Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR1986 Fellabær: Bjartsýnn á fram- tíð Austurlands ■— spjallað við Hafstein Sæmundsson, sveitarsljóra Hafsteinn Sæmundsson, sveitar- stjóri Fellahrepps. Egilsstöðum, 20. janúar. „ÞEGAR menn hafa almennt gert sér Ijósa grein fyrir þeim gífurlegu möguleikum sem ná- lægðin við Evrópu skapar mönn- um hér á Austurlandi, og fara að haga sér samkvæmt því kviði ég ekki framtíðinni. Þá á margt eftir að breytast og verða bjart- ara framundan fyrir íbúa þessa fjórðungs, þá verður hér ekki síður lífvænlegt en á Reykjavík- ursvæðinu," sagði Hafsteinn Sæmundsson, sveitarstjóri Fella- hrepps er tíðindamaður Morgun- blaðsins hitti hann sem snöggv- ast að máli. „Hér á Austurlandi hefur upp- byggingin verið mjög hæg til þessa og e.t.v. eins konar homreka. T.d. held ég að vegakerfið sé óvíða jafn slæmt og hér. En þetta horfir til bóta og alveg sérstaklega ef við nýtum okkur til fullnustu nálægðina við Evrópu í atvinnuuppbyggingu flórðungsins. Þá er það vafalaust að kísilmálmverksmiðja á Reyðar- fírði á eftir að skipta sköpum fyrir mannlífið hér um slóðir, ekki síst fyrir okkur hér á Héraði. En við emm nú þegar í stakk búnir að Morgunblaðið/Ólafur Einn af stærstu vinnustöðunum í Fellabæ, Trésmiðja Fljótsdalshéraðs. Þar vinna að staðaldri 25—30 manns. Sveitastjómarskrifstofur Fellahrepps eru til húsa að Heimatúni 2. Þar er ennfremur aðsetur Hitaveitu Egilsstaða og Fella og embætti sýslumanns Norðmýlinga hefur þar afdrep. Haustið 1982 var tekin skóflustunga að nýju skólahúsi í Fellabæ. Það er nú fokhelt og vonir standa til að hluti þess verði tekinn í notkun f haust. Á gæsluvellinum í Fellabæ er nú risið 70 ferm. einingahús — og gert er ráð fyrir því að þar hefjist rekstur leikskóla með haustinu. veita ýmsa þá þjónustu sem rekstur slíkrar verksmiðju kallar á.“ — Hvemig er atvinnuástandið í Fellahreppi? „Hér em góðar horfur í atvinnu- málum. Tvö stór tréiðnaðarfyrir- tæki em starfrækt hér, Trésmiðja Fljótsdalshéraðs, sem framleiðir fyrst og fremst einingahús og verk- takafyrirtækið Baldur og Óskar sf. Verslunarfélag Austurlands rekur hér umfangsmikla starfsemi og nýr veitingastaður, Samkvæmispáfinn, opnaði í vor þar sem Verslunarfé- lagið rak áður greiðasölu. Sú starf- semi virðist ætla að dafna vel og staðurinn orðinn mjög vinsæll. Þá er fyöldi smáfyrirtækja rekinn hér auk tveggja heildverslana. T.d. var opnuð hér nuddstofa nýlega og fyrirspumir um húsnæði undir hvers konar þjónustustarfsemi eða smáiðnað em algengar, og á næs- tunni mun fyrirtækið Fjölritun sf. flytja hingað starfsemi sína. En það er ekki rétt að líta á Fellahrepp sem eina atvinnulega heild, heldur Fljótsdalshérað allt. Sveitarfélögin á Héraði reka sameiginlega marg- háttaða þjónustustarfsemi, s.s. Hér- aðsheimilið Valaskjálf á Egilsstöð- um, Heilsugæslustöðina þar, bmna- vamir og Bókasafn Héraðsbúa, svo að eitthvað sé nefnt, en nánust er samvinnan tvímælalaust milli Egils- staðahrepps og Fellahrepps, sem reka sameiginlega auk áðumefndra þátta hitaveitu, gmnnskóla og íþróttahús." — Og hvemig gengur sú sam- vinna? „Ég er mjög ánægður með þá samvinnu, hún er hnökralaus og ánægjuleg og trúlega öðmm til fyrirmyndar. Nú er hér í byggingu skólahús sem Egilsstaðahreppur tekur þátt í að reisa skv. samningi um sameig- inlegt gmnnskólahald sveitarfélag- anna, en við höfum tekið þátt í byggingu íþróttahúss á Egilsstöð- um. Ætlunin er að skólinn hér verði í fyrstu rekinn sem sel frá Egils- staðaskóla, en mikið liggur við að húsnæðið verði að hluta tilbúið til notkunar fyrir næsta haust svo að leysa megi fyrirsjáanlegan hús- næðisvanda Egilsstaðaskóla, en bygging Fellaskólans er nú fokheld. Þá mun tilkoma skólahússins hér leysa úr brýnni þörf almennrar fé- lagsaðstöðu í sveitarfélaginu, t.d. hefur verið gróskumikið tóm- stundastarf hér í vetur á vegum tómstundaráðs fyrir unglingana, en húsnæðisskortur verið þar ákveðinn þrándurígötu." Hvað um aðrar verklegar framkvæmdir á vegum sveitarfé- lagsins? „Gatnagerð er alltaf snar þáttur I starfsemi sveitarfélaga í hröðum vexti. Nú hefur verið lagt bundið slitlag á tæplega 15% eigin gatna sveitarfélagsins auk þjóðveganna sem hér liggja í gegn. Á sumri komanda er ætlunin að halda áfram á þessari braut og gangstéttalagn- ing er ennfremur ofarlega á baugi. Þá viljum við leggja okkur fram um fegrun sveitarfélagsins t.d. með aukinni ræktun og gaman væri að koma skrúðgarði inn á skipulag væntanlegs miðsvæðis þéttbýlisins, sem á að rísa í námunda við skóla- húsið skv. skipulagsuppdrætti frá 1981. Þá er leikskóli í byggingu, 70 fm einingahús, sem nú er fokhelt. Smíði þess lýkur væntanlega í sumar svo að rekstur leikskólans getur hafist með haustinu. For- eldrafélagið hér í Fellabæ undir forystu Þorsteins Gústafssonar hefur lagt fram ótaldar vinnustund- ir í sjálfboðavinnu við smíði hússins svo að sveitarfélagið hefur nær engin vinnulaun þurft að greiða vegna smíðinnar til þessa. Þetta hlýtur að vera alveg einstakt fram- tak, en foreldrafélagið hér er mjög virkt og lætur flest til sín taka sem á annað borð snertir bömin." — Nú er Fellahreppur samfélag sveitar og þéttbýlis. Veldur það togstreitu innan sveitarfélagsins? „Nei, ég hefi ekki orðið var við árekstra eða togstreitu innan sveit- arfélagsins af þeim sökum. Nærri mun láta að 2/s íbúanna búi hér í Fellabæ, þéttbýlinu, en '/:i í sveitinni og hlutföllin í sveitarstjóminni eru eftir því, 2 fulltrúar úr sveitinni og 3 úr þéttbýlinu." — Fjölgar fbúm Fellahrepps? „Undangengin 10—12 ár hefur fjölgunin verið veruleg eða tæplega 5% að meðaltali á ári. íbúamir eru nú sem næst 350 talsins." Með hliðsjón af náinni sam- vinnu Egilsstaðahrepps og Fella- hrepps sérðu þá fyrir þér samein- ingu þessara sveitarfélaga? „Það er vel hægt að hugsa sér að þessi sveitarfélög eigi eftir að sameinast með einum eða öðrum hætti einhvem tíma í framtíðinni, en um algjöra og lögformlega sameiningu verður ekki að ræða í fyrirsjáanlegri framtíð. Ifyrir því er einfaldlega enginn vilji að ég held, hvorki hér né á Egilsstöðum. En samvinnan mun trúlega halda áfram að aukast." — Hvemig er samgöngum hátt- að milli þéttbýlisstaðanna, Fella- bæjar og Egilsstaða? „Það fara um 1.000 bifreiðir að meðaltali á dag um Egilsstaðanesið, fyrst og fremst einkabifreiðir. A skólatíma gengur skólabifreið 4—5 sinnum á dag héma á milli. En auk þess ganga menn í góðu veðri eða hjóla. Það er hins vegar ekki vansa- laust að þessi íjölfama leið skuli ekki vera upplýst, en forsvarsmenn sveitarfélaganna hafa þráfaldlega vakið athygli þingmanna og Vega- gerðar ríkisins á þeirri nauðsyn." — Ólafur. ■-> ■■ --------
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.