Morgunblaðið - 19.02.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.02.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR19. FEBRÚAR 1986 43' Minning: Sveinbjörn Daníels- son frá Svefneyjum Þann 12. febrúar 1986 andaðist Sveinbjörn Daníelsson á Dvalar- heimili aldraðra sjómanna í Hafnar- firði. Sveinbjörn fæddist í Gufudal í Barðastrandarsyslu 29. mars 1907. Foreldrar hans voru María Guðmundsdóttir og Daníel Jónsson bóndi í Gufudal. Hann missir móður sína 1914 aðeins 7 ára gamall og flyst þá út í Skáleyjar til Jóhannesar bónda þar. Honum líkar vel í Skáleyjum enda var vel við hann gert þar og líka voru þar mörg börn á hans reki. Hann er í Skáleyjum þar til hann giftist 1931 Sigríði Þórðar- dóttur. Þau byrja svo búskap á parti úr Skáleyjum 1932 og bjuggu þar til 1939 að þau flytjast í Svefn- eyjar. Þar kom vel í Ijós hinn mikli dugnaður sem í Sveinbirni bjó, nú er mikið unnið en lítið sofið, enda sér þess fljótt merki að rétt er haldið á hlutunum, hann er fljótt kominn í röð betri bænda í eyjunum °g þegar miðað var við snyrti- mennsku eða heyjaforða þá var sagt, lítið á búskapinn í Svefneyj- um, tveggja ára heyjaforði og snyrtimennskan eftir því og ekki síður innanhúss hjá konunni. Að koma í Svefneyjar sem gestur, það var eftirminnilegt, þá var veisla, allt það besta borið fram og þó að væri brakandi þerrir og mikið hey flatt mat Sveinbjörn það meira að tala við gestina en sinna heyinu. Að ræða við Sveinbjörn um málefni lands og þjóðar, þar var ekki komið að tómum kofunum, hann fylgdist vel með öllum þjóðmálum og sér- staklega málefnum bænda. Hann setti fram skoðanir sínar í hverju máli og að fá hann til að breyta þeim var ekki á allra færi. Svo hættir Sveinbjörn búskap í Svefn- eyjum og flyst suður í Helgafells- sveit, býr fyrst eitt ár í Ögri og svo á Staðarbakka 5 fimm ár, og þó að hann byggi þar vel fannst mér alltaf að hann miðaði allt við Svefneyjar, þangað leitaði alltaf hugurinn. Þó að gott væri að búa á Staðarbakka var rótin í Svefneyjum og þegar rótin er slitin upp, fjúka þá ekki blöðin með vindinum? Svo er bú- skapnum hætt og 1964 er farið til Reykjavíkur, eyjabóndinn er kom- inn á mölina. Þá fyrst liggja leiðir okkar saman, þegar hann fer að vinna hjá Hafnamálastofnun og undir minni stjórn í nokkur ár. Það er erfitt að vinna við bryggjusmíði hvort sem það er tré eða járn, þá er gott að hafa menn sem eru bæði verklagnir og útsjónarsamir. Þá eiginleika hafði Sveinbjörn í ríkum mæli, þessi dugnaðarþjarkur sem aldrei þurfti að sofa, var alltaf til- búinn að vinna erfiðustu verkin og færði líf og áhuga inn í vinnuflokk- inn. Það verður aldrei nógu vel þakk- að. Sveinbjörn og Sigríður eignuð- ust þrjá syni, Guðmund, dáinn fyrir nokkrum árum, Birgi, búsettur á Eyrarbakka, og Þórð, sem býr í Hafnarfirði. Sigríður, ég samhryggist ykkur í sorg ykkar og veit að sá sem ræður lífinu mun færa ykkur þá huggun, sem hann veit að ykkur kemur best. Bergsveinn Breiðfjörð Gíslason Minning: Ari Bergþórs- son skipstjóri Fæddur 9. september 1913 Dáinn 26. janúar 1986 Rólegt, yfirlætislaust fas og hlý- legt viðmót var einkennandi fyrir Ara Bergþórsson. Þessir eiginleikar hans eru mér minnisstæðir allt frá því ég kynntist honum fyrst fyrir tæpum fjörutíu árum. Hann hélt sömu fumlausu ró hvort sem maður hitti hann þar sem hann sagði fyrir verkum í brúnni á skipi sínu eða fór á hestbaki um hreindýraslóðir. Hitt duldist að vísu ekki þeim sem næmir voru, að hann naut sín betur við sjó en á fjöllum, enda hafði sjór- inn verið starfsvettvangur hans frá unga aldri. Ari fæddist á Norðfirði og voru foreldrar hans Bergþór Hávarðsson sjómaður og kona hans Stefanía María Magnúsdóttir. Var Ari elstur fimm barna þeirra hjóna. Næstur var Stef án sem drukknaði af togara fyrir allmörgum árum, en á lífi eru Hávarður, sem býr við Reyðarfjörð og Guðmundur og Björg sem búsett eru í Reykjavík. Ari réð sig á skip þegar um fermingaraldur og næstu árin stundaði hann sjóróðra á ýmsum bátum sem gerðir voru út frá Norð- fírði. Kom þá strax í ljós sá dugnað- ur og það kapp sem einkenndi störf hans alla tíð. Rúmlega tvítugur að aldri var hann orðinn formaður á bát og áratug síðar settist hann í Stýrimannaskólann í Reykjavík til að afla sér víðtækari réttinda. Lauk hann skipstjóraprófi þaðan árið 1947. Eftir það var hann ýmist stýrimaður eða skipstjóri á smærri bátum og stundaði jöfhum höndum sfldveiðar og aðrar veiðar eða sigl- ingar eftir því sem fiskigengd og markaðir gáfu tilefni til. Um tíma var hann með eigin útgerð. Sjósókn stundaði Ari af kappi og forsjá, og var mjög farsæll skipstjórnarmað- ur. Hann kappkostaði að hafa reglu á hlutunum um borð og var hirðu- semi hans viðbrugðið. Var honum umhugað um að hafa alla hluti til reiðu ef til þurfti að taka fyrirvara- lítið. Dugnaður og harðfylgi Ara Berg- þórssonar á sjónum kom þó best í ljós er hann og skipshöfn hans björguðu Ásþór í höfn í Neskaup- stað ljóslausum og löskuðum. Eina neyðarkall sem þeir náðu að senda frá sér kvaddi allan flota Norðfirð- inga til leitar en skipið fannst ekki ljóslaust í myrkinu. Þegar leitin stóð enn sem hæst kom Ásþór af sjálfs- dáðum inn í Norðfjarðarhöfh. Oft tók Ari til þess, hve vel þeir hefðu staðið sig þá, ungu mennirnir sem voru á bátnum hjá honum. Eftir að Ari hætti á sjónum vann hann lengst af við netagerð. Stund- aði hann það starf þar til fyrir l'áum árum er hann varð að hætta allri vinnu vegna heilsubrests. Ari kvæntist Guðlaugu Aðal- steinsdóttur árið 1948. Þau eignuð- ust fimm böm. Þau eru Kolbeinn, flugmaður, Stefanía, atvinnurek- andi, bæði gift og búsett í Perth í Ástralíu; Steina, liffræðingur, gift og búsett í Svíþjóð, og Bergþóra og Hrefna sem eru við nám. Hjóna- band þeirra Ara og Guðlaugar var mjög farsælt og fjölskyldan einkar samhent. Kom oft fram hjá Ara hve mikils hann mat konu sína og hve vænt honum þótti um börn sín. Síðustu árin átti Ari við erfiðan sjúkdóm að stríða sem háði starfs- getu hans og ferlivist. Var það hans kappsama og atorkumikla skip- stjóraskapi mikil raun að þurfa að sæta þeim kjörum. En hann var einnig mjög þakklátur öllum þeim læknum og hjúkrunarliði sem gerðu allt sem i þeirra valdi stóð til að gera honum lífið bærilegra. Þó var eins og hann sækti jafhan mest traust til Guðlaugar og liði þá best er hún var nær. Fyrir hönd venslamanna Ara Bergþórssonar þakka ég honum fyrir samfylgdina og bið ástvinum hans og afkomendum allrar bless- unar. Jón Hnefill Aðalsteinsson Ingibjörg Jóns- dóttir - Minning Þá er dáin ein gömul kona, sem lagði með sínu samtíðarfólki grunn- inn að nýja íslandi. Við gerum jafnan upp þjóðfélags- dæmið, þegar við kveðjum háaldrað fólk, hugsum til þess sem var og undrumst það sem orðið er í lífs- háttum þjóðarinnar. Jafnframt aumkvumst við, sem munum aðra tíð, dálítið það fólk, sem man ekki nema eitt Island. Sú gamla kona, sem hér er að kveðja og jarðsett verður í dag, Ingibjörg Jónsdóttir, varð tæpt 98 ára, fædd 4. maí 1888 á Eyri í Seyðisfirði vestra, þar sem foreldrar hennar voru þá vinnuhjú. Hún fékk kynnin af gamla íslandi, þessi kona, með striti, soðningu í öll mál, hlóð- areldhúsi, baðstofulofti með skjá á stafni og við þindarlaus hlaup í kringum sauðkindina blessaða. Ingibjörg ólst upp með foreldrum sínum, Helgu Jónsdóttur og Jóni Guðmundssyni, sem voru dugnaðar- manneskjur og björguðust vel á þeirrar tíðar mælikvarða, en Jón fékkst við smíðaf og sjómennsku. Svo sem títt var um unglings- stelpur í þá daga, var Ingibjörg iánuð í vist, — en svo reistu foreldr- ar hennar sér hús í Folafæti, nesi milli Seyðisfjarðar og Hestfjarðar, og settust þar að, en þar var út- ræði. Horfði þá allt til betri vegar. En einn haustdag í blíðskaparveðri, var báturinn, sem faðir Ingibjargar var á, að koma úr róðri, þegar honum hvolfdi í margra augsýn skammt undan landi og sléttum sjó. Fórust þar allir, nema unglingspilt- ur einn, sem komst á kjöl bátsins og varð bjargað. Hvalur mun hafa hvolft bátnum. Þá var sú sæla búin í Fætinum og hreppstjórinn kom að skrifa upp búið; nýbyggt hús og á því stór skuld. Þær stóðu eftir slyppar og snauðar mæðgurnar, Helga og tvær dætur hennar, unglingar að árum. Þá tók við vist á ný, 20 króna árs- kaup, sem ekki var greitt, — en síðan fór að rætast úr, 60 króna árskaup næst. ísland var að vakna til skárri tíðar, fiskur nógur og gott verð — en engin blóm f haga fyrir vestan. Þar var fólk að veiða fisk og verka fisk, meðan fólk i ýmsum öðrum sveitum landsins tíndi sóleyjar, orti vísur og lét sig dreyma um það land, sem það ætlaði að byggja fyrir fiskinn, sem þeir veiddu fyrir vestan. Og enn er það svo, að það á að gera margt fyrir fiskinn, sem þeir veiða fyrir vestan. Svo var það hjónabandið, fyrst tilhugalíf, það var í þennan tfma, meira en nafnið eitt, það var stórt í mannlffinu þá. Unnusti hennar, sem hún síðar giftist, föðurbróðir minn Sigurður Bárðarson, var sjó- maður í Bolungavík. Þau höfðu kynnst í Bolungavík, þar sem Ingi- SiggeirM. Eiríks- son - Minning Fæddur 23. febrúar 1920 Dáinn 28. desember 1985 Hinn 28. desember sfðastliðinn lést f Landspftalanum tengdafaðir minn. Siggeir Eiríksson, 65 ára að aldri. Hann fæddist á Gestsstöðum, Fáskrúðsfirði, sonur hjónanna Ei- ríks Stefánssonar og Guðrúnar Jón- ínu Jónsdóttur, sem alls eignuðust 12 börn og eru 3 þeirra á lffi í dag. Geiri, eins og hann var oftast kallaður, kom því frá stóru heimili þar sem verkefnin voru mörg og allir þurftu að taka til hendinni og fylgdi það Geira alla ævi að vilja vera sívinnandi. Hann var í vinnu- mennsku á bæjum í sveitinni og eins hér fyrir sunnan fyrstu árin eftir að hann kom til Reykjavíkur. Um 1951 fór hann að starfa sem vörubílstjóri hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga og starfaði hann þar um 30 ára skeið eða þar til hann lét af störfum vegna heilsu- brests 1979. Einnig var Geiri alltaf viðloðandi veitingahús bróður síns, Sigur- björns Eiríkssonar, fyrst Vetrar- garðinn sfðan Glaumbæ og loks Klúbbinn og eru fáir sem ekki kannast við Geira dyravörð, og það af góðu því Geiri var mjög glaðvær maður en tillitssamur um leið. Fljótlega eftir að Geiri kom til Reykjavfkur kynntist hann eigin- konu sinni Esther Th. Jónsdóttur, og eignuðust þau 4 börn sem öll eru á lífi. Þau slitu samvistir árið 1967 en héldu alltaf góðum vin- skap. Geiri bjó svo um 13 ára skeið með Guðrúnu Guðnadóttur, en síð- ustu árin með Guðrúnu Stewart. Eins og fyrr segir var Geiri glað- vær maður og tillitssamur, einnig var hann einstaklega hjálpsamur og engan veit ég sem betra var að leita til ef aðstoðar var þörf þvi hann var alltaf boðinn og búinn að hjálpa. Ég kveð tengdaföður minn með þakklæti í huga fyrir góða og hlýja viðkynningu. Sigríður Arna Ar nþórsdótt ir björg var þá í vist hjá Árna Áma- syni kaupmanni. Þau Ingibjörg og Sigurður flutt- ust til ísafjarðar 1909 og þar fædd- ist þeim fyrsta barnið, Guðbjörg Þórunn, sem varð skammlíf. 1913 fluttu þau suður og skömmu síðar réðst Sigurður á togara. Hann var með miklum afla- mönnum, en lengst með Guðmundi Markússyni eða í 28 ár. Sigurður var á togurum í 40 ár, en alls í 50 ár til sjós, byrjaði í Bolungavík 1904, en fór í land 1954 og fór þá ' að vinna í bæjarvinnunni í Reykja- vík. Sigurður lézt 17. desember 1979tæpt92ára. Eftir að þau hjón fluttust suður bjuggu þau lengst af á Laugavegi 22 og þar fæddust þrjú barna þeirra: Valgerður 1916 og tvíbur- arnir Bárður og Þorsteina 1921. Árið 1922 keyptu þau húsið Lauga- veg 24 og þar fæddist yngsta barn- ið.Jakob, 1923. Á Laugavegi 24 hóf Ingibjörg að reka umfangsmikla matsölu, - " sem síðan rak 5 fjölda ára hér í Reykjavík á vetrum, en um mörg ár einnig á Siglufirði á sumrum. Þá rak Ingibjörg einnig um tima verzl- un á Laugavegi 33. Það var í miðri kreppunni, 1936, sem þau Ingibjörg og Sigurður keyptu sér stærra hús að búa f á Njálsgötu 7. Þar bjuggu þau nokkur ár, en keyptu sér svo hús á Njáls- götu 30b. Það hús seldu þau eftir nokkur ár og keyptu 1944 hús á Bergþórugötu 2, og byggðu í félagi við syni sína, Bárð og Jakob, ofan á það hæð og ris og er það nú mikið hús, verzlunarhæð neðst en sfðan tvær íbúðarhæðir og port- byggt ris. f þessu húsi bjuggu þau •*' æ sfðan, nema nokkur sfðustu árin sem Ingibjörg átti langa sjúkrahús- vist og erfiða. Eftir að Ingibjörg hætti matsöl- unni rak hún um mörg ár litla verzlun suður á Keflavíkurflugvelli og hætti ekki þeim rekstri fyrr en hún handleggsbrotnaði illa, komin undir nírætt. Það má nú segja um þá konu, að hún hafi staðið að verki meðan stætt var. Öll eru börn þeirra hjóna á lífi, nema sem fyrr segir Guðbjörg Þór- unn. Eru afkomendur Ingibjargar og Siguðar nú um sjötfu. Valgerður er gift Guðlaugi Eyj- ólfssyni, fyrrum kaupfélagsstjóra, og eiga þau hjón 5 börn. » Bárður, löggiltur endurskoðandi, á einnig 5 börn, en hann var kvænt- ur Ernu Þorsteinsdóttur, sem dó fyrir aldur fram frá barnahópnum. Þorsteina er gift Benedikt Haf- liðasyni, verzlunarmanni, og eru þeirra börn einnig 5. Jakob, vaktstjóri hjá Strætis- vögnum Reykjavíkur, er kvæntur Gyðu Gfsladóttur og eiga þau 6 börn. Allir eru afkomendur þeirra Ingi- bjargar og Sigurðar hið mann- vænlegasta fólk, svo sem þeir eiga * kyn til. Ingibjörg Jónsdóttir var atgervis- kona, dugleg með afbrigðum, hjálp- söm og glaðlynd, vel gerð mann- eskja til lfkama og sálar. Hún stóð í ströngu um ævina og skilaði miklu verki. Ég átti henni gott upp að unna, eins og fleiri, og minnist hennar meðhlýjum huga. -» Ásgeir Jakobsson _
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.