Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR1986 31 Harold. Mácmillan; reyndi að róa samráðherra. sendingar til lands, sem daglega fordæmdi Breta og leitaði eftir vopnum austantjalds. Starfsmenn á skrifstofu Edens héldu aftur af honum og spurðu: „Mundi þetta ekki auka drambsemi Nassers og sannfæra hann um að hann geti hrætt okkur? Mundi hann hlusta? Yrðum við okkur ekki til athlægis? Hvemig liti þetta út ef þetta yrði tilkynnt opinberlega." Aðstoðarmönnum Edens tókst að fá hann ofan af því að senda skeyt- ið. Það hafði líka sitt að segja að Trevelyan sendiherra kvaðst ekki telja tímabært að afhenda Nasser slíka orðsendingu. Starfsmennimir á skrifstofu Edens skárust aftur í leikinn til að ráðleggja honum að fara með gát. Hinn 29. nóvember sendu þeir Eden þau skilaboð, bersýnilega vegna þrýstings frá Macmillan, að utan- ríkisráðherra Kanada, Lester Pear- son, hefði „minnzt á þá hugmynd við þig um daginn að einhvers konar alþjóðlegt herlið verði látið taka sér stöðu milli ísraelsmanna og Egypta. Þessi tillaga virðist geta valdið tölu- verðum erfiðleikum, sérstaklega fyrir okkur. Það gæti leitt til þess að við yrðum að berjast við Araba. . . Þar sem þannig er í pottinn búið leggur utanríkisráð- herrann ekki til að við fylgjum þessu eftir." Daginn eftir skrifaði Eden fyrir neðan skilaboðin: „Við tökum ekki þátt í þessu og hin stórveldin ekki heldur.“ Eden yfirgefur Downing-stræti 10. Súez-deilan varð honum að falli. Innrás undirbúin En þegar hér var komið sögu var undirbúningur brezkrar innrásar í í Bagdad-bandalaginu, sem John Foster Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom á fót á þessu ári ásamt Bretum til að vega upp á móti áhrifum Rússa. Æðstu menn brezka heraflans höfðu ekki mikið álit á hinni frægu Arabaherdeild brezka herforingjans Sir John Glubbs Pasha í Jórdaníu og töldu „mjög líklegt að henni yrði fljótlega útrýmt sem vígbúnu herliði", þ.e. ef til bardaga kæmi. Þess vegna sögðu þeir að Bretar yrðu að koma til skjalanna með herskipum og flugvélum. Brezk herskip ættu að setja hafnbann á ísrael og ráðast á skotmörk á ströndinni. Víkingahermenn áttu að sækja til Aqaba og herlið átti að sækja til Jórdaníu frá írak og halda ísraelsmönnum í skefjum við ána Jórdan. Bretar reyndu að fá Jórdaníu til að ganga í Bagdad-bandalagið. Þær tilraunir vöktu mikla ólgu meðal arabískra þjóðemissinná og Nasser kynti undir þær. Afleiðingin varð sú að Hussein konungur neyddist til að reka Glubb Pasha og aðra brezka liðsforingja (í marz 1956). Brezka stjómin taldi að þar með hefði hún beðið mikinn álitshnekki í Arabaheiminum. A sama tíma og Bretar skipu- lögðu innrás í Israel útveguðu þeir ísraelsmönnum hergögn, þótt þeir hreyfðu mótbárum gegn því að Frakka seldu þeim Mystere- orrustuþotur. Bretum var mikið í mun að halda áfram að senda her- gögn til Egyptalands og annarra Arabaríkja á þessum tíma til að tryggja Jafnvægi" ísraelsmanna og Araba. hans að þiggja sovézka aðstoð „skiljanleg en hörmuleg". Umræð- urnar í ríkisstjóminni beindust síð- an að möguleikum á því að vestrænt samstarfsfyrirtæki tryggði sér samning um smíði Aswan-stíflunn- ar. Það sagði Eden að mundi mynda „öruggasta mótvægið, sem hugsazt gæti, gegn framrás Rússa í Egypta- landi, því að það mundi veita Bret- um áhrif til að ráða yfir Níl. Þetta gæti orðið „trompspil““, sagði hann. En tveimur dögum síðar bað hann brezka utanríkisráðuneytið að gera fyrir sig uppkast að skeyti til Trevelyans sendiherra í Kaíró, sem ætti strax að skýra Nasser frá efni þess. Úrslitakostir Þetta vom úrslitakostir, þar sem Eden lýsti „sárum vonbrigðum" sín- um vegna þess að samskipti Breta og Egypta hefðu versnað, hélt því fram að Nasser gerði „Bretum nær ókleift að vera vinsamlegir við Egypta og varaði hann við því að almenningsálitið í Bretlandi mundi ekki þola áframhaldandi vopna- ísrael langt kominn. í orðsendingu yfírmanna brezka heraflans til aðalstöðva liðsafla Breta í Miðaust- urlöndum um skipulagningu hem- aðaraðgerða gegn Israel sagði: „Við sættum okkur við að árásum ykkar kunni að fylgja nokkurt tjón á eignum borgara og nokkurt mannfall meðal óbreyttra borgara." Því var bætt við í orðsendingunni að „þess yrði vandlega að gæta að allir helgir staðir yrðu látnir í friði, þ.e. helgidómar Múhameðstrúar- manna, kristinna manna og Gyð- inga í Jerúsalem. Hemaðaráætlanir foringja brezka herráðsins vegna ástandsins í Miðausturlöndum byggðust að miklu leyti á þeirri skoðun að ísra- elsmenn væm í þann veginn að gera innrás í Jórdaníu. Þótt brezka utanríkisráðuneytið vildi fara að öllu með gát urðu Bretar samkvæmt kenningum þess að standa við skuldbindingar sínar í samningum við Jórdaníu. Það var talið nauðsynlegt til þess að Tyrk- land, írak og íran, grannríki Sovét- ríkjanna, stæðu við samninga sína við Breta. Þessi ríki voru (ásamt Pakistan) Samkvæmt skjölunum sagði Macmillan utanríkisráðherra í um- ræðum brezku stjómarinnar að Bretar verðu ekki nógu miklu fé í Arabaheiminum til þess að viðhalda áhrifum sínum þar á sama tíma og Rússar stórefldu ítök sín i þessum heimshluta. Þar sem Bretar þurftu einhverja birgðastöð og herstöð við austan- vert Miðjarðarhaf fengu þeir mikinn áhuga k því að leysa vandamál Kýpur. A þessu ári gripu grísku- mælandi Kýpurbúar í fyrsta sinn til hryðjuverka í stómm stíl til að leggja áherzlu á kröfur sínar um sameiningu við Grikkland. Jafnvel var lagt til að Bretar afsöluðu sér allri Kýpur við Grikki, ef þeir fengju herstöð á eynni leigða til frambúðar. Hinn 20. desember 1955 gerði Eden breytingar á stjórn sinni. Macmillan varð að víkja úr embætti utanríkisráðherra og eftirmaður hans varð Selwyn Lloyd, sem var miklu sveigjanlegri. Eftir þetta reyndist Eden auðvelt að móta stefnuna algerlega á eigin spýtur og sú stefna leiddi til Súez-stríðsins 1956 og ófara Breta. GH Tölvunámskeið fyrir fullorðna Fjölbreytt, gagnlegt og skemmtilegt byrjendanám- skeið fyrir fólk á öllum aldri. Dagskrá: Leiðbeinandi: ★ Þróun tölvutækninnar ★ Grundvallaratriði við notkun tölva ★ Notendahugbúnaður ★ Ritvinnsla með tölvum ★ Töflureiknir ★ Gagnasafnskerfi ★ Tölvur og tölvumál Tínii: 3., ö., 10. og 12 febrúar kl. 20-23. Fjárfestið í tölvuþekkingu. Það borgar sig. Innritun í símum 687590 og 686790 Tölvufræðslan Ármúla 36, Reykjavík. Dr. Kjartan Magnússon, stærðfræðingur APPLE II Fjölbreytt og vandað námskeið í notkun Apple II e og Apple II c. Tilvalið námskeið fyrir eigend- ur Apple-tölva. Dagskrá: ★ Grundvallaratriði við noktun Apple-tölva ★ Applesoft Basic ★ Teiknimöguleikar Apple II ★ Appleworks ★ Bókhald á Apple II ★ Fjarskipti með Apple ★ Tölvutelex ★ Umræður og fyrirspurnir Leiðbeinendur: Halldór Krístjánsson, verkfræðingur Tími: 3.-7. febrúar kl. 17—20. Innritun í símum 687590 og 686790 TÖLVUFRÆÐSLAN Ármúla35, Reykjavík. Yngvi Pétursson, menntaskólakennari Dr. Kjartan Magnússon, stærðfræðingur Karl Markús Bender, verkfræðingur .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.