Morgunblaðið - 19.02.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.02.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1986 7 Krabbameinsfélagið: Umfangsmikil leit að krabbameini í ristli og endaþarmi Frumkönnun nær til 6 Krabbameinsfélagið er nú að hefja umfangsmilda könnun á krabbameini í endaþarmi og ristli. Er hér um svokallaða frumkönnun að ræða og nær hún til 6.000 karla og kvenna, 45 til 69 ára, sem búa á höfuð- borgarsvæðinu, í Bolungarvík og á Egilsstöðum. Framkvæmd könnunarinnar er í höndum Ásgeirs Theódórs melt- ingarsérfræðings og Önnu Páls- dóttur meinatæknis. Að sögn Önnu verður leitað að æxlum í ristli og endaþarmi 6.000 karla og kvenna á aldrinum 45—69 ára. Markmiðið væri að meta hag- kvæmni og árangur slíkrar leitar og áætlað væri að niðurstöður fengjust innan eins og hálfs árs. Skipulegt eftirlit byggðist á góðri 000 karla og kvenjia þátttöku í frumkönnuninni. Anna sagði, að krabbamein í ristli og endaþarmi væri þriðja algengasta krabbamein á íslandi, eitt af hverjum tíu krabbameinum sem fundust á árunum 1980—1984 var af þessum toga, eða um 70áári. „Þess misskilnings hefur gætt hjá fólki, að hver sem er geti komið inn í könnunina ef einhver gengur úr skaftinu, en ég vil taka það skýrt fram, að hún er ein- göngu bundin við þetta 6.000 manna úrtak," sagði Anna. „Ég vil hins vegar benda þeim, sem ekki eru með í könnuninni en vildu láta fylgjast með sér vegna þessa krabbameins, að leita til heimilis- læknis eða meltingarsérfræð- ings.“ ANDHWrítlllllIimffilUWWU, Anna Pálsdóttir meinatæknir og Ásgeir Theódórs meltingarsér- fræðingur sjá um framkvæmd könnunarinnar. Lágt verð á fiskmörkuð- um erlendis ÞRJU fiskiskip seldu afla sinn erlendis á þriðjudag. Fengu þau öll heldur lægra verð en að undanförnu hefur fengizt á mörkuðum í Bretlandi og Þýzkalandi. Veldur því bæði mikið framboð og vetrarríki, sem hamlar flutningum á landi. Breki VE seldi alls 197,4 iestir, mest karfa og ufsa, í Bremerhaven. Heildarverð var 6.881.000 krónur, meðalverð 34,85. Guðmundur Einarsson ÍS seldi 49,5 lestir, mest þorsk, í Grimsby. Heildarverð var 2.357.600 krónur, meðalverð 47,59. Ýmir HF seldi 138,7 lestir, mest þorsk, í Hull. Heild- arverð var 6.068.000 krónur, meðalverð 43.74. Eitt skip á eftir að selja afla sinn erlendis í þessari viku. Það er Ólafur Jónsson GK, sem land- ar í Þýzkalandi. Hjá Varðbergi á fimmtudagskvöld: Utanríkisráðherra ræðir öryg’g'is- og varnarmál FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 20. febrúar heldur Varðberg, félag ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, fund í Átthagasalnum í Hótel Sögu. Fundurinn hefst klukkan hálfníu. Matthías Á. Mathiesen, utanrík- isráðherra, verður gestur fundarins. Hann mun ræða um stefnu Islend- inga í öryggis- og vamarmálum og svara fyrirspumum fundargesta. Fundurinn er opinn félagsmönn- um í Varðbergi og Samtökum um vestræna samvinnu, svo og gestum félagsmanna í báðum félögunum. (Fréttatilkynning) Matthías Á. Mathiesen Valhúsaskóli: Stolnu tækjunum skilað ÓLAFUR Óskarsson skólastjóri hafði samband við Ólaf og hafði Valhúsaskóla, þar sem brotist forgöngu um að tækjunum væri var inn aðfaranótt sl. sunnudags, skilað. Með þeim fylgdi bréf þar sem vill koma því á framfæri að öllum þjófnaðurinn er viðurkenndur og tækjunum sem stolið var hefur tekið fram að áfengi hefði verið verið skilað. haft um hönd og að eftirsjá þeirra Ónafngreindur milligöngumaður sem þama voru að verki væri mikil. gefur út auglýsingablað Næstkomandi miðviku- daggefa samtökin um gamla miðbæinn að nýju út auglýsinga- og upp- lýsingablað um miðbæinn. Þeir, sem hafa áhuga á að auglýsa í blaðinu, eru beðnir að hafa samband við auglýsingadeild blaðsins fyrir nk. mánudag. GAMLIMIÐBÆRINN Laugavegi 37 (uppi), sími 18777. SJÓNVARPSGETRAUN ÚTSÝNAR Spennandi leikur fyrir alla fjölskylduna í kvöld, miðvikudaginn 19. febrúar, birtist í sjónvarpinu hin fyrsta af 6 splunkunýjum sjónvarpsauglýsingum Útsýn ar sem allar fjalla um nýútkomna sumaráætlun. Þeir sem hafa hana í höndum og kynna sér vel innihald hennar standa betur að vígi að svara einni auðveldri spurn- ingu úr hverri sjónvarpsauglýsingu. Dregið verður vikulega næstu 4 vikur um ókeypis sumarleyfisferð fyrir þá, sem senda inn rétt svör. Á sunnudaginn verður spurningaformið fyrir næstu viku birt í Morgunblaðinu. IjFylgist með auglýsingunum frá byrjun [ Að loknum 4 vikum verður dreginn út aðalvinningur ókeypis sumarleyfisferð v 1 með Útsýn fyrir alla 49 fjölskylduna! „ \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.