Morgunblaðið - 19.02.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.02.1986, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR19. FEBRÚAR1986 Tel að slitnað hafi upp úr launa- málaviðræðunum — segir formaður Lögregflufélags Reykjavíkur „ÉG TEL, að slitnað hafi upp úr viðræðum um launamál í bili," sagði Einar Bjarnason formaður Lögreglufélags Reykjavíkur eft- ir fund með f ulltrúum dómsmála- og fjármálaráðuneytis í gær. „Fulltrúar stjórnvalda virðast ekki ekki hafa áhuga á að ná samkomulagi um hagræðingu vakta. Þeir virðast ekkí tilbúnir að borga neitt fyrir það, að við gefum eftir tíu tíma hvíldina," sagði Einar. Hann bætti því við, að reyndar væri vinnuálag lögregluþjóna þegar allt of mikið, jafnvel svo að menn gætu vart talist vinnufærir á stund- um. „Mér heyrðist þeír hins vegar Úrslit í eðlisfræði- keppni Dómnefnd í eðlisfræðikeppni f ramhaldsskólanema hef ur lokið við að fara yfir úriausnir úr keppninni. Bestu lausnir áttu þeir Agúst Svavar Egilsson og Hákon Guðbjartsson, báðir nem- endur í Menntaskólanum í Reykjavík. Næstbestu lausnir áttu þeir Kristján S. Guðmunds- son og Kristján B. HaUdórsson, einnig nemendur i MR. í 5-10 sæti voru: Geir Agnarsson MR, Garðar Sigurðsson MR, Eiríkur Pálsson MH, Hallbjörn Karlsson MR, Davíð Aðalsteinsson MK og Einar Már Júliusson MR. Alls tóku 45 framhaidsskólanem- endur þátt í eðlisfræðikeppninni að þessu sinni. Hinum 10 efstu í keppninni verður boðið að taka þátt í úrslitakeppni hinn 1. mars nk. þar sem peningaverðlaun verða í boði, auk þess sem góð framistaða í lokakeppninni getur veitt rétt til þátttöku í Olympíukeppninni í eðlis- fræði sem fram fer í Englandi í sumar. taka nokkuð jákvætt undir hug- myndir um þokkalega reglugerð um vopnaburð og réttarstöðu lögreglu- þjóna og hugsanlegra fórnarlamba. Við gerum okkar grein fyrir að alls konar ómenningu verður ekki al- gjörlega haldið fyrir utan landstein- ana, en við eigum að hamla gegn vopnaburði eins og okkur er fram- ast unnt," sagði Einar, „við erum að ýmsu leyti miklu betur settir til þess en aðrar þjóðir." Að sögn Einars koma formenn lögreglufélaga úti á landi til fundar við starfsbræður sína á höfuðborg- arsvæðinu nk. föstudag, til þess að ræða þessi mál. „Það varð engin niðurstaða af fundinum," sagði Þorsteinn Geirs- son ráðuneytisstjóri í dómsmála- ráðuneytinu eftir fundinn. „Ég á von á, að samkomulag náist um vopnaburðinn og réttarstöðumálin en það tekur auðvitað nokkurn tíma," sagði hann. Annar fundur hefur ekki verið boðaður í deilunni. Slys í Hveragerði Hveragerði, 17. febníar. ÞAÐ slys varð í Hveragerði sl. föstudagsmorgun að stór hurð i Trésmiðju Hveragerðis féll á tvo menn, sem þangað áttu erindi vinnu sinnar vegna. Hurðin, sem er mjiig þung, hrðkk af ein- hverjum ástæðum af festingun- iim og féU á menninga, með þeim afleiðingum að annar þeirra fékk höfuðáverka og mikinn hnykk á höfuð og bak. Hinn slapp ómeiddur. Heilsugæslulæknir í Hveragerði saumaði 16 spor í höfuð mannsins og sendi hann síðan á Selfossspítala í myndatökur. Reyndist hann óbrot- inn. Þykir mikil mildi að þarna fór ekki verr. Öryggiseftirlit rikisins var vænt- anlegt austuf ( dag til að kanna málið. Sigrun 38,*% £, 22,7%£ 16,3%£ 16,0%fl FRAMFÆRSLU- VÍSITALA ÍOECD-LÖNDUM Hækkun frá nóv. 1984 til nóv. 1985 8.9% < 8,6% Q| 7,6%C 6,9%£ 5,8% 5,5% 4,9% 4,9% 4,8°/c 4,2% 4,0% | Tyrkland | ísland J Grikkland ) NýjaSjáland ] Portúgal j ítalía j Spánn ] Ástralía ] Svíþjóð Noregur Bretland Finnland (rland Frakkland Belgía Kanada 3.6% 1 I Lúxemborg 3.6% I I Bandaríkin 3.4% r~l Danmörk 3,0%(^J Sviss ?.6°/o( I Austurriki 1,9%tJ Japan 1,8%Q V-Þýskaland 1,7%fJ Holland Á SÍÐ ASTA ári var verðbólga næst mest á íslandi i OECD-rikjun- um, eins og sést á myndinni hér að ofan, aðeins í Tyrklandi var verðbólgan meiri. Tillögur þær, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram í kjaraviðræðunum miða hins vegar að því, að samningarnir leiði til þess, að verðbólgan hérlendis verði svipuð og á ítalíu. Morgunblaöið/GÓl Almenn bifreiðaskoð- un hóf st á mánudaginn HIN árlega bifreiðaskoðun hófst hjá Bifreiðaeftirliti ríkis- ins á mánudaginn og stendur hún yfir til 10. október nk. í auglýsingu frá lögreglustjóran- um í Reykjavík segir að þegar ökumenn koma með bifreiðir sínar til skoðunar skuli þeir leggja fram gild ökuskirteini, kvittun fyrir greiðslu bifreiða- skatts og vottorð um að vá- fryggin? sé í gUdi. Þá skal vera í skráningarskirteini áritun uni að aðaUjós bifreiðar hafi verið stUlteftir31.júlíl985. Nýjar reglur um hjólhlífar á bifreiðum og tengi- og festivögn- um gengu í gildi 1. febrúar sl. Þar segir m.a. að sé kasthornið (þ.e. horn á milli línu gegnum snertipunkt hjóls við veg og neðstu brún bifreiðar, aftan við hjó'. °S yfírborðs vegar) aftan við afturhjól stærra en 25 gráður skal framlengja hjólhlífina t.d. með aurhlíf svo að hornið verði á bilinu 15 gráður til 25 gráður, hvar sem er á breidd hjólsins. Að sögn Lárusar Sveinssonar verkstjóra hjá Bifreiðaeftirliti rik- isins þurfa færri fólksbifreiðir að hafa aurhlífar en áður var, sam- kvæmt þessum nýju reglum. Þetta á við ef yfirbygging bifreiðar nær vel aftur fyrir afturhjólin. Aftur á móti verður að hafa aurhlífar á mörgum tegundum smærri bif- reiða. Lárus sagði að þessar regl- ur væru gerðar í samræmi við reglur sem í gildi eru um þetta á hinum Norðurlöndunum. Lækkun útsvars og þjónustugjalda: Tuttugu sveitarfélög höfðu sent jákvætt svar í gærkvöldi STJORN Iaunanefndar sveitarfé- laga sendi á sunnudaginn skeyti tíl aðildarsveitarfélaga þar sem óskað var eftir afstöðu þeirra til lækkunar útsvars um 5,5% og þjónustugjalda stofnana um 5-10%. í fréttatilkynningu frá stjórn launanefndar sveitarfélaga segir að þetta sé gert í samræmi við hug- myndir ríkisstjórnarinnar um lækk- un opinberra gjalda til að greiða fyrir kjarasamningum. Ljóst sé að ef verðbólga fer niður í 9% í lok þessa árs geti sveitarfélög og stofn- anir þeirra lækkað útgjöld sín frá áætlun fyrir árið 1986 þar sem við samningu þeirra var gert ráð fyrir mun meiri verðbólgu. Fjárhagsleg staða ýmissa sveitarfélaga og flestra þjónustustofnana þeirra væri mjög erfið, sérstaklega veitu- stofnana, svo sem hitaveitna. Gjald- skrár þessara fyrirtækja og stofn- anna hafi yfirleitt verið hækkaðar mun minna en þörf er á. Vandamál þeirra þurfi að leysa. Jafnframt segir að vegna yfir- standandi kjarasamninga og að- gerða sem leiða munu til lækkunar verðbólgu og stöðugs gengis sé þess vænst að sveitarfélögin taki sinn þátt í þessari tilraun og lækki útsvör og þjónustugjöld í samræmi við kostnaðarlækkanir sem hljótast af lækkaðri verðbólgu. Um kvöldmatarleytið í gær höfðu borist um 20 jákvæð svör frá aðild- arfélögum launanefndar sveitarfé- laga. Að sögn Magnúsar Guðjóns- sonar framkvæmdastjóra Sam- bands islenskra sveitarfélaga höfðu margar sveitarstjórnir boðað til fundar síðdegis í gær. Hann sagði að eftir þeim fregnum sem borist hefðu mætti telja líklegt að allar sveitarstjórnir sem ættu aðild að launanefnd muni fallast á þetta. Bæjarráð Dalvíkur: Lækkun útsvars og þjónustugjalda samþykkt Dalvik 18. ft.bni.ir. Á FUNDI bæjarráðs Dalvíkur 17. febrúar síðastliðinn var tekið fyrir erindi frá launanefnd sveit- arf élaga þess ef nis, að í tengslum við kjarasamninga, verði tekin afstaða til lækkunar útsvara og þjónustugjalda. Á fundinum samþykkti bæjarráð, að útsvar skyldi lækka í 10,4% af launum og að þjónustugjöld bæjarstofn- ana verði lækkuð um 5% nema dagvistargjöld, sem verði hækk- uð, en þó hlutfallslega minna en gert var ráð f yrir. Jafnframt var samþykkt að fyrir- fram ákveðin hækkun gjaldskrár hitaveitu um 10% komi ekki til framkvæmda og að við aðrar fyrir- hugaðar gjaldskrárhækkanir, verði fullt tillit tekið til verðlagsþróunar og að leitazt verði við að sporna eftir mætti gegn hækkunum. Þessi samþykkt bæjarráðs er háð því, að samningar náist á grundvelli þeirra tillagna, sem ríkisstjórnin setti fram í efnahagsmálum vegna yfirstand- andi kjarasamninga. Samþykkt þessi á eftir að fara fyrir bæjar- stjórn. Fréttaritarar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.