Morgunblaðið - 19.02.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.02.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR19. FEBRÚAR1986 Versti kosturinn er að framleiða verðlausa vöru — segir Jón Helgason landbúnaðar ráðherra í viðtali vegna gagnrýni bænda á nýja mjólkurkvótann harðrar „ÞAÐ KEMUR ekkí á óvart að menn bregðist misjafnlega við því að þurfa að draga mjólkurframleiðsluna saman frá því sem verið hefur. En um leið er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir aðdraganda stöðunnar," sagði Jón Helgason landbúnaðarráðherra, þegar hann var spurður að því hvort hörð viðbrögð margra bænda við nýja mjólkurkvótanum hefðu komið honum á óvart. Nýlega gaf landbúnaðarráðherra út reglugerð um stjórn mjólkur- framleiðslunnar á yfirstandandí verðlagsári (1. september til 31. ágúst) og í framhaldi af því sendi Framleiðsluráð landbúnaðarins bændum tilkynningu um fram- leiðslurétt þeirra á tímabilinu. Reglugerðin er byggð á búvörulög- unum sem tóku gildi í sumar og búvörusamningunum frá því í ágúst, þar sem bændur og ríkið sömdu um að bændur fengju fullt verð fyrir 107 milljónir lítra af mjólk. Samdrátturinn virðist koma misjafnlega illa við menn og hefur gagnrýni margra bænda verið hörð, eins og fram hefur komið í Morgun- blaðinu að undanförnu. Rætt var við landbúnaðarráðherra um nýja mjólkurkvótann, einkum um ýmis þau gagnrýnisatriði sem fram hafa komið. Búmarkskerfi og fóðurbætisskattur „Síðustu árin hefur mjólkurfram- leiðslan farið vaxandi þannig að það magn mjólkur sem samið var um í sumar, 107 milljónir lítra, er 4 milljónum meira en framleiðslan var á síðasta verðlagsári, en nokkru meira en framleiðslan var á árunum 1981 og 1982," sagði Jón. „Ef gömlu Framleiðsluráðslögin væru ennþá í gildi lægi það ekki ljóst fyrir fyrr en næsta haust, að loknu verðlagsárinu, hve mikil framleiðsla fengist greidd fullu verði. Miðað við þróunina að undanförnu virðist augljóst að ekkert hefði fengist fyrir mjög mikið af mjólkurafurðunum og bændur því fengið miklu meiri verðskerðingu við Iokauppgjör en Iíklegt er að verði þegar staðreynd- irnar liggja svo skýrt fyrir á fyrri hluta verðlagsársins eins og nú." — Mjólkurframleiðslan hefur aukist mjög síðustu árin, þrátt fyrir búmarkskerfi og fóður- bætisskatt. Er staðan nú ekki afleiðing falskrar framleiðslu- stjórnunar? „Það virðist vera að gömlu Fram- leiðsluráðslögin hafi ekki nægt til að koma í veg fyrir það ástand sem nú er og að þörf hafi verið á að breyta til, eins og gert var með nýju búvörulögunum á síðasta ári." Sorgleg dæmi — Þeir virðast fara verst út úr kvótanum sem verið hafa að byggja upp á jörðum sínum og eru til ýmis sorgleg dæmi um slíkt. Nefna má dæmi um menn sem fengið hafa samþykki „kerf- isins" til að byggja upp, fengið búmark, lán úr Stofnlánadeild landbúnaðarins og hvatningu með jarðræktarstyrkjum, og nú er sama kerf ið að kippa grund- vellinum undan rekstri þeirra. Dæmi er um menn sem eru að ljúka við að byggja upp en fá engan framleiðslurétt. Hvað segir þú sem landbúnaðarráð- herra við þessa menn? „í reglugerðinni er gert ráð fyrir að tekið sé tillit til margra atriða þegar aðstæður hafa breyst, svo sem fjárfestinga, stofnunar félags- búa, að menn hefji búskap og fleira. Heimamenn eiga að gera tillögur um úthlutun á því mjólkurmagni sem til þessa á að fara. Staða þessarra manna liggur ekki ljós fyrir fyrr en tillögur hafa komið frá heimamönnum og úthlutun hefur farið fram. Hins vegar finnst mér að það sé erfitt að úthluta nýjum aðilum framleiðslurétti þegar það verður að taka frá þeim sem fyrir eru. Það er tvímælalaust einn af kostum svæðabúmarksins að heimamenn verða að vega og meta aðstæður heima fyrir áður en þeir gera sínar tillögur." — Þetta á ef til vill meira við um framtíðina, en hvað um þá sem komnir eru af stað og lenda í þessari breytingu? Þessi 5% sem til jöf nunar eru heima f yrir virð- ast hvergi nærri duga til. „Spurningin er um hvað mikið eigi að taka af þeim sem fyrir eru og úthluta til nýrra. Það var niður- staðan af viðræðum Stéttarsam- bandsins og landbúnaðarráðuneyt- isins að taka frá 5% til jöfnunar heima fyrir. Þessi reglugerð er aðeins til eins árs og ég hef lagt áherslu á það að menn hljóti að læra af reynslunni og noti hana við ákvörðun á reglugerð til lengri tíma. Það eru líka takmörk fyrir því hversu mikla skerðingu er hægt að hafa á einu ári til að færa á milli manna." — Er ekki búið að festa þessar reglur meira og minna þó þær eigi í f yrstu að vera til eins árs? Verður nokkuð aftur snúið til fyrra búmarkskerfis? „Ég tel ekki að búið sé að festa þetta til framtíðar. Mér virðist á þér að innan reglugerðarinnar rúm- ist ekki miklar breytingar. Þetta festist ekkert þó skerðing til jöfnun- ar á milli bænda sé tekin í fleiri en einum áfanga, ef mönnutn líst svo á að lengra eigi að ganga. Ýmis sjónarmið voru tekin til skoðunar við undirbúning reglugerðarinnar nú, en ljóst er að margt fleira þarf að taka til frekari athugunar þegar settar verða reglur til lengri tíma." Gagnrýni á seinagang — Bændur f engu ekki tilkynn- ingu um framleiðslurétt sinn fyrr en nær fimm mánuðir voru liðnir af verðlagsárinu eftir að boltanum hafði verið kastað oft á milli Stéttarsambands og land- búnaðarráðuneytis. Það virðist hafa komið mörgum á óvart hvað samdráttur einstakra bænda reyndist mikill þegar til kom, miklu meiri en heildarsamdrátt- urinn gaf til kynna. Menn lögðu drög að framleiðslunni sl. haust, haf a greitt stóran hluta kostnað- arins og kvarta sáran. Hver ber ábyrgðina á þvi hvað menn f engu seint upplýsingar um fram- leiðslurétt sinn? „Ég veit ekki hvort hægt sé að segja að boltanum hafi verið kastað þarna á milli. Það hafa verið stöðug- ar viðræður um þetta mál alveg frá því í sumar að ég óskaði eftir að Stéttarsambandið kæmi með tillögur um skigtingu á mjólkur- framleiðslunni. Ýmis atriði sem í ljós komu og taka varð tillit til leiddu til þess að svo langur tími fór í undirbúning reglnanna. Hins vegar lá það strax ljóst fyrir að draga yrði framleiðsluna saman. Það var kynnt bændum bæði af mér og Stéttarsambandinu. Tillögur Stéttarsambandsins voru þannig að þeir sem dregið hafa framleiðslu sína saman, miðað við núgildandi búmark, niður fyrir fullvirðismark svæðisins, fá enga Jón Helgason landbúnaðarráð- herra frá Seglbúðum ávarpar fulltrúa bænda á fundi hjá Stétt- arsambandinu. skerðingu miðað við framleiðslu síð- asta árs og geta sótt um allt að 10% aukningu. Er þá jafnframt augljóst að skerðing hjá þeim sem eru með framleiðslu nær búmarki verður þeim mun meiri." — Getur þú ekki viðurkennt réttmæti gagnrýni á seinagang málsins? „Ég tel að út af fyrir sig sé hún ekki óeðlileg. Menn verða hinsvegar að hafa það í huga að ef nýju bú- vörulögin og þessar reglur hefðu ekki komið til nú hefði ekki verið vitað fyrr en nokkrum mánuðum eftir að verðlagsárinu lýkur hversu mikil skerðingin þyrfti að vera. Og ef engar tölur hefðu verið gefnar út nú, gildistökunni frestað eins og imprað hefur verið á, óttast ég að tap bænda hefði orðið miklu meira en þó verður." — Hvað eiga þeir menn að gera sem þegar eru búnir með kvótann eða klára hann á næstu mánuðum? „Mér finnst satt að segja ótrúlegt að einhverjir séu búnir að fullnýta framleiðslurétt sinn, miðað við þær forsendur sem lágu fyrir í haust. Heimamenn munu meta það hversu langt er hægt að koma til móts við þessa bændur. En að öðru leyti vil ég segja það sama og ég hef sagt allt frá því að ég tók við þessu starfi, það er að hvetja menn til að draga eins og kostur úr kaupum á aðfengnum rekstrarvörum." — Er ekki hætta á að mjólkur- skortur verði í haust ef bændur kippa fóðurbætinum af kúnum nú? „Mér er sagt að kaup á fóðurbæti hafi verið allmikil það sem af er vetri. Ætti því að vera nokkurt bil á milli þess að draga úr fóður- bætiskaupum og hætta þeim alveg. Á fundi sem ég var á í félags- heimilinu Heimalandi undir Eyja- fjöllum í síðustu viku sagði Eggert Ólafsson, formaður stjórnar Mjólk- urbús Flóamanna, að miðað við kenningar fóðurfræðinga ætti 200 kílóa samdráttur í fóðurbætisgjöf á hverja kú á Suðurlandi að minnka mjólkina um 4,8 milljónir lítra. Það er margfalt það magn sem Sunn- lendingar þurfa að draga saman. Framleiðendum hefur líka farið fækkandi á Suðurlandi og nokkrir þeirra sem fengu úthlutað fullvirð- isrétti hafa nú þegar hætt fram- leiðslu. Það mjólkurmagn mun að nokkru vega upp skerðingu ann- arra." Búmarksrétturinn — Ákveðin stefnubreyting felst i hinum nýju reglum um stjórnun mjólkurframleiðslunn- ar, þar sem framleiðsla síðasta árs er látin vega þungt i útdeil- ingunni og þannig útbúið nýtt búmark jarðanna. Bændur hafa treyst því að jarðir þeirra haldi búmarksrétti sínum þó hann væri ekki alltaf nýttur til fnlls. Nú virðist þessi réttur vera þurrkaður út, eða allavega skert- ur verulega. Menn hafa kallað þetta rán og stuld og að verið sé að hegna þeim sem orðið hafa við tilmælum um að draga saman framleiðsluna. Ottast þú ekki afleiðingar þessa á traust manna á framleiðslustjórnun í land- búnaði og á jarðaverð, svo dæmi sé tekið? „Það er mikill misskilningur að hætt sé að nota búmarkið, það er áfram aðalviðmiðunin. Á undan- förnum árum hefur gildi búmarks- ins sem viðmiðunar stöðugt verið að rýrna vegna þess að það hefur verið að stækka með því að stöðugt hefur bæst við það án þess að nokkuð hafi fallið út í staðinn. Bú- markið er því orðið óraunhæft miðað við framleiðslumöguleikana. Það er rétt að hlutur þeirra sem í fyrra voru innan við fullvirðis- markið er bundinn við þá fram- leiðsiu, þó með möguleikum til aukningar um 10%. Það er því ekki rétt að framleiðslan sé algjörlega bundin við framleiðslu síðasta árs hjá þeim sem hafa dregið þetta mikið saman. Það ber að hafa í huga að reglu- gerðin er aðeins notuð í ár og er ekki nein viðmiðun til framtíðarinn- ar. Samdar verða nýjar reglur fyrir næsta verðlagsár og hef ég ekki séð neinar tillögur um að fullvirðis- rétturinn verði notaður sem grund- völlur á næsta ári. Ástæðan fyrir því að ég taldi brýnt að taka nokkuð tillit til fram- leiðslunnar á síðasta ári var sú að ég vildi ekki láta sveiflur vegna nýrrar reglugerðar raska allt of mikið stöðu manna miðað við und- anfarin ár. Ég veit ekki um hvaða áhrif þetta hefur á verð einstakra jarða. Auð- vitað má búast við því að erfiðleikar í atvinnugreininni í heild hafí áhrif á jarðaverð en ákvarðanir um stefn- una í framtíðinni með tilliti til ein- stakra jarða færist nú meira til heimamanna." M ildandi aðgerðir — Hvenær geta bændur átt von á að fá tilkynningar um f ramleiðslurétt f yrir næsta verð- lagsár, bæði í sauðfjár- og mjólk- urframleiðslunni? „Ég vonast til að það geti orðið fljótlega. Ég hef lagt á það áherslu við Stéttarsambandið að það verði að móta reglur síðla vetrar eða í vor og ítreka það með bréfi núna. Mér sýnist að það sé nauðsynlegt að Stéttarsambandsfundur ræði viðhorfin í ljósi þeirrar reynslu sem þegar hefur fengist, áður en endan- leg ákvörðun verður tekin. Það má augljóslega ekki dragast til Stéttar- sambandsfundarins í haust, þannig að ég tel líklegt að aukafundur verði kallaður saman." — Óskir um aukningu fram- leiðsluréttarins haf a komið fram. Er um það að ræða að skellurinn á þessu ári verði mildaður á einhvern hátt, tii dæmis með því að leyfa mönnum að fram- leiða upp í kvóta næsta árs? „Ég hef sagt það að sjálfsagt sé að skoða allar tillögur og hug- myndir sem bætt gætu stöðu bænda við þessar aðstæður og legg á það áherslu að við hljótum að leita allra færra leiða til að bæta tekjuskerð- ingu þeirra. Hins vegar er augljóst að það verður erfiðara eftir því sem meira er lagt í kostnað við aukna mjólkurframleiðslu, þar sem launa- liðurinn er aðeins rúmlega þriðjugur af gjaldahlið verðlagsgrundvallar- ins en útflutningsverðið skilar litlu eða engu upp í verðlagsgrundvallar- verðið til bóndans. Ég tel að mjög hæpið sé að fram- leiða upp í kvóta næsta árs, með því er verið að fresta vandanum. Þær aðgerðir sem gripið verður til til að milda áhrif samdráttarins verða að miðast við að bæta nokkuð tekjutapið, en þær mega ekki undir nokkrum kringumstæðum verða til þess að auka framleiðsluna. I bú- vörulögunum eru ákvæði sem heim- ila að fjármagni Framleiðnisjóðs verði varið til hagræðingar í bú- rekstri og aðlögunar að þeirri bú- háttabreytingu sem nauðsynleg er. Þegar búvörusamningarnir voru gerðir í fyrra var gert ráð fyrir því að fjármagni Framleiðnisjóðs yrði varið til samdráttar í fram- leiðslunni með kaupum og leigu á búmarki. Hvað miklu lengra verður hægt að ganga, veit ég ekki, en sjálfsagt er að athuga allar leiðir." Hvar á að f ramleiða mjólkina? — í sambandi við þessar sam- dráttaraðgerðir hefur nokkuð verið rætt um hvar eigi að fram- leiða mjólkina, hverjir eigi að gera það og um stærð búa. Hver er þín skoðun á þessu? Hvernig sérð þú þróunina á næstunni fyrir þér? „Þetta er mál sem menn verða að ræða nú í ljósi. þeirrar stöðu sem komin er upp. Reyndar er þegar hafmn undirbúningur að vinnu til að auðvelda slíka stefnumótun. Það er mín skoðun að mörg atriði eigi að ráða þessu svo sem framleiðslu- skilyrði, markaðsaðstaða og aðrir atvinnumöguleikar á svæðinu." — Óttast þú ekki að þegar framleiðslu búanna er þrýst svona niður verði framleiðslan óhagkvæmari og varan dýrari, fyrir utan tekjutap bændanna semmest hefur verið rætt um? „Ég tel að með nýju búvörulög- unum sé verið að hverfa frá því sem leiddi af ákvæðum eldri laga, það Alþýðuleikhusið á Kjarvalsstöðum: Kannast ekki við neina óánægju myndlistarmanna — segir Einar Hákonarson f ormaður stjórnar Kjarvalsstaða „ÉG KANNAST ekki við neina óánægju," sagði Einar Hákonar- son, formaður stjórnar Kjarvals- staða, í samtali við Morgunblað- ið, er Iiami var inntur eftir því hverju stjórnin hygðist svara óánægjuröddum úr hópi mynd- listarmanna vegna þess að Al- þýðuleikhúsinu hafa verið fengin afnot af einum sal Kjarvalsstaða. „Eg sá reyndar tvær greinaj í Morgunblaðinu, eftir Braga Ás- geirsson og Gísla Sigurðsson, þar sem þessu var hreyft, en það hefur enginn orðað óánægju við mig," sagði Einar. Hann bætti því við, að Alþýðuleikhúsið hefði aðeins fengið salinn til ákveðins tfma, „og það hleypur hvort eð er enginn inn með málverkasýningu fyrirvara- laust", sagði Einar Hákonarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.