Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR1986
47
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Starf óskast
Miðaldra maður sem undanfarin 20 ár hefur
unnið við stjórnun og rekstur fyrirtækis í
bygginga- og tréiðnaði óskar að skipta um
starf strax. Er einnig vanur ýmiskonar samn-
ingagerð og sölustarfsemi.
Upplýsingar í síma 99-4163.
Aðstoðarmaður
í söludeild
Vegna mikillar sölu vantar okkur hressan og
duglegan aðstoðarmann í söludeild á aldrin-
um 17-20 ára.
Upplýsingar veitir Hilmar Böðvarsson mánu-
daginn 27.1. frá kl. 17.00-18.00 (ekki í síma).
JOFUR HF _________
NÝBÝLAVEGI2 KÓPAVOGI SÍMI42600
Tollvörður
- Keflavík
Hjá Tollgæslu íslands við embætti Bæjarfó-
getans í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og
sýslumanns Gullbringusýslu er laus til um-
sóknar staða tollvarðar. Umsóknir sendist
undirrituðum eða bæjarfógeta fyrir 12. febrú-
ar 1986,á þar til gerðum eyðublöðum, sem
eru til afhendingar hjá embættinu.
Reykjavík 12.janúar 1986.
Tollgæslustóri.
Tollvörður
- Vestmannaeyjar
Hjá Tollgæslu íslands við embætti Bæjarfó-
getans í Vestmannaeyjum er laus til umsókn-
ar staða tollvarðar. Um er að ræða hálft starf
hjá tollgæslu og hálft starf við lögskráningu
sjómanna. Umsóknir sendist undirrituðum
eða bæjarfógeta fyrir 12. febrúar 1986, á
þar til gerðum eyðublöðum, sem eru til
afhendingar hjá embættinu.
Reykjvík 12.janúar 1986.
Tollgæslustjóri.
Starfsmaður á
markaðssviði
Öflug fjármálastofnun, vel staðsett viil ráða
starfsmann til starfa á markaðssviði. Um er
að ræða störf tengd almennum kynningar-
og markaðsmálum.
Við leitum að aðila með góða undirstöðu-
menntun sem vinnur sjálfstætt og skipulega,
hefur trausta og örugga framkomu, opinn
fyrir nýjungum.
Reynsla í markaðsmálum, blaðamennsku
aða skyldum störfum æskileg.
Starf þetta er laust strax en þar eð hér er
um að ræða fjölbreytt, lifandi og krefjandi
starf, er hægt að bíða smá tíma eftir réttum
aðila.
Laun samningsatriði. Algjör trúnaður.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og
starfsreynslu sendist skrifstofu okkar fyrir
10. febrúar nk.
Guðni ÍÓNSSON
RÁÐCJÖF &RÁÐNINCARÞJÓNUSTA
TÚNGÖTU5, 101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322
Endurhæfingarstöð
Sjálfsbjargar
Akureyri
óskar eftir að ráða sjúkraþjálfara nú þegar
eða eftir samkomulagi.
Upplýsingar veitir yfirsjúkraþjálfari í síma
96-26888.
Verkfræðingur eða
eðlis/efnafræðingur
íslenska járnblendifélagið hf. auglýsir starf
verkfræðings eða eðlis/efnafræðings laust
til umsóknar. Rafmagnsverkfræðingur mun
að öðru jöfnu hafa forgang.
Starfið er einkum fólgið í daglegri umsjón
járnblendiofna. Ennfremur þarf viðkomandi
að sinna ýmiss konar sérverkefnum.
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu
í stjórnun. Ennfremur .er kunnátta í meðferð
PC tölva æskileg.
Allar nánari upplýsingar um starfið veitir
Sigtryggur Bragason, framleiðslustjóri, í
síma 93-3344 á vinnutíma og heima í síma
93-2153.
Umsóknir skulu sendar Járnblendifélaginu
hf. eigi síðar en 10. febrúar nk. Umsjón fylgi
ítarlegar upplýsingar um náms- og starfsferil
ásamt prófskírteinum.
Grundartanga, 21.janúar 1986.
Verkefni til áramóta
Við leitum að aðila til að taka þátt í undir-
búningi og rekstri viðamikils verkefnis,
seinni hluta ársins á vegum öflugra félaga-
samtaka.
Þarf m.a. að taka þátt í fundum erlendis,
hafa samband við opinbera aðila og skyld
verkefni.
Nauðsynlegt að viðkomandi vinni sjálfstætt
og skipulega, eigi gott með að tjá sig og sé
kunnugur ríkisgeiranum.
Eitt norðurlandamál algjört skilyrði.
Launakjör samningsatriði.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og
starfsreynslu sendist skrifstofu okkar fyrir
1. febrúar nk.
CrtJÐNT IÓNSSON
RÁÐCJÖF & RÁÐNl NCARÞJÓN USTA
TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322
Tölvur
sala — framtíð
Vegna stöðugt aukinna umsvifa hjá fyrirtæki
okkar óskum við eftir að ráða 2 sölumenn.
► Leitað er eftir hæfileikafólki með góða
undirstöðumenntun, skipulagshæfileika,
sjálfstæði í störfum og leikni í mannlegum
samskiptum.
► Við bjóðum lifandi störf í traustu og fram-
sæknu fyrirtæki með samhentu starfs-
fólki.
► Launakjör eru góð.
Þeir sem áhuga hafa vinsamlegast snúi sér
til Sigurðar S. Pálssonar, framkvæmdastjóra
tölvutæknisviðs (ekki í síma), fyrir 1. febrúar
nk.
yMóCHf,
Sk
'7$r
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
Hagvangur hf
- SÉRI IÆFÐ RÁÐNINGARRJÓNUSTA
BYCGÐ Á GAGNKVÆMUM TRÚNAÐ
Véltæknifræðing (1)
til starfa hjá útgerðarfyrirtæki í Reykjavík.
Starfssvið: Eftirlit og umsjón með endurnýjun
og viðhaldi skipa, hönnun, áætlanagerð o.fl.
Við leitum að véltæknifræðingi sem jafn-
framt hefur vélstjóra/vélvirkjamenntun og
reynslu af framangreindu starfssviði. Æski-
legt að viðkomandi hafi starfað sem vélstjóri
á skipum.
Starfið er laust strax eða eftir nánara sam-
komulagi. Nýtt starf hjá traustu útgerðarfyrir-
tæki. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarð-
arson. Vinsamlega sendið umsóknir á eyðu-
blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar
merktar númeri viðkomandi starfs.
Hagvangur hf
--- A --- n. ■ ■ rv I ✓—' /\ i-V I- I Æ\ IV I I I f T /\
RÁÐNINGARPJÓNUSTA
CRENSÁSVECI 13, 108 REYKJAVIK
SÍMAR: 83666 - 83472 - 83483
Rekstrar- og tsekniþjónusta Namskeiöahald
Markaös- og söluráögjöf Tölvuþjónusta
Þjóðhagfræöiþjónusta Ráöningarþjónusta
Skoöana- og markaðskannanir
Þórir Þorvaröarson
Katrín Óladóttir og Holger Torp.
Hverfisgötu 33
Simi 20560
IAUSAR STÖÐURHJÁ
REYKJAVIKURBORG
Reykjavíkurborg vill ráða starsfólk til eftirtal-
inna starfa. Starfskjör samkvæmt kjara-
samningum.
• I Bókasafnsfræðingur — Bókaverðir við
Borgarbókasafn Reykjavíkur (m.a. stöður
í hinu nýja útibúi í Gerðubergi.)
Upplýsingar veittar á skrifstofu Borgar-
bókasafns í síma 27155.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð
á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar
fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 3. febrúar
1986.
Rektor
Skálholtsskóla
Skólanefnd Skálholtsskóla auglýsir starf
rektors laust til umsóknar. Umsóknarfrestur
rennur út 28. febrúar 1986. Rektor verður
ráðinn frá 1. maí og tekur formlega við
embætti 1. júlí.
Umsækjendur skulu hafa lokið kandídats-
prófi frá Guðfræðideild Háskóla íslands ell-
egar hliðstæðu námi. Umsókn skal fylgja
vottorð um próf þetta svo og greinargjörð
fyrir frekari námi og fræðaiðkunum. Einnig
er óskað eftir lýsingu á starfsferli og vitnis-
burðum, er að honum lúta. Rektor er ætlað
að móta starfsemi skólans í samráði við
skólanefnd, standa fyrir almennu lýðháskóla-
starfi og efna til lengri og skemmri nám-
skeiða fyrir bæði innlenda og erlenda þátt-
takendur innan ramma laga um SRálholts-
skóla nr. 31/1977.
Um launakjör rektors og starfsskilyrði fer
eftir lögum um Skálholtsskóla svo og lögum
um réttindi og skyldur opinberra starfs-
manna.
Umsóknir skulu afhentar Skólanefnd Skál-
holtsskóla, Biskupsstofu, Suðurgötu 22,
Reykjavík.
F.h. skólanefndar,
Biskup íslands.