Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 46
hópur af indverskum konum í sér- trúarsöfnuði og segjast alltaf vera að biðja fyrir pabba mínum. Hvað eftir annað fékk ég kveðjur til pabba, og ég vissi ekki til þess að þeir þekktu hann pabba þama niðri í Afríku. Ein sagði: „We don’t like your father’s politics but we love him as a person." Faðir minn hefur auðvitað aldrei verið í stjómmálum. Loks skýrðist málið. Ljósmyndari kom að máli við mig, kvaðst eiga fullt af myndum af mér til sölu og sýndi mér myndimar. Viti menn, vom ekki þaraa 20 ljósmyndir af Maureen Reagan. Við emm í sjálfu sér ekkert líkar, en hún er eins og við af írsku bergi brotin, sem kunn- ugt er, og í sannleika sagt hélt ég fyrst þegar ég sá hana að hún væri íslensk. Þama rann upp fyrir mér að við emm allar eins í augum þeirra dökku, rétt eins og okkur finnst þær hverri annarri líkar. * Attum tromp - kvenforseta „í upphafí ráðstefnunnar fluttu formenn sendinefndanna ræður sín- ar. Sem dæmi um það hve þung- lamaleg ráðstefna af þessari stærð er, má nefna að það tók 9 daga frá morgni og oft fram undir mið- nætti fyrir allar sendinefndinar að halda sínar ræður og var þó mjög hart gengið eftir því að engin ræða ' væri fleiri en 1760 orð og tæki 15 mínútur í flutningi. Við vomm svo heppnar að ég flutti okkar ræðu strax á fyrsta degi, en þann dag vom einmitt flestir viðstaddir þar sem von var á ræðum Maureenar Reagan fyrir hönd Bandaríkjanna og frú Papandreaus fyrir Grikkland. Við höfðum þá rós í hnappagatinu að eiga kvenforseta, eina þjóðin í heiminum. Þótt þama töluðu fræg- ar konur úr heimsfréttunum, svo sem frú Mubarak frá Egyptalandi, V mágkona Castros frá Kúbu og fyrsti og eini kvenráðherrann frá Sviss auk þeirra sendinefndarformanna sem fyrr var getið, þá má segja að okkar forseti hafi rétt einu sinni sigrað án þess að vera á staðnum. Þegar ég í upphafí sá að farið var að lesa skejrti hafði ég skjót viðbrögð, náði símasambandi heim og skeyti til ráðstefnunnar var komið frá forseta fslands eftir hálftíma. En svo ætlaði ég ekki að fá að lesa það. Sagt að 17 væm á undan mér og mælenda- skrá lokað, en ég sagði þeim að ég væri sú eina sem hefði raunvemleg skilaboð frá lýðkjömum kvenfor- seta til ráðstefnunnar. Á eftir hafði BBC viðtal við mig þar sem • ég var m.a. spurð að því hvemig væri að vera fulltrúi lítils lands, sem 4000 fulltrúar risu úr sætum sínum til að klappa fyrir. Og sannleikurinn er sá að þetta var í fyrsta skiptið sem fagnaðarlætin urðu svona almenn. Þama var tákn sem öll lýðræðisríki geta sameinast um á var 10 mfnútna viðtal við mig um konur á íslandi og það endurtekið seinna. Svo við máttum vel við una.“ Ógleymanleg safari- ferð Eftir að ráðstefnunni lauk fóm allar konumar frá íslandi í safari- ferð, sumar eyddu þar sumarleyfinu sínu. Eiginmenn Sigríðar, Estherar og Guðríðar komu til móts við þær og öll fóm þau í þriggja vikna ferða- lag saman. Ógleymanlega safari- ferð þar sem þau sáu mikið af dýr- um Afríku. María og Gerður dvöld- ust líka nokkum tíma í landinu eftir ráðstefnuna og skoðuðu sig um. En hver er niðurstaðan af þessu öllu saman. Sigríður Snævarr bend- ir á að með því einu að svara spum- ingalistunum sem sendir vom til þjóðanna á undan hafi stjómimar strax verið settar upp að vegg. Þá þegar varð ljóst að það fylgir þátt- töku í samfélagi sameinaðra þjóða að gera grein fyrir því hvemig málefnum kvenna er háttað í lönd- unum. Og hún minnist Uganda- kvennanna, sem settust að henni í boðinu hjá Obote og sögðu: Þið emð að tala um að nú sé að ljúka kvennaáratug Sameinuðu þjóð- anna. En hvað um okkur, sem misstum af næstum öllum áratugn- um, allan tímann sem Idi Amin stjómaði Uganda. Við emm rétt að byija. En hvað um okkur, á íslandi? „Við fundum það vel í samanburðin- um hve fáar konur em í áhrifastöð- um á íslandi, þótt svona margar konur séu úti á vinnumarkaðinum. Við eigum engan kvensendiherra, engan ráðuneytisstjóra og engan kvenbankastjóra og ekki einu sinni staðgengil ráðuneytisstjóra sem er kona, engin fslensk kona er formað- ur stjómmálaflokks. Við eigum raunar ekki heima í hópi lýðræðis- ríkjanna sem við gjaman mælum okkur víð hvað þetta snertir. Þetta blasir við á slfkum vettvangi." Að lokum sagði Sigríður Snæv- arr „Mér fínnst þessi aðgerð sam- einuðu þjóðanna — að stofna fyrst til kvennaársins og síðan að standa að öllum kvennaáratugnum geysi- lega vel heppnuð. Það er yfirlýst markmið Sameinuðu þjóðanna að stuðla að friði og hugmyndin að baki stofnunar samtakanna var sú að leiða fólk saman úr öllum heims- homum og gefa þvf tækifæri til að horfast í augu við þá staðreynd að mörgum vandamálum svipar saman þótt í fjarlægum heimshomum sé og oft er hægt að leita sameiginlega að lausn þeirra. En þótt kvennaára- tug Sameinuðu þjóðanna sé lokið, þá er enn ærið verk að vinna. Eigum við ekki að stefna að því að kvenna- ráðstefna Sameinuðu þjóðanna árið 2000 til að gera upp hvemig hefur miðað þangað til verði haldin á ís- landi?" Viðtal: Elín Pálmadóttir MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR1986 Sífellt var verið að taka Sigriði frá íslandi fyrir Maureen dóttur Reagans Bandaríkjaforseta, enda er hún af irskum ættum. Og sýndi það að dökku konunum finnst þær hvitu hver annarri likar, engu siður en okkur finnst þær líkar. Sigriður Snævarr flytur ræðu sína fyrir hönd fs- lands á fyrsta degi kvennaráðstefnunnar. kvennaráðstefnu. Þegar ég sagði söguna af fímm ára dóttur vinkonu minnar, sem sagði þegar hún sá einhvem forseta í sjónvarpinu: Abbababb, karlforseti! þá vakti það mikinn fögnuð. „Á fyrsta degi var skipað í nefnd- ir. Guðríður tók að sér að vera fulltrúi íslands í Norðurlandanefnd- inni, en sjálf sat ég í Plenum eða allsheijamefnd. Vinnuálagið var gífurlegt, fundir allan daginn og oft fram á kvöld. Á morgnana bár- um við okkur saman við Norður- landafulltrúana og einnig sátum við samráðsfundi með Vesturlöndum. Þetta var semsagt mjög ströng vinna." Norðurlöndin höfðu með sér góða samvinnu, bæði að undirbúningi ráðstefnunnar, svo og að tillögu- gerð og afstöðu til mála í atkvæða- greiðslum meðan á ráðstefnunni stóð. í ræðum sendinefnda Norður- landa var lögð áhersla á mismun- andi þætti jafnréttismála, enda af nógu að taka. En sameiginlega var í málflutningi sérstök áhersla lögð á mikilvægi starfs fijálsra félaga- samtaka að málefnum kvenna. Við Norðurlandaþjóðimar gripum hvert tækifæri til að lofa óformlegu kvennaráðstefnuna FORUM 85, sem haldin var um svipað leyti og hin formlega. Þar fóm fram mun Einn fulltrúinn á kvennaráðstefnu SÞ vegna loka kvennaáratugarins. fijórri skoðanaskipti um málefni kvenna í þúsund smánefndum, en þar var tilgangurinn einungis að skiptast á skoðunum og kynnast málefnum, en ekki að semja loka- skjal. Þess má geta að hugmyndir em nú uppi um að halda Fomm Norðurlanda og verður vonandi af því.“ íslendingar í Kenya „íslendingamir sem búa í Nairobi tóku okkur allir ákaflega vel og vom okkur ákaflega hjálplegir. Auk Inga Þorsteinssonar em þar Mik Magnússon sem vinnur hjá UNEP og Hanna kona hans, Gestur Gísla- son jarðfræðingur og hans kona Erla, Halldór Ármannsson efna- fræðingur og Margrét, en þeir em við jarðhitarannasóknir.Og svoem þama íslensk böm þeirra. Vegna þeirra komumst við í þorp Masay- anna, sem er 200 þús. manna ætt- flokkur er lifir alveg eins og hann hefur gert í margar aldir. Þessa hafði hvítt fólk aðeins einu sinni áður heimsótt og það var Gestur Gíslason. Þangað var um tveggja { tíma akstur. Fólkið býr í húsum, sem em bara grind og hörðnuð mykja utan á henni. En það tók mjög vel á móti okkur og bauð okkur upp á te. Og eflaust hefur það verið fyrir áhrif Inga Þorsteins- sonar að mér var boðið í veislu til Obote forseta og vomm við Ingi einu hvítu gestimir þar. Þess má þá geta í leiðinni að engin hvít þátt- tökuþjóð fékk landkynnmgu í s/ón- varpinu í Kenya nema ísland. Þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.