Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR1986 STUTTí LEIKINN Hvemig fínnast þér Guttavísum- ar? „Æ,ég er búinn að hlusta á þær milljón sínnum." Varstu búinn að æfa þig mikið áður en þú fórst í upptöku? „Ég æfði mig svolítið með Benna vini mínum sem er lögga og pabbi (Gfsli Rúnar Jónsson) hjálpaði mér líka og systir mín. Einu sinni, þegar ég var að æfa mig og var að syngja .. en sú mæða að eiga svona böm, þá kom pabbi og bætti við ... ja héma og þannig er það á plötunni, hann sagði að öllum þætti það svo fyndið." Þér fannst ekkert erfítt að syngja inn á plötu? Nei, hundauðvelt. Ég söng líka tvö lög á fyrstu Óla prik plötunni." Og þú ert ekkert feiminn? „Eger kaldur." Þegar hér var komið sögu var Björgvin Frans búinn með kökuna sína, svo blaðamaður sagði:„ Þú ert búinn með kökuna, Viltu meira? „Nei, takk, en ert þú búin með Morgunblaðið?" spurði þá Björgvin Frans. Já, sagði blaðamaður. „Hvað fékkstu í „desert", kannski Stóru kökubókina?" Hvar heyrðir þú þennan brand- ara? „í leikriti." Já, Björgvin er skemmtilegur og óvenjulegur strákur, hann er líka Björgvin Frans Gíslason hefur ekkert gaman af því að leika fótbolta en hann hefur gaman af því að leika og syngja um hann Guttaí Guttavísum Stefáns Jónssonar. Óhætt er að fullyrða að Björgvin hafi slegið í gegn með túlkun sinni á Guttaog mömmunni, en vísurnar er að finna á skífunni Óli prik, besti vinur barnanna. trákurinn verður að vera mættur í skól- ann 25 mínútur yfír tólf, segir mamma hans Gutta... æ, ég meina mamma hans Björgvins Frans Gíslasonar, þegar við komum til að ræða við hann um Guttavís- umar, sem hann syngur á plötunni Óli prik besti vinur bamanna. En Björgvin Frans syngur þessar skemmtilegu vísur Stefáns Jónsson- ar af hvflíkri innlifun og þokka að unun er á að hlusta. „Hann verður að nasla eitthvað áður en hann fer í skólann," heldur móðir hans áfram og við lofum að sjá til þess að svo verði. Stefnan er tekin á Hressó. Björg- vin valhoppar eftir gangstéttinni. Staldrar við búðarglugga þegar hann sér eitthvað áhugavekjandi. Hann er eftirtektarsamur og óhræddur við að tjá sig um allt það sem fyrir augun ber. Þegar við emm komin niður á Lækjartorg verða á vegi okkar dúf- ur í ætisleit. „Við skulum ganga hægt svo að dúfumar fljúgi ekki í burtu," segir Björgvin og við göngum nærfæmislega framhjá. Björgvini Frans er greinilega annt um fuglana. Enda segist hann heita Frans eftir Frans frá Assisi, „sá sem kunni fuglamálið," segir hann. „Þetta er dýrlingur." Við erum komin inn á Hressó og ég spyr Björgvin hvað megi bjóða honum upp á. Hvort hann vilji ekki heilhveitibrauðsneið með osti. Nei, hann vildi frekar súkkulaðiköku með kokteilberi og ávaxtasafa og auðvitað fær hann það. Við setj- umst. Við ræðum svolítið um Guttavís- umar, þessar vísur sem kenna krökkum, hvemig getur farið fyrir óþekktarormum. „Gutti aldrei gegnir þessu, grettir sig og bara hlær, orðinn nær að einni klessu undir bfl í gær. Ert þú stundum óþekkur eins og Gutti? spyrjum við. Gegnir ekki þegar mamma þín biður þig um að fara út í búð eða nennir ekki að læra heima? „Ég er ekki jafn óþekkur og hann.“ Ert þú aldrei skammaður í skól- anum? „Einstaka sinnum, þegar ég er að kjafta eitthvað." Hvemig fínnst þér Gutti? „Ég hef aldrei hitt hann, því hann er ekki til, þó -að söngkennar- inn minn haldi að Gutti búi skáhallt á móti sér, þá er það ekki rétt. En auðvitað gæti fæðst bam, sem yrði kallað Gutti, sem yrði næstum jafn óþekkt og hann, þá yrði það næst- um eins og Gutti," segir Björgvin með rökfestu 8 ára stráks. En þekkirðu krakka, sem eru eitthvað svipaðir Gutta? „Já, sumir í skólanum eru alltaf að stríða öðrum krökkum og lemja þá og segja þegiðu og haltu kjafti, en mér fínnst ekkert gaman að leika mér við svona krakka." hlýr og góður strákur, en samt segir hann að krakkamir í bekknum „vilji eiginlega allir ekki vera með sér.“ „Ef þú segir þetta í blaðinu, þá vilja þau kannski vera með mér.“ Nú ert þú búinn að koma fram í baraatímanum og í auglýsingu í sjónvarpinu, ætlarðu að verða leik- ari þegar þú ert orðinn stór? „Ég er orðinn leikari, bamaleik- ari, en til þess að verða alvöru leik- ari þarf ég að læra.“ Það er greinilegt að Björgvini er faríð að leiðast þessi leikaraumræða því íiann segir allt í einu: „Veistu hvað ég fékk í jólagjöf? Ég fékk Dómínó raliý, tannlæknahárkollu og ægilega flott hljómborð. Pabba fínnst svo ægilega gaman að því, hann er alltaf að spila á það.“ Hvemig er þessi tannlæknahár- kolla? „Hún er eins og tannlæknirinn var með í Hryllingsbúðinni. Á ég að segja þér frá Rhodos? Ég var þar með mömmu, sem var farar- stjóri (Eddu Björgvinsdóttur). Ég fór þar á strönd með strák, sem heitir Þórhallur og er sonur þess sem lék tannlækninn í Hryllings- búðinni, þetta er ægilega skemmti- legur strákur, bara tveggja ára. Honum fannst svo gaman að fella mig í sjóinn, það var ægilega gaman." Þú hefur kunnað vel við þig í Grikklandi? „Já, en ég er ekki búinn að læra gfrísku, kann bara nokkur orð eins og kale spera, sem þýðir góðan daginn." Hvemig fínnst þér að vera 8 ára? „Það er bara eins og að vera 8 ára.“ Þú ert ekkert að flýta þér að verða fullorðinn? „Nei, mig langar að vera bam.“ Nú var klukkan orðin rúmlega 12 og skólinn kallaði. Þegar við gengum út af Hressó kemur ein þjónustustúlkan og segir: „Varst þú ekki í sjónvarpinu um daginn?" „Jú,“ segir Björgvin, „sástu mig?“ Já svona er að vera þekktur. Við flýtum okkur upp á Mogga til að ná í ljósmyndarann, því það á að festa Björgvin á fílmu og ökum svo upp í Austurbæjarskóla. En frægðinni fylgir fleira en það sem gott þykir, því Björgvin segir allt í einu: „Ég vil ekki láta taka mynd af mér í skólaportinu, það er svo mikið af krökkum þar.“ Hvar viltu þá láta mynda þig? „Bak við skólann, þar eru engir krakkar." Og þangað fömm við. Við göngum fram hjá skóladag- heimilinu og út um loftræstirör frá eldhúsinu liðast þykk og mikil gufa. „Ég læt stundum eins og þetta sé reykvél, eins og notuð er í leik- húsinu, segir Björgvin Frans. Ég ætla að kaupa mér reykvél, þegar ég eignast peninga." Hvað ætlar þú að gera við hana? „Leika mér.“ Hjá Björgvini er alltaf stutt í leikinn, enda ekki lengi að setja sig í stellingar fyrir ljósmyndarann. En skólinn er raunverulegri en svo að hægt sé að gleyma honum og það síðasta sem við sjáum af Björgvini er þegar hann hverfur inn um þungar skóladymar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.