Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1986
25
Flugvallarskatturinn:
Reiði einkennir viðbrögð
þýskra ferðaheildsala
— segir Davíð Vilhelmsson, framkvæmdastjóri Flugleiða í Frankfurt
„VIÐ GEFUM út verðskrá á
haustinn með föstu verði og
gildir hún fram á vor. Verðið
sem þar kemur fram er auglýst
mikið og við verðum að standa
við það, enda ekki hægt að
breyta því þvi samkeppnin er
gríðarlega hörð,“ sagði Pétur
J. Eiríksson framkvæmdastjóri
Flugleiða í Stokkhólmi. Morgun-
blaðið leitaði til Péturs og Dav-
íðs Vilhelmssonar framkvæmda-
stjóra Flugleiða í Frankfurt og
spurði þá hvaða áhrif þeir töldu
að fyrirhuguð hækkun á flug-
vallarskatti hefði á ferðamanna-
straum til Islands. Hækkun á
flugvallarskatti úr 250 krónum
í 750 krónur á hvern farþega
tekur gildi 1. mars nk.
100 krónur skípta
miklu máli
„Fýrir ferðamanninn skipta
hverjar 100 krónur mjög miklu
máli,“ sagði Pétur. „Ferðir til ís-
lands á ráðstefnur eða helgarferðir
mega ekki vera dýrari en t.d. ferðir
til vinsælla staða í Evrópu, svo sem
Vínar eða Parísar.“
Pétur sagði að ekki þýddi að
reyna að innheimta flugvallar-
skattinn af fólki sem keypti sér
helgarpakka til íslands, eða ráð-
stefnupakka. Þess vegna þyrftu
Flugleiðir að greiða hann og yrði
að taka hann af þeim litlu tekjum
sem fást af hveijum farþega. En
verði á þessum ferðum er haldið í
lágmarki og hafa Flugleiðir haft
samvinnu við hótel á Islandi um
Íiað til þess að fá ferðamenn til
slands yfir vetrartímann, „sem
annars er algerlega dauður tími,“
eins og Pétur orðaði það. Ekki
stoðaði að hækka verðið á þessum
ferðum, því það væri í rauninni
markaðurinn sem réði verðinu.
Hins vegar verður reynt að inn-
heimta skattinn af einstaklingum
sem ferðast til íslands. Pétur sagði
að flestir sem ferðuðust til íslands
á þessum árstíma væru einmitt
þeir sem fara á ráðstefnur eða í
helgarferðir.
„Til þess að vera samkeppnis-
hæf þurfum við að halda verðinu
á ferðum til íslands í algjöru lág-
marki, og er því þessi skattur mjög
óþægilegur fyrir okkur og kostnað-
arsamur. Við höfum reynt að halda
lægsta fargjaldi, svokölluðum
rauðum Apex- miða, innan við
3.000 sænskar krónur. Ef farið er
í helgarferð til íslands kostar flug-
farið frá Stokkhólmi 1.900 sænsk-
ar krónur og 1.675 sænskar krónur
frá Gautaborg. Flugvallarskattur-
inn er hins vegar 155 s. krónur.
Hættuleg aðgerð
„Okkur hefur gengið mjög vel
að selja þessar ferðir. Frá 20.
september til febrúar munu 36
fyrirtæki hafa haldið ráðstefnur á
íslandi, með samtals 1.100 ráð-
stefnugestum. í mars, apríl og
maí eru bókaðir 1.100-1.500 ráð-
stefnugestir. Og þetta fólk eyðir
miklum peningum á íslandi. Það
er því mjög pirrandi þegar stjóm-
völd grípa til þessara aðgerða
algerlega á óvart og án samráðs
við okkur. Þetta lýsir bara sam-
bandsleysi þeirra við atvinnulífið.
Þetta er að okkar dómi mjög
hættuleg aðgerð vegna þess hve
samkeppnin er gífurlega hörð.
Verðið skiptir öllu máli. Það er
mikill misskilningur að erlendis
bíði fjöldi milljónamæringa bara
eftir því að komast til íslands,
hvað sem það kostar. Þetta er
ekki þannig. Margir eiga sér vissu-
lega þann draum að komast til
íslands, en flestir þeirra þurfa að
velta peningunum fyrir sér og fara
því til þeirra staða sem þeir hafa
efni á.
^ Stjómvöld gætu aukið tekjur
sínar á annan hátt án beinna
skatta. Þau gætu fellt niður sölu-
skatt af bílaleigubflum sem þeir
leigja erlendum ferðamönnum og
greitt er fyrir erlendis. Þá myndu
bílaleigur stækka bílaflota sinn um
25% og bensínsala myndi stórauk-
ast. Þetta er jákvæð aðgerð og
þannig tel ég að fjármálaráðuneyt-
ið ætti að vinna,“ sagði Pétur J.
Eiríksson að lokum.
Hörð viðbrög-ð í
Þýskalandi
Davíð Vilhelmsson fram-
kvæmdastjóri Flugleiða í Frank-
furt sagði að viðbrögð ferðaheild-
sala í Þýskalandi við flugvallar-
skattinum hefðu verið mjög hörð.
Hafa þeir sent þýska ferðaskrif-
stofusambandinu kvörtunarbréf
með beiðni um að það komi mót-
mælum á framfæri við íslensk
yfirvöld.
„Það er ýmislegt sem gerir þetta
mál erfítt því hér í landi eru
ákveðnar reglur og jafnvel löggjöf
um starfsemi ferðaheildsala sem
bannar þeim að hækka verð, sem
auglýst hefur verið í prentuðum
bæklingum, með minna en fjögurra
mánaða fyrirvara. Flestir gáfu út
ferðabæklinga um áramótin sem
þýðir að verðið í þeim stenst ekki,
jafnvel áður en byijað er að selja
ferðimar.“
Davíð sagði að ísland væri
dvergur á ferðamálamarkaðnum.
Hann sagði að viðbrögð ferðaheild-
sala hafi aðallega einkennst af
reiði. Þeir hafa hótað því að neita
að innheimta skattinn, sem þýðir
að þá koma ferðamenn til íslands
án þess að hafa hugmynd um að
þeir þurfi að greiða skattinn. Einn
ferðaheildsalinn, sem að undan-
förnu hefur selt töluvert af ferðum
til íslands, hefur hótað að hætta
að bjóða upp á slíkar ferðir. Hann
telur að ekki sé hægt að bjóða
farþegunum upp á þennan aukna
kostnað. Lægsta fargjald til ís-
lands er rúmleg 600 mörk á vorin
og haustin, en flugvallarskatturinn
45 mörk, eða 7,5% af fargjaldinu.
„Við áttum ekki annarra kosta
völ en að tilkynna ferðaskrifstofum
og ferðaheildsölum hér í landi um
þennan skatt. Við eigum hins
vegar enga möguleika á að kreljast
þess að hann verði innheimtur,
getum einungis beðið um að það
verði gert. Þetta kom okkur jafn-
mikið á óvart og öðrum og Flug-
leiðir hafa mótmælt þessu við ís-
lensk yfirvöld. Skatturinn kemur á
versta tíma og allt of seint, því
allir bæklingar eru komnir á mark-
aðinn," sagði Davíð Vilhelmsson.
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Krassj, búmm og bahaha
Leiklist
Sveinbjörn I. Baldvinsson
Hitt leikhúsið:
Rauðhóla-Rannsý
Leikstjóri: Páll Baldvin Bald-
í fyrrakvöld var leikverkið
Rauðhóla-Rannsý eftir Claire
Luckham frumsýnt í Gamla bíói
og er þetta önnur uppfærsla Hins
leikhússins. Sú fyrsta var Litla
hryllingsbúðin. Höfundur verksins
segjr í leikskrá að verkið fjalli um
„þroska og reynslu kvenna al-
mennt" og að fjölbragðaglíman í
verkinu sé hugsuð sem táknmynd
alls þess sem hetja leiksins lendir
í. Verkið gerist sem sé allt í glímu-
hring og þar er okkur birt sagan
um Rannsý þessa, sem glímir til
sigurs í nafni kynsystra sinna,
gegn fordómum og karlrembu.
Eins og rækilega hefur verið
tíundað í fjölmiðlum er þetta sér-
stæð leiksýning og gerir gríðar-
legar kröfur til leikaranna, hvað
varðar líkamlegt atgervi og ná-
kvæmni í hreyfingum. Það er
skemmst frá því að segja að þeir
standa sig allir mjög vel að þessu
leyti. Hvað varðar leik í hefð-
bundnari skilnigi orðsins er það
að segja, að hann fyllir vel út í
það rými sem verkið gefur til slíks,
en það rými er reyndar ekki ýkja
mikið. Persónumar em flestar
ákaflega einlitar og sumar jafnvel
svo mjög að vafasamt virðist að
kalla þær persónur. Taka má
dómarann sem dæmi. Hann er
nokkurs konar kynnir og sögu-
maður fremur en persóna í verk-
inu. Erfítt er að gæða hlutverk
af þessu tagi vemlegu lífi. Andra
Emi Clausen tókst það ekki, nema
í söngatriðinu sem var afbragðs-
gott hjá honum. Hinar persónum-
ar hafa öll einhver skýr einkenni
sem leikaramir geta moðað úr.
Það tókst líka prýðilega.
Maður gerir ekki sömu kröfur
til söngleikja varðandi dramatíska
spennu og hnitmiðaða byggingu
og atburðarás og til annarra leik-
rita. Rannsý er söngleikur.
Það snjalla við þetta verk er
hugmyndin um sviðið, um að setja
samskipti persónanna fram sem
átök í glímuhring. Að öðm leyti
era notuð hefðbundin meðöl til
að gleðja áhorfendur ýktar týpur,
kröftug söngtónlist, fyndinn texti.
Útkoman er pottþétt skemmtun.
Verkið gerir alls engar kröfur til
áhorfenda, fremur en Litla hryll-
ingsbúðin, þeir geta bara einbeitt
sér að því að skemmta sér og það
gera þeir svo sannarlega.
Það sem höfundurinn segir í
leikskránni um að verkið fyalli um
þroska og reynslu kvenna almennt
þykja mér nokkuð stór orð. Verkið
segir áhorfendum nákvæmlega
ekkert nýtt. Það endurtekur bara
gömlu lummumar á sniðugan
hátt.
„Stundum er það kvöl að vera
kona,“ segir í einum söngtextan-
um. Það er inntak verksins. Það
er ekki sjálfsagt mál að karlar
klifri upp metorðastigann á baki
eiginkvenna sinna. Það er líka
inntak verksins. Og hvað svo
meir? Ekkert meir. Nema Krasj,
búmm og hahaha.
En þótt inntakið sé heldur rýrt
í verkinu þá er þessi sýning vissu-
lega stórskemmtileg og virðist
vönduð og vel hugsuð í hvívetna.
Þýðing leikstjórans og Megasar
er alveg mátulega útbíuð í slettum
til að verka sem klára íslenska,
tónlist með ágætum en útsetning-
amar era eftir Jakob F. Magnús-
son. Allir aðrir aðstandendur sýn-
ingarinnar eiga einnig hól skilið.
Rannsý sjálf er ótvíræður sig-
urvegari í verkinu. Baddi brúskur
maður hennar, bíður lægri hlut
og dæmist til húsverka, en hún
fetar framabrautina í fjölbragða-
glímunni. Edda Heiðrún Back-
mann er ótvíræður sigurvegari í
þessari sýningu. Edda leikur og
syngur frábærlega og virðist geta
blómstrað í ólíkustu hlutverkum.
Þetta kemur reyndar gömlum
skólafélaga ekki á óvart. Nafna
hennar Björgvinsdóttir bregður
upp skýrri og skemmtilegri mynd
af móður Rannsýar og pabbinn
er tekinn sannfærandi tökum af
Leifi Haukssyni. Guðjón Pedersen
leikur Badda brúsk og enda þótt
Baddi tapi glímunni vinnur Guð-
jón leikinn. Hlutverk Rannsýar
og Badda gefa mesta möguleika
fyrir leikara í þessari sýningu.
Bæði Edda Heiðrún og Guðjón
nýttu þá til fulls, svo stimdi á.
Það era ótaldir þrír leikarar:
Kristín S. Kristjánsdóttir, Kolbrún
Halldórsdóttir og Steinarr Magn-
ússon. Þau skila öll sínu með
sóma, en hlutverk Kristinar er
langstærst. Hún leikur Klöra
klassa, vinkonu Rannsýjar.
íslensku leikhúslífi er fengur í
Qölbreytni og Hitt leikhúsið hefur
gert sitt til að auka þessa fjöl-
breytni með tveimur glæsilegum
uppfærslum á vinsælum erlendum
söng- og gleðileikjum. Upp undir
fjórðungur þjóðarinnar sá Litlu
hryllingsbúðina. Ekki er að efa
að Rauðhóla-Rannsý muni njóta
mikilla vinsælda. Hér er afbragðs
skemmtun á ferðinni og ekki síst:
Afbragðs leikarar.