Morgunblaðið - 26.01.1986, Page 55

Morgunblaðið - 26.01.1986, Page 55
--------MfíRGUNBLAÐID,:SUNNUDAGUR26. JANÚAR1986 Í55r Ingibjörg Jóns- dóttir — Kveðjuorð Fædd 30. apríl 1904 Dáin 12. nóvember 1985 „Þreyttar, vinnulúnar hendur stijúka þýðlega vanga lítils drengs og sópa burtu tárum sem falla niður á kinn. Falleg ómþýð bæn streymir af vörum fram og svæfir lítinn þreyttan hnokka, sem saklaus hverfur á vit draumanna. Bros og dillandi hlátur við strákslegum uppátækjum, mild ástúðleg svör við ráðgátum lífsins. Hlýir sterkir armar og kelta sem bæði veitir skjól og frið.“ Fram í hugann streyma minning- ar svo margar, svo sterkar. Ljúfsár- ar og blandnar trega. Hún amma er dáin. Þessi góða og sterka kona sem aldrei brást og alltaf hafði trú. Eftir langa og erfiða sjúkdómslegu, er hún nú loks lögð af stað í ferða- lagið til hans afa sem hún alla tíð þráði svo heitt. Sá staður er um- vafinn fegurð, kærleika og himn- eskri birtu, var ætíð hennar sann- færing. „Þegar við pabbi hittumst," var hún vön að segja. í mörg ár átti ég heimili mitt hjá ömmu. Við ólumst upp saman þrír dætrasynir í öruggu skjóli og við ástríki afa og hennar. FVaman af var okkar hugarheimur bundinn í dróma sagna þeirra og ævintýra, sem amma var vön að segja okkur um álfa, tröll og fleiri furðuverur. Hún kunni líka ógrynnin öll af kvæðum og þulum, sem hún var vön að raula fyrir okkur í rökkrinu á kvöldin og var þá svefnsins aldrei langt að bíða. Hver nýr dagur var tiihlökkunarefni þar sem litlar sálir snerust í óþreytandi gáska í kring- um ömmu, sem hló með ungunum sínum. Bemskuárin liðu fljótt, ljúf við leik og störf og alvara lífsins fór að taka við. Hugurinn mótaðist snemma af skoðunum ömmu, sem var óþreyt- andi við að segja alls kyns dæmisög- ur um baráttu góðs og ills, um kærleikann, vináttuna, miskunn- semina og sannleikann. Hún var trúuð kona, sem trúði á sitt himna- ríki og mátt bænarinnar. Hún gaf okkur öllum hlutdeild í trú sinni, sem við búum að enn í dag. Sjaldan man ég ömmu reiða. Hún var vön að leiða okkur fyrir sjónir villu okkar á svo rólegan og yfirveg- aðan hátt, að stundum koma upp í huga mér ábendingar hennar. Við mig sagði hún oft: „Sá sem stjómar skapi sínu er meiri en sá sem vinnur borgir," og alltaf fylgdi þessu bjart bros eða ljúfur koss. Hún var vön að hlýða okkur yfir skólabókaiær- dóminn og var aufús og hjálpsöm við að leysa úr þeim vangaveltum er það mjmduðust. Hvað námið snerti var hún ströng og lagði ríka áherslu á það að allir lærðu vel og samviskusamlega. „Góð menntun er öllum nauðsyn og undirstaða ávinninga í lífinu," var hennar við- kvæði. Amma hafði sterka fegurðartil- fínningu og skynjaði hana bæði í orði og verki. Hjá henni nam ég kraft og fegurð orðanna og ófá voru þau skipti þar sem ég las fyrir hana upp úr ljóðabókum hin ýmsu kvæði. A slíkum stundum kom oft fyrir að við táruðumst saman og einatt útskýrði hún fyrir mér kvæð- in eftirá, út frá sinni miklu góð- mennsku og djúpstasða skilningi á mannlegum tilfinningum. Ætíð var hún reiðubúin til hjálpar og ekkert aumt mátti hún sjá hjá öðrum án þess að rétta ekki út gefandi styrkj- andi hönd. í skynsemi sinni og rétt- sýni var hún traust sem klettur og einatt var hún tilbúin til að deila með okkur jafnt gleði sem sorg. áuðug var hún af kímnigáfu og sérstakt lag hafði hún á því að fá grámyglu hversdagsleikans til að gufa upp sem dögg fyrir sólu. Þó var alvara lífsins sjaldan langt undan. Við vorum samhent fjölskylda og heimilið á Kleppsveginum var okkur öllum friðsælt, traust athvarf, jafn- vel löngu eftir að sum okkar höfðu yfírgefíð hreiðrið. Ég minnist jól- anna við kerta- og greniilm, þar sem allir hittust, jafnt böm sem fúllorðn- ir. Stór og stæðilegur hópur, stolt afa og ömmu. Yfír öllu friður og hátíðleiki, eftirvænting. Minning sem lifír í hugum okkar allra og laðar fram bros við endurómunina. Amma hafði um langt skeið ekki gengið líkamlega heil til skógar, en jafnvel í veikindum sínum æðraðist hún ekki né glataði trú sinni og sjaldan var fallegt bros hennar langt undan. Nú brosa þau saman aftur, hún og afí. Ég mun muna lífsspeki ömmu, gæsku hennar og festu. Brosin, tárin og hlátur hennar sem ennþá ómar í huga mér. Hugrekki hennar og kjark á öllum stundum. Vináttu , hennar og kærleika. Að hafa fengið að njóta þess að alast upp við raun- sæi hennar, réttlæti og óbilandi trú. Megi mynd ömmu ávallt lifa í hjört- um okkar. Hafði hún þökk fyrir allt. Enn á ný fínn ég hönd ömmu stijúka burt tárin úr augum mínum. Púlli t Dóttir mín, móðir okkar og tengdamóðir, ESTHER INGVARSDÓTTIR, Ásgarði 117, Reykjavik, lést í Landspitalanum að kvöldi hins 23. janúar. Halldóra Hansdóttir, Ingvar Hafsteinsson, Þyri Kristjánsdóttir, Hafdís Hafsteinsdóttir, Ásbjörn Kristinsson. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargrein- ar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minning- arorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Meginregla er að minningargreinar birtist undir fullu höfundamafni. raöauglýsingar raöauglýsingar raöauglýsingar Almennur bæjarmála- fundur Akureyri Fundur um fjárhagsáætlun Akureyjarbæjar og veitustofnana verður haldinn mánudaginn 27. jan. nk. í Kaupangi v/Mýrarveg. Allir velkomnir. Stjóm fulltrúaráðs sjálfstæðisfólaganna. Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins verður starfræktur dagana 24. feb.-8. mars nk. sem kvöld- og helgarskóli. Skólinn skiptist i tvo hluta. Allir nemendurnir taka þátt i fyrri hlutanurr og verður þar farið yfir vítt svið stjórnmála- og félagsmála. T.d. fyrirlestrar um sveitarstjórnarmál, utanríkis- og öryggismál og enn- fremur verður kennd ræðumennska og greinaskrif. Siðari hluti skipt- ist í 2 svið, efnahags- og atvinnumál og utanrikis- og menningarmál. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, Háaleitisbraut 1, eða í sima 82900. Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboði Hafnarfirði Almennur félagsfundur verður mánudaginn 27. nk. kl. 20.30 stundvis- lenga. Dagskrá: 1. Skýrsla jólanefndar. 2. Konur og stjórnmál. Frummælendur: Sólveig Ágústsdóttir bæjar- fulltrúi, Anna K. Jónsdóttir varaborgarfulltrúi og Þórunn Gestsdóttir formaður landssambands sjálfstæðiskvenna. 3. Frjálsar umræður, kaffiveitingar. Mætið vel og takiö meö ykkur gesti. Stjórnin. Sjálfstæðiskonur — Opið hús Landssamband sjálfstæðiskvenna og Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, hafa opiö hús í Valhöll (kjallarasal) i hádeginu fimmtudag- inn 30. janúar. Sjálfstæðiskonur mætum allar og spjöllum saman. Léttur hádegis- veröur verður á boðstólum fyrir konur og börn, sem að sjálfsögðu eru velkomin. Stjórnimar. Landsmálafélagið Vörður Straumhvörf í íslenskum stjórnmálum ? Dr. Hannes H. Gissurarson flytur erindi á Varðarfundi þriðjudaginn 4. febrúar nk. kl. 20.30 i Sjálfstæöishúsinu Valhöll sem hann nefnir „Straumhvörf í islenskum stjórn- málum?“. Að loknu framsöguerindi verða umræöur. Sjálfstæðismenn og aðrir áhugamenn um stjórnmál eru hvattir til að fjölmenna. Stjórn Varðar. Kynning á Varðbergi Opinn stjómarfundur Heimdallar veröur haldinn í Valhöll, Háaleitisbraut 1, mánu- daginn 27. janúar nk. Hefst hann kl. 20.00. Gestur fundarins verður Gunnar Jóhann Birgisson nýkjörinn formaður Varðbergs, félags áhugamanna um vestræna sam- vinnu. Mun hann kynna fyrirhugaða starf- semi félagsins og markmið þess. Allir félagar velkomnir. Stjóm Heimdallar. Sjálfstæðisfólk Rangárvallasýslu Sjálfstæðisfélag Rangæinga og Fjölnir halda aðalfundi þriöjudaginn 28. janúar nk. kl. 20.30 í Hellubíói. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Þorsteinn Pálsson flytur ávarp og ræðir stjórnmálaviöhorfin. Félagar fjölmenniö. Keflavík Sjálfstæðiskvennafélagið Sókn heldur almennan fund í Glóðinni mánudaginn 27. þessa mánaöar kl. 20.30. Fundarefni: Frú Guðrún Erlendsdóttir lögfræðingur flytur erindi (Róttur konunnar f óvígðri sambúð) og svarar fyrirspurnum. Kaffiveitingar. Ungt fólk er sérstaklega boðið velkomiö. Stjómin. Blómaskreytinga- námskeið Ný námskeið að hefjast. Kennari Uffe Balslev. Innritun og upplýsingar í síma 612276 á kvöldin og um helgar. Frönskunámskeið Alliance Francaise Fyrri námskeið vorannar hefjast mánudag 3. febrúar. — 10 vikna námskeið. — Kennt verður á öllum stigum. — Bókmenntaklúbbur. — Leiklistarklúbbur (minnst 6 nem., mest 12 nem.) fyrir þá sem lengra eru komnir. — Barnaflokkur (7-12 ára) og Unglingaflokk- ur (13-16 ára) ef næg þátttaka fæst. Innritun fer fram á bókasafni Alliance Fran- caise alla virka daga frá kl. 3-7 og hefst mánudag 20. janúar. Nánari upplýsingar í síma 23870. Veittur er 10% staðgreiðsluaf- sláttur og 15% staðgreiðsluafsláttur fyrir námsmenn. Munið kvikmyndaklúbbinn. Sýningar (með enskum texta) sýndar á hverju fimmtudags- kvöldi kl. 20.30 í Regnboganum. Fimmtudag- inn 30. janúar stórmyndin „Rue Case-- Negres“ eftir euzhan Palcy. (1983). t

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.