Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR1986
35i.
„Það var ekki í gær og ekki í
fyrragær, og ekki í gærinni þar
fyrri. Heldur var það í gærinni
fyrrigærinni, hinni fyrri gærinni,"
var eitt sinn sagt þegar fólk vildi
segja frá einhveiju sem gerðist
fyrir viku. Þótt orðalagið sé
óvenjulegt, þá er tímaskynið í lagi.
Ekki er nú alltaf svo hjá manni
þótt ártölin séu nokkum veginn á
vísum stað í einhveiju heilahólf-
inu. Koma þaðan ef á þau er
kallað þegar vel stendur í bólið
þeirra sem þar annast skjala-
vörslu. Nýja almanakið fyrir árið
1986 á veggnum er gott hjálpar-
tæki til að festa þróun Reykjavík-
ur í minni á afmælisári. Um leið
og nýr mánuður gengur í garð
blasir þar við ný mynd af bænum
á landakortum, sem ná allt frá
því Reylgavík fékk kaupstaðar-
réttindi árið 1786 fram til 1986.
Þetta almanak með fallegu gömlu
kortunum hefur Árbæjarsafn
unnið og gefíð út í tilefni 200 ára
afinæli borgarinnar.
Sagt er að á nokkmm áratug-
um hafí meira bæst við af þekk-
ingu í heiminum en á þeim 40
milljónum ára sem liðu frá því
homo sapiens kom til sögunnar
og til loka 19. aldarinnar. Þegar
við flettum og lítum á Reykjavík-
urkortin, sést í sjónhendingu hví-
líkt heljarstökk þar hefur verið
tekið. Um leið blasir við hver er
vaxtarbroddurinn í þeirri þróun —
höfíiin.
Forsjálnina hafði raunar hann
Ingólfur okkar Amarson, sem
skotið hefði hvaða nútíma stað-
arvalsnefnd ref fyrir rass með
vali á setri fyrir höfuðboig ís-
lands. Haft er eftir vitrum manni
að ef nú ætti að velja landinu stað
undir höfuðborg og beita við það
öllum þeim ráðum, tækni og
þekkingu, sem nútíminn hefur
vald á þá hlyti niðurstaðan að
verða sú að höfuðborginni yrði
einmitt valinn þessi staður. Önd-
vegissúlumar hans komu af sjó.
Reykjavík væri heldur ekki sú
höfuðborg sem hún nú er ef ekki
hefðu verið hér þau skipalægi af
náttúmnnar hendi sem dugðu og
ómældir stækkunarmöguleikar
fyrir hafnir nútímans og langt
fram í framtíðina. Allt frá land-
námsöld vom miklar skipakomur
í nágrenni Reykjavíkur. Ketilbjöm
gamli kom skipi sínu f Elliðaárós,
Hrafn Önundarson í Leimvog og
aðrir í Kollafjörð. Seinna varð
mikil verslun í Grandahólmum og
svo í Örfírisey. Kom eðlilega við
þær aðstæður sem tækni og
samgöngur buðu á hveijum tíma.
Verslunarskipin lágu í vari við
Örfirisey og vörar fluttar á bátum
upp á malarkambinn f Grófínni
þar sem einstakir kaupmenn tóku
að gera bryggjur í fjöranni við
verslunarhús sín. Náttúran átti
sinn þátt í að verslunin fluttist
eða eigum við kannski að segja
hraktist inn í bæ. Land sfgur
nefnilega hægt og jafnt í Faxa-
flóanum og þegar menn tóku að
blotna í fætuma og þrengja að
þeim í Hólminum (á janúarsíðu
almanaksins gefur að líta fagurt
fley í Hólminum, litlu eyjunni sem
var norðan og vestan Örfíriseyj-
ar), nú þá fluttu þeir sig þangað.
En Örfírisey varð líka smám
saman lítil og blaut. Og þá fluttist
verslunin eðlilega inn í þessa kvos,
sem nú er miðbær Reykjavíkur.
Fyrir 200 áram bjuggu orðið í
henni Reykjavík 167 manns.
Reykjavík var hafnarbær. Víð-
förlir framandi menn lofuðu löng-
um innsiglinguna: „Við höfum
lagst við akkeri á fegurstu höfn
heimsins,“ skrifaði Albert Eng-
ström þegar hann kom hér í fyrsta
sinni. Og heimamenn kunna að
meta þessa fegurð með útsýni til
fjallahringsins. Slík fegurð skerp-
ist gjaman við notagildi sbr.
fleygu ummælin að fagurt sé
þegar vel veiðist. Höfnin í henni
Reykjavík notadijúg, lengst af
stutt á bestu fiskimið, hafís hefur
aldrei hamlað siglingum og nátt-
úrahamfarir ekki enn valdið tjóni.
í upphafi var Reykjavíkurhöfn
aðeins hentugt skipalægi án hafn-
armannvirkja. Menn reru til fislg-
ar á opnum skipum úr lendingum
og kaupförin lágu úti á læginu. Á
bátatfmanum vora uppsátur í
Grófínni, við Klapparvör og víðar.
Svo komu smábryggjur, en engin
vora hafnarmannvirkin. Þróunin
kallaði og ári eftir að verslunin
'var gefín fijáls 1846 var stofnuð
hafnamefnd, sem fór að ræða um
dýra möguleika á hafnargerð fyrir
heilar 50 þús. krónur. Lítið varð
úr fyrr en upp úr aldamótum,
nema litla Steinbryggjan út af
Pósthússtræti. Um aldamótin
kvað Einar Benediktsson hvatn-
ingarljóð og skildi að venju hvað
þyrfti í þessu landi til að það
mætti vaxa og dafna:
Þar fomar súlur flutu á land
við fjarðarsund og eyjaband,
þeirreistuReylgavík.
Húnóxumtíualdabil,
naut alls sem þjóðin hafði til,
varð landsins högum lík, -
Og þó vor höfri sé opin enn
og enn þá vanti knerri og menn,
við vonum fast hún vaxi senn
ogverði stórogrik.
Reykjavík fór í rauninni ekki
að hafa efni á neinu fyrr en með
þilskipaútgerðinni, sem stóð svo
að segja frá því að hér myndaðist
þorp og fram um 1906. Nú og
eins og haft er eftir ágætum
samtímamanni um viðreisnartil-
raunir forsjálla og framtakssamra
í þessu litla þorpi á 18. öld: „Sund-
urþykkja og prósessar hafa því
öllu gjörbreytt." En slíkt hristu
bæjaryfírvöld af sér þegar vinna
hófst 1913 við hið mikla mann-
virki á þeirra tíma mælikvarða,
hafnargarðana, sem nú umlykja
gömlu höfnina. Þurfti hvorki
meira né minna en að leggja
fyrstu og einu jámbrautina á Is-
landi til að flytja gijót í hafnar-
garðana ofan úr Öskjuhlíð. Þess-
ari gífurlegu framkvæmd var
lokið 1917 og tekið til við að gera
bryggjur og bólverk.
Og nú eram við í almanaki
Árbæjarsafns komin aftur í sept-
ember, að kortinu frá 1920. Gára-
höfundur tekur forskot á sæluna
og kíkir eins og lesandi spennu-
sögu á lokasíðumar. Þessi höfn
dugði vel fram á sjötta áratuginn,
en þá var líka farið að búa í
haginn og byijað á nýrri höfn inn
við Viðeyjarsund, Sundahöfn,
1966. Það þótti úrtölufólki að
venju óþarfa forsjálni, svo sem
sést á kosningabaráttu næstu ára.
En þessi höfn var til þegar gáma-
öldin gekk í garð og getur tekið
við nær öllum vöraflutningum,
meðan gamla höfnin er orðin að
fískihöfn með 100 þús. m 2 land-
fyllingu fyrir athafnasvæði þar
sem við krakkamir tipluðum í
gamla daga eftir grandanum út í
eyju með kókó í flösku og urðum
að gæta þess á stórstraumsfjöra
að verða ekki innlyksa í eynni.
Sundahöfnin er raunar að teygja
sig inn með Elliðaárvoginum með
hinum stóra hafnarbakka við
Sambandshúsið. Þetta blasir við
á sfðasta kortinu, desemberkort-
inu. Og bendir nýi við legugarður-
inn fyrir olfuskipin norður úr
Örfírisey til framhaldsins. Hann
teygir sig í átt til Engeyjar. Bilið
milli eyjanna verður eflaust brúað
og hafsvæðið fyrir innan ein stór
höfn þegar réttur tími er kominn.
Möguleikamir sem fyrir hendi
vora til hafnargerðar allt að Geld-
inganesi þegar súlumar hans
Ingólfs flutu hér á land era ekki
aldeilis tæmdir. Munu enn lengi
duga Reykvíkingum, þ.e. ef þeir
hafa sama dug og forsjálni sem
hingað til, fylgja alltaf eða verða
skrefí á undan þróuninni. „Þessi
höfn hefúr verið stolt og aflgjafí
Reykvíkinga, „skrifaði merkur
maður í myndabók um „Reykjavfk
fyrr og nú“ fyrir nær 40 árum. Á
ekki síður við nú, enda væri
Reykjavík varla höfuðborg íslands
án hennar. Reykvíkingar geta líka
sagt stoltir Þetta er okkar höfn.
Þetta höfum við allt gert sjálfirl
Því það er eina höfriin á landinu
sem ekki er á framfæri annarra.
Ht’ffnt'n' //«/»//
KORT
KKIKIAYIK Haijer r ■ r «- .. - - . * - r. -r» rk - ' T J w ' . c. \
FOSXvtftíHC wl fCAAArtX . • ■ r , <• . V V ' Z- ' \ i! \ v ■ \ ■ ■
■ ' ~ \t. z-.d^ T/rjii *■" -
"dlTwTw Av,-.- f/ ".v. J .
^ SSfiÍíSS
ÞITT EIGIÐ HEIMILIÁ SPÁNI
fl sólrikosto stoð Spónor
Öll svæðin okkar liggjo við hino stórkost-
legu strönd COSTFI BlRNCfl (skommt fró
Benidorm). Sólin skfn þor 320 dogo ó óri
og þor getur þú leikið Golf ollon órsins
hring. Sjórinn er svo heitur oð þú getur bað-
oð þig í honum olveg from f desember,
sonnkolloð sældorlif.
Roðhús, einbýlishús og ibúðir
Við höfum uppó morgt oð bjóða. fl fjórum
svæðum eru íbúðir fró 550.000 og roðhús
fró 650.000.
frá kr. 550.000
Ponoromo, vinsældimor oukost
Hópunktur houstsins eru fbnoromo roðhúsin sem liggjo við 17 krri
longo Lq Moto ströndino. Ponoromo roðhúsið er tveggjo hæðo
39m2 með útiþolli og fróbæru útsýni. Dogstofo með boreldhúsi,
svefnherbergi og fullbúnu boðherbergi, ollt þetto gerir Ronoromo
húsið oð droumostoð þeirro sem viljo búo við hofið f sól og sælu. Og
kynningorverðið er ótrúlego lógt,
27.500 krónur í óvísun
Cf þú ókveður oð koupo Ibúð eðo hús í sýningorferðinni feerð þú hús-
gognoóvísun uppó 100.000 peseto, óvfsunin gildir íTorreomor hús-
gognoversluninni.
SÝNING Á HÓTEL ESJU
SUNNUD. 19/1 & 26/1
KL. 13—18
Ókeypis sýningarferð
SvenskaOLlotd
□ Óska eftir frekari upplýsingum
Við höfum bókað aukaflug til COSTflBLfíNCfl þonn 26/2
nk. KOMDU MCÐ. Sýningorferðin er ókeypis fyrir þó sem
festa koup. flnnars kostor ferðin kr. 24.900 innifalið f verð-
inu er ollt ss. hótel — matur — gisting o.fl. Það er til mikils
oð vinno með snöggri ókvörðun, hafðu sambond við okk-
ur og fáðu frekari upplýsingar.
Nafn:
Heima:
Sími: _
JanAlmkvist
Álftamýri U. 108 Rvk. Sími 86662