Morgunblaðið - 19.02.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.02.1986, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR19. FEBRÚAR1986 Gunnar Ragnars bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri: „Okkar tillögur frá í fyrra teknar upp“ Getum staðið að þessari áætlun þó við berum enga ábyrgð á heildarstefnunni Akureyri, 12. febrúar. „ÉG VIL byija á því að rifja upp að við sjálfstæðismenn stóð- um ekki að gerð fjárhagsáætlunar í fyrra. Við lögðum þá fram ákveðnar tillögur, t.d. vegna álagningar á fasteigna- skatti og niðurskurðar á rekstrargjöldum. Þá lögðum við áherslu á aðra framkvæmdaröð en meirihlutinn. Þetta var ekki samþykkt. Nú eru hins vegar allar okkar tiilögur frá því í fyrra teknar upp,“ sagði Gunnar Ragnars, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Morgunblaðið eftir að fjár- hagsáætlun fyrir 1986 hafði verið samþykkt í bæjarstjóm. Flestar okkar tillögnr teknar til greina. „Nú er fasteignaskattur lækkað- ur, vatnsskattur lækkaður, reynt að ná hagræðingu í rekstri með því að skera niður. Við komum með tillögur nú um það hvar ætti að skera og þær voru flest allar teknar til greina," sagði Gunnar. Hann sagði því ekki að leyna að svigrúm við gerð fjárhagsáætlunar nú hefði verið lítið, því farið var verulega fram úr áætlun í fyrra — jjm 40 milljónir króna. Nú er gert ** ráð fyrir því að laga þetta um 30 milljónir króna á þessu ári. Þeir peningar nýtast því ekki til fram- kvæmda — en við erum með mörg verkefni sem við viljum vinna að. Eg nefni sérstaklega í því sambandi þau markmið sem við höfum sett okkur með dvalarheimili aldraðra, Hlíð og Skjaldarvík. Við sjáum ekki fyrir hvemig við náum þeim mark- miðum — og mjög er óljóst hvort það framkvæmdafé sem gert er ráð j^fyrir í ijárhagsáætlun nægi. Það er t.d. ekki vitað hve mikið við fáum úr Framkvæmdasjóði aldraðra," sagði Gunnar. Vatnsveitutillagan — mikilvægt að hún var samþykkt Framkvæmdir við Síðuskóla fóru mikið fram úr áætlun í fyrra. Sjálf- stæðismenn lögðust gegn því við gerð fjárhagsáætlunar fyrir það ár að skólinn yrði byggður upp strax. Aðrir vildu fara aðrar leiðir. „Upp- bygging Síðuskóla er nú staðreynd. Ríkið hefur ekki staðið við sinn hlut í byggingunni — það er líka stað- reynd. En auðvitað verður knúið á r um að ríkið greiði sinn hluta.“ Gunnar sagði að taka yrði fleiri kennslustofur í notkun í haust. „Við sem bæjarstjómarmenn eigum að hafa yfírsýn yfir alla starfsemi bæjarins. Vatnsveita Akureyrar hefur mjög rúman fjár- hag. Hún ætlaði að fara í fram- kvæmdir sem við teljum að geti beðið. Þær 15 milljónir sem í hana áttu að fara hefðu ekki dugað nema til að steypa tankinn — ég er á þeirri skoðun að þegar verður farið í að byggja hann eigi að gera það í einum hluta þannig að hægt verði að taka hann í notkun strax — til þess að framkvæmdaféð nýtist. Því gerðum við það að tillögu okkar að byggingu tanksins yrði frestað — fjárveiting félli niður en við létum Vatnsveituna þess í stað sitja með 15 millj. kr. meira í óráðstafaðan tekjuafgang. Við vildum láta fresta því að taka ákvörðun um hvað gert verður við þessa peninga. Við sjáum til hvort við getum ekki nýtt þá til annarra hluta sem við teljum brýnni. Og við sjálfstæðismenn telj- um afar mikilvægt að tillagan var samþykkt," sagði Gunnar. Hún var samþykkt með fjórum atkvæðum sjálfstæðismanna, atkvæði fulltrúa „Alþýðubandalagsins og annars full- trúa Kvennaframboðs. Stefnuleysi meirihlutans „Meirihlutinn hefur aldrei haft neina stefnu í nokkru máli á þessu kjörtímabili. Hann hefur beitt happa og glappa-aðferðinni. Oft hefur komið fyrir að tillögur frá ’ okkur hafa ekki veríð samhvkktar en síðan teknar upp ári síðar. Við í minnihlutanum höfum einsett okkur að hafa áhrif á gang mála, og stundum, eins og nú, er tekið verulegt tillit til okkar sjónarmiða. Við getum því staðið að þessari áætlun nú þó við berum enga ábyrgð á heildarstefnunni." Gunnar sagði það koma í ljós, er greidd voru atkvæði um „Vatns- veitutillöguna", hve forystuleysi meirihlutans væri mikið — að hann skyldi klofna í þessu máli.“ Enda sagði Gunnar eftir að fjárhagsáætl- un hafði verið afgreidd á fundinum í gærkvöldi, að meirihlutinn væri búinn að vera — sprunginn. „Farvel Frans!" sagði Gunnar í kveðjuskyni við meirihlutann. Frá fræðslunámskeiði Ágætis á Hótel Loftleiðum. Morgunblaðið/Júlíus Kaupmenn á fræðslunám- skeiði hjá Agæti SÖLUFÉLAGIÐ Ágæti hélt nýlega fræðslunám- skeið um grænmeti fyrir nokkra kaupmenn og innkaupastjóra. Á námskeiðið komu 30—40 manns og var það vei heppnað _að sögn Gests Einarssonar, framkvæmdastjóra Ágætis. Á námskeiðinu, sem er það fyrsta sinnar tegundar að sögn Gests, fluttu sérfræðingar fyrirlestra. Garð- ar Ámason, kennari við Garðyrkjuskóla ríkisins, ræddi um geymslu og meðferð grænmetis, Sigurgeir Ólafsson, plöntusjúkdómafræðingur hjá RALA, um sjúkdóma og Jón Óttar Ragnarsson dósent fjallaði um manneldissjónarmið í sambandi við grænmeti. Möguleiki á 15 milljóna króna láni til framkvæmda — þar sem samþykkt var tillaga Sjálfstæð- ismanna um frestun byggingu vatnsgeymis Akureyri, 12. febrúar. FJÁRHAGSÁÆTLUN bæjarsjóðs Akureyrar fyrir þetta ár var af- greidd á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi. Heildarútgjöld bæjarins verða 526,6 milljónir króna eins og áður hefur komið fram. Það var aðeins eitt atriði fjár- kvæmdum við vatnsgeymi á Mið- hagsáætlunar sem var verulega húsaklöppum og þær 15 milljónir rætt á fundinum — sú tillaga sjálf- króna sem áttu að fara í það verk- stæðismanna að fresta fram- efni yrðu „óráðstafaður tekjuaf- gangur“ Vatnsveitunnar. Tillagan var samþykkt eins og greint hefur verið frá. Eftir að það hafði verið gert sagði Freyr Ófeigsson, Al- þýðuflokki, af sér sem formaður Vatnsveitustjórnar. Gunnar Ragnars, Sjálfstæðis- flokki, bar tillöguna upp og sagði menn verða að skoða þetta mál í samhengi við aðrar framkvæmdir bæjarins. Vaigerður Bjamadóttir, Kvennaframboði, sagði að tillaga sjálfstæðismanna væri góð. „Ég er sammála Gunnari Ragnars um að dvalarheimili og Síðuskóli geti ekki beðið.“ Sigríður Stefánsdóttir, Al- þýðubandalaginu, sagði hér verið að taka lán frá Vatnsveitunni — það væri ekki verið að taka þessa peninga úr loftinu og ekki þyrfti að borga þá til baka. Freyr Ófeigsson var eini bæjar- fulltrúinn sem var á móti því að fresta byggingu vatnsgeymisins. Hann sagði tillöguna kollvarpa hugmyndum sem Vatnsveitan hefði verið rekin eftir. „Hún felur í sér að viðskiptavinir Vatnsveitunnar eru skattlagðir til að standa undir öðmm framkvæmdum bæjarins. Nú er í fyrsta skipti frá 1971 ekki álag á vatnsskatt á Akureyri — og við gætum sífellt lækkað verð hér eftir ef framkvæmdir fengju að vera í friði." í fjárhagsáætlun er fram- kvæmdafé bæjarins á árinu 136,7 milljónir króna — en möguleiki er nú á að sú upphæð hækki um 15 milljónir, með því að taka þessa upphæð að láni hjá Vatnsveitunni. Akranes: Fjögfur hundruð manns sóttu krabbameinsviku Morgunblaðið/Bjami Grænlenski 270 brúttótonna fiskibáturinn Imaqfisk við Faxagarð í Reykjavík. Flatfiskveiðabát- ur til Grænlands ÞETTA er ekki neinn sportveiði- bátur — til sjóstangaveiði eða þessháttar, eins og ýmsir héldu við fyrstu sýn er báturinn lá við Faxagarð hér í Reyjkavík fyrir síðustu helgi. Þetta er nýbyggður fiskibátur sem var á leið til heimahafnar sinnar í bænum Sisimiut á vestur- strönd Grænlands. Á leið þangað frá skipasmíðastöð í bænum Sol- strand í námunda við Molde bilaði sjálfstýringin í bátnum. Því var leitað hafnar hér og hingað komu svo flugleiðis sérfræðingar frá verk- smiðjum, flugleiðis til viðgerðar- starfa. Báturinn heitir Imaqfisk. Mun ekki eiga neitt systurskip — enn sem komið er a.m.k. Hann er sérhannaður til flatfiskveiða — grá- lúðuveiða. Hann er m.a. búinn frystilest. Getur flutt í veiðiför um 125 tonn af grálúðu, sögðu áhafn- armenn. Hann er 27 m langur og um 8 m á breidd. Hann hafði kostað um 16 milljónir norskra króna. Þegar hann fer til veiða undir skip- stjóm Asbjöms Matras, sem er Færeyingur, verður 13 manna áhöfn á bátnum, flestir Grænlend- ingar. Utgerðarfélag bátsins í Sisi- miut stjómar Færeyingur, Jogvan Kjölbro að nafni, sem þar er búsett- Akranesi, 14. febrúar. Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis gekkst fyrir krabbameinsviku á Akranesi í síðustu viku og tókst hún mjög vel. Katrín Georgsdóttir sem sæti á í sfjórn félagsins sagði að mikil ánægja væri með þetta kynningarstarf, það hefði farið fram úr björtustu vonum manna. Alls sóttu um 400 manns þessa krabbameinsviku og er það mjög góður árangur, því þegar sama kynningarvika var haldin í Reykjavík fyrir skömmu komu þar rétt rúmlega 1000 manns. Nemendur í grunnskólum bæjar- ins sóttu sýninguna í fylgd Einars Gunnarssonar læknis sem fræddi þau sérstaklega um skaðsemi reykinga. Snorri Ingimarsson lækn- ir hélt erindi og sóttu það um 60 manns. Sá Snorri sérstaka ástæðu til að lýsa ánægju sinni með þessa miklu fundarsókn, en þó vakti at- hygli að engir karlmenn voru við- staddir en yngri konur í áberandi . meirihluta. Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis heldur úti starfsemi leitarstöðvar á Akranesi og hafa konur verið mjög áhuga- samar um að koma í skoðun. Katr- ín Georgsdóttir sagðist vilja hvetja fólk til að sækja fræðsluerindi á vegum félagsins og eins innkallanir í skoðanir. Það vekur sérstaka athygli okkar, sagði Katrín, að almannatryggingakerfið greiðir ekki lengur kostnað við sýnatöku eins og áður. Gjaldið sem þarf að borga er allt of hátt og fólk setur það gjarnan fyrir sig. Við erum bjartsýn á framtíðina og vonum að starf okkar verði öflugt og fólk sýni því vaxandi áhuga í framtíðinni, sagði Katrín að lokum. Þess má að lokum geta að Guð- borg Elíasdóttir afhenti Krabba- meinsfélagi Akraness og nágrennis kr. 20.000 til minningar um mann sinn, Jóhannes Jónsson, bakara- meistara sem lést á sl. ári. JG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.