Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 7
380] flATJVÍAl 9SHUÖACÍITMVÍU8 CUOA JSíílIOflOM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1986 Verbkr. 29.150 islenskíararstpm. --- Látið ekki dragast að panta miða - þeir verða fljótir að fara. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTR/ETI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SfMAR 21400 & 23727 Dr. Elísabet M. Guðmundsdóttir Doktor í klínískri lyfjafræði ELÍSABET M. Guðmundsdóttir lauk í desember 1985 doktors- prófi í klíniskri lyfjafræði við University of the Pacific í Stock- ton, Kalifomíu. Ritgerð hennar nefnist „Drug Treatment of Rheumatoid Arthritis: The use of cancer chemotherapeutic agents" og er tilgangur rannsókn- arinnar sá að kanna notkun krabba- meinslyfja við liðagigt. Elísabet lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum á Akureyri 1969 og BS prófí í lyfjafræði frá Univers- ity of Florida 1981. Framhaldsnám í spítalalyfjafræði stundaði hún frá 1981 til 1982 og var jafnframt aðrjúnkt við College of Pharmacy, University of Florida, á því tímabili. Rannsóknarverkefni hennar í spítalalyfjafræði: „Pyrogen Leak downstream of an Inline I.V. Filter after Microbial Contaminat- ion and subsequent Antibiotic Administration" var kynnt á aðal- fundi spítalalyflafræðinga í Balti- more 1982. Hún starfaði sem spít- alalyfjafræðingur við Delray Com- munity Hospital, Delray Beach, Florida frá október 1982 til mars 1983 og við Boca Raton Community Hospital frá mars 1983 til mars 1984. Skipaður yfírlyfjafræðingur frá mars 1984 til desember 1984 á Boca Raton Community Hospital. Akademiskt nám við University of the Pacifíc frá janúar 1985 til júlí 1985 og klíniskt nám við Tripler Medical Center í Honolulu, Hawaii frá ágúst 1985 til desember 1985. Elísabet er dóttir hjónanna séra Guðmundar Guðmundssonar, sókn- arprests á Útskálum í Garði og konu hans Stéinvarar Kristófers- dóttur, handavinnukénnara. Sveitarfélög á Suðurnesjum; Viðræður um sam- eiginlega álagningu og innheimtu gjalda Vogfum, 24. janúar. ÁKVEÐIÐ var á fundi stjórnar sambands sveitarfélaga á Suður- nesjum nýlega að kanna viðhorf sveitastjórna á Suðumesjum til sameiginlegra álagninga og inn- heimtu sveitasjóðsgjalda, og dreifingu til einstakra sveitarfé- laga í hlutfalli við íbúatölu. Annar flutningsmanna tillögunn- ar, Jón Gunnar Stefánsson, bæj- arstjóri í Grindavík, sagði í samtali við fréttaritara Morgun- blaðsins, að gert væri ráð fyrir að sveitarfélögin komi sér saman með einhveijum hætti um sam- eiginlegar álagningarreglur fyr- ir Suðurnesin og um innheimtu. Tekjunum verði síðan dreift til sveitarfélaganna í hlutfalli við íbúa- §ölda. Togstreita á milli sveitarfé- laganna um staðsetningu atvinnu- - fyrirtækja félli niður og yrði hægt að marka stefnu í atvinnumálum. EG. á heimsmeistaramótið Séra Valgeir Helga- son,fyrrum prófastur að Asum, látinn SÉRA Valgeir Helgason, fyrr- verandi prófastur á Asum, Skaft- ártungu, lést í Landspítalanum að morgni 23. janúar síðastliðins á 83. aldursári. Séra Valgeir fæddist hinn 29. janúar 1903 á Litla-Sandi á Hval- Qarðarströnd. Foreldrar hans voru Helgi Jónsson bóndi og fyrri kona hans Guðleif Jónsdóttir. Séra Val- geir varð stúdent í Reykjavík utan- skóla, vorið 1925 og Cand. Theol frá Háskóla íslands í febrúar 1931. Hann lauk einnig kennaraprófí og sundkennaraprófí það sama ár. Séra Valgeir stundaði kennslu- störf á Flateyri, í Grindavík og Reykjavík á árunum 1925 til 1931 og síðar í Skaftártungu. Hann var settur sóknarprestur í Stóra-Núps- prestakalli, 30. júli 1932 frá 1. ágúst sama ár og var vígður 7. ágúst sama ár, í Þykkvabæjar- klaustursprestakalli 11. maí 1933 og veitt það kall 11. janúar 1934. Hann hefur setið í Hlíð í Skaftár- tungu 1933—1935, í Hrífunesi 1935-1942, í Ásum 1942-1944, í Hemru 1944—1952 og síðan í Ás- um. Settur prófastur í Vestur- Skaftafellsprófastsdæmi í nóvem- ber 1963 frá 1. desember sama ár og skipaður samkvæmt lögum frá 1970 prófastur í Skaftafellspróf- astsdæmi sameinuðu 7. júlí 1971. Árið 1974 fékk hann leyfí til að þjóna áfram eftir sjötugt. Hann ritaði fjölda greina og hugvekja og var formaður Félags áfengisvama- nefnda í Vestur-Skaftafellssýslu frá 1961. Séra Valgeir Helgason var ókvæntur. Til aö tryggja að sem flestir stuöningsmenn Islenska handknattleiksliðsins geti fylgst meö úrslitakeppninni í Sviss sem hefst eftir einn mánuð, efnum við til Við fljúgum beint til hinnar fallegu borgar Bern og mætum strax á fyrsta leikinn, en í Bern fara einmitt fram tveir af þremur fyrstu leikjum íslenska liðsins. Síðan fylgjum við okkar mönnum milli keppnisstaða, hópferðar í beinu leigufiugi 25. febrúar-8. mars, og höldum verðinu í algjöru lágmarki. handboltaferð horfum á heimsins besta handknattleik á hverjum degi og strax aö úrslitaleik loknum skellum við okkur heim til Islands aftur í „einkaþotunni". Þetta verður eftirminnilegt handboltaævintýri! f handknattleik CT AUGIÝSINGAÞJÓNUSTANI SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.