Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR1986 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Lausar stöður Gróið útflutningsfyrirtæki í miðbæ Reykjavíkur óskar eftir að ráða í eftirtaldar stöður strax: a) Starfskraft til að hafa samband við viðskiptavini fyrirtækisins hér heima og erlendis, að sinna sölumálum, að hafa umsjón með afskipunum, ofl. b) Starfskraft til að sjá um telex og vera sölumönnum innan handar í ýmsum málum. c) Starfskraft til að sjá um greiðslur til innlendra framleiðenda frá kaupendum erlendis, að aðstoða við gerð útflutn- ingspappíra, ofl. Einungis þau tilboð er greina aldur, menntun, fyrri störf svo og gefa skýrt til kynna hvert hinna þriggja starfa er sótt um verða tekin til athugunar. Tilboð merkt: „I — 010" leggist inn á augl.deild Mbl. fyrir mánaðamót. Viðskiptafræðingur — endurskoðandi Þegar líða tekur á vorið, þurfum við að ráða aðalbókara fyrir stórt þjónustufyrirtæki. Viðkomandi skal vera viðskiptafræðingur og/eða löggiltur endurskoðandi. Reynsla í bókhaldi algjört skilyrði. Sá sem við leitum að þarf að hafa góða stjórnunarhæfileika, vera fljótur að taka ákvarðanir og opinn fyrir nýjungum. Þjálfun og fræðsla er tengist þessu starfi fer fram hér á landi og erlendis. Laun samningsatriði. Þar eð hér er um að ræða gott framtíðarstarf hjá mjög traustum aðila, hvetjum við alla þá er áhuga hafa að hafa samband og ræða málin í algjörum trúnaði. QiðníTónsson RAÐCJÖF & RADNI NCARÞJON USTA T’jNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322 Verslunarstörf Fyrirtækið er vefnaðarvöruverslun í miðborg Reykjavíkur, sem óskar eftir að ráða eftirfarandi: Aðstoða rversl u na r- stjóra Starfið felst í verkstjórn á vinnustað, eftirliti með uppfyllingu á vörum í versluninni og sérstakri aðstoð við viðskiptavini. Hæfniskröfur eru að viðkomandi hafi hald- góða þekkingu á vefnaðarvöru og reynslu af verslunarstjórn. Vinnutími er alla virka daga frá kl. 9.00-18.00 og annan hvern laugardag, yfir vetrartímann, frá kl. 9.00-13.00. Umsóknarfrestur er til 31. janúar nk. Afgreiðslumann Starfið er afgreiðsla á gluggatjaldaefnum. Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi reynslu af afgreiðslu og saumaskap á glugga- tjöldum. Vinnutími er frá kl. 13.00-18.00 alla virka daga. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 31. janúar nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00. Afleysinga- og rádningaþjónusta Lidsauki hf. Skólavördustig la - 101 Reykjavik - Simi 621355 RÍKISSPÍTALAR lausar stödur Starfsfólk óskast til ræstinga og í bítibúr við Landspítalann. Upplýsingar veita ræst- ingastjórar Landspítalans í síma 29000. Hjúkrunarfræðingur óskast við Geðdeild Landspítalans 32c og 33c. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Geðdeilda Landspítalans í síma 29000. Sjúkraliði óskast til afleysinga í 9 mánuði við dauðhreinsunardeild ríkisspítala að Tunguhálsi 2. Dagvinna eingöngu. Upplýs- ingar veitir hjúkrunarforstjóri Landspítalans í síma 29000. Starfsmaður óskast til frambúðar við tauga- rannsóknarstofu taugalækningadeildar Land- spítalans. Starfið er m.a. fólgið í töku heila- og taugarita. Sjúkraliðamenntun æski- leg en ekki skilyrði. Upplýsinar veittar í síma 29000 (450-460). Fóstra og starfsmaður óskast við skóladag- heimili ríkisspítala að Kleppi frá og með 1. febrúar nk. Einnig óskast starfsmaður nú þegar við dagheimili ríkisspítalanna að Kleppi. Upplýsingar veitir forstöðumaður dagheimilisins í síma 38160. Starfsfólk óskast til ræstinga við Kópavogs- hæli. Hlutastarf eða fullt starf. Upplýsingar veitir ræstingastjóri í síma 41500. Reykjavík, 26.01.1986. Bókari eða viðskiptafræðingur af endurskoðunar- sviði Fyrirtækið er endurskoðunarskrifstofa í kauptúni á Vesturlandi. Starfið felst í umsjón og frágangi bókahalds- gagna ásamtr uppgjöri og gerð skattafram- tala. Hæfniskröfur eru að viðkomandi sé við- skiptafræðingur af endurskoðunarsviði eða hafi haldgóða þekkingu og reynslu af bók- haldsstörfum. Vinnutími í dagvinnu er frá kl. 8.00-16.00, en yfirvinna verður á háannatímanum, sem nú fer í hönd. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Góð laun eru í boði fyrir hæfan starfsmann og möguleikar eru á útvegun húsnæðis. Umsóknarfrestur er til 30. janúar 1986. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00. Afleysinga- og ráðningaþjónusta Lidsauki hf. Skólavördustig 1a - 101 Reykjavik - Simi 621355 Hagvangur hf - SÉRHÆ FÐ RÁÐNINGARÞJÓNUSTA BYGCÐ Á GACNKVÆMUM TRÚNAÐI Laus störf Aðstoðarframkvæmdastjóri (2) til starfa hjá innflutnings- og verslunarfyrir- tæki í Reykjavík. Starfssvið: Erlend og innlend innkaup, sölu- stjórnun, auglýsingastjórnun, yfirverslunar- stjórn og önnur verkefni tengd rekstrinum sem framkvæmdastjóri felur honum. Við leitum að manni sem hefur reynslu af innkaupum og sölustörfum, hefur góða enskukunnáttu, getur unnið sjálfstætt og skipulagt störf annarra. Starfið er stjórnunarstarf hjá traustu fyrir- tæki, laust samkvæmt samkomulagi. Aðalgjaldkeri (3) til starfa hjá stóru fyrirtæki í Reykjavík með starfsemi á sviði verslunar, þjónustu og iðnaðar. Starfssvið: Móttaka uppgjöra, innheimta, greiðsla reikninga, yfirumsjón með sjóðsbók, aðstoð við viðskiptamannabókhald. Næsti yfirmaður er fjármálastjóri. Við leitum að manni með verslunarpróf og reynslu af framangreindu starfssviði. Æski- legur aldur 25-40 ára. Starfið krefst nákvæmni og árvekni. Laust strax. Einkaritari (311) Við leitum að einkaritara fyrir forstjóra Ála- foss hf., Mosfellssveit. Starfssvið: Innlendar og erlendar bréfaskrift- ir, telex, skjalavarsla o.fl. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða starfsreynslu, ensku- og þýskukunnáttu og hæfileika til að starfa sjálfstætt. í boði er: hálfs- eða heilsdagsstarf. Laust eftir samkomulagi. Forritari/kerfisfræðingar (623) Starfssvið: Kerfissetning og forritun nýrra verkefna. Viðhald eldri kerfa og þróun stærri forritakerfa. Aðstoð við og ráðgjöf gagnvart notendum og viðskiptavinum. Við leitum að fólki með viðskipta-/tækni-/ tölvunarfræðimenntun. Reynsla í kerfissetn- ingu og forritun fyrir IBM S/38 eða VAX 11750 eða PC æskileg. í boði eru góð laun og áhugaverð verkefni. Gæðastjóri (626) Fyrirtækið er stórt iðnaðarfyrirtæki í Reykja- vík. Starfssvið: Umsjón með gæðastýringu og viðhald gæðastýringarkerfis, skýrslugerð o.fl. Við leitum að manni með menntun á sviði vél- eða rekstrariðnfræði ásamt reynslu af stjórnun. Bókari (628) Fyrirtækið er stórt þjónustufyrirtæki í Reykjavík. Starfssvið: dagleg færsla bókhalds, af- stemmingar, uppgjör, úrvinnsla rekstrarlegra upplýsinga, ýmiss konar skýrslugerð. Verð- andi aðstoðarfjármálastjóri. Við leitum að traustum og jákvæðum manni með verslunarmenntun, æskileg 2-3 ára starfsreynsla. Þarf að vera tilbúinn að axla ábyrgð og vaxa í starfi. Vinsamlegast sendið umsóknir á eyðublöð- um sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar númeri viðkomandi starfs. Hagvangur hf RÁÐNINGARPJÓNUSTA CRENSÁSVEGI 13, 108 REYKJAVÍK SÍMAR: 83666 - 83472 - 83483 Rekstrar- og tækniþjónusta Námskeiöahald Markaös- og söluráögjöf Tölvuþjónusta Þjóöhagfræöiþjónusta Ráöningarþjónusta Skoöana- og markaðskannanir Þórir Þorvarðarson Katrín Óladóttir og Holger Torp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.