Morgunblaðið - 19.02.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.02.1986, Blaðsíða 1
56 SIÐUR tfgunliffiMfr STOFNAÐ1913 41.tbl.72.árg, MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRUAR1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Grishin vikið úr stjórnmálaráðinu Moskvu, 18. febrúar. AP. VIKTOR V. GRISHIN var rekinn úr stjórnmálaráði sovézka kommún- ista í dag og eru þá aðeins þrír ráðsmenn frá valdatima Leonids Brezhnev eftir í ráðinu, sem skipað er 11 mönnum. Grishin bíður nú hnekki öðru sinni á skömmum tíma, því 24. desember sl. var hann settur af sem formaður Moskvudeildar ^ sovézka kommúnistaflokksins. Ákvörðun um brottvikningu hans úr stjórn- málaráðinu var tekin á fundi mið- stjórnar flokksins í dag. Ekki hefur verið skipað í sæti Grishins í ráðinu en Boris N. Yelts- in, sem tók við Moskvudeildinni af Grishin, var skipaður biðfélagi í dag. Biðfélagar eru þá sjö, en þeir hafa ekki atkvæðisrétt á fundum ráðsins. Þá var Konstantin V. Rusakov settur af sem ritari í miðstjórn kommúnistaflokksins. Hann sá um tengsl miðstjórnarinnar við komm- únistaflokka í fylgirikjum Sovétríkj- anna. Rusakov er 76 ára og sagði TASS að hann hefði hætt fyrir aldurs sakir. Ekki var tilkynnt um eftirmann hans. Grishin hafði setið lengur í stjórnmálaráðinu en nokkur annar ráðsmaður. Hann varð biðfélagi 1961 og fullgildur 10 árum seinna. Hann hefur legið undir grun um að vera flæktur í hneykslismál, sem varða byggingafyrirtæki í Moskvu. Grishin er þriðji ráðsmaðurinn, sem vikið er frá í tíð Mikhails Gorbach- ev. Hinir eru Grigory Romanov, sem talinn var helzti keppinautur Gor- bachevs um flokksformennsku við fráfall Konstantins Chernenko, og Nikolai A. Tikhonov, sem vikið var úr starfi forsætisráðherra í haust. AP/Slmamynd FORNARLOMB EITUREFNAVOPNA TUGIR íranskra hermanna á sjúkrabörum í breiðþotu, sem flutti þá til aðhlynningar á sjúkrahúsum í Evrópu í gær. Hermennirnir urðu fyrir ei<nrefnavopnum, sem írakar eru sagðir hafa grípið til í átökum f Persaflóastríðinu sfðustu daga. Hermennirnir voru fluttir á sjúkrahús í ríkjum Vestur- Evrópu. Myndin var tekin við komu þotunnar til Vínarborgar. Yf irlýsing f rá utanríkisráðherrum EB-ríkja um islenskan útflutning: „Verslum ekki með fiskveiðiréttindi" — segir Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri UTANRÍKISRÁÐHERRAR Evrópubandalagsrikjanna samþykktu í gær sameiginlegar tillögur til að leggja frani í samningaviðræðum við aðildarríki Friverslunarbandalags Evrópu, EPTA. f tillögunum er m.a. yfirlýsing um að allt samkomulag um að fella niður aðflutn- ingsgjald á vörum frá íslendinguin byggist á þvf að aðildarriki Evrópubandalagsins fái að veiða f íslenskri landhelgi. Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneyt- isstjóri í viðskiptaráðuneytinu, sagði að þessar hugmyndir hefðu komið fram og þeim hefði verið synjað. „Það hefur ætíð verið stefna okkar að versla ekki með fiskveiði- réttindi í skiptum fyrir viðskipta- fríðindi," sagði Þórhallun „1. júlí settu Evrópubandalagsríki 13 pró- sent innflutningstoll á saltfisk. Við höfum enn ekki þurft að borga hann vegna þess að tollkvótinn eða tollfrjáls innflutningskvóti hefur hingað til ekki verið fylltur. En óvíst er hvort hægt verður að fá aukningu á tollfrjálsum kvóta á þessu ári. En innheimta á tolli myndi ekki aðeins bitna okkur, heldur fremur á Portúgölum, a.m.k. á meðan eftirspumin eftir saltftski er meiri en framboðið. Okkur er kunnugt um að Portúgalir eru að reyna að fá aukinn tollfrjálsan kvóta fyrir saltfisk innan Evrópu- bandalagsins," sagði Þórhallur. Ráðherrarnir ákváðu á lokadegi mánaðarlegs fundar síns að hefja viðræður við EFTA f lok þessa mánaðar. Helsta viðfangsefni viðræðuaðila er að ganga frá aðild Portúgala og Spánverja að Evrópubandalaginu, sem gekk í gildi sl. áramót. Aðildarríki EFTA eru Noregur, Svíþjóð, Finnland, Austurríki, Sviss og Island. Norðmenn vilja setja aflamark á þau aðildarríki Evrópubandalags- ins, sem veiða við Svalbarða, en Spánverjar, sem hafa stærsta veiði- flotann innan bandalagsins, segjast munu virða slíkt mark að vettugi. Grishin Lissabon: Sprengt við bandaríska sendiráðið Ussabon, 18. febrúar. AP. SPRENGJA sprakk f bifreið starfsmanns bandaríska sendiráðsins f Lissabon f kvöld en tjón varð hvorki á mönnum né mannvirkjum. Maðurinn var nýkominn til sendiráðsins er sprengjan sprakk. Hennar varð vart við venjulega leit eftir að bifreiðinni var lagt fyrir utan aðalhlið sendiráðslóðarinnar og tókst því að forða nærstöddum úr hættu. Óvægin átök á Faw-skaganum Nikósiu, 18. febrúar. AP. ÍRANIR OG ÍRAKAR fuUyrtu að þeir hefðu hrundið sókn hvors annars á Faw-skaganum i Suðaustur-Irak í óvægnum og harðskeytt- um bardögum i nótt og morgun. Hundruð hermenn hefðu fallið og tugir skriðdreka verið eyðilagðir. Báðir strfðsaðilar sögðu harða bardaga hafa verið háða f allan dag. íranir kváðust halda áfram sókn sinni frá olíuborginni Al Faw, sem þeir náðu fyrir helgi, og stefha norður á við til Basra, næststærstu borgar íraks, og til vesturs í átt til írösku flotastöðvarinnar Umm Qasr, sem er við landamæri íraks og Kuwait. T"-----Yfirvarpaárásir ekki orðið við þeirri kröfu írana að fordæma íraka fyrir notkun efna- vopna_ í Persaflóastríðinu. íranir saka íraka um notkun efnavopna og hafa tugir íranska hermanna, sem orðið hafa fyrir barðinu á vopnum af þessu tagi, verið fluttir til Evrópu síðustu daga til aðhlynn- ingar. Israelar halda þvf fram að íranir hafi flutt á annan tug herdeilda, sem undirbúi áhlaup á stöðvar íraka meðfram þjóðveginum frá Persaflóa til Bagdað, að átakalínunni. íranir sögðu íraka aðeins einu sinni blásið til gagnsóknar í nðtt og hefði hún verið brotin á bak aftur. Hin opinbera fréttastofa íraks skýrði með öðrum hætti frá átökun- um. Hún sagði írana tvisvar hafa reynt að leggja til atlögu, en báðum sóknum hefði verið hrundið. íraskar hersveitir hefðu haldið gagnsókn sinni áfram og íransher hefði hörf- að og væri nú kominn í sjálfheldu, þar sem ekkert nema dauðinn biði hermannanna. Kváðust írakar hafa fellt 1.200 íranska hermenn í nótt og morgun og tekið enn fleiri til fanga. Þar sem vestrænir fréttamenn fá ekki að koma nálægt átakasvæð- unum hefur reynst erfitt að stað- festa gildi fullyrðinga stríðsaðilja. Þó virðist sem Iranir hafi undirtökin á Faw-skaganum. Oryggisráðið kom saman til fundar um styrjöld- ina að kröfu fjölmargra arabaríkja og íraka. Fulltrúi íran sótti ekki fundinn þar sem Öryggisráðið hefur ísraeli myrturí Líbanon? Týnia, Líbanoii, 18. febrúar. AP. ÖFGAFENGNIR shítar kváð- ust hafa tekið af lífi miðaldra ísraela, Elie HaUak, sem þeir rændu fyrir tveímur árum í Beirút, í hefndarskyni við aðgerðir Israelshers í suður- hluta Líbanon í dag. ísraelar fóru með heriið inn í suðurhluta Líbanon í leit að tveimur hermönnum, sem rænt var. Ofsafengnir shítar, sem eiga í útistöðum við Israela syðst í Líbanon, hótuðu að taka annan hermanninn af lífi ef herinn hyrfi ekki fyrir kl. 21 að staðar- tíma. Skömmu seinna kváðust önnur shítasamtök hafa tekið Hallak af lífi. Sögðu þau hann hafa verið háttsettann í ísra- elsku leyniþjónustunni, Mossad. Ógerlegt var að staðreyna sann- leiksgildi yfiriýsingarinnar, en reynist hún á rökum reist verður atburðurinn sízt til að draga úr víðsjám í Líbanon. Sjá „ísraelar fylkja Uði í leit að tveimur hermönn- um"ábls.24.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.