Morgunblaðið - 19.02.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.02.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR19. FEBRÚAR1986 fEHiT0WI#Mii!r Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, síml 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 40 kr. eintakiö. Von um umskipti Isunnudagsblaði Morgun- blaðsins birtust viðtöl við átj- án launþega um kjaradeilurnar með sérstakri vísan til tillagna ríkisstjórnarinnar til lausnar á þeim. Þrennt setur svip á við- brögð fólksins: 1) Tillögur ríkis- stjórnarinnar horfa til bóta, en ýmsir óttast, að erfitt verði að standa við þær. 2) Fólk hefur ekki afgang af launum sínum og vill, að þau hækki. 3) Það græðir enginn á verkföllum og ná á kjarabótum án þeirra. Þróun efnahagsmála hefur verið með þeim hætti síðan verðbólgu-holskeflan reis fyrir 13 árum eða svo, að engan þarf að undra, þótt almenningur efist um, að stjórnmálamenn geti staðið við fyrirheit um að berja hana niður. Fögur loforð hafa vissulega verið gefin áður. Kristján Þorgeirsson, trésmið- ur, segir meðal annars í Morg- unblaðsviðtalinu: „En ég trúi því ekki fyrr en ég tek á, að hún [ríkisstjórnin] standi við þetta. Það er göfugt markmið að ætla að halda verðbólgunni í 9% en ég teldi kraftaverk ef það tækist." Undir þetta geta vafalaust margir tekið, en hug- mynd fulltrúa Alþýðusam- bandsins, sem lögð var fram á fundi með vinnuveitendum í fyrrinótt, sýnir, að samninga- menn launþega hafa trú á, að nú sé lag til að ná verðbólgu niður. Þeir segjast meira að segja vilja ganga lengra á þeirri braut en ríkisstjórnin. „Mér líst ekkert á þessar til- lögur [ríkisstjórnarinnar] því mér líst ekki á að launþegar greiði niður verðbólguna. Kjörin eru orðin það lág að við verðum öll að fá kauphækkun - ekki síst konur," segir Jófríður Björns- dóttír, flugfreyja. Vandinn er auðvitað sá, að geta tryggt launahækkun, samhliða því sem staðið er gegn þunga verðbólg- unnar. Mikil hætta er á ferðum, ef sú skoðun festist í huga manna, að launþegum sé hagur af því, að verðbólga haldi áfram. Hún getur ekki verið annað en bölvaldur, einkum fyrir launa- fólk. Fáir halda þeirri skoðun hærra á loft um þessar mundir en húsbyggjendur úr hópi laun- þega. Asdís Ársælsdóttir, er vinnur í verslun Sláturfélags Suður- lands, sagði: „Mér þykir átakan- legt ef farið verður í verkföll nú. Maður veit hvað það kostar. Það nær sér enginn eftir slíkt því kjarabótin er löngu étin upp þegar verkföllunum lýkur. Eg er á móti því að kaupið hækki til að það fari beint út í verðlag- ið. Leiðin sem ríkisstjórnin bendir á er betri. Bein kaup- hækkun er engin lausn." Það er fráleitt, ef verkalýðsforingjar halda, að þeir tali fyrir munn meirihluta umbjóðenda sinna, þegar þeir hóta með verkfalls- vopninu. Þeir, sem ætla að beita því, verða fyrst að svara þeirri spurningu, hvor beri mestan skaða af því: sá, sem á vopnið, eða hinn, sem á að berja með því. Sú skoðun nýtur almenns fylgis hér og annars staðar, að ávinningurinn jafnist ekki á við tapið, sem af verkföllum leiðir. Línurnar hafa skýrst nægi- lega í kjarayiðræðunum síðustu daga og vikur til að þátttakend- ur í þeim geri sér ljóst, hvaða niðurstaða næst án þess að beinlínis sé gengið á gamla verðbólgu-lagið. Öllum ætti einnig að vera ljóst, hvaða af- leiðingar það hefur. Kosningarnar í Iðju Um nokkurt árabil hefur verið um það þegjandi samkomulag meðal ráðamanna í verkalýðshreyfingunni, að ekki sé efnt til kosninga um stjórnir einstakra verkalýðsfélaga. Þeg- ar alþýðubandalagsmenn sjá sér færi rjúfa þeir þó þetta sam- komulag, eins og dæmin sanna, nú síðast í Iðju. Hlýtur það að vera umhugsunarefni fyrir lýð- ræðissinna, hvort þeir eigi að una þessum starfsháttum. Sjálf- stæðisflokkurinn er fjölmenn- asti flokkur launþega í landinu eins og Þorsteinn Pálsson, for- maður hans, hefur sagt. Þessi staðreynd blasir þó ekki við, þegar litið er á stjórnir verka- lýðsfélaga. Þegar kosningabaráttan hófst voru aðeins um 1.100 fé- lagsmenn af 3.000 í Iðju með kosningarétt. Fyrir kjördag fjölgaði þeim kosningabærum félögum í 2.434 eða um 1.300. Hins vegar greiddu aðeins 937 atkvæði í kosningunum, eða 38,5% kjósenda. Þessar tölur segja sína sögu um ástandið innan verkalýðsfélaganna. Þar er greinilega ekki mikill áhugi á þátttöku í félagsstörfum, þótt hart sé barist og ríkt hafi verið gengið eftir því við fólk, að það tryggði sér að minnsta kosti atkvæðisrétt. Þegar tóm gefst frá kjarabaráttunni, ættu verkalýðsforingjar að íhuga þessar tölur úr kosningunum í Iðju. Þær staðfesta margt af því, sem hörðustu gagnrýnend- ur valdamanna í verkalýðsmál- um hafa haldið fram á undan- förnum árum. Straumhvörf í lenskum stjórnmá eftir Hannes Hólmstein Gissurarson 011 er tilveran þrotlaus opinberun tvennra ólíkra sanninda. Önnur þessara sanninda eru, hversu naum náttúran hefur verið á lífsgæði við okkur mennina. Öll lútum við lög- máli skortsins, hvort sem okkur lík- ar betur eða verr. Öll rekum við okkur einhvern tíma óþyrmilega á takmarkanir okkar. Hinn harði skóli lífsins kennir okkur hófsemi og aðgát. En tilveran opinberar okkur einnig og ekki síður hið mikla fyrir- heit, sem f frelsinu er fólgið. Hún sýnir okkur, svo að ekki verður um villst, hversu langt einstaklingarnir geta komist, fái þeir að beita hug- viti sínu og verksviti í friði fyrir valdsmönnum. Frelsið er það lausn- arorð, sem opnar þjóðum heimsins leið úr fátækt í bjargálnir. Það veitir fólki óteljandi tækifæri til þess að reyna fyrir sér. Það kemur öllum til einhvers þroska. Ég hyggst í þessu stutta eríndi um íslensk stjórnmál á líðandi stund reyna að taka tillit til þessara tvennra sann- inda tilverunnar — reyna að virða veruleika skortsins án þess að missa sjónar á möguleika frelsisins. Straumuriiin liggur aftur til sjálfstýringar Öll lútum við lögmáli skortsins, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Lífsgæðin hrökkva ekki til þess að fullnægja öllum þörfum okkar fyrírhafnarlaust, og þau verður því að skammta með ein- hverjum hætti. Hagfræðingar upp- lýsa okkur um það, að þau megi skammta með tvennum hætti: með miðstýringu, þar sem einn maður eða hópur tekur að sér að dreifa þeim með valdboði, og sjálfstýringu, þar sem þau dreifast á menn f frjáls- um viðskiptum. Sjálfstæðismenn og aðrir frjálslyndir menn hafa alltaf verið hlynntari síðari kostinum, en enginn íslendingur hefur líklega skýrt sjálfstýringu betur og skarp- legar en stofnandi Sjálfstæðis- flokksins og fyrsti formaður, Jón Þorláksson forsætisráðherra. Hann segir í ritgerð frá 1926, „að þá muni mest ávinnast til almennings- heilla, er hver einstaklingur fær fullt frjálsræði til að nota krafta sína í viðleitninni til sjálfsbjargar öðrum að skaðlausu". Og í fyrir- lestri, sem hann flytur á fundi Heimdallar í ársbyrjun 1929, leiðir hann frekari rök að þessarí hug- mynd. Jón Þorláksson bendir þar á það, að í frjálsri samkeppni neyðast framleiðendur til þess að fullnægja þörfum neytenda eins vel eða betur en aðrír, eigi þeir ekki að tapa viðskiptum. Til þess að græða verða þeir að framleiða vöru eða veita þjónustu, sem aðrir vilja kaupa. Þeir tapa hins vegar, ef þeir taka rangar ákvarðanir, til dæmis ef þeir kosta meira til framleiðslunnar en keppinautar þeirra. Jón Þorláks- son kemst svo að orði: „í hinni sjálf- virku vél frjálsra viðskipta er eigin- hagsmunagæslan sá aflgjafi, sem knýr hvert einstakt hjól, en afrek vélarinnar er framleiðsla til full- nægingar allra þörfum." Þeir Ólafur Björnsson prófessor og Jónas H. Haralz bankastjóri háfa síðan eflt sjálfstýringarhug- mynd Jóns Þorlákssonar að rökum. Þeir hafa sýnt, hyernig verð, sem myndast á frjálsum markaði, getur stillt saman framleiðslu og neyslu- þarfir miklu betur en nokkur mið- stjórn. En þessi hugmynd var þó heldur tekin undan að siga, þegar Jón festi orð sín á blað í ársbyrjun 1929. Áætlunarbúskapur hafði vfða verið rekinn á árum heimsstyrjald- arinnar fyrri, og margir héldu, að þeir gætu með skynsamlegri mið- stýringu stytt sér leið fram hjá skorti lífsgæðanna. Þeir gætu jafn- vel tekið undir sig stökk inn í ríki allsnægtanna eins og einn vinur og vopnabróðir Karls Marx taldi. Sumir voru þeirrar skoðunar, að sjálfstýring á markaði væri ímynd- un ein: þeir komu ekki auga á þá „sjálfvirku vél frjálsra viðskipta", sem Jón Þorláksson lýsti. Þeir sáu aðeins „sundurvirkt þjóðfélag", svo að vitnað sé til Halldórs Laxness, „þar sem allir kraftar vinna hver á móti öðrum eins og í vél, þar sem hvert hjólið snýst á móti öðru". Heimskreppan, sem skall á Vestur- löndum á fjórða áratugnum, var einnig illa til þess fallin að auka trú manna á sjálfstýringu. Svo virt- ist sem hagkerfi séreignar og samkeppni væri í eðli sínu óstöðugt. Það gæti ekki stjórnað sjálfu sér. Menn þurftu ekki að vera sann- færðir sameignarsinnar eða stuðn- ingsmenn hins „samvirka" hag- kerfis í austri eins og Halldór til þess að halda, að skynsamleg hag- stjórn væri nauðsynleg. Hagkerfíð yrði að vera „blandað". Á árunum 1930-1970 var róður sjálfstýringarsinna alls staðar held- ur þungur. En á síðustu tíu árum hafa hins vegar orðið straumhvörf. Tvennt veldur þeim. Fyrst er það, að hagfræðingar eins og Friedrich A. von Hayek, Milton Friedman og George Stigler hafa blásið nýju lífi í sjálfstýringarhugmyndina með rökum sínum og rannsóknum. Hayek hefur hert á þeirri kenningu Adams Smiths, að menn geti nýtt sér þekkingu hver annars með frjálsum viðskiptum á markaði. Friedman hefur leitt rök að því, að heimskreppan á fjórða áratugnum hafi ekki orðið, vegna þess að markaðskerfið sé í eðli sínu óstöð- ugt, heldur megi rekja hana til misheppnaðra ríkisafskipta. Stigler hefur sýnt fram á það í rannsóknum sínum, að samkeppni á márkaði sé í fullu fjöri, en ekki dauð úr öllum æðum eins og John Kenneth Gal- braith og aðrir samhyggjumenn hafa fullyrt. í annan stað hafa menn séð, að velferðarríkið hefur síður en svo náð tilgangi sínum. Eins og Jónas Haralz skrifar í einkabréfí, sem hann hefur leyft mér að vitna í: „Ríkið er klunnalegt og klaufskt verkfæri, sem aldrei nær þeim árangri, sem ætlast er til. Skýringin á þessu er sú, sem Hayek hefur lýst manna best, að þekkingin er ekki á einum eða fáum stöðum, heldur dreifð á milli þús- unda og milljóna manna. Þess vegna er það miklu vænlegra að láta einstaklinga, félög þeirra og marg- vísleg samtök. styðja menn til þroska heldur en að láta ríkið, þar sem ákvarðanir eru ætíð teknar af fáum mönnum á grundvelli lítillar þekkingar, gera það." Við þessa skýringu Jónasar H. Haralz má síðan bæta annarri. Velferðarrikið hvílir á þeirri hug- mynd, að færa megi fé á milli manna með valdi. En hætt er við því, að þeir, sem bestan aðgang hafa að valdi ríkisins, noti tækifærið til þess að færa fé til sín. Þeir, sem kunna að láta í sér heyra eða skipu- leggja sig til sóknar á vettvangi stjórnmálanna, hafa bestan aðgang að valdi rfkisins. Og rannsóknir sýna, að þeir, sem hafa hag af velferðarkerfínu, eru flestir f hópi þeirra. Ríkisafskipti, sem áttu að vera til þess að bæta úr meinum markað- arins, hafa valdið nýjum og miklu alvarlegri meinum. Menn hafa uppgötvað, sumir sér til mikillar furðu, að miðstýring er ekki lausn- in, heldur sjálfur vandinn. Því er það, að kjósendur í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa yeitt brautar- gengi frjálslyndum stjórnmála- mönnum eins og Ronald Reagan forseta og frú Margréti Thatcher, en þau hafa heitið því að reyna að auka sjálfstýringu og minnka mið- stýringu. Ég hyggst af þessu tilefni litast um í hinum sérstæða veru- leika okkar íslendinga og reyna að meta, að hvaða gagni sjálfstýring- arhugmyndin geti komið. Úthlutum seljanlegum og varanlegum kvótum Fyrsta málið, sem ég ætla hér að ræða um, er fyrirkomulag físk- veiða við ísland. Mér hefur orðið tíðrætt um lögmál skortsins, en þetta mikla lögmál gildir auðvitað eins um fiskistofna í sjó og kvik- fénað á landi og önnur gæði, sem ekki eru fyrirhafnarlaus eða ókeyp^ . is. Við íslendingar höfum komist að því, sem við hefðum að vísu átt að vita fyrir, að fískistofhana í sjón- um verður að skammta með ein- hverjum hætti. Sú spurning, sem öllu máli skiptir, er þessi: Hvernig getum við skammtað þá skynsam- lega? Kvótakerfi hefur verið tekið upp til lausnar þessum vanda. Sumir þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins ólmast gegn þessu kerfi, þar eð að það feli í sér óþolandi miðstýr- ingu. En þeir hafa hins vegar ekki bent á eitthvert annað ráð til þess að skammta fiskistofnana. Ég er sammála þeim um það, að kvóta- kerfí getur falið í sér óþolandi miðstýringu, ef sjávarútvegsráð- herra úthlutar kvótum að eigin geðþótta, og gildir þá einu, hvort ráðherra er sjálfstæðismaður eða sósíalisti. Allir frjálslyndir menn, hvar í flokki sem þeir standa, hljóta því að svipast um eftir öðrum kosti og hyggilegri. Ég held, að hann fyrirfinnist. Kvótakerfíð, sem við búum við, má færa í miklu skyn- samlegra og frjálslegra horf, eins og ég held, að Kristján Ragnarson, formaður Landssambands fslenskra útvegsmanna, hafi einna fyrstur áttað sig á. Það, sem ég skal reyna að skýra hér örfáum orðum, er hvernig beita má sjálfstýringu til lausnar vandanum. Hver er sá vandi, sem við er að glíma? Hann er í sem fæstum orð- um, að við höfum litið á fiskistofn- ana sem ókeypis gæði, þótt á þeim sé skortur, með þeim afleiðingum, að við höldum úti miklu stærri fiski- skipaflota en við þufum til að draga aflann að landi. Við veiðum méð öðrum orðum aflann með miklu meiri tilkostnaði en nauðsynlegt er. En hvernig getum við skammtað fiskistofnana? Við getum auðvitað gert það með miðstýringu, þannig að ráiðherra úthluti árlega kvótum til útgerðarmanna með öllu því reiptogi og ógeðfellda atkvæða- braski, sem fylgir. En við getum líka gert það með sjálfstýringu, eins og dr. Rögnvaldur Hannesson, pró- fessor f fiskihagfræði í Björgvinjar- háskóla og okkar eini sérfræðingur í þeirri grein, hefur bent á. Við getum leyft því verði, sem myndast á kvótunum í frjálsum viðskiptum á markaði, að skammta fiskistofn- ana. Þetta getum við gert með því að úthluta varanlegum og seljanleg- um kvótum í eitt skipti fyrir 511 til útgerðarmanna. Ber mér nú að svara tveimur spurningum. Hvernig á að úthluta kvótunum í upphafí? Langeðlileg- asta svarið er, að kvótunum sé út- hlutað samkvæmt aflamagni í ein- hvern tiltekinn tíma á undan. Og hvað gerist síðan? Þeir, sem veiða sama afia með minni tilkostnaði en aðrir, kaupa af þeim kvóta, og smám saman safnast kvótarnir á hendur þeirra, sem best kunna til fiskveiða, en skipum hinna er lagt eða þau eru seld úr landi. Smám saman myndast þannig með frjáls- um viðskiptum eðlilegt verð á fiski- stofunum. Ef þetta gerist, þá fær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.