Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 62
MÓRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR1986 ^Ætlum að verða Islandsmeistarar næstasumar — segja Framararnir Rúnarog Sigurður FYRIR úrslitaleik Fram og KR í 6. flokki pilta á Reykjavíkur- meistaramótinu í innanhúss- knattspyrnu voru Frammararnir Rúnar Agústsson 8 ára og Sig- urður Öm Magnússon 9 ára teknir tali og þeir spurðir um hvernig úrslitaleikurinn legðist íþá. „Við erum nú hræddir um að KR-ingarnir vinni okkur, senni- lega svona 3:1. Þeir hafa ekki tapað einum einasta leik og svo er einn ofsalega góður í vöm hjá þeim. KR-ingarnir eru íslands- meistarar en viö ætlum að verða íslandsmeistarar næsta sumar." Þeir fólagar voru mjög ánægð- ir meö þetta mót og sögðu að þeim þætti innanhússknatt- spyrna ekki síðri en utanhúss. Þeir eyða miklum tíma í fótbolta og þegar þeir eru ekki aö leika fótbolta eru þeir að horfa á myndbandsspóluna Knatt- spyrnuskóli KSl „og svo erum við náttúrlega líka í skólanum," sögðu þessir knáu kappar aö lokum. íþróttir unglinga Sprækir vesturbæingar Reykjavíkurmeistarar í innanhússknattspyrnu 6. flokki Reykjavíkurmeistaramót f innanhússknattspymu fór fram í sfðustu viku. Þegar þessar Ifn- ur eru ritaðar hafa fengist úrslit f tveimur yngri flokkum, 5. og 6. flokki piita. í 6. flokki voru átta lið og var keppt í tveimur riðlum og var sérstaklega skemmtilegt að sjá hve þessir ungu strákar njóta sín vel í innanhússknattspyrnunni. Þessi tegund knattspyrnu er greinilega góð æfing fyrir strák- ana og sérstaklega þjálfar þetta þá í knatttækni. í A-riðli unnu KR-ingar alla sína leiki, þeir unnu Fylki 5:1, Þrótt 4:1 og Leikni 6:0. Leiknir vann Þrótt 3:2 og Fylki 5:3 en jafntefli gerðu síðan Fylkir og Þróttur, 3:3. í B-riðli urðu Framarar hlut- skarpastir en þeir unnu tvo leiki og gerðu eitt jafntefli. Þeir unnu Val 2:1 og Víking einnig 2:1 en gerðu jafntefli viö ÍR, 2:2. Víking- ar unnu síöan Val 3:2 og gerðu jafntefli við ÍR 3:3 og aö lokum unnu Valsarar ÍR 7:0. Til úrslita kepptu því KR og Fram. Þeim leik lauk með sigri KR, 4:1, og það voru því KR-ingar sem tóku Reykjavíkurmeistara- bikarinn í 6. flokki með sér heim. m m Morgunblaöiö/VIP • Þessir ungu sveinar héldu merki félags sfns hátt á loft um sfðustu helgi þegar þeir urðu í 2. sæti á Reykjavfkurmeistaramótinu f innanhússknattspymu í 6. flokki. Þeir em í efri röð frá vinstri: Ingi, Vilhjálmur, Guðjón, Pétur og Helgi. í neðri röð frá vinstri: Rúnar, Hjörleifur, Guðmundur og SigurðurOm. MotgunbMHA/BJami • Þessir kátu KR-ingar unnu Reykjavfkurmeistaratitilinn f innanhússknattspymu 5. flokki og skytdi þvf engan undra þó þeir séu all glaðlegir á þessari mynd. Þeir em í efri röð frá vinstri: Björn Ingi Victorsson, Einar Baldvin Árnason, Gunnar Birgisson, Brynj- ólfur Bjarnason, Andrés Sveinsson og Jónas Kristinsson þjálfari. í neðri röð frá vinstri: Bjami B. Harðarson, Mikael Nikulásson, Arnar Haraldsson og Gunnar R. Ólafsson. Reykjavíkurmeistaramót í innanhússknattspyrnu: Fram og KR léku til úrslita í 5. flokki Aðrir leikir í riölinum fóm þannig að ÍR-ingar unnu Fylki 3:1 og Leikni 5:1 en Leiknismenn báru síðan sigurorö af Fylki, 6:2. Framararvinna B-riðilinn Framarar léku sama leik og KR-ingar og unnu alla sína leiki í riðlinum og það varð því þeirra hlutskipti að mæta vesturbæing- unum í úrslitaleik. Framararnir unnu Víking 5:2, Val 7:2 og Þrótt 3:1. Aðrir leikir í riðlinum enduðu þannig að Víkingur vann Þrótt 6:2 og Val 4:3, Valur síðan Þrótt 8.2. Úrslitaleikurinn KR-ingar byrjuðu með boltann í úrslitaleiknum og Framararnir komu strax mjög framarlega og reyndu að trufla allar sóknarað- gerðir andstæðinganna. Þessi varnaraðferð bar fljótlega árang- ur því Framarinn Arnar Arnars- son náði boltanum, þaut fram yfir miðju og lét skot ríða af. Það skot rataði rétta leið í markiö og KR-ingarnir byrjuðu aftur á miðju, nú einu marki undir. Um miðjan hálfleikinn náöu vesturbæingamir að jafna og var þar að verki Einar Baldvinsson með stórglæsilegt mark. Þrumu- skot hans langt utan af velii þandi út netmöskvana. Ekki voru skor- uð fleiri mörk í fyrri hálfleik og var staðan í leikhléi því 1:1. í seinni hálfleik var geysimikil barátta hjá báöum liðum, mörg hörkuskot virtust ætla að hafna í markinu en á óskiljanlegan hátt tókst strákunum aö bjarga á síö- ustu stundu. Þegar 46 sekúndur voru til leiksloka tókst Einari Baldvins- syni að skora annað mark KR. Framararnir gerðu örvæntingar- fullar tilraunir til að jafna og á síðustu sekúndu leiksins áttu þeir skot í slá en inn vildi boltinn ekki. KR-ingar urðu því Reykjavíkur- meistarar í innanhússknatt- spyrnu í 5. flokki árið 1986. ÁTTA lið tóku þátt f 5. flokkl pilta á Reykjavíkurmeistaramót- inu f innanhússknattspyrnu og var þeim skipt niður f tvo riðla. Þau lið sem sigruðu f sfnum riðli kepptu sfðan til úrslita um titil- inn. Hver leikur var 2x6 mínútur og var hart barist í hverjum leik. Leikmennirnir voru á þönum all- an leiktímann og gáfu hvergi eftir. KR-ingar vinna A-riðilinn KR-ingar unnu aila sína leiki í A-riðlinum og unnu sér þar með rétt til að leika til úrslita. Þeir unnu Leikni 5:3, Fylki 6:2 og (R 3:0. Morgunblaðið/Bjami •Það vantar ekkl tilþrifin hjá þessum unga Framara þegar hann lætur skotið rfða af. En KR-lngurinn lokar markinu vel, er við öllu búinn þannig að ekki varð mark úr þessari sókn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.