Morgunblaðið - 19.02.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.02.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR19. FEBRÚARÍ986 Utandagskrárumræður á Alþingi um takmörkun á mjólkurframleiðslu: Hörð gagnrýni á vinnu- brögð Jóns Helgasonar HEITAR umræður um takmörkun á mjólkurframleiðslu bænda fóru fram utan dagskrár í sameinuðu þingi í gær. Arni Johnsen (S.-Sl.) óskaði eftir umræðunum og hóf þær, en auk hans töluðu 14 þingmenn úr öllum flokkum nema Kvennalista og Bandalagi jafnaðarmanna. Skoðanir þing- manna á málinu voru mjög skiptar og fóru ekki eftir flokkslínum að öllu loytí. Vinnubrögð Jóns Helgasonar, landbúnaðarráðherra, sættu gagnrýni jafnt frá stjórnar- andstæðingum sem stjórnarliðum, þ. á m. formanni þing- flokks framsóknarmanna. Arni Johnsen veik í upphafi máls síns að bændafundinum á Njálsbúð í fyrrakvöld (sjá bls. 22) og þeim áhyggjum, sem þar hefðu komið fram vegna skerðingar á mjólkurframleiðslu í kjölfar ný- settrar reglugerðar landbúnaðar- ráðherra um stjórnun framleiðsl- unnar. Sú skerðing væri meiri, en um hefði verið talað og bændur átt von á. Reglugerðin hefði komið allt of seint og miklir meinbugir væru á henni. Hlutur afkasta- mesta mjólkurframleiðslusvæðis landsins, Suðurlands, væri t.d. fyrir borð borinn við framkvæmd búmarksins. Þingmaðurinn kvað einn mögu- leika til lausnar vera auknar nið- urgreiðslur úr ríkissjóði. Hann sagði hins vegar síðar í umræð- unni, að hann teldi það ekki eina ráðið og fyrst yrði að athuga hvaða fjármagn væri fyrir hendi. Jón Helgason, landbúnaðar- ráðherra, sagði, að kjarni málsins væri sá að mjólkurframleiðsla hefði stöðugt aukist á undan- förnum árum og ef nýju fram- leiðsluráðslögin [sem samþykkt voru í fyrravor] hefðu ekki komið til væru bændur nú að framleiða mjólk án þess að vitað væri hversu stór hluti hennar fengist greiddur. Útilokað hefði verið að ná fullu verði fyrir mjólkurframleiðsluna á grundvelli eldri laga. Ráðherra sagði, að það væri stefna ráðuneytisins að vinna að ákvörðun búmarks í samráði við Stéttarsamband bænda. Þar væru mörg sjónarmið og ólík og setning reglugerðarinnar því tekið lengri tíma, en búist var við. Hann vakti athygli á því, að enn væri ekki ljóst hver yrði endanlegur mjólk- urkvóti hvers bónda, því sam- kvæmt reglugerðinni væru 5% framleiðslunnar skilin eftir og til þess ætlast að heimamenn ráð- stöfuðu henni sjálfir innan síns umdæmis. Þegar endanleg út- hlutun kyótans lægi fyrir yrði athugað hvernig bregðast mætti við þannig að tekjuskerðing bænda yrði sem minnst. Helgi Seljan (Abl.-Al.) sagði, að ádeilur Arna Johnsen væru framhald af atlögu Morgunblaðs- ins gegn landbúnaðarráðherra. Allt væri nú gert til að snúa ábyrgð málsins frá sjálstæðis- mönnum, en sannleikurinn væri sá að báðir stjórnarflokkarnir bæru jafn mikla ábyrgð á fram- leiðsluráðslögunum. Þingmaður- inn gagnrýndi að aðlögunin að þessum lögum hefði engin verið. Þá fann hann að því, að niður- greiðslur landbúnaðarvara hefðu lækkað mjög í tíð núverandi ríkis- stjórnar og búvörur hækkað að sama skapi til neytenda. Páhni Jónsson (S.-Nv.) sagði, að á árunum 1980—1983 hefði ekki verið ýkja mikill vandi á sviði mjólkurframleiðslu. Þá hefði framleiðslan að meðaltali verið 105 milljónir lítra á ári eða um 5% umfram innanlandsneyslu. Þá hefði verið lagt til að setja á hér- aðabúmark og nefnd unnið að tillögum þar að lútandi á sínum vegum sem landbúnaðarráðherra, en erfitt hefði verið að koma málinu í gegn hjá bændasamtök- unum. Morgunblaðið/Bjami Arní Johnsen (S.-Sl.) hóf umræð- una í gær um takmörkun injólk- urframleiðslunnar. Pálmi sagði, að vissulega bæru sjálfstæðismenn ábyrgð á fram- leiðsluráðslögunum, en hins vegar ekki á reglugerð þeirri sem land- búnaðarráðherra hefði sett á grundvelli laganna og margir þeirra væru óánægðir með. Hjörleifur Guttormsson (Abl.-Al.) gagnrýndi harðlega hve seint reglugerð um mjólkurfram- leiðslu kæmi fram. Hann benti á, að ráðherra hefði í lok ágúst samið um það við bændasamtökin að mjólkurframleiðslan næmi 107 milljónum lítra, en síðan hefðu liðið fimm mánuðir þar til reglu- gerðin hefði verið sett. Kvað hann þessi vinnubrögð með endemum og fulla ástæðu til að falla frá reglugerðinni eins og mál hefðu skipast nú. Þingmaðurinn spurði hvernig menn héldu að það hefði mælst fyrir ef reglugerð um skipt- ingu fiskveiðikvótans hefði fyrst verið sett í lok vertíðar. Hjörleifur sagði, að sjálfstæðis- menn væru að reyna að afsala sér ábyrgð á því hvernig komið væri og beindi þeirri spurningu til land- búnaðarráðherra hvort hann hefði ekki sýnt þeim reglugerðina, áður en hún var gefin út. Þingmaðurinn hvatti loks til þess að niðurgreiðslur landbúnað- arvara úr ríkissjóði yrðu verulega auknar og vakti athygli á því að Eggert Haukdal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, hefði opinberlega tekið undir þá skoðun. PáU Pétursson (F.- Nv.) kvað það ekki gilda afsökun að reglu- gerðin kæmi flatt upp á menn, því menn hefðu mátt vita að hún var væntanleg. Hann gagnrýndi hins vegar, að í reglugerðinni væri gróflega hallað rétti þeirra bænda, sem mark hefðu tekið á stjórnvöldum og dregið samvisku- samlega úr mjólkurframleiðslu sinni. Hann kvaðst hafa samúð með þessum bændum, en ekki hinum sem stóraukið hefðu fram- leiðslu sína. Þingmaðurinn varaði við því að sú stefna yrði ofan á, að stór bú leystu lítil bú af hólmi og kvaðst andvígur stórbænda- stefnu. Steingrímur J. Sigfússon (Abl.-Ne.) sagði, að það væru ekki aðeins sjálfstæðismenn sem reyndu að þvo hendur sínar af gjórðum landbúnaðarráðherra. Nú hefði Páll Pétursson, formaður þingflokks framsóknarmanna, bæst í þann hóp og landbúnaðar- ráðherra hlyti að vera orðinn held- ur einmana. Steingrímur tók undir gagnrýni á það hversu seint reglugerðin um búmarkið væri fram komin. Hann rifjaði upp samlíkingu Hjörleifs Guttormssonar við fiskveiðiút- gerð, en benti á að báta mætti þó binda við bryggjur og slökkva á vélum þeirra. Það yrði hins vegar „ekki slökkt á béljunum", eða „ætlar ráðherra að ríða um sveitir í sumar og hnýta fyrir annan hvern spena?" spurði hann. Karl Steinar Guðnason (A.- Rn.) taldi umræðurnar um mjólk- urkvótann í þingsölum á köflum broslegar. Hann sagði, að 20 ár væru liðin frá því Alþýðuflokkur- inn hóf að boða þá stefnu, að draga þyrfti úr framleiðslu land- búnaðarvara og jafnvægi yrði að vera þar á milli framboðs og eftir- spurnar. Á þetta hefði ekki verið hlustað og því væru mál nú komin íóefni. Karl Steinar sagði ennfremur, að markvisst virtist nú stefnt að því að venja fólk af neyslu land- búnaðarvara. Þær væru orðnar svo dýrar að fólk hefði ekki efni á að kaupa þær. Ef svo héldi áfram myndu kjör bænda enn versna frá því sem nú er. Eggert Haukdal (S.-Sl.) kvaðst að sumu leyti geta tekið undir gagnrýni á vinnubrögð land- búnaðarráðherra. Reglugerð hans hefði komið seint fram og þar væri gert ráð fyrir meiri sam- drætti í mjólkurframleiðslu, en um hefði verið talað er hún var í smíðum. Hins vegar hefðu höfuð- markmið framleiðsluráðslaganna náð fram að ganga, þ.e. ákvæðin um staðgreiðslu búvara og beina samninga við ríkið. Þingmaðurinn sagði, að stjórn- un undanfarinna ára hefði ekki tekist sem skyldi. En það væri hins vegar ekki hægt að ná því í einu höggi, sem misfarist hefði. Hvatti hann til aukinna niður- greiðslna úr ríkissjóði til að örva sölu mjólkurvara. Garðar Sigurðsson (Abl.-Sl.) sagði, að sú lausn væri fyrir hendi að „éta vandann", eins og hann komst að orði. Fram hefði komið á bændafundinum á Njálsbúð, að ef hver íslendingur drykki V* lítra meir af mjólk á dag, en nú, þýddi það söluaukningu, sem næmi 20 milljónum lítra og vandinn væri horfínn. Landbúnaðarráðherra hafði síðasta orðið og kvað hann form utandagskrárumræðunnar hafa komið í veg fyrir málefhalega umræðu. Málflutningur þing- manna hefði einkennst af stóryrð- um og upphrópunum. Hann sagði, að ekki væri unnt að draga reglu- gerðina til baka nú, þar sem það þýddi aðeins verri skell á næsta ári. Deilt um þingsköp: Er hægt að stöðva utandagskrár- umræður með beiðni um skýrslu? Hugmyndir um aukna niðurgreiðslu landbúnaðarvara eig-a hljómgrunn hjá nokkrum stjórnarliðum ÁÐUR en utandagskrárumræðurnar um mjólkurfram- leiðslu bænda hófust í sameinuðu þingi í gær deildu þingmenn nokkra hríð um þingsköp. Ragnar Arnalds (Abl.-Nv.) kvaddi sér fyrstur hljóðs og vakti athygli á því, að forseti hefði leyft umræður um búmarksmálið, enda þótt fyrir nokkru væri komin fram beiðni frá þingmönnum Alþýðu- bandalagsins um skýrslu frá land- búnaðaráðherra um sama mál, sem væntanlega yrði tilefni um- ræðna í þinginu innan skamms. Beindi hann þeirri spurningu til forseta sameinaðs þings hvort honum fyndist eðlilegt að taka málið á dagskrá rétt áður en allar upplýsingar um það lægju fyrir. Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, forseti sameinaðs þings sagði, að það væri oft álitaefni hvenær leyfa ætti umræður utan dagskrár. Hugmyndin á bak við ákvæðin í þingsköpum um slíkar umræður væri sú, að þingmenn gætu vafningalaust komið með þýðingarmikil mál inn í þingið, án þess að fara venjulegar leiðir, sem tækju lengri tíma. Þetta mál væri af því tagi og engu breytti þó beiðni um skýrslu um sama efni lægifyrir. Svavar Gestsson (Abl.-Rvk.) kvaðst skilja ummæli forseta svo að hann túlkaði þingskaparákvæði um utandagskrárumræður rúmar, en hann hefði áður gert. Þorvaldur Garðar Kristjánsson sagði, að svo væri ekki. Svavar kom aftur í ræðustól og sagði að ummæli forseta væru ekki nógu skýr og hann yrði að ræða þetta mál á fundi með formönnum þingflokk- anna. Eiður Guðnason (A.-VI.) sagði, að í aðfinnslum Alþýðu- bandalagsmanna fælist að unnt væri að koma í veg fyrir utanda- gskrárumræðu um tiltekin mál með því að leggja fram beiðni um skýrslu um sama efni. Taldi hann gagnrýni þeirra á vinnubrögð forseta ekki standast. Morgunblaðið/Bjami Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs þings, skýrir viðhorf sin til utandagskrárum- ræðna á Alþingi í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.