Morgunblaðið - 19.02.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.02.1986, Blaðsíða 31
Éi HAOaapq Ætfl’JOAíiua'ivaiM .QiGAjavíuoaoM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRUAR 1986 31 Framkvæmdanefnd um launamál kvenna: Samningsaðil- ar jafni laun karla og kvenna MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Framkvæmdanefnd um launa- mál kvenna: Framkvæmdanefnd um launamál kvenna í samráði við konur í stjórn- um og samninganefndum heildar- samtaka launafólks beinir því til samningsaðila að við gerð næstu aðal- og sérkjarasamninga verði lögð sérstök áhersla á að endurmeta kvennastörf á vinnumarkaðnum, með það að markmiði að jafna þann launamismun sem ríkir milli karla og kvenna. Sérstaklega verði endurskoðuð og lögð til grundvallar röðun hefð- bundinna kvennastarfa eða starfs- heita, sem einkum eiga við konur, í launaflokka samanborið við röðun karlastarfa svo og hvers konar yfir- borganir, fríðindi og aðrir Iq'ara- þættir, sem áhrif hafa á launamis- mun kynjanna. í framkvæmdanefnd um launa- mál kvenna eiga sæti 18 fulltrúar frá kvennasamtökum, stéttarfélög- um og öllum stjómmálafiokkum. Fróöleikur og skemmtun fyrirháasemlága! NÁMSKEIÐ 1 11.-13. mars kl. 9-17 NÁMSKEIÐ 2 25.-27. ágúst kl. 9-17 NÁMSKEIÐ 3 17.-19. nóv. kl.9-17 Hvað er útflutningur • Hvað er markaðssókn • Tilefni útflutnings • Munurinn á sölustarfi og markaðsstarfi • Stefnumótun fyrirtækja • Mótun fyrirtækja • Alþjóðlegar reglur um útflutning • Stofnanir í þágu útflutningsaðila • Söfnun markaðsupplýsinga • Hagnýt verk- efni Heimaverkefni ■ Söluráðar • Val á mörkuðum ■ Val á vöru • Vöruaðlögun • Vöruþróun • Dreifileiðir • Verðstefna • Stjómun útflutnings • Hagnýt verkefni Heimaverkefni ■ Helstu greiðsluskilmálar • Greiðslufyrirkomulag • Starf á vörusýningum • Vöruflutningur • Útflutningsreglur • Útflutningslán • Sölu- og samningagerð • Hagnýt stýring á útflutn- ingi • Skriflegt próf Aðalleiðbeinendur: Lasse Tveit framkvæmdastjóri Norsk Kjedeforum Arvid Sten Kása framkvæmdastjóri Útflutningsskóla Noregs Námskeiðið fer fram á ensku. Að námi loknu fá nemendur sérstaka viðurkenningu. Allar nánari upplýsingar eru veittar í símum 621063/621066 SíjúmunarfÉtag Islands UTFLUTNINGSOG MARKADSSKÓU ÍSLANOS Ánanaustum 15 • 101 Reykjavlk ■ ® 91 -621063 ■ Tlx2085 Námslýsing: Sigþór Karlsson ásamt tölvustýrðum tækjum sem komið hefur verið upp til að prófa styrkleika húsgagna. Sigurður Mar i málmtæknideild lýsir því hvernig prófanir á suðu fara fram meðal hlustenda en Albert Guðmundsson iðnaðarmálaráð- herra, Guðrún Agnarsdóttir og Björn Dagbjartsson alþingismenn. 10 mánaða nám í útflutningsverslun og markaðssókn hefst 11. mars nk. Er það einkum ætlað þeim er starfa við markaðs- og útflutningsmál eða hyggjast hefja slík störf. Námið skiptist þannig, að nemendur sækja þrjú 3ja daga námskeið, en á milli námskeiðanna eiga nemendur að tileinka sér námsefni sem lagt er fram hverju sinni. Einnig eru gerðar miklar kröfur til þess að nemendur leysi heimaverkefni er tengja saman námsefni og dagleg störf þeirra. Byggmg Iðntæknistofn- unar formlega opnuð BYGGING Iðntæknistofnunar ís- lands á Keldnaholti var formlega tekin í notkun sl. föstudag. Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra afhenti Albert Guðmundssyni iðnaðarráðherra lykla að byggingunni, en hið nýja húsnæði er 1658 fermetrar að flatarmáli. Undanfarin ár hefur starfsemi stofnunarinnar farið fram á þrem stöðum, i húsnæði Rannsóknastofnunar iðnaðarins í Keldnaholti, í húsnæði Iðn- þróunarstofnunar í Skipholti og við Vesturvör í Kópavogi. Með tilkomu þessa húsnæðis verður engin aukning á grunnflatarmáli stofnunarinnar, en húsnæðið nýt- ist betur þar sem það er allt á einum og sama stað. Við opnunina fluttu ráðherramir ávörp þar sem m.a. var sagt frá aðdraganda byggingarinnar og megintilgangi Iðntæknistofnunar- innar. Þá sagði dr. Vilhjálmur Lúð- víksson framkvæmdastjóri Rann- sóknaráðs ríkisins og formaður bygginganefndar frá skipulagi rannsóknasvæðisins á Keldnaholti og Gunnar Sch. Thorsteinsson stjómarformaður og Ingjaldur Hannibalsson forstjóri stofnunar- innar fluttu ávörp um starfsemi stofnunarinnar og lýstu hinni nýju byggingu. Að auki flutti Kristinn Bjömsson ámaðaróskir frá Félagi íslenskra iðnrekenda. „Mér er það sönn ánægja að veita þessu húsnæði viðtöku," sagði Albert Guðmundsson iðnaðarráð- herra er hann tók við lyklunum frá Sverri Hermannssyni menntamála- ráðherra. Iðnaðarráðherra afhenti lyklana forstöðumönnum stofnun- arinnar, þeir þökkuðu fyrir og sögðust vona að áframhald yrði á uppbyggingu stofnunarinnar. Hiut- verk Iðntæknistofnunar er lögum samkvæmt að vinna að tækniþróun og aukinni framleiðni í íslenskum iðnaði með því að veita iðnaðinum sem heild, einstökum greinum hans og iðnfyrirtækjum, sérhæfða þjón- ustu á sviði tækni og stjómunar og stuðla að hagkvæmri nýtingu íslenskra auðlinda til iðnaðar. í aðalhluta bygingarinnar starfa málmtæknideild, trefjadeild, tré- tæknideild, raftæknideild og nýiðn- aðarrannsóknir. Málmtæknideild hefur yfir að ráða verkstæði þar sem komið hefur verið upp fullkom- inni aðstöðu til þjálfunar og hæfnis- prófa í suðu. Trétæknideild hefur til umráða 100 fermetra sal, en þar fara fram prófanir á styrkleika húsgagna. í trefjadeild er aðstaða til að þjálfa starfsmenn í fataiðnaði auk þess sem deildin aðstoðar fyrir- tæki á sviði vöruþróunar. Nýiðnað- arrannsóknir hafa 180 fermetra vinnslusal sem nota á við tilrauna- vinnslu. Þar fara fram rannsóknir á sviði efnistækni og líftækni. Aðrar deildir Iðntæknistofnunar, svo sem efna-og matvælatæknideild svo og tilraunaeldhús, em til húsa í eldri byggingunni, en þar fara m.a. fram tilraunir í sambandi við nýjungar i matvælaiðnaði og matargerð. Morjfunblaðið/Ól.K.M. Frá formlegri opnun húsnæðis Iðntæknistof nunar að Keldnaholti. Málmtæknideild hefur aðstöðu til þjálfunar og hæfnisprófa í suðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.