Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR1986 + •k 1 Há og grönn, litfríð og ljóshærð, birtist hún í dyrunum. Baldvin Jóns- son, umboðsmaður hennar, var í fylgd með henni. Hann ók farangrinum sem bleikur blómvöndur stóð upp úr. Það var ekki um að viilast að Hófí var mætt á staðinn. Iseli bauð hana velkomna, gaf henni bleikan blóm- vönd til viðbótar við þann sem hún hafði fengið í Amsterdam og öll hersingin hélt af stað til Bern með jámbrautarlest. Herramir buðust til að bera bláa tösku fyrir fegurðardrottninguna en hún afþakkaði það og ríghélt í handfangið. Seinna kom í ljós að „ferðakóróna" Ungfrú heims var í töskunni og mennimir margbáðu Hólmfríði afsökunar á að hafa gerst svo djarfír að bjóðast til að bera hana. „Ég hafði ekki hugmynd um að kórónan væri í töskunni," sagði Iseli og var allt að því miður sín yfir mistökunum. Iseli þessi rekur ferðaheildsölu í Sviss og sérhæfir sig í íslandsferð- um. Honum fannst tilvalið að fá Hólmfríði á ferðakaupstefnu í Bem til að vekja athygli á Islandi og fékk Gugerii á skrifstofu Flugleiða í Ziirich til að taka þátt í kostnaðin- um með sér. Það kostar rúmar 120.000 ísl. kr. að fá Ungfrú heim til að vinna dagsverk og fyrsta flokks uppihald og ferðakostnaður bætist ofan á það. En Iseli tókst að vekja áhuga fjölmiðla á komu Hólmfríðar til Sviss og hann er sannfærður um að kostnaðurinn borgaði sig. Fréttamann sjónvarpsins langaði til að gera þátt um Hólmfríði Karls- dóttur, stúlkuna sem er Ungfrú heimur, og taldi víst að hún væri önnur persóna í hversdagsbúningi en í gervi fegurðardrottningarinnar. Hann vildi ólmur fá að taka mynd af henni á meðan hún væri að mála sig. Hann vildi sýna fólki hvemig Hólmfríður farðar sig til að verða enn fallegri en hún er af náttúmnn- ar hendi. En Hólmfríður tók það ekki í mál. Hún lætur ekki vaða þyrptlst að Hólmfríðl þar sem hún kom fram. ofan í sig og tekur skyldur sínar augsýnilega alvarlega. „Mér finnst að þær stúlkur sem eru valdar Ungfrú heimur eigi að vera vel til hafðar og huggulegar þegar þær koma fram. Eg yrði til dæmis hneyksluð ef ég sæi einhveija aðra stúlku sem hefði titilinn eins og dmslu og illa til hafðar niðri í bæ.“ Og Baldvin reyndi að útskýra fyrir manninum að það væri enginn munur á Hólmfríði og Ungfrú heimi, Hólmfríður héldi áfram að vera hún sjálf eftir að hún málaði sig og setti upp kórónuna. Sjón- varpsmaðurinn fékk sér rauðvín og jafnaði sig á ósigrinum. Hólmfríður lofaði að skokka fyrir myndavélam- ar daginn eftir. Hún hafði sýnt ákveðni en samvinnuþýðni og álitið á stúlkunni jókst í jámbrautarvagn- inum. „Vá vá!“ sögðu Svissararnir Það fer ekki framhjá neinum að einhver frægur er á ferð þegar sjón- varpstökumenn em með í ferðinni. Fólk á leiðinni heim úr vinnunni, tók eftir Hólmfríði þegar það var skundað með hana á Schweizerhof, annað fínasta hótelið í bænum. Það góndi á hana og velti fyrir sér hver þetta væri. Ein kona sagði að þetta væri örugglega kvikmyndaleikkona og þar við sat. Hólmfríður fékk að hvíla sig en fylgdarliðið fundaði og ráðskaðist með tíma hennar. Daginn eftir átti hún að gefa fjögur blaðaviðtöl, eitt útvarpsviðtal og skokka fyrir sjón- varpið auk þess að koma fram á Von var á fegurstu konu heims og mót- tökuliðið á flugvellin- um í Ziirich var orðið órólegt. Hvert glæsi- kvendið á fætur öðru kom út úrtollinum. Beat Iseli og Richard Gugerli, þeirsem stóðu fyrir því að fá Hólmfríði Karlsdóttur til Sviss, kipptust við f hvert sinn og spurðu: „Er þetta hún? Er þetta hún?“ Sjón- varpsmenn voru ívið- _______bragðsstöðu og kveiktu tvisvar of snemma á Ijósunum. En óróinn var óþarfur. Það leyndi sér ekki þegar llngfrú heimur birtist. ferðakaupstefnunni. Baldvin sætti sig við þetta og samþykkti að borða „ostafondú" um kvöldið. Hófí var spurð hvort hún vildi „fondú“. Hún var til í að borða það. En henni brá í brún þegar franskbrauð og fullur pottur af bræddum osti var borinn á borðið. Hún átti von á að fá „kjötfondú" og fannst „ostafondúið“ frekar vont. Þá var hún látin smakka „raclette", annan svissneskan osta- rétt, og hún var farin að halda að Svisslendingar borðuðu ekkert annað en ost. Þegar kom að eftir- réttinum lyftist á henni brúnin og hún fékk vanilluís með þeyttum rjóma og heitri súkkulaðisósu. Hún drakk kók með matnum, fussaði við léttu víni og bjór og er ein af þessum heppnu sem geta borðað það sem þeim sýnist án þess að þurfa að hafa eilífar áhyggjur af línunum. Svo var farið á „diskótek". Herr- amir buðu henni upp og kannski dansar Hólmfríður alltaf af sér hitaeiningamar. Það var þröngt á dansgólfínu eins og vera ber, mús- íkin og ljósin voru góð en fólkið var allt háalvarlegt á svipinn. Það dansaði eins og það væri skylda þess og virtist ekki hafa neina ánægju af því. Hófí tók eftir þessu og reyndi að fá fólkið í kringum sig til að brosa. Tveir „gæjar" stóð- ust ekki bros hennar og brostu á móti en litu svo hálfskömmustulegir hvor á annan. Þýskumælandi Sviss- lendingar eru frægir fyrir margt annað en létt og skemmtilegt skap. Sjónvarpsupptökumennimir Dansað af kraftl f dlskóteki íZarich. kveiktu sín ljós og athygli beindist að fegurðardrottningunni. „Hver er þetta?" spurði ung stúlka. „Miss World," var henni sagt. Hún rak upp óp, rauk í burtu og náði í vin- konu sína til að sjá undrið. „Er hún svissnesk?" spurði hún. „Nei, ís- lensk." „íslensk?" endurtók hún og horfði furðulostin á Hólmfríði. Tveir myndarlegir strákar úr ít- alska hluta Sviss vildu fá mynd af sér með Ungfrú heimi eftir að hún skrifaði í gestabók staðarins. Þeir vora yfír sig hrifnir af henni og heyrðu ísland nefnt í fyrsta skipti á ævinni. Nú vita þeir hvar það er og sögðust endilega vilja komast þangað ef konur eins og Hólmfríður Ferskur fískur er ekki fítandi Hólmfríður Karlsdóttir kynnti ísland í Sviss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.