Morgunblaðið - 19.02.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.02.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR19. FEBRÚAR1986 25 Margaret Thatcher: „Ef menn vilja slag þá komi þeir bara" London, 18. februar. AP. MARGARET Thatcher, forsætísráðherra Bretlands, lýstí því yfir í gærkvöldi, að hún ætlaði ekki að sitja með hendur í skauti ef reynt yrði að bola henni burt sem leiðtoga íhaldsflokksins. Kvaðst hún mundu berjast gegn slíkum atlögum af öllu afli. Nokkur óánægja hefur verið með forystu Thatchers að undanförnu og ekki síst vegna hræringanna í kringum Westland-málið. „Ef menn vilja slag þá komi þeir bara. Ég mun taka á móti vegna þess, að ég og stjórnin höfum tekist á við mál, sem engin önnur stjórn hefur þorað að koma nálægt," sagði Thatcher í gær í sjónvarpsviðtali í BBC, breska rík- isútvarpinu. Thatcher lét einu sinni svo um mælt, að það erfiðasta, sem nokk- ur stjórnmálamaður gerði, væri „að láta af völdum með virðuleg- um hætti" og þegar hún var minnt á það, svaraði hún því til, að hún væri „enn á uppleið og ég ætla mér að halda á brattann iengi enn." Thatcher sagði, að afsögn tveggja ráðherra í síðasta mánuði hefði verið sorgleg en að West- land-málið hefði ekki valdið neinu kreppuástandi innan stjórnarinn- ar og íhaldsflokksins eins og margir vildu þó halda. Kvað hún það aldrei hafa hvarflað að sér að láta af embætti og sagðist ekki hafa neinar áhyggjur af skoðanakönnunum, sem sýndu lít- ið fylgi íhaldsflokksins. Við slíku mætti stjórnarflokkar alltaf búast á miðju kjörtímabili. AP/Símamynd Thatcher ásamt Mitterrand, Frakklandsforseta, þegar samningur- inn um jarðgöng undir Ermarsund var undirritaður. Thatcher lagði áherslu á, að stjórnarstefnunni yrði haldið til streitu þrátt fyrir atvinnuleysið og ótta sumra íhaldsmanna við ósigur í næstu kosningum. Sagði hún stjórn sína hafa valdið straumhvörfum í Bretlandi og að árangurinn myndi koma í ljós. „Hver man ekki ástandið þegar við tókum við ... verkalýðsfélögin höfðu í raun og veru tekið völdin. Það, sem einkenndi breskt þjóðlíf, var uppgjafartónninn en á því hefur orðið breyting," sagði Thatcher. Oveður geysar íBanda- ríkjunum Los Angeles, 18. febrúar. AP. MIKIÐ óveður herjar nú á vest- urhluta Bandaríkjanna. Mestu rigningar f þrjá áratugi hafa neytt mörg hundruð manns til að flýja heimili sin og hávaðarok hefur hleypt af stað aurskriðum, sem hafa rutt niður hús og lagst yfir þjóðvegi og járnbrautar- teina. Mest hefur tjónið veríð í Nevadafylki. Vindhraðinn í verstu hryðjunum er um 160 km á klst. og hafa sex manns farist sfðan óveðrið hófst fyrir viku og þriggja er saknað. Búist er við því að veðrið gangi niður síðdegis í dag og björgunar- sveitum gefist ráðrúm til að flytja fólk brott áður en aftur skellur á stormur, sem spáð hefur verið í lok vikunnar. Filippseyjar; Gjaldmiðillinn fellur og hlutabréf lækka í verði Manila, Filippseyjtun, 18. febrúar. AP. GENGI filippíska pesósins féU í dag um rúm 10% og er það rakið til óvissunnar, sem nú er á Filippseyjum i kjölfar forseta- kosninganna. Valdamikill banda- maður Marcosar forseta, var í dag ákærður ásamt öðrum um að hafa myrt sjö stjórnarand- stæðinga árið 1984. Nokkrír efnahagsráðgjafar Marcosar hafa á síðustu dögum sagt af sér embætti. Corazon Aquino, forsetafram- bjóðandi stjórnarandstöðunnar, hvatti til þess á sunnudag, að almenningur hætti að skipta við sjö banka og nokkur fyrirtæki, sem væru í eigu vina og vandamanna Marcosar, og hafa margir hlýtt því kalli. Verðbréf þessara fyrir- tækja lækkuðu mjög í verði í dag og í bönkunum hefur verið stríður straumur fólks, sem tekið hefur út peninga sína. Vegna þeirrar efna- hagslegu óvissu, sem nú ríkir, lækkaði í dag gengi pesósins um 10,3% og hefur það ekki lækkað meira á einum degi í 15 ár. Aquino skoraði einnig á fólk að hætta að kaupa fimm helstu dag- blöðin í Manila en þau eru einnig í eigu vina og vandamanna Marcos- ar. Andstæðingar Marcosar hafa áður hvatt fólk til þess sama með Argentínumenn í Bretlandi: Erindislaus kynnisferð London, 18. febrúar. AP. FJÓRIR argentiskir þingmenn eru nú staddir í Bretlandi þar sem þeir hafa átt viðræður við breska starfsbræður sina. Ekki er þó búist við því að sinni, að eðlileg samskipti komist á með þjóðunum. Argentískir þingmenn hafa ekki komið til Bretlands síðan þjóðirnar börðust um Falklandseyjar árið 1982 og í fjögur ár hefur ekkert stjórnmálasamband verið með ríkj- unum. Voru bundnar nokkrar vonir við komu Argentínumannanna en þær dofnuðu heldur þegar þeir kváðust ekki ætla að ræða við breska ráðherra. Bresk stjórnvöld höfðu áður tekið það skýrt fram, að þau væru ekki til viðtals um Falklandseyjar eða yfirráðin þar. Haft er eftir einum argentíska þingmanninum, að þeir hafi búist við, að bresk stjórnvöld vildu greiða fyrir bættum samskiptum ríkjanna með því að ræða við þá án nokkurra skilyrða, en þar sem því væri ekki að heilsa gæti ekkert orðið af við- ræðum. litlum árangri en nú virðast eigend- ur blaðanna hafa miklar áhyggjur. í einu þessara blaða, stærsta blaði í landinu, birtist í dag forsíðuleiðari þar sem því var haldið fram, að blaðið hefði gætt fyllsta hlutleysis í kosningabaráttunni og birt jafnt efni frá stjórn sem stjórnarand- stöðu. Arturo Pacificador, þingmaður og varaformaður Nýju þjóðarhreyf- ingarinnar, flokks Marcosar for- seta, var í dag ásamt sex öðrum mönnum opinberlega ákærður um að hafa myrt sjö stjórnarandstæð- inga árið 1984. Pacificador er einnig bendlaður við morðið á Evelio Javier, sem árið 1984 bauð sig fram gegn Pacificador, en hann var skotinn til bana í síðustu viku. Nokkrir kaupsýsiumenn, sem verið hafa ráðgjafar Marcosar í efnahagsmálum, hafa sagt af sér síðustu daga og er það fullyrt í fílippiskum fjármálatíðindum, dag- blaði, sem eingöngu fjallar um efnahagsmál, að ástæðan sér óán- ægja með framkvæmd kosning- Afganistan; Óbreyttir borgarar deyja í loftárásum Sovétmanna Islamabad, 18. febrúar. AP. UM 200 óbreyttir borgarar dóu eða særðust í hörðum loftárásum Sovétmanna í nágrenni bæjarins Herat í Vestur-Afganistan, sam- kvæmt upplýsingum f rá vestræn- um sendiráðsstarfsmönnum. Þrátt fyrír loftárásirnar tókst afgönskum skæruliðum að hand- taka 170 stjórnarhermenn á svæðinu. Seinnihluta janúarmánaðar gerðu Sovétmenn einnig harðar loftárásir á Herat og er mikill hluti bæjarins í rúst eftir þær að sögn sendiráðsstarfsmannanna, auk þess sem þær kostuðu einnig líf margra óbreyttra borgara. Loftárásirnar koma í kjölfar árása skæruliða á svæðinu. í einni þeirra felldu þeir 90 hermenn, flesta afganska, en einnig nokkra sovéska. Herat er nálægt landamærum Afganistan og íran. Sendiráðsstarfsmennirnir sögðu einnig að í Jagatu í Ghazni-héraðinu suðaustur af Kabúl, hefðu um 100 óbreyttir borgarar fallið og særst í loftárásum 20. janúar síðastliðinn. í loftárásinni tóku þátt 64 þyrlur, auk flugvéla og tókst skæruliðum að skjóta niður fjórar þyrlur og tvær flugvélar. Varðmenn úr pappa Bonn, 18. febrúar. AP. YFIRVÖLD í Austur-Þýska- landi hafa sett upp varðmenn úr pappaspjöldum á landa- mærunum við Vestur-Þýska- land. í pappaspjöldin eru skornar útlinur hermanna og á þetta að koma i veg fyrír að Austur-Þjóðverjar reyni að flýja til Vestur-Þýska- lands, að því er f ram kemur í ársskýrslu vestur-þýska inn- anríkisráðuneytisins. I skýrslunni, sem var gefin út í dag, segir að pappavörðunum sé stillt upp nærri varðturnum við hin eiginlegu landamæri ríkj- anna, en drjúgan spöl innan þeirra marka þess svæðis, sem Austur-Þjóðverjum er meinaður aðgangur að. Japan: Sprungur í fimm 747- breiðþotum r.'ikýó, 18. februar. AP. SPRUNGUR hafa fundist á afmörkuðum svæðum á fram- hluta fimm Boeing 747SR-breið- þotum japanska flugfélagsins JAL. Japanska ferðamálaráðu- neytið hefur fyrírskipað skoðun á innrí grind nokkurra þota. Sprungurnar fundust í skoðun, sem fram fór frá september til janúar, og gerð var eftir að 747- breiðþota hrapaði 12. ágúst með þeim afleiðingum að 520 menn fór- ust. Aðeins fjórir lifðu slysið af. „Ég vil leggja áherslu á það að engin sprungnanna hefur hættu í för með sér," sagði Geoffrey Tudor, talsmaður JAL. „Þó verð ég að viðurkenna að svo margar sprungur í öilum vélunum fimm séu dálítið óvenjulegar." Að meðaítali fundust sprungur á 83 afmörkuðum svæðum á hverri þotu. 70 prósent sprungnanna voru milli fremsta hluta vélanna og fremstu dyra. Flestar voru um 2,5 sm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.