Morgunblaðið - 19.02.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.02.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR19. FEBRÚAR1986 Kosið um áfengisútsölurnar í Garðabæ og Hafnarfirði á laugardag: Frá Hafnarfirði Frá Garðabæ „Sjálfsögð þjónusta“ eða ábót á áfengisbölið mikla? HAFNFIRÐINGAR og Garð- bæing-ar ganga að kjörborðinu á laugardaginn 22. febrúar næstkomandi og greiða at- kvæði um það hvort opna eigi áfengisútsölur í bæjunum. Almenningur skiptist í þtjár fylkingar í þessu máli, þeir sem eru með, þeir sem eru á móti og svo hinir sem kæra sig koll- ótta hvort áfengi verði á boðstól- um í bæjunum. Morgunblaðið ræddi við allmarga aðila í Hafn- arfirði og Garðabæ, flestir töldu óþarfa að tjá sig um málið í Árni Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður: „Áfengisneyslan myndi aukast án nokkurs vafa“ „Ég er tvímælalaust á móti því að opnuð verði áfengisút- sala,“ segir Arni Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður í Hafnar- firði og heldur áfram: „Ég byggi skoðun mína á rannsókn- um sem hafa sannað að áfengis- neysla eykst alltaf ef eitthvað verður til þess að auðvelda fólki að afla sér áfengis. Tómas Helgason rannsakaði áfengis- venjur íslendinga fyrir nokkru og hélt fróðlegan fyrirlestur um niðurstöður sínar. Þar er helst að geta, að sé miðað við þéttbýli þar sem áfengisútsölur eru til staðar, þá eru 13 prósent Iíkur að 14 ára unglingur verði drykkjusjúkur og 20 prósent líkur á að hann verði ofdrykkju að bráð. í dreifbýli eru þessar tölur aðeins 4 prósent.“ Fleira tíndi Ámi til úr umrædd- um fyrirlestri Tómasar Helgason- ar. „Til dæmis telja fleiri karl- menn að þeir eigi við áfengis- vandamál að stríða þar sem áfengisútsölur eru, heldur en þar sem þær eru ekki,“ segir Ámi. Fyrr á öldinni var áfengisútsala í Hafnarfirði og Ámi var inntur eftir því: „Það má vel koma fram, að sú útsala var opnuð í fullri óþökk bæjarstjómar og bæjarbúa. Bæjarbúar óskuðu meira að segja eftir því að búðinni yrði lokað þremur árum eftir að hún var opnuð, en við því var ekki orðið. Það sýnir andstöðu bæjarstjómar, að hún neitaði að skipa forstöðu- mann og varð ráðuneytið að sjá um það. Bæjarbúar sýndu hug sinn til áfengisútsalna á þessum tíma og ég vona að hugarfarið Arni Gunnlaugsson hafi ekki breyst, það yrði ekki gæfuspor að opna hér áfengisút- sölu og halda áfenginu þannig bókstaflega að bæjarbúum. Ég vona líka að Garðbæingar kjósi skynsamlega og satt að segja yrði það einnig áhyggjuefni ef þetta yrði samþykkt þar í bæ, því það myndi gera Hafnfirðingum mun auðveldar fyrir að nálgast áfeng- ið,“ sagði Ámi Gunnlaugsson að lokum. 0 Olafur Torfason kaupmaður: „Mikill hugur meðal viðskiptavina minna“ „ÞAÐ er alveg rétt, ég hef mikinn hug á þvi að áfengisút- sölu verði komið á laggirnar í nýja miðbænum í Garðabæ og ég hef orðið var við mikinn hug i viðskipavinum minum, vel flestir virðast spenntir fyrir því cinnig,“ sagði Ólafur Torfa- son, kaupmaður í Garðakaup- um. Er málið var rætt enn frekar, sagði Ólafur einnig: „Það er að vísu við því að búast, að drykkja aukist eitthvað í bytjun, en það myndi áreiðanlega fjara út og jafnast á ný. Það sem mér fínnst skipta. meira máli en það hvort einstaklingar drekka eitthvað meira en ella á tiltölulega skömm- um tíma, er hvað tilkoma áfengis- útsölu gæti gert fyrir miðbæinn okkar. Garðabær er í örum vexti og áfengisútsala á staðnum myndi stuðla að enn meiri uppvexti og grósku. Það er verið að byggja upp góðan miðbæjarkjama og fyrir utan það að veita sjálfsagða þjónustu myndi ríki hér í bænum koma í ríkum mæli í veg fyrir að bæjarbúar sæktu viðskipti til ná- grannabyggðarlaga. Þá má segja sem er, að Garðbæingar hafa ekki beinlínis þurft að sækja áfengið blaðaviðtali, en voru eigi að síður ófeimnir að reifa málefnið. Hér birtast þijú viðtöl við menn sem sáu sér fært að tjá sig opin- berlega, en þess má geta, að skoðanir og viðhorf þeirra sem einnig var rætt við, voru mjög á sama veg og hér birtast. Þeir sem eru á móti hampa niðurstöð- um úr rannsóknum sem sýna fram á drykkjuaukningu þar sem áfengisútsölur eru. Þeir benda á vaxandi áfengisböl í landinu og telja það hinn mesta óþarfa að gera fólki auðvelt með að nálgast veigamar. Ósómi og afbrot og mannlegir harmleikir séu fylgifiskar áfengisneyslu og réttara væri að loka heldur þeim áfengisútsölum sem fyrir eru heldur en að opna nýjar. Það kveður svo við annan tón hjá þeim sem em áfengisútsöl- um hlynntir. í Garðabæ er talað um að áfengisútsala í hinn nýja miðbæjarkjama myndi auka vemlega umferð um miðbæinn og stuðla þannig að uppbygg- ingu bæjarins og hrista úr hon- um svefnbæjardrómann. Þá er vinsælt að tala um hina „sjálf- sögðu þjónustu" sem felst í að hafa auðveldan aðgang að áfengisútsölu. í Hafnarfirði telja „með-menn“ ekki að ríki muni stuðla að bæjarbrag, þar er „sjálfsagða þjónustan" algeng- asta röksemdin fyrir því að borgarbúar ættu að kjósa yfír sig ríki. Það hefur hingað til farið hljótt um þessar kosningar, þegar þetta er ritað hefur ekki komið til Ijöldafunda, engum dreifíbréfum hefur verið rennt inn um póstlúgur. Einn ónafn- greindur viðmælandi Morgun- blaðsins lýsti málinu í hnotskum er hann sagði: „Við tjáum okkur við kosningakassana." að því langt, það er ekki stórmál skreppa til Reykjavíkur og efast ég um að það yrðu einhver viðbrigði. Hitt er svo annað mál að það væri slæmt fyrir upp- bygginguna hér í bæ, ef Garð- bæingar felldu málið í atkvæða- greiðslunni, en það yrði hins vegar samþykkt í Hafnarfírði. Lengi hafa margir Garðbæingar sótt viðskipti til Hafnarfjarðar, en með vaxandi uppbyggingu í Garðabæ hefur dregið úr því. Það gæti aukist á ný ef atvik bjóða upp á það,“ sagði Ólafur Torfason kaup- maður í Garðabæ að lokum. Hallgrímur Sæmundsson kennari: „ Afengi er þegar allt of mikið vandamál“ HARÐUR andstæðingur áfengisútsölu í Garðabæ er Hallgrímur Sæmundsson kennari. Morgunblaðið innti hann eftir viðhorfum sínum og skoðanabræðra hans. „Andstaða mín byggist á ein- földum staðreyndum, það er, að, áfengi er þegar allt of mikið vandamál og aukin drykkja hefur ekkert annað en aukin vandamál í för með sér. í heild tekið myndi áfengisútsala áreiðanlega auka drykkjuna þó ekki sé hægt að gera sér almennilega grein fyrir hversu mikil sú aukning yrði. Þá ber þessi atkvæðagreiðsla allan keim af því að verið sé að reyna að meija þetta mál í gegn. Það eru bráðum fjögur ár síðan að bæjarbúar kusu um þetta sama mál, en þá var tillagan felld," segir Hallgrímur, en hvað segir hann um þá röksemdafærslu að áfengisútsala myndi verða sterkt afl í uppbyggingu miðbæjarins? „Mér fínnst það vægast sagt handlítil rök að halda slíku fram, í bæjarfélögum miðast uppbygg- ing og viðskipti við eftirspum og nauðsynlega þjónustu. Verslanir verða að sanna tilverurétt sinn með öðrum hætti en að inn í þær slæðist einhveijir viðskiptavinir út á áfengissöluna. Við þetta má bæta, að mér fínnst ótækt að ræða um áfengi eins og almenna neysluvöru einsogt.d. mjólk. „Þá finnst mér að beita ætti Hallgrímur Sæmundsson verðstýringu til þess að stemma stigu við áfengisneyslu svo og tóbaksneyslu. Það hlyti að minnka vandann. Það er fáránlegt að mjólk skuli hafa hækkað kannski tífalt á vissu tímabili en sígarettur aðeins sexfalt á sama tíma. Að lokum vil ég segja að mér fínnst það miður hvemig tekið er á baráttu gegn áfengi. Um hana er rætt eins og þetta sé einhver gamall tími sem ekki á lengur við. Þetta er auðvitað alveg öfugt í raun og veru, það á sannarlega við að beijast gegn áfengisneyslu meðan vandinn af völdum hennar er jafn mikill og raun ber vitni."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.