Morgunblaðið - 19.02.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.02.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1986 37 Sölutregða á mjólkurvörum eftirOlaf Oddgeirsson Á þessu ári, sem og nokkrum síðastliðnum, Htur út fyrir að fram- leiðsla á mjólk og mjólkurafurðum sé of mikil miðað við markað. Stjórnendur landbúnaðarins hafa gripið til ýmissa ráðstafana til að reyna að hafa hemil á þessu mjólk- urflóði. Þeir hafa lagt á aukaskatta og sett upp kvótakerfi en ailt kemur fyrir ekki, salan minnkar og fram- leiðslan eykst. Það hefur verið bent á ýmsar leiðir til að hafa áhrif á þessa þróun, en ég mun í þessari grein benda á þær sem tengjast mínum störfum að meira eða minna leyti. Það eru til tvær áhrifamiklar leiðir til að auka söluna. Onnur er sú að lækka verðið en hin að auka gæði vörunnar. Hvernig eða hvort hægt er að lækka verðið veit ég ekki, hagfræðingar og aðrir vel menntaðir menn í rekstrarfræðum verða að svara því, en það er hægt að auka gæði vörunnar. Það hefur reyndar verið unnið að þessum málum __ síðastiiðin ár meira eða minna. Árið 1982 var samin skýrsla um ástand og búnað íslensks mjólkuriðnaðar á vegum heilbrigðisyfirvalda. Síðan þessi skýrsla var gerð hafa verið gerðar margar þær úrbætur innan mjólk- urstöðvanna sem þar er lagt til. Það hafa jafnvel verið byggðar nýjar Mánaðargreiðslur af veðdeildarlánum eftirHafstein Guðmundsson Ég skrifa þetta vegna greinar í Morgunblaðinu 11. febrúar 1986, Drög að húsnæðislánum. Ég fagna auknum lánveitingum fyrir byggjendur, þau eru allt of lág. Það er fyrir flesta ekki málið hver á eignina, heldur fær fólk að búa í því húsnæði, sem það hefur með dugnaði og elju komið sér upp, það er einnig ómælt verðmæti fyrir þjóðarbúið. Eða hvað er þjóðfélag? Er það að rífa niður þjóðfélags- þegnana þangað til ekkert þrífst hér. Er nema von að fólk spyrji. Fjöldinn af heimilum hefur rústast og fjöldi fólks fyrirfer sér, allt vegna fjárhagsörðugleika og framtíðin lendir á villigötum (börnin). Vextir eru stjarnháir, óraunhæfír við alla fjármyndun, í einu orði okur. í gamla daga var notuð svipa á þrælana en nú skuldir. Ef þjóðfélag sér ekki þjóðfélags- þegnum fyrir nauðþurftum stendur það ekki undir nafni. Nauðþurftir eru húsnæði í köldu landi. Þó má ekki neita því að þetta hefur þó lagast síðan heimatilbúin verðbólga fór lækkandi en betur má ef duga skal. Vextir og verðbólga ganga af hverju fyrirtæki, að ég tali ekki um húsbyggjendum, dauðu. Hverj- um ætla þeir þá að lána? 12% vextir og 9% verðbólga eru spor í rétta átt. En það er furðulegt að jafnþýðingarmikil stofnun og Húsnæðismálastjórn skuli ekki hafa neinn tekjustofn, þetta er til skammar. Hún þarf að greiða lífeyr- issjóðunum skuldabréfakaupin aft- ur, nú 40% af ráðstöfunarfé þeirra, mætti vera 50%. Það verður að leyfa þeim að hafa eitthvað. Tekjustofn Húsnæðismálastjórnar ætti að vera þannig: 1. 10% af öllu byggingarefni, sama hvaða nafni nefnist, til að gera íbúð tilbúna. 2. 2% af öllum íbúðum, sem byggð- ar eru til endursölu, eða seldar innan árs frá lánshæfu byggingar- stigi. 3. Útborgun lána ætti alls ekki að vera lengri en 6 mánuðir frá láns- hæfu byggingarstigi, þannig að vextir éti það ekki upp. 4. Endurgreiðsla ætti að fara fram með opinberum gjöldum. Lántak- andi fengi með skattseðlinum upp- lýsingar um greiðsluskyldu sína — og greiðsla fari síðan fram mánað- arlega. Þetta mundi stórminnka vanskil og fækka nauðungarsölum. Þetta ætti ekki að vera vandamál í tölvuvæddu þjóðfélagi. Höfundur erhúsasmíðameistari. FVemsta röð frá vinstri: Anna Hafsteinsdóttír, Guðrún Guðjóns- dóttir, Alfa Lind Birgisdóttir, Þór- dís Vala Bragadóttir, Elfa Kristín Sigurðardóttir, Dóra Þórdís Al- bertsdóttir, Guðný Jónasdóttir Thorlacius, Jóhanna Ólína Hlífars- dóttir og Vigdís B. Jónsdóttir. Miðröð frá vinstri: Kristín Óskars- dóttir, Bjarndís Jónsdóttir, Jóhanna Lúðvíksdóttir, Ragnheiður Sigur- bjartsdóttir, Anna E. Ólafsdóttir, Elín Þóra Eiríksdóttir, Marta Jörg- ensen, Helga Grímsdóttir, Ásrún S. Leifsdóttir, Kolbrún Hauksdóttir, Halldóra Karlsdóttir, Arndís Arnar- dóttir og Jónína Gísladóttir. Aftasta röð frá vinstri: Auður Pétursdóttir, Bryndís Hannesdóttir, Pamela Thordarson, Inger Bjarkan, Ragn- heiður A. Jónsdóttir, Þorbjörg Jó- hannsdóttir, Hreindís E. Sigurðar- dóttir, Bryndís Bjarnadóttir, Ríkey Sigurjónsdóttir, Júlía Sigurðardótt- ir og Anna Sigurðardóttir. stöðvar sem væntanlega skila mun betri vöru en þær gömlu. Einnig var lagt til í þessari skýrslu að hertar skyldu allar kröfur um hrein- læti og flokkun við framleiðslu bæði hjá bændum og í mjólkur- stöðvum. Lækkun á gerlafjölda í mjólk frá bændum haustið 1981 var liður í nýrri mjólkurreglugerð, sem tekur gildi bráðlega, er einnig skref í sömu átt. Annar möguleiki til að auka gæði vörunnar er að fækka þeim kúm í landinu sem fengið hafa júg- urbólgu. Samkvæmt niðurstöðum þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið á tíðni júgurbólgu í íslenskum mjólkurkúm, þá er algengt að um það bil helmingur þeirra sé sýktur. Þessar kýr framleiða mjólk með breyttri efnasamsetningu og þar að auki minni mjólk en heilbrigðar kýr. Sumir þessara gripa ná aldrei aftur upp þeim afköstum sem þeir höfðu fyrir sýkingu, jafnvel þó takist að lækna sjúkdóminn. (Það skal tekið fram til að koma í veg fyrir mis- skilning að öll mjólk sem kemur á markað á íslandi er gerilsneydd og því er útilokað að sýklar berist til neytenda.) Þar sem þessir gripir skila minni mjólk en heilbrigðir með sama tilkostnaði, eða meiri, þá Ritaraskólinn: ~i Utskrifar 35 nemendur RITARASKÓLINN útskrifaði fyrir nokkru 35 nemendur sem stund- uðu nám á íslenskubraut skólans frá janúar 1985 til desember sama ár. Veitt var viðurkenning fyrir góðan námsárangur. Hæstu meðal- einkunn hlaut Anna Sigurðardóttir. Ólafur Oddgeirsson „Eg vil því skora á bændur allsstaðar á landinu að nota tæki-- færið núna, þegar markaðurinn tekur ekki við öllu því sem framleitt er, og fella alla þá gripi sem eru með gaílað júgur vegna júgurbólgu." munu þeir skila litlum eða engum arði. Eg vil því skora á bændur allsstaðar á landinu að nota tæki- færið núna, þegar markaðurinn tekur ekki við öllu því sem framleitt er, og fella alla þá gripi sem eru með gallað júgur vegna júgurbólgu. Sendið inn sýni til gerlaræktunar úr hverjum spena (sýnaglösin fást hjá næsta mjólkursamlagi) og þegar niðurstöður liggja fyrir hafið sam- ráð við dýralækni ykkar og veljið úr eins mikið og mögulegt er og sendið til slátrunar. Þið sláið þrjár flugur í einu höggi. Þið losnið við gripi sem skila litlum eða engum arði, þið hjálpið við að aðlaga framleiðslu- magnið núverandi markaðsaðstæð- um og þið hjálpið við að auka gæði framleiðslunnar og þannig að auka söluna. í lokin vil ég undirstrika sérstak- lega, ef þið farið út í þessar aðgerð- ir, þá þýðir ekki að gera eina alvar- lega hreinsun og láta síðan allt sitja í sama farinu. Þið verðið að breyta um vinnutilhögun í fjósinu til fram- búðar og slá aldrei slöku við ef halda á júgurbólgudraugnum niðri. Það er enginn spurning að- þetta er hægt, ég gæti nefnt næg dæmi nú þegar þar sem þetta hefur tek- ist, þar sem framleidd er fyrsta flokks mjólk með heilbrigðum kúm sem allar skila arði. Höfundur er dýraíæknir og for- stöðumaður Rannsóknarstofu mjólkuriðnaðarins. Fréttabréf úr Bjamarfirði: Kennsla aldrei fallið niður vegna ófærðar Bjarnarfirði. A sl. hausti voru heimtur svo sem ekkert afbragðsgóðar hér í Bjarnarfirði syðra, en þar sem tíð hefir verið með eindæmum góð í vetur hef ir búsmali skilað sér nokkuð vel. Annars hafa verið að rísa hér refabú og bændur að auka við þá búgrein. Alls eru hér í dalnum 11 fjölskyldur. Flestir reka fjárbú- skap, en nokkrir refabú. Þá er einnig grænmetisrækt, en kannski minni en ætla mætti sökum þess hve víða er hér heitt vatn og lindir. Kunnust er kannski Gvendarlaug, á sínum tíma vígð af Guðmundi biskupi hinum goða. Er þar hjá sundlaug sú, er notuð hefir verið til kennslu fyrir nær alla Strandasýslu og jafnframt sem keppnislaug. Stendur hún við Klúkuskóla að Laugarhóli. Það háir notkun laugarinnar nú, að búningsaðstaða við hana var orðin ónýt. Varð að rífa hana á sl. vetri og er nú mikill hugur í heima- mönnum sem og öðrum sýslubú- um að koma sem fyrst upp varan- legum búningsklefum við laugina. Nýtist hún þá fyrst og fremst til sundkennslu og þjálfunar fyrir Sundfélagið Gretti, en auk þess fyrir sýslubúa almennt og fyrir gesti sumarhótelsins, sem rekið er í Félagsheimilinu að Laugar- hóli. Þá er einnig mikill hugur í heimamönnum að breyta kynd- ingu skólans, Klúkuskóla, þannig að heita vatnið verði notað til kyndingar hans, en ekki raf- magnskynding eins og nú er. Samgöngur eru litlar hér í fjörðinn, eða áætlunarbifreið einu sinni í viku á vetrarmánuðum. Hinsvegar kemur áætlunarbifreið tvisvar til Hólmavíkur í viku hverri og flug þangað er einnig tvisvar' í viku. Póstferðir hingað í fjörðinn eru svo tvisvar í viku, á miðvikudögum og föstudögum. Það verður þó að teljast furðulegt, að póstur sá sem kemur með áætlunarbifreið á föstudögum kemur ekki hingað í fjörðinn fyrr en næsta miðvikudag. Er það Félagsheimilið að Laugarhóli og Klúkuskóli eru ein og sama bygging. Þar vilja heimamenn nota heita vatnið til kyndingar. sökum þess að áætlunarbifreið, sem kemur með hann til Hólma- víkur er þar svo seint á degi að hann nær ekki póstferðinni hing- að. Mætti auka þessa þjónustu með því að hafa þrjár póstferðir í viku, þ.e. bæta einni við á mánu- dögum eftir að flugið er komið til Hólmavíkur. Næðist þá að senda bæði póst úr föstudagsáætl- uninni og mánudagsfluginu. Er- lend dagblöð berast hingað daginn eftir útgáfu með fluginu, þ.e.a.s. á Hólmavík, og sýnir það hversu virkt póstgreiningarkerfið í Reykjavík er orðið. Hinsvegar er það ekki nóg, ef blöðin liggja svo 4—5 daga á næstu póststöð, áður en áskrifendur fá þau. Nýr sóknarprestur tók til starfa hér nokkru fyrir jól. Er það séra Baldur Rafn Sigurðsson, sem situr á Hólmavík. Mun hann vera yngsti starfandi sóknarprestur á landinu. Messaði hann hér í Klúkuskóla fyrir jólin og var það fjölmenn athöfn; Þá hélt hann námskeið fyrir fermingarbörn á svæðinu í skólanum um s.l. helgi. Lauk þvi á sunnudeginum með messu fyrir fermingarbörnin og foreldra og aðstandendur þeirra. Var altaris- ganga í messunni með almennri þátttöku. Þá hefir presturinn einnig heimsótt alla skólana á svæðinu og mun halda þvf áfram svo lengi sem þeir starfa. Er þarna á ferðinni ungur maður og áhuga- samur um sitt starf og heflr honum verið vel tekið. Á þessum vetri hefir Klúku- skóla verið breytt í heimanakst- ursskóla. Hefir það tekist vel og er til marks um hversu góð tíðin hefir verið, að kennsla hefir aldrei fallið niður vegna ófærðar né nemendur þurft að vera nætur- langt í heimavist. Eru bæði for- eldrar og starfsfólk skólans án- ægð með þessa breytingu. Nýtt starfslið kom að báðum skólum hreppsins á sl. hausti. Á Drangs- nesi tók Jóhannes Stefánsson sér- kennari við skólastjórn, en Sigrún Jónsdóttir var ráðin kennari við skólann. í Klúkuskóla var Sigurð- ur H. Þorsteinsson uppeldisfræð- ingur ráðinn skólastjóri, en Torf- hildur Steingrímsdóttir kennari. Ráðskona þar í vetur er Hallfríður F. Sigurðardóttir. -S.H.Þ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.