Morgunblaðið - 19.02.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR19. PEBRUAR 1986
41 ^
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guömundsson
„Kæri Gunnlaugur. Ég er fædd
8. apríl 1968, á mánudegi kl.
23.56 í Reykjavík. Ég er mjög
óróleg og hef mikla þörf fyrir
að tala. Ég veit ekki hvaða
starf myndi henta mér, en ég
hef áhuga á hestum. Kær
kveðja."
Svar:
Þú hefur Sól, Merkúr, Venus
og Satúrnus í Hrútsmerkinu,
Tungl og Júpíter í Ljóni, Mars
í Nauti, Rísandi í Sporðdreka
og Úranus, Plútó á Miðhimni
í Meyju. Persónuleiki þinn lit-
ast því af Hrút, Ljóni, Nauti,
Sporðdreka og Meyju.
Lífsgleði
Sterkustu þættirnir í stjörnu-
korti þínu eru Sólin, Tunglið
og risandi merkið, síðan per-
sónulegu pláneturnar Merkúr,
Venus og Mars og Miðhiminn.
Sterkustu merkin hjá þér eru
Hrúturinn og Ljónið. Það eru
svokölluð lífsorkumerki. Það
táknar að þú þarft að fást við
lifandi og skapandi viðfangs-
efni. Þú ert ekki fyrir logn-
mollu og rykugar bókahillur.
Þess vegna verða þau störf sem
þú fæst við að vera lifandi og
fela í sér hreyfingu og at-
hafhasemi. Það að Júpíter er
í samstöðu við Tungl í 9. húsi
gefur til kynna áhuga á ferða-
lögum og hugsanlega búsetu
erlendis. Þú talar um hesta og
þar er að finna mikilvægan
lykil að persónuleika þínum.
Þú færð áreiðanlega líkamlega
útrás í hestamennsku og þarft
það sama í starfi. Þú ættir
þvi að prófa þig áfram í stðrf-
um sem krefjast þess að þú
beitir líkamlegri orku. Störf
sem hingað til hafa talist karla-
störf gætu hentað þér vel.t.d.
húsasmfði eða annað sambæri-
legt. Annað sem gæti komið
til greina eru störf að ferðamál-
um. Aðalatriðið er þó að starfið
gefi kost á lífi og hreyfingu.
SjálfstœÖi
Flest allt í korti þínu bendir til
þess að þú sért sjálfstæð og
viljir fara eigin leiðir. Það er
ágætt en þú getur þurft að
læra að hlusta á aðra. Ljónið
í þér gefur vísbendingu um að
þú sért stolt en þvi getur einnig
fylgt viðkvæmni fyrir sjálfri
þér og tilhneiging til að taka
vinsamlegar ábendingar sem
gagnrýni. Annars tákna Tungl
og Júpíter saman í Ljóni að
þú ert tilfinningalega opin og
jákvæð, að þú ert hress, gjaf-
mild og bjartsýn. Þú ert einnig
fost fyrir og trygglynd.
Sjálfsagi
Satúrnus í samstöðu við Sól
táknar að þú þarft að læra
sjálfsaga.
Óróleiki
Þú talar um óróleika. Hrútar
eru margir hverjir órólegir, en
það fer þó eftir aðstæðum
þeirra. Ef þeir fá útrás í gegn-
um líkamlega hreyfingu og
skemmtilegar athafnir minnk-
ar óróleikinn. Ef þeir eru hins
vegar fastir í leiðinlegu starfi
magnast eirðarleysið. Ég gæti
trúað þvf að óróleiki þinn stafí
að einhverju leyti af leiðindum,
af því að þú hafir ekki nóg
fyrir stafni og hreyfir þig
kannski ekki nógu mikið. Gott
gæti verið fyrir þig að stunda
íþróttir eða jazzballet og ahnað
slíkt. Þá minnkar óróleikinn og
þú getur einbeitt þér betur,
m.a. að skólanámi þínu. Lfkast
til eldist óróleikinn af þér og
sérstaklega ef þú gætir þess
að hreyfa þig og fást við lifandi
og skemmtileg störf.
:::::::::!:::::::::
X-9
/T/Kwr/ v/tfí /*£& s/cyrro\
'£& s/f/t £#/e/ /Jvzxsœ/i/yA I
/S4A/A/ &4/vrfry> • - '^^ I
?!TiililSi'iH!!ii!!!!i!!;!THHÍii:íiiít!i!!Hf^^
DYRAGLENS
£' IMS "T.iOune Media Serv<c«S. "
ElTTHV'^e5 ¦ K
SEM ÉG i
SA6P' ?¦, J
It/ZS-
LJOSKA
iiii!ii!H:tJiiUii!i!iiiii!iii!!!!!!!!i::: —:V~:^T. -C\~ :TT77Hv:rT^—"rrT7ir--r--
:::;:.;:::::::::¦¦..¦¦¦
DYRAGLENS
.,.;;.........;..............'..,1'.'... li!!!1!!!!........... -J"1......"..................'"...........iii...imni...nni.....iiu..i.jnm
FERDINAND
::::::::::::::::::::;:::::::.:::::;::::.:.::::.::::::::::::::::::::::::::;:::::::::::;:
::¦;¦.:.¦.:¦.:¦:¦:¦.¦.;¦.¦¦¦.. ;.¦¦¦; ¦.;.¦.¦¦. / :¦¦¦¦¦ ¦ . . . . .. .¦..¦.¦¦¦.¦¦..;;:.:¦
::::;:::::::::: ..-....¦: ::.....;¦¦::::::¦¦:::::::::;::;;::::
SMAFOLK
%vufot A/trw, murrs^.
EME
íftA AUTMenTicj
,VS2J VNESTERM
ART
Hér er bréf frá Sámí.
Kærí Snati, ég held að ég
hafi fundið nýja leið til að
græða peninga.
Óskaðu mér góðs gengis.
Bróðir þinn, Sámur.
Sönn vestra-list.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson j^
Líklega myndu níu af hverjum
tíu spilurum missa af bestu leið-
inni í sex hjörtunum hér að
neðan.
Norður
? G5
V75
? KD7542
? KGIO
Vestur
? K4
VÁK98648 ||||
? Á3 r,
*ÁD V
Sex hjörtu í suður er ágætur
samningur á spilin. Ef trompin
falla 2-2 vinnast sjö nema spaða-
ásinn sé tekinn í fyrsta slag, og
jafnvel þótt trompin séu 3-1
ætti að vera hægt að losna við
spaðana tvo heima ef vörnin
finnur ekki að taka strax á
spaðaásinn. Og eins og nærri
má geta hitti vestur ekki á spaða
út þegar spilið kom upp, hann
kom út með trompdrottninguna.
Sagnhafí tók strax á ásinn
og lagði niður hjartakónginn.
Austur henti hjarta, og suður
hristi hausinn yfir fólsku vesturs
að reyna ekki að sækja sér slag
á hliðarlit í útspilinu með örugg- -*"
an trompslag á hendinni. Sneri
sér svo að því að koma spöðun-
um heima fyrir kattarnef, spilaði
laufás og meira laufi. En vestur
trompaði og spilaði spaða yfir á
ás makkers. Einn niður.
Norður
*G5
V75
? KD7542
*KG10
Vestur Austur
? D10932 : ? Á876
VDGIO V2
? G1086 """ ? 9
? 7 ? 9865432
Suður
? K4
V ÁK98643
? Á3
? ÁD
Vissulega óheppni að laufið
skyldi liggja svo illa. En rangt
spilað eigi að síður. Spilið vinnst
ekki nema vestur eigi a.m.k. tvo
tígla. Því var fullkomlega óhætt
að prófa tfgulinn fyrst. Þegar
svo í ljós kemur að vestur á fjóra,
er hægt að henda spaða niður f
tfguldrottninguna, stinga tígul
heim, yfirdrepa laufdrottning-
una með kóngnum í borðinu og
henda spaðakóngnum niður f
frítígul. Vestur fær þá aðeins
einn slag á tromp.
resiö af
meginþorra
þjóðarinnar
daglega!
Auglýsinga-
síminner22480