Morgunblaðið - 26.01.1986, Side 49
49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1986
I atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna |
Greiningar- og
ráðgjafarstöð ríkis-
ins Sæbraut 1 -2,
Seltjarnarnesi
Lausar stöður
Óskað er eftir:
1. Sálfræðingi í hálft starf. Æskilegt að við-
komandi hafi reynslu í atferlismótun og
þekkingu á taugasálfræði.
2. Félagsráðgjafa í hálft starf. Möguleiki á
heilli stöðu síðar. Æskilegt að viðkomandi
hafi þekkingu á málefnum fatlaðra.
Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma
611180. Umsóknir ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf beristfyrir 7. febrúar.
Rafmagnsverkfræð-
ingar — rafmagns-
tæknifræðingar
Okkur vantar starfsmenn til að annast eftirlit
með háspenntum raforkuvirkjum um land
allt, svo sem raforkuverum, flutnings-, tengi-,
spenna-, véla- og þéttavirkjum og riðilstöðv-
um. Umsækjendur þurfa að hafa A-löggild-
ingu Rafmagnseftirlitsins eða uppfylla skil-
yrði fyrir veitingu hennar. Nánari upplýsingar
verða veittar hjá Rafmagnseftirliti ríkisins,
Síðumúla 13, 108 Reykjavík.
M
RAFMAGNSEFTIRLIT RIKISINS
=|=LAUSAR STÖÐURHJÁ
W REYKJAVÍKURBORG
Reykjavíkurborg vill ráða starsmenn til eftir-
talins starfs. Starfskjör samkvæmt kjara-
samningum.
• Mælaálesara fyrir Hitaveitu Reykjavíkur.
Verksvið þeirra yrði álestur af mælum
Hitaveitunnar vegna eftirlits með ástandi
mælanna og vegna athugana á inn-
heimtukerfi Hitaveitu Reykjavíkur.
Starsmenn þurfa að leggja til bifreið.
Upplýsingar gefur Eysteinn Jónsson í
síma 82400.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð
á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar
fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 3. febrúar
1986.
Ritara og tölvustarf
Traust fyrirtæki í Hafnarfirði vill ráða starfs-
kraft á skrifstofu strax. Framtíðarstarf.
Starfið er að mestu leyti tengt tölvuinnslætti
ásamt skyldum verkefnum.
Leitað er að aðila með góða þekkingu á
þessu sviði ásamt almennri ritarareynslu.
Góð laun verða greidd.
Umsóknir er tilgreini aldur og starfsreynslu
sendist okkur fyrir 30. jan. nk.
GuðntIónsson
RÁÐCJÖF &RÁDNINCARÞ)ÓNUSTA
TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322
|*1 IAUSAR STÖÐUR HJÁ
W REYKJAVIKURBORG
Reykjavíkurborg vill ráða til eftirtalinna
starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningr
um.
O Verkfræðing eða tæknifræðing hjá Raf-
magnsveitu Reykjavíkur við áætlanagerð
við raforkuvirki.
Kunnátta í Fortan-forritun nauðsynleg.
O Ritara til starfa í innlagnadeild.
Upplýsingar veitir Jón Björn Helgason í
síma 686222.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð
á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar
fást fyrir kl. 16.00 mánudaginn 3. febrúar 1986.
Hafnarfjörður
— dagvistarheimili
Eftirtalda starfsmenn vantar á dagvistar-
heimili í Hafnarfirði:
1. Fóstru og stuðningsfóstru á leikskólann
Álfaberg.
2. Starfsfólk á leikskóladeild eftir hádegi á
Smáralund.
Upplýsingar um störfin gefur dagvistarfulltrúi
í síma 53444 á Félagsmálastofnun Hafnar-
fjarðar, Strandgötu 4, þar sem umsóknar-
eyðublöð liggja frammi.
Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði.
Starfsmenn á víra-
og netaverkstæði
Asiaco hf., þjónustumiðstöð sjávarútvegs-
ins, óskar að ráða nú þegar tvo harðduglega
og vana menn í netavinnu, víravinnu og
afgreiðslustörf.
Gjörið svo vel að hafa samband við Jón Leós-
son í síma 26733 eða líta inn til okkar á
verkstæðið að Suðurströnd 4, Seltjarnarnesi.
Framtíðarstarf
Við erum að endurskipuleggja skrifstofuna
hjá okkur og við það verður til ný staða.
Við erum að leita að manni/konu sem hefur
haldgóða þekkingu og reynslu af hverskonar
bókhaldsvinnu ásamt öðrum skrifstofustörf-
um. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af vinnu
við tölvur vegna væntanlegrar tölvuvæðing-
ar. Starfið verður sjálfstætt en unnið í nánu
samráði við stjórnendur. Starfið felur m.a. í
sér að leysa framkvæmdastjóra af í fríum
og forföllum.
Laun verða mjög góð en ákvarðast endan-
lega af reynslu og getu starfsmanns.
Upplýsingar veitir Guðmundur I. Gunnlaugs-
son á skrifstofunni og í síma 99-1356.
Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun
og starfsferil viðkomandi óskast skilað inn á
skrifstofuna fyrir 1. febrúar nk.
Bifreiðastöð Selfoss hf.,
Fossnesti - inghóii,
Austurvegi 46, Selfoss,
sími 99-1356.
Sölumaður
Heildverslun, vel staðsett vill ráða sölumann
sem fyrst. Aldur 25-30 ára. Vörur á sviði
rafeindatækni, þarf að hafa áhuga á því
sviði. Enskukunnátta og bílpróf.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri
störf sendist okkur fyrir 29. janúar nk:
Gijðnt IÓNSSON
RÁÐCJÖF & RÁÐNl NCARÞJÓN LISTA
TÚNGÖTU5, 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322
i Inoireíö
GILDIHFI
Uppvask
Óskum eftir að ráða starfskraft í eldhús
hótelsins við pottauppvask og fleira.
Upplýsingar um starfið gefur starfsmanna-
stjóri á staðnum og í síma 29900 (631)
næstu daga milli kl. 09.00-12.00.
Giidihf.
Við hressum upp á
skemmtanalífið
Bráðlega mun opna nýr skemmtistaður sem
reistur verður á gömlum grunni í Reykjavík.
Honum er ætlað það hlutverk að hressa upp
á skemmtanalífið í höfuðborginni og bjóða
upp á nýjungar sem tekið verður eftir, bæði
austantjalds og vestan. Við leitum að starfs-
fólki sem er samviskusamt, duglegt og tilbúið
til að vinna með okkur að því markmiði að
gestunum líði vel. Við gerum kröfur til hrein-
lætis og snyrtimennsku jafnframt þurfa
umsækjendur að vera tilbúnir til að axla þá
ábyrgð sem fylgir því að starfa innanum fólk
sem er að skemmta sér.
Okkur vantar plötusnúða, veitingastjóra,
matreiðslumann, yfirdyravörð, dyraverði,
salernisverði, starfsfólk: á bari, í sal, f fata-
hengi og í miðasölu.
Umsækjendur komi til viðtals á skrifstofu
DHR, að Bolholti 6, Reykjavík sunnudaginn
26. jan. milli kl. 17.00 og 20.00 eða mánudag-
inn 27. jan. milli kl. 12.00 og 14.00
ÞRÓUNAR
SAMVINNU
STOFNUN
ÍSLANDS
Stöður í Kenýa
Lausar eru til umsóknar 2 stöður við norræna
samvinnuverkefnið í Kenýa.
Þróunarsamvinnustofnun Dana, Danida, sér
um framkvæmd verkefnisins. Stöðurnar eru
til 1 árs frá 1. júlí 1986 til 30. júní 1987 með
möguleika á framlengingu.
Um er að ræða starf verkefnisstjóra (project
coordinator) annars vegar og sérfræðings í
stjórnun samvinnufélaga (cooperative
management specialist) hins vegar.
Krafist er háskólamenntunar í viðskiptafræði,
hagfræði, endurskoðun eða skyldrar mennt-
unar. Góð starfsreynsla, m.a. úr þróunar-
löndum, er æskileg og góð enskukunnátta
nauðsynleg.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
Þróunarsamvinnustofnunar íslands, Rauðar-
árstíg 25. Umsóknir þurfa að berast þangað
á eyðublöðum, sem þar fást fyrir 10. febrúar
nk.