Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 42
42 MORÓUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANtJAR 1986 „Ættanna kynlega bland“ Rœtt við dr. Alfreð Árnason um rannsóknir á vegum Erfða- rannsoknadeildar Bloðbankans Dr. Aif>wi deiidar«^6ri Rrfa«n«nnBAkniiHPiMar Bióðbaniumg TAFLAl Vefjaflokkun og aðrar erfðamarkarannsóknir meðal gigtsjúkra gerðar í Erfðarannsóknar- deild Blóðbankans á tímabilinu mars 1976 — október 1982. Sjúkdómur Fjöldi Hryggikt (AS) 65 Reiter’s sjúkdómur 61 Liðagigt (AR) 70 Ser. neg. gigt (ser. neg. AR) 128 Heberdens hnútar 34 Rauðir úlfar (SLE) 41 RF jákvæðir (RF pos.) 38 Aðrir gigtsjúkdómar 106 Alls gigtsjúkdómar eða RF pos. 543 Ættingjar 115 Heildartala 658 Samband milli H (1976-1980) TAFLA2 LA-B mótefnavaka og gigtsjúkdóma meðal fslendinga VEFJAFLOKKAR Fj.alls B7 B15 B17 B27 No X No X No X No X Hryggikt 31 0 0 6 19,36 2 6,45 31 100,00 Reiter’s sjúkd. 35 11 31,42 5 14,28 2 5,71 25 71,42 Liðagigt 30 12 40,00 12 40,00 1 3,03 5 16,66 Heberdens hnútar 33 11 33,33 7 21,21 11 33,33 2 6,06 Viðmiðunarhópur 228 87 38,17 35 15,35 14 6,20 40 17,54 Sennilega hefur þekking manna hvergi aukist jafn mikið síðustu tvo og hálfan áratug og í fræðum erfðanna. Samkvæmt breskum heimildum eru þijátíu prósent af innlögnum á barnadeildir vegna erfðasjúkdóma og meðfæddra galla og fimmtíu prósent dauðsfalla undir fimmtán ára aldri eru af sama toga. Tiu prósent þrálátra sjúkdóma meðal fullorðinna eiga rót sina að rekja til arfgerðar. Það er því fyrirsjáanlegt að menn munu snúa sér i æ ríkari mæli að erfðafræði í framtíðinni. ísland er fámennt land og íbúarnir mikið skyldir í ættir fram, skyldleikagiftingar hafa líka verið algengar um langan aldur. Erfðarannsóknir hljóta þvi að eiga sér gósenland á Islandi. Við Erfðarannsóknadeild Blóðbankans við Bar- ónsstíg fara fram ýmis- konar erfðamarkarann- sóknir. Vísindamenn fara ekki í grafgötur með að í erfðunum má oft fínna lykil að ýmsu því sem veldur sjúkdómum eða gerir menn hæfa til að fá sjúkdóma vegna utanaðkomandi áhrifa, t.d. sýkla. í samtali við blaðamann Mbl. sagði dr. Alfreð Amason deildarstjóri Erfðarannsóknadeildar Blóðbank- ans frá ýmsu því sem verið er að gera í þessum efnum í Blóðbankan- um og drap aðeins á það sem menn eygja í komandi tíð. Hann kvað slíkum rannsóknum fleygja ört fram í heiminum enda miklu fé til þeirra veitt erlendis þó ekki sé slíku að heilsa hér á landi. Tvennskonarrannsóknir Að sögn Alfreðs hafa rannsókn- imar að undanfömu verið tvenns konar, grunnrannsóknir þar sem verið er að leita nýrrar þekkingar og þjónusturannsóknir þar sem verið er að nýta þekkingu sem þegar er fyrir hendi. Grunnrann- sóknum má skipta í tvennt. Annars vegar er þar um hreina erfðasjúk- dóma að ræða og reynt hefur verið að fínna erfðamörk sem tengjast þeim sjúkdómum sem um ræðir eða sýnir okkur skyldleika þeirra ætta sem sjúkdómurinn hijáir. Þar má nefna sjúkdóma með ríkjandi erfðir eins og t.d. arfgenga heilablæðingu eða beinbrotasýkingu þar sem um gallaðan bandvef er að ræða. Slíkir sjúkdómar fínnast í fáum ættum á íslandi. Hins vegar má nefna sjald- gæfa sjúkdóma með víkjandi erfða- hátt sem slq'óta upp kollinum öllum að óvörum, t.d. marmarabeinaveiki, þar sem frumumar sem eiga að bijóta niður beinvef eru ekki til staðar eða óvirkar og þess vegna verða beinin þykk. Þetta gerist meðan bömin era enn í móðurkviði og slík böm fæðast með stóra höf- uðkúpu, vaxandi heymardeyfu og sjóndepra. Þessi böm deyja oftast við fæðingu eða mjög ung. Gigtarrannsóknir Aðalverkefni Erfðarannsókna- deildar hefur, að sögn Alfreðs, í mörg ár verið að rannsaka sjúk- dóma, suma mjög algenga, sem þekktir era að því að liggja í ættum en erfast ekki eftir þekktum erfða- lögmálum. Má þar fýrst nefna gigt- arsjúkdóma, en þar hefur lengi verið þekkt að ónæmisarfgerðin ræður miklu um hvort menn fá þessa sjúkdóma og hversu illa þeir fara út úr þeim. Litningar þeir sem ráða vömum líkamans við sjúkdómum era mjög mismunandi samansettir. Erfðaefni mannsins er bútað niður í 23 bita frá hvora foreldri, í allt höfum við 46 slíka búta, við köllum þá litn- inga. Það er litningur nr. sex sem sennilega ræður mestu um viðbrögð okkar við gigtarsjúkdómum en sennilega er það utanaðkomandi áreiti sem kemur sjúkdómnum af stað, t.d. veirar eða sýklar. Það fer eftir veQaflokkum manna hvers konar gigt þeir fá. Þess má geta að tíðni HLA B27 sem er einn vefjaflokkurinn er meira en helm- ingi hærri hér á landi en í Vestur- Evrópu. Þessi vefjaflokkur hefur mjög sterka fylgni við hrygggigt eða „bambushrygg“ og einnig festumein. Þessi staðreynd getur kannski skýrt bakveikina sem hijáir svo marga á Islandi. Sykursýki Sykursýkinni er eins varið og gigtinni, þ.e.a.s. insúlínháðri sykur- sýki sem er sjaldgæf og fólk fær oftast á unga aldri. Hún hefur sterka fylgni við ákveðna vefja- flokka. Nýjustu rannsóknir sýna að þar muni sennilega vera um að ræða ákveðna endurröðun á DQ-seti (sjá mynd). Sama má reyndar segja um ýmsa aðra inn- kirtlasjúkdóma. Að sögn Alfreðs er það því álitið gagnlegt að greina ónæmiserfðamörk hjá bæði bömum og systkinum þeirra sem hafa feng- ið þessa sjúkdóma ef mögulegt kynni að reynast að grípa inn í sjúk- dómsferilinn. Óheiðarlegir vísindamenn Einn þeirra sjúkdóma sem rann- sakaður hefur verið með tilliti til vefjaflokka er arfgengur ofvöxtur í hjartavöðva. Ástæðan fyrir þessari rannsókn var sú að birst hafði grein eftir bandaríska vísindamenn sem sýndi tengsl milli þess erfðavísis sem veldur ofvextinum og vefja- flokkakerfísins HLA. Þetta var því áhugaverðara þar sem þetta hefði gert mögulegt að greina sjúkdóm- inn á fósturstigi. Engir aðrir gátu endurtekið þessar niðurstöður amerísku vísindamannanna og ját- uðu þeir að lokum að þeir hefðu logið til um niðurstöður, sennilega til að fá styrk. Þetta kvað Alfreð sýna vel að samkeppni á þessu sviði sé best í hófi og það geti haft afdrifaríkar afleiðingar ef vísinda- menn leggist svo lágt, en um það munu þvf miður vera fleiri dæmi. Nýrna og mergflutningar Þjónusturannsóknir hafa að sögn Alfreðs tekið meiri og meiri skerf af heildarrannsóknum, gigtarrann- sóknir era þar stór hluti. Vaxandi þáttur í þjónustunni er einnig erfða- markagreining vegna vefjaflutn- inga t.d. nýma- og mergflutninga, því samræmingarpróf hvað áhrærir ónæmiserfðamörk er forsenda þess að slíkir flutningar séu mögulegir. í þessu sambandi má geta þess að á síðasta ári fóra fram fjöldskyldu- rannsóknir varðandi hvítblæði og kom þá í ljós að fólk með ákveðna vefjaflokka er öðram fremur hætt- ara við að fá hvítblæði, sérstaklega ef þessi vefjaflokkur kemur frá báðum foreldram. Alfreð gat þess einnig að bams- faðemismálin væra „vandræða- bam“ hjá Erfðarannsóknadeildinni. Það hefði hvorki fengist að ráða fólk til þeirra starfa né þessi þjón- usta verið greidd, nema að litlu leyti. Framtíðarsýn Hvað framtíðina áhrærir sagði Alfreð að þær aðferðir sem um hefur verið rætt myndu verða not- aðar áfram en nýjasta tækni á þessu sviði, sem felst í því að þekkja viðkomandi gen og erfðavísa og kunna efnalega uppbyggingu þeirra færði okkur nær því marki að greina hina raunveralegu galla erfðasjúkdómanna. Þessi nýja tækni gerði okkur líka kleift að greina viðkomandi gen á mjög litlu magni erfðaefnis sem þýðir að þekkja má sjúkdóminn þegar leg- kaka er að byija að myndast á fyrstu vikum meðgöngu. Þannig mætti hindra að einstaklingar með alvarlega erfðagalla fæddust. Alfreð sagði ennfremur að þessi þekking myndi vafalaust leiða til þess að góð kortlagning af genum manna yrði ekki svo fjarlægt tak- mark. Þá yrði hægt að aðstoða fólk í bameignamálum þar sem fyrir hendi væru gallaðir erfðavísar og smám saman myndu þessir erfða- vísar hverfa þar sem þá myndi fækka fólki sem bæri þá áfram. Lækningu þessara sjúkdóma kvað Alfreð miklu flarlægara takmark, því jafnvel þó menn gætu nú smíðað heilbrigð gen þá væri sá vandi óleystur hvemig koma ætti þeim í rétt samhengi við önnur gen og tryggja að þau starfí rétt. Texti: Guðrún Guðlaugs- dóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.