Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR1986 Sokolov burstar Vaganjan Skák Margeir Pétursson 22JA ÁRA gamall Sovétmaður, Andrei Sokolov, er næstum ör- uggur með að komast í úrslit í áskorendakeppninni í skák. Hann hefur nú náð þriggja vinn- inga forskoti á landa sinn Rafael Vaganjan í einvígi þeirra i Minsk. Sokolov hefur tekið geysilegum framförum upp á síðkastið. Hann er sókndjarfur og í heimsmeist- arakeppninni hefur mikill tauga- styrkur og keppnisharka bætt upp það sem á vantar í fræði- kunnáttunni. Það hafa nú verið tefldar fimm skákir í Minsk, Sokolov hefur unnið þrjár en tveimur hefur lokið með jafn- tefli. Ef Sokolov sigrar Vaganjan mætir hann sigurvegaranum í ein- Anatoli Karpov Voir og sitnnaií Já í takk ! Vinsamlega sendið mér nýja FREEMANS pöntunarlistann í póstkröf u. Nafn: Heimili:. Staður:. Sendist til FREEMANS of London c/o BALCO hf. Reykjavíkurvegi 66,220 Hafnarfirði, slmi 53900. vígi Timmans og Jusupov. Komist hann þá áfram fer róðurinn heldur betur að þyngjast því þá verður hann að sigra bæði Karpov og Kasparov í einvígjum til að hljóta heimsmeistaratitilinn. Staðan í einvígi þeirra Timmans og Jusupovs var þannig þegar síðast fréttist, að eftir að Timman vann fyrstu skákina lauk tveimur næstu með jafnteflum. Jusupov, sem þekktur er fyrir varkámi og seiglu í vöm, tefldi óvænt á tvær hættur í fyrstu skákinni og tapaði illa. Síð- an hefur hann vent sínu kvæði í kross, teflt af öryggi og beðið færis. Það er því alls ekki útséð um úrslit í einvíginu, sem fram fer í Tilburg í Hollandi. Glæsilsgt ítalskt leðursófosetL Þriggjci saeto sóíi og tveir stólor 85.900.- kr. toð ©r ótrúlsgt verð og jonÚQrkjörin: 10.000 - kr. útborgun og eítirstöðvomQr o o11 oð ó mánuðum. © Vörumarkaðurinn hl. Karpov í öldudal IBM-tölvufyrirtækið gekkst um árabil fyrir stórmótum í Hollandi, en hefur nú fært sig um set til Austurríkis þar sem það hélt stór- mót í janúar. Mót þetta var hálfop- ið, teflt eftir svissnesku kerfí og löðuðu geysihá verðlaun til sín mörg fræg nöfn, þar á meðal þá Karpov, Korchnoi og Spassky. Það sem mest kom á óvart var að Karpov varð að sjá á bak efsta sætinu, aldrei þessu vant. Hann virðist ekki vera búinn að ná sér eftir að hann missti heimsmeistara- titilinn í nóvember. Hans gamli erkifjandi, Viktor Korchnoi, náði að koma fram síð- búnum hefndum á Karpov með því að sigra á mótinu ásamt sovézka stórmeistaranum Alexander Belj- avsky. Karpov hafði hvítt á Korc- hnoi í næstsíðustu umferð mótsins en tókst ekki að sigra, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þeir Korchnoi og Beljavsky sömdu síðan jafntefli eftir aðeins þrettán leiki í síðustu umferðinni. Með því að sigra enska stórmeistarann John Nunn með svörtu hefði Karpov getað náð þeim, en hann sætti sig einnig við stutt jafntefli. Röð efstu manna varð þvf þannig: 1.—2. Beljavsky og Korchnoi 6 '/2 v. af 9 mögulegum. 3.-9. Karpov, Spassky, Nunn, Ptacanik (Tékkóslóvaktu), Gheorg- hiu (Rúmeníu), Quinteros (Argent- ínu) og Garcia Palermo (Argentínu) 6 v. 10.—12. Chandler (Englandi), Ðuckstein (Austurríki) og Zúger (Sviss) 5'A v. o.s.frv. Óumdeilanlega er þetta slakur árangur hjá Karpov. Nýlega hafa þær fregnir borist að hefndareinvígi hans við Kasparov verði frestað fram á sumar. Það skyldi þó ekki vera að slök frammistaða Karpovs á mótinu ( Vín hafi haft einhver áhrif á þá ákvörðun FIDE? Óvænt úrslit á Skákþingi Reykjavikur Hannes Hlífar Stefánsson, þrett- án ára gamall, er í efsta sæti á Skákþingi Reykjavíkur, þegar átta umferðir af ellefu hafa verið tefldar. Það er langt síðan Hannes vakti fyrst á sér athygli fyrir að vera óvenju efnilegur, en fæstir áttu von á að hann myndi komast svo skjótt upp, því á Reykjavíkurmótinu tefla margir honum reyndari og stiga- hærri skákmenn. Hannes er vel heima í byijunum, teflir hvasst og hefur náð að snúa á meistarana f flækjunum. Þröstur Árnason, jafn- aldri Hannesar, er í öðru sæti ásamt þeim Bjama Hjartarsyni og Þráni Vigfússyni, sem er bróðir Hannes- ar. Árangur þessara fjögurra hefur komið geysilega á óvart, en á hinn bóginn hafa þeir Róbert Harðarson, skákmeistari Reykjavíkur 1985, og Davíð Ólafsson, skákmeistari TR 1985, lítið náð að blanda sér í toppbaráttuna. Staða efstu manna á mótinu er þessi: 1. Hannes Hlífar Stefáns- son 7 v. af 8 mögulegum. 2.-4. Bjami Hjartarson, Þröstur Ámason og Þráinn Vigfússon 6V2 v. 5.-9. Andri Áss Grétarsson, Gunnar Bjömsson, Sigurjón Haraldsson, Héðinn Steingrímsson og Magnús Alexandersson 6 v. 10.—14. Arin- bjöm Gunnarsson, Ægir Páll Frið- bertsson, Þröstur Þórhallsson, Davíð Ólafsson og Jóhannes Ágústsson 5'/2 v. Haldi þessir drengir áfram upp- teknum hætti höfum við engu að kviða í framtíðinni, því auk þeirra Hannesar og Þrastar er Héðinn Steingrímsson, sem hefur sex vinn- inga, aðeins nýorðinn 11 ára. i aðalmótinu tefla 88 þátttakend- ur 11 umferðir eftir Monrad-kerfi, en í unglingaflokki tefla rúmlega 90, sem mun vera met. Staðan þar er nokkuð athyglisverð, einnig þar berjast þeir Hannes Hlífar og Þröst- ur Ámason um efsta sætið, en þar vann Þröstur Hannes í sjöttu um- ferð og hefur örugga forystu. 1. Þröstur Ámason 6 v. af 6 möguleg- um. 2.-9. Hannes Hlífar Stefáns- son, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Leó Þór Þórarinsson, Eyþór Bene- diktsson, Vigfús Eiríksson, Sigurð- ur Daði Sigfússon, Rúnar Gunnars- son og Amór Gauti Helgason 5 v. í aðalmótinu tókst Hannesi hins vegar að sigra Þröst eftir langa og harða baráttu. Þeir tveir taka skák- ina mjög alvarlega og stjómendur stóra opna alþjóðamótsins í febrúar ættu að íhuga það rækilega hvort ekki sé ástæða til að leyfa þeim að vera með, þó enn séu þeir ekki komnir á alþjóðlega stigalistann. Að lokum fylgir hér ein stutt og skemmtileg skák frá Skákþingi Reykjavíkur. Róbert Harðarson sem á Reykjavíkurmeistaratitilinn að veija, leikur einum kæruleysisleg- um leik og fær á sig óstöðvandi sókn: Hvítt: Róbert Harðarson Svart: Þröstur Þórhallsson Sikileyjarvörn 1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — Rc6, 6. Bg5 - Bd7, 7. Dd2 - Hc8,8. f3 Róbert er þekktur fyrir að beita ávallt slíkri uppbyggingu gegn Sikileyjarvöm sama hvaða afbrigði andstæðingurinn velur. Hann vill leika f3, g4 og h4, en þar sem Bg5 stendur í vegi fyrir framrás g-peðs- ins, á þetta vart við í stöðunni. — Rxd4, 9. Dxd4 — Da5, 10. h4 - e6, 11. 0-0-0 - Be7, 12. Kbl - 0-0,13.g4-b5,14. Bd3?7 Tapar þvingað. Mun betra var 14. Bd2! þó svartur megi vel við una eftir 14. — b4,15. Re2 — Dc7 14. - e5!, 15. De3 -r- Hxc3!, 16. bxc3 — Be6 Hvíta kóngsstaðan er sundurtætt og allt svarta liðið tilbúið til að taka þátt í sókninni. 17. Be2 — Bxa2+, 18. Kcl — d5, 19. Bxf6 - Ba3+, 20. Kd2 - d4! Hvítur getur nú aðeins valið á milli þess að verða mát og þess að tapa drottningunni. 21. Dd3 — Bc4, 22. Bxe5 — Bxd3, 23. Bxd3 — Dxc3+ og hvítur gafst upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.