólitfskra hagsmuna. Meirihlutinn sýnist hafa metið meir að tengja kommisarakerfí gömlu Framkvæmdastofnunar við Þróun- arfélagið en að ná samstöðu," sagði hann. „Það hefur frá öndverðu verið ágreiningur milli sjálfstæðismanna og framsóknar í þessum eftium. Framsókn vill flokkspólitíska stjóm á fjármagnsmarkaðnum. Ákvörð- unin um stofnun Þróunarfélagsins sem hlutafélags stefndi í þveröfuga átt. Framsókn vildi hafa þessa starfsemi í sérstökum sjóði undir pólitískri stjóm. Því höfnuðum við.“ Þorsteinn minnti á, að hann hefði Iýst því yfir, „bæði fyrir og eftir stofnun Þróunarfélagsins, að ég myndi engin afskipti hafa af ráðn- ingu forstjóra - því máli ætti stjóm hlutafélagsins að ráða án pólitísks þiýstings. Þegar formaður Þróun- arfélagsins tjáði mér að forsætis- ráðherra krefðist þess, að ráða hver yrði forstjóri ítrekaði ég að sú af- staða mín væri óbreytt, að taka ekki afstöðu til einstakra manna, sem til álita kæmu, hvorki með einum né á móti öðmm. En það gengi hins vegar þvert á tilganginn með stofnun hlutafélags, að sá ráð- herra, sem félagið heyrir stjóm- skipulega undir, ætti að ráða úrslit- um í þessu efni.“ Fjármálaráðherra kvaðst vilja minna á i þessu sambandi, að ríkið væri minnihlutaaðili í félaginu. „Um þessar mundir era ríkissjóður og ýmsir aðrir opinberir sjóðir að taka á sig mikil áföll sem skipta hundr- uðum milljóna króna og að tals- verðu leyti má rekja til pólitískrar flármagnsfyrirgreiðslu frá fyrri tfð. Skattgreiðendur borga brúsann," sagði hann. „í þessum efnum vilja sjálfstæðismenn fara aðrar leiðir en framsókn. Mín skoðun er sú, að stjómarmönnum í Þróunarfélaginu hafi fyrst og fremst borið skylda til að halda félaginu saman í sam- ræmi við tilgang þess en ekki taka pólitískum tilmælum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.