Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1986 57 alþjóðasamtaka, sem eru skálka- skjól fyrir sovézka útsendara. Þekktustu samtökin eru heimsfrið- arráðið með aðsetur í Helsinki. í Svíþjóð er starfandi deild úr þeim samtökum, Sænska friðamefndin, sem er aðili að Sænska friðarráðinu. (Hér á landi nefnist deildin í Heims- friðarráðinu íslenska friðamefndin. Þýð.) I friðarráðinu em saman komin flest samtök Sænsku friðar- hreyfingarinnar. Starfsemi Sænsku friðamefndar- innar fylgir forskrift Heimsfriðar- ráðsins, sem aftur er stjómað frá Moskvu. Dreifing rangra upplýsinga og sögusagna eru undirstöðuaðgerðir í virkum afskiptum. Sænska örygg- isþjónustan skýrir þetta svo: „Dreifing rangra upplýsinga fel- ur í sér ýmsar aðferðir við að koma á framfæri röngum eða villandi upplýsingum, til dæmis sögusögnum, vísbendingum og rangtúlkuðum staðreyndum, sem dreift er tímabundið. Við þessa starfsemi hafa KGB og Alþjóða- deiid flokksins hvað eftir annað beitt fyrir sig viðurkenndum stjómarerindrekum, sem þannig brjóta þær reglur er gilda um erindreksturinn." Ótalmörg dæmi era fyrir hendi um dreifíngu rangra upplýsinga á vegum KGB. Oft er þar um að ræða dreifíngu falsaðra gagna. í janúar 1980 bárast tveimur norsk- um dagblöðum og nokkram þekkt- um andstæðingum geymslu vopna- birgða NATO í Noregi á friðartím- um „afrit" af fjóram „mjög leynileg- um“ slgölum frá aðalstöðvum stjómar bandaríska hersins í Evr- ópu. í skjölunum kom fram að það væri ætlun Bandaríkjastjómar að steypa ríkisstjómum Noregs, Dan- merkur, Hollands og Belgíu vegna andstöðu þeirra við að meðaldræg- um bandarískum eldflaugum væri komið fyrir í Evrópu. Skjölin „sýndu" einnig að Bandaríkin hefðu uppi áform um að beita kjamorku- vopnum gegn bandamönnum sínum við ákveðnar aðstæður. U 137 Þegar sovézki kafbáturinn U 137 strandaði utan við Karlskrona í Svíþjóð árið 1981 fengu 10 blaða- menn í Washington símskeyti, sem áttu að vera frá bandaríska utan- ríkisráðuneytinu. í skeytunum vora blaðamönnunum boðnar upplýsing- ar um leynilegt samkomulag stjóma Bandaríkjanna og Svíþjóðar, sem heimilaði Bandaríkjunum afnot af flotastöðinni í Karlskrona til upplýs- ingaöflunar. Annað dæmi um dreifíngu rangra upplýsinga í sambandi við strand U 137 var, þegar fréttaritari sænsku fréttastofunnar FLT sendi frétt frá Moskvu um að skipherrann á U 137 hafí verið dæmdur til þriggja ára dvalar í hegningar- búðum. Þessum sömu upplýsingum var einnig komið á framfæri eftir öðrum leiðum. Vadim Zagladin, aðstoðarforstöðumaður Alþjóða- deildar sovézka kommúnistaflokks- ins, hélt þessu einnig fram á al- þjóðlegri ráðstefnu í Stokkhólmi í september 1983. Tiigangurinn með þessu — að breiða það út að skip- herrann á U 137 hefði hlotið viðeig- andi refsingu fyrir vanrækslu í starfi — var að sögn sænsku örygg- isþjónustunnar sá að renna stoðum undir þá útskýringu yfírvalda í Moskvu, að um mistök hafí verið að ræða og að kafbátnum hafí verið siglt af réttri leið. Innan ramma virkra aðgerða falla einnig leynilegar útvarpssend- ingar, það er að segja útvarpssend- ingar á því máli sem talað er í móttökulandinu. En í þessum send- ingum er aldrei skýrt frá því hvaðan þær koma. Svona sendingum er til dæmis beint til tyrkneskra innflytj- enda í Vestur-Þýzkalandi. Að sögn sænsku öryggisþjón- ustunnar fela virkar aðgerðir einnig í sér efnahagslega og hemaðarlega SJÁ NÆSTU SÍÐU Skemmdarverk og launmorð skipulögð í Sovétríkjunum Sovétríkin hafa 3.900 sérþjálfaða úrvalshermenn sem ætlað er að lama þýðingarmiklar stjórnstöðvar, vinna skemmdarverk og myrða menn í lykilstöðum í Svíþjóð á hættutímum. kotmörk þeirra og fómardýr hafa út- sendarar eða skemmdarverka- hermennimir sjálf- ir valið og kortlagt af mikilli ná- kvæmni. í öðram löndum Varsjár- bandalagins við Eystrasalt era 200 hermenn til viðbótar þjálfaðir í sama tilgangi. Þessir skemmdarverka-hermenn tilheyra sérþjálfuðum hersveitum sem í Sovétríkjunum nefnast „spetsnaz". Þeim er skipt niður í 530 herflokka, sem venjulega starfa sjálfstætt, en geta einnig starfað saman. Sænska leyniþjónustan hefur safnað víðtækum upplýsing- um um þessar sérsveitir, og getur í dag gert sér nokkuð góða grein fyrir þessari ógnun við Svíþjóð. Heimsóknir til Sviþjóðar Sænska leyniþjónustan hefur vitneskju um að foringjar og framá- menn úr þessum sveitum hafa verið í Svíþjóð til að kynna sér aðstæður í sambandi við hugsanleg skotmörk í framtíðinni. Þessar sveitir starfa innan margra deilda sovézka hersins: GRU (leyniþjónusta hersins) nefnir sínar sérsveitir „flamjósn- ara“. Þær era eingöngu skipaðar atvinnuhermönnum, og í þeim era einnig konur. Hermenn þessir ganga venjulega borgaraklæddir, eða í einkennisbúningum hermanna þess lands, sem þeir eiga að vinna gegn. Rétt áður en hugsanleg styijöld skylli á ættu þeir hópar, sem beint er gegn Sviþjóð — um 60—80 hóp- ar, sem hver er skipaður Ijóram til átta skemmdarverkamönnum — að leita uppi og myrða áhrifamenn í sænskum stjómmálum og háttsetta foringja í hemum. Tilgangurinn er að lama stjóm- kerfíð í Svíþjóð. Með því telja Sovét- ríkin tryggt að ekki verði unnt að skipuleggja raunhæfar vamir gegn óvæntri árás. Skæraliðasveitir GRU fá fyrir- mæli sín beint frá Moskvu. Sovétríkjunum er skipt í 16 her- stjómarsvæði, og hvert þeirra hefur sína deild spetsnaz-hermanna, oft- ast um 1.300 sérþjálfaða menn. Þeim er ætlað að starfa allt upp í 1.000 kílómetram handan víglín- unnar. Oftast eru þeir fluttir flug- leiðis í nágrenni við athafnasvæði sitt svo þeir geti fyrirvaralítið hafizt handa um að eyðileggja herstjóm- stöðvar, orkuver og fjarskiptastöðv- ar. Þeir hafa einnig fyrirmæli um að trafla útvarps- og sjónvarps- sendingar og símakerfí. Kvennasveitir Á hveiju hemaðarsvæði era auk þessa sérstakar úrvalssveitir sem hver er skipuð 60—80 mönnum, körlum og konum. Þessum sveitum er haldið leyndum og aðskildum frá öðram sveitum skemmdarverka- hermanna. Þessar leynilegu sveitir era þær einu, sem mega hafa samband við njósnara erlendis, til dæmis í Sví- þjóð. Víðtæk þjálfun þeirra bendir til að þeim sé ætlað að geta bjargað sér með leynd á erlendu landsvæði mánuðum saman. Þeirra verkefni era einnig sérstaks eðlis — til dæmis að myrða stjómmálamenn og hátt- setta foringja í hemum. Á sovésku herstjómarsvæðunum f Eystrasaltslöndunum og Len- ingrad era sveitir skemmdarverka- hermanna, sem era sérþjálfaðir til starfa í Svíþjóð. Samtals er þar um að ræða um 2.600 manna lið. Hver fjögurra flota sovézka sjóhersins ræður einnig yfir sinni sveit skemmdarverkahermanna, sem einnig era nefndir spetsnaz. í Eystrasaltsflotanum era um 700 manns í þessum sérsveitum, og era þeir þjálfaðir til árása á skotmörk í Svíþjóð. Á friðartímum kynna þeir sér aðstæður á hugsanlegum árásar- stöðum. í hverri sveit era kafarar, fallhlífahermenn, og flotadeild dvergkafbáta. Við strendur Svíþjóð- ar kortleggja þær kafbátavamir og tundurduflalagnir, siglingaleiðir og innsiglingar, sem gera þarf ónot- hæfar, ef til styijaidar kemur. Sveitimar koma einnig fyrir eigin duflum og baujum. Það er til þess að geta ratað um þessar slóðir þegar tekizt hefur að hefta sigling- ar sænskra skipa. Á dverg-kafbátunum era fímm til sjö manna áhafnir. Bátana má flytja til Svíþjóðar um borð f kaup- skipum eða með stærri kafbátum. Alhliða þjálfun Um það bil sem styijöld væri að skella á yrðu spetsnaz-her mennimir sendir til Svíþjóðar í smáhópum. Froskmönnum má sleppa úr dverg kafbátum, venjulegum kafbátum og kaupskipum. Aðrir nota fallhlíf-ar, eðaþeir fluttir með þyrlum. í október ánð 1981 strandaði sovéskur kafbátur langt innan sænskrar lögsögu, skammt f rá flota- stöðinni f Karlskrona. Skýrðu Sovétmenn strandið þannig, að þeir hefðu villst inn allan skeijagarðinn vegna bilaðra siglingatækja. Hér bandar kafbáts- foringinn burtu fréttamönnum. AP/simamynd Dvergkafbátamir hafa einnig það verkefni að ráðast á sænsk skip. Sænska leyniþjónustan hefur heimildir fyrir því, að bátamir verði búnir tundurskeytum, tundurdufl- um og fjarstýrðum vígtölum, sem ekið er eftir botninum. Spetsnaz-sveitimar hafa aðsetur í bæjum og byggðalögum við strendur Eystrasalts. Þjálfúnin fer fram í Riga og Kaliningrad, og í Rostock í Austur-Þýzkalandi. Hver heija Sovétríkjanna hefur einnig sínar sveitir fjamjósnara, sem þjálfaðar hafa verið í skemmd- arverkum. Sextíu svona sveitir, hver skipuð 10 mönnum, hafa verið þjálfaðar til njósna í Svíþjóð. Þeim á fyrst og fremst að beita gegn hemaðarlega mikilvægum skot- mörkum, langt að baki sænsku vamarlínunnar. Þeim yrði annað- hvort sleppt niður í fallhlífum, eða þeir kæmu akandi f eigin bílum. Þessir íjamjósnarar gætu þá verið dulbúnir sem vörabflstjórar, blaða- menn, sölumenn, stjómarerindrek- ar eða íþróttamenn. Á friðartímum nota háttsettir foringjar og stjóm- endur úr skemmdarverkasveitunum svipuð dulargervi til að njósna um framtíðarskotmörk sín í Svíþjóð. Úrvalslið Þessir hermenn era þeir beztu sem sovézki herinn hefur á að skipa, segja heimildir innan sænsku leyni- þjónustunnar. Pólitískt era þeir traustir, þeir era vel þjálfaðir og sérfræðingar f að drepa og eyði- leggja — að valda glundroða. Meðan á þjálfun stendur er brýnt fyrir þessum hermönnum að þeir megi aldrei láta ná sér lifandi. Verði þeir umkringdir og eigi sér ekki undankomuleið ber þeim að eyði- leggja búnað sinn, brenna öll gögn og gleypa eiturskammtinn, sem saumaður er inn í búninga þeirra. Skemmdarverka-hermennimir era þjálfaðir í að beijast í návígi í að minnsta kosti tvo tíma á dag, og þá aðallega í karate. Fangar sem dæmdir hafa verið til dauða era oft notaðir sem mótheijar. Það kemur fyrir, að meðferðin, sem fangamir fá, verði þeim að bana. Hermennim- ir sem þjálfaðir era til starfa í Sví- þjóð verða einnig að temja sér sænska siði, læra meðferð sænskra vopna og eitthvað í sænsku. Ein fyrsta setningin í leynilegri vasa- orðabók þeirra er „Tig, annars dödar jag dig.“ (Þegiðu, annars drepégþig). Þjálfun hermanna sérsveitanna hefst þegar þeir era 18 ára. Þeir sem valdir era í þessar sveitir era yfírleitt frá fjölmennustu þjóðum Sovétríkjanna, Rússar, Hvítrússar eða Úkraínumenn. Enginn ættingi þeirra eða vinur má hafa gerzt brotlegur við lögin eða hafa flutzt úr landi. Eftir tveggja ára þjálfun era þeir taldir fullnuma og þeir era þá flutt- ir yfír í heimaliðið, þar sem þeir era til taks, þar til þeir ná 32 ára aldri. í heimaliðinu era um 150.000 manns úr sérþjálfuðu sveitunum f Sovétríkjunum. Rúmlega 15.000 þeirra hafa hlotið sérþjálfun til starfa í Svíþjóð. Þeim verður beitt ef starfandi sveitum mistekst eða upp kemst um þær. Sovézka herstjómin reikn- ar með miklu mannfalli f röðum skemmdarverkahermannanna. Hlutverk sendiráðsmanna Sovézkir stjómarerindrekar ákveða sum af skotmörkum skemmdarverkasveitanna. Sænska leyniþjónustan telur að um 30—50% allra starfsmanna sendiráðsins hafi störfum að gegna hjá þessum sveit- um. Undir vemdarvæng sendiráðsins er vopnum, einkennisbúningum og sprengiefni smyglað í sendiráðs- pósti til Svíþjóðar. Vamingnum er síðan komið fyrir á vel útbúnum og leynilegum felustöðum. \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.