Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1986 1 t Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaöir og afi, GUNNAR AÐALSTEINSSON fyrrverandi bifreiðastjóri, Bústaðaveg 109, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 27. janúar kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á Sjálfsbjörg. Katrin Hulda Tómasdóttir, Ingibjörg S. Gunnarsdóttir, Magnús Kr. Helgason Guðmundur A. Gunnarsson, Jóhanna G. Gunnarsdóttir, Katrin G. Gunnarsdóttir, Ester Gunnarsdóttir, Guðleif Bender, Birgir Hrafnsson, Hákon Ö. Arnþórsson, Indriði Guðmundsson og barnabörn. t Hjartkaer systir okkar og mágkona, VALBORG SANDHOLT, Njálsgötu 59, sem lést 16. janúar verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju þriðju- daginn 28. janúar kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hallgrímskirkju í Reykjavík. Egill Th. Sandholt, Sigríður M. Sandholt, Ásgeir Sandholt, Þóra K. Sandholt, Hanna Sandholt, Camilla Sandholt, Martha Sandholt. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför SIGURÞÓRU STEINUNNAR ÞORBJÖRNSDÓTTUR. Þórunn H. Felixdóttir, Bergur Felixson, Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, Felix Valsson, Ragnheiður Alfreðsdóttir og börn. t Bestu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför ÁSTU ÓLAFSDÓTTUR, Hafnarbraut 20, Neskaupstað. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki á deild 11 G á Landsspital- anum og Fóstbræðrum og eiginkonum þeirra. Aðstandendur. t Þökkum innilega auðsýnda samúö og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, GUÐJÓNS SKÚLASONAR Hornstöðum, Aðalsteinn Skúlason, Sigríður Skúladóttir, María Skúladóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúö við fráfall og útför móður okkar, KARÓLÍNU STEFÁNSDÓTTUR frá Sigtúnum, Akranesi. Auður Sæmundsdóttir, Eggert Sæmundsson, Sveinn Sæmundsson. t Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns og bróður okkar, GUÐMUNDAR J. BLÖNDAL, Boðagranda 7. Rósa Gísladóttir Blöndal, systkini og aðrir vandamenn. Helga Eggertsdóttir Kaaber - Minning Fædd 26. apríl 1898 Dáin 31. desember 1985 Svo bar við hálfum öðrum áratug fyrir síðustu aldamót að ung heima- sæta í Svarfaðardal tók sig uppúr föðurhúsum og fluttist til Isafjarð- ar, þar sem hún hafði verið beðin að taka að sér ráðskonustarf hjá bammörgum kennara sem hafði þá nýlega misst konu sína. Það var Eggert Jochumsson einn af bræðr- unum frá Skógum í Þorskafírði, nánar tiltekið bróðir þjóðskáldsins Matthíasar. Þessi unga svarfdælska stúlka var Guðrún Kristjánsdóttir, alsystir móður minnar, en Guðrún hafði gengið yngstu bömunum í móðurstað eftir lát húsmóðurinnar. Aldrei sagðist móðir mín hafa getað gleymt morgninum þegar hún vaknaði og stóra systir var farin að heiman. Hún sagði mér að Guðrún hefði ekki treyst sér til þess að kveðja sig, og tók því það ráð að fara frá henni sofandi. Það hafa vafalaust verið þung spor, en allir urðu á þessum ámm að bjarga sér, sem best þeir gátu. Unglingar og börn urðu oft að fara að heiman fyrr en æskilegt hefði verið til þess að létta á heimilunum. Útþrá hefur líka búið í brjóstum unga fólksins eins og á okkar dögum, en tækifær- in færri og aðstoð frá foreldrum oft lítil sem engin til náms eða ferðalaga. Þá voru peningar sjald- gæfir, þó með undantekningum. Fljótlega eftir komu Guðrúnar vest- ur gengu þau Eggert í hjónaband, þótt aldursmunur væri yfir 30 ár, og bömunum á heimilinu fjölgaði. Saman eignuðust þau átta börn, og var Helga sem hér er minnst sjötta í röðinni. Hún var fædd í Kvígindis- dal í Suður-Þingeyjarsýslu 26. aprfl 1898. Eggert hafði verið veitt kennarastaða í Reykjadal og varð dvöl þeirra þar í fimm ár. Fluttu þau þá vestur aftur og gerðist Eggert sýsluskrifari á ísafírði og vitavörður á Naustunum yst í Skut- ulsfírði. Ómegðin óx og fátæktin var yfírþyrmandi. Svo þegar Guð- rún missti mann sinn frá barna- hópnum varð ekki hjá því komist að sundra heimilinu. Bömunum var komið fyrir hjá vinum og ættingj- um. Fór Helga þá níu ára gömul til föðurbróður síns, séra Matthías- ar, og konu hans, en þau vom þá sest að á Akureyri. Árið 1913 lauk hún prófí frá Iðnskólanum á Akureyri. Síðan var hún við nám í hjúkrunarfræðum og starfaði þá við Holdsveikraspítalann í Lauganesi. Þá var það sem spænska veikin geisaði með öllum sínum hörmungum og mun það hafa verið mikil lífsreynsla fyrir unga stúlku að horfast þannig í augu við baráttuna við þann mikla vágest. Helga fór síðan til Dan- merkur og lauk þaðan prófí í hjúkr- unarfræðum í janúar 1926. Fór hún eftir það í framhaldsnám þar á meðal í hjúkmn geðveikra. Eftir það kom hún aftur heim til íslands. Fljótlega mun hún þá hafa tekið til starfa við heimahjúkrun í Reykja- vík, þar á meðal hjúkraði hún frú Astrid, konu Ludviks Kaabers bankastjóra Landsbankans, er hún lá banaleguna. Eftir að starfí henn- ar lauk þar fór hún í hússtjómar- skóla í Skotlandi. Er hún kom heim aftur varð hún eiginkona Ludviks bankastjóra, sem þarfnaðist góðrar aðstoðar með bömin sín átta. Þau yngstu vom 6 ára tvíburar. Ég kynntjst heimili þeirra á Hverfís- götu 28 vel, því þangað var ferð minni heitið fyrst er ég kom til Reykjavíkur, og dvaldist ég þar í góðu yfírlæti frá því í janúar 1932 og fram til vors sama ár. Helga frænka mín sómdi sér vel í stöðu sinni, þótt heimilið væri mannmargt og mikið um gesti, sá maður hennar um að hún hefði næga heimilishjálp. Oft vom stúlkumar útlendar, sér- staklega vissi ég um ágætar dansk- ar starfsstúlkur, fannst mér það eiga vel við þar sem húsbóndinn var danskur. Böm þeirra Helgu og Ludviks urðu fjögur. Dætumar Edda Kristín og Astrid Sigrún og synimir Edvin Mikael og Eggert Matthías, en hann lést af slysförum 6 ára gamall. Minnist ég vem minnar hjá þeim hjónum með þakk- læti, sérstaklega er mér minnis- stætt er þau buðu mér með sér í heimsóknir að Kleppi til Þórðar Sveinssonar yfírlæknis og konu hans, en þau frú Ellen og Ludvik vom náskyld. Var mér ljóst að Þórð- ur var bráðgáfaðu.r maður og skemmtilegur svo af bar. Var mikil vinátta á milli þessara tveggja heimila. Ludvik var maður hjarta- góður og hlýr. Það var ekki fátítt Blómastofa Friöfmm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytlngar við öll tilefni. Gjafavörur. fÁ t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu viö andlát og jarðarför ÞÓRUNNAR ODDNÝJAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Meltungu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunardeildar Vifilsstaða- spítala. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir eru færöar öllum þeim sem hafa sýnt samúð og góðvild vegna andláts og útfarar GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR frá Flatey á Breiðafiröi, Sérstakar þakkir eru færðar heimilisfólki og starfsfólki á deild 8 á Kópavogshæli. Guðrún Jónína Eyjólfsdóttir, Eyjólfur Einar Guðmundsson, Kristín Guðmundsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Jóhann Salberg Guðmundsson, Sigurborg Guðmundsdóttir, Regína Guðmundsdóttir, Erla Guðmundsdóttir. I að útigangsmenn hringdu dyrabjöll- unni og viidu hafa tal af bankastjór- anum. Þeim var kunnugt um að hann átti bágt með að neita þeim um hjálp. Ég vissi til að hann fór úr fötunum og gaf þau ef ekki var annað tiltækt í það sinn. Ég heyrði hann líka segja „Komdu á morgun góði, þá skal ég gera þér einhvetja úrlausn". Ekki mun Helga hafa spillt fyrir greiðasemi hans, svo góðviljuð sem hún sjálf var. Hún gerði sér sjálf grein fyrir því að það var mikið í ráðist að taka að sér þetta stóra heimili, með öllum þeim gestagangi sem tilheyrði embætti húsbóndans, en allt fór þetta vei. Mér fínnst ég geti ekki lokið þessum línum nema að segja frá atviki sem lýsir svo vel hjartahlýju þeirra 4f', hjóna. Stuttu eftir að ég flutti frá þeim og fór að vinna fyrir mér varð ég fyrir því óhappi að veikjast og að læknisráði varð ég að fara á sjúkrahús í rannsókn. Þá var ekki hægt að hlaupa í tryggingamar. Ég. var alveg peningalaus. Einhver hlýtur að hafa sagt Kaabers-hjón- unum frá neyð minni. Daginn áður en ég átti að leggjast inn kom Kaaber og bauð mér hjálp. „Ég veit að þig vantar peninga" sagði hann. „Nú er um að gera fyrir þig að ná heilsunni aftur." Þetta bjarg- aðist allt og mikið var ég þeim hjón- um þakklát fyrir hjálpina. Það fyrsta sem ég vann mér inn eftir að heilsan batnaði fór ég með til endurgreiðslu og komst ég þá að því að til þess var ekki ætlast. Svona voru þau í garð náungans í neyð- inni. Stuttu seinna giftist ég fyrri manni mínum, þá buðu þau til veislu og gáfu mér góðar gjafir. Fyrir allt þetta er ég þakklát enn í dag. Ég er þess fullviss að þau hafa fengið laun að verðleikum frá gjafara allra góðra hluta. Lúðvik Kaaber lést 12. ágúst 1941 62 ára að aldri. Hóf Hlga þá störf við berklavamir og þurfti þá oft að fara fótgangandi um bæinn vegna berklaskoðana. Seinna vann hún bæði á Sólvangi í Hafnarfírði og á Borgarspítaian- um í Reykjavík. Þá var hún um margra ára skeið yfírhjúkrunar- kona við náttúrulækningahælið í Hveragerði. Helgu var eðlilegt að hjúkra. Hún var hlý í viðmóti, glað- sinna og dagfarsprúð. Hún var glæsileg í hvita hjúkrunarbúningn- um, mér fannst eins og hún væri sköpuð til þess að bera hann. Hún var mjög trúhneigð, en sú hneigð beindist inná brautir guðspekinnar. A síðari árum töluðum við lítið um þau mál, en Helga var heilsteypt kona hvar sem hún stóð. Ég vissi að hún lagði mikið uppúr bæninni. , Eitt sinn fómm við saman í ferða- lag suður um Evrópu og get ég tæplega hugsað mér skemmtilegri ferðafélaga. Síðustu árin var hún mjög þrotin að heilsu og kröftum, og dvaldi hún á Hrafnistu hér í borg, þar undi hún sér vel og var þakklát fyrir alla umönnun. Rétt fyrir síðustu jól varð hún fyrir því óhappi að detta og lærbrotna, þurfti þá að senda hana á sjúkrahús til aðgerðar því brotið var slæmt, hún var þar aðeins fáa daga en var send aftur á dvalarheimilið, en dagar hennar voru taldir. Blóðtappi varð\ henni að aldurtila. Hún andaðist í Borgarspítalanum 31. desember og var jarðsett 10. janúar af dóttursyni sínum, séra Magnúsi Bjömssyni sóknarpresti á Seyðisfirði. Blessuð veri minning minnar kæru frænku, Helgu Eggertsdóttur Kaaber. Filippía Kristjánsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.