Morgunblaðið - 19.02.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.02.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR19. FEBRÚAR1986 39 Lionsmenn saf na fyrir sjúkrarúmum Sauðárkrókí 17. febrúar LIONSKLÚBBUR Sauðár- króks hef ur hrundið af stað íjársöfimn til kaupa á sér- hönnuðum sjúkrarúmum og fylgibúnaði fyrir dvalar- heimili aldraðra, sem verið hefur ú byggingu hér und- anfarin ár og brátt verður tekið í noktun. Um er að ræða 25 rúm, sem samtals kosta um tvær milljónir króna án tolla og aðflutn- ingsgjalda. Söfnunin mun standa yfir til loka þessa mánaðar. Leitað er liðsinnis hjá fyrirtækjum á Sauðarákróki og í Varmahlíð og einnig er þess vænzt að einstaklingar í bæ og sýslu láti sinn hlut ekki eftir liggja. Bygging dvalarheimilsins er sameiginlegt átak allra Skag- firðinga og brýn þörf er á að það komist í gangið hið allra fyrsta. Lionsfélagar á Sauðaf- króki hafa verið ötulir við að safna fé til styktar líknar- og menningar starfsemi hér. Kári Brotist inn í KA í Hveragerði: Þjófavarnarkerfið kom að góðu gagni - Margrét Óskarsdóttir, leikstjóri, leiðbeinir leikendum Leikfélags Dalyíkur, f.v. Margrét, Helga Matthíasdóttir, Sigurbjörn Hjörleifsson og Arni Björnsson. Leikritið „Jói" æft á Dalvík Dalvfk, 12. febrúar. UM ÞESSAR mundir standa yfir æfingar á leikritinu „Jóa" hjá Leikfélagi Dalvíkur. Leikrítð er eftir Kjartan Ragnarsson og hefur einungis verið sýnt áður hjá Leikf élagi Reykjavíkur. Reyðarfjörður: ÚtförHjalta Gunnarssonar Reyðarfirði, 17. febrúar. LAUGARDAGINN 15. febrúar var kvaddur í Reyðarfjarðar- kirkju Hjalti Gunnarsson út- gerðarmaður. Hann lést 9. febrú- ar í Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað eftir stutta legu. Mikill fjöldi var við jarðarförina. Var kirkjan troðfuU af fólki og varð að koma sjónvarpi fyrir í kaffistofu vegagerðarinnar og var sjónvarpað þangað frá athöfninni í kirkjunni. Þar var einnig yfirfullt af fólki. Erfidrykkja var í félagsheimilinu eftirjarðarför. Hefur plássið okkar misst mikið viðfráfallHjalta. Gréta Áætlað er að frumsýna verkið í byrjun mars en æfíngar hófust um 20. janúar. Leikstjóri er Margrét Óskarsdóttir og titilhlutverkið er í höndum Alberts Ágústssonar. Leik- endur eru 7 talsins en alls taka um 15—20 manns þátt í sýningunni. Leikrit Kjartans fjallar um þroskaheftan dreng og fjölskyldu hans og var það samið í tilefni af ári fatlaðra og frumsýnt hjá Leik- félagi Reykjavíkur árið 1983. Flest- ir foreldrar bera kvíðboga fyrir framtíð þroskaheftra barna sinna þegar þeirra nýtur ekki lengur við. I leikritinu er fjallað um álagið og togstreituna sem skapast hjá að- standendum þroskahefts pilts þegar foreldrar hans falla frá og geta ekki annast hann lengur. Starfsemi Leikfélags Dalvfkur hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu en félagið hefur ekki sett upp leikverk síðan 1984 er það setti upp leikrit Jónasar Árnasonar „Þið munið hann Jörund". Leik- félagið hefu'r áður tekið verk eftir Kjartan Ragnarsson til sýninga en það var „Saumastofan" sem sýnd varáriðl981. Formaður Leikfélags Dalvíkur er Guðlaug Björnsdóttir. Fréttaritarar Hveragerði, 16. febrúar. í NOTT var brotist inn í útibú Kaupfélags Árnesinga í Hvera- gerði. Þjófavarnarkerfi er í hús- inu og fór það í gang. Lögreglan i Arnessýslu brá skjótt við og náði hinum óboðnu gestum. Það var kl. 4.30 að Gunnar úti- bússtjóri Kaupfélagsins vaknaði við hringingu þjófabjöllunnar. Brá hann skjótt við og gerði lögreglunni viðvart. Kom hún fljótt á staðinn og fann þjófana inni á lóð barna- skólans, en þeir höfðu ætlað að fela sig bak við íþróttahúsið. Ekki tókst þó betur til en svo að bíllinn sat fastur, en nýlega rigndi mikið og er því blautt yfirferðar þarna. Kom í ljós að kapparnir, sem voru þrír, reyndust vera á bfl sem þeir höfðu stolið í Reykjavík. Þeir höfðu bakkað bílnum að aðalvöruhurð verslunarinnar og brotið upp aðra minni hurð á bak- hlið hússins. Ekki urðu meiri skemmdir á húsinu og engu tókst þeim að stela. Sagði Gunnar að þetta þjófavarn- arkerfi hefði sannað ágæti sitt, en það var sett upp vegna margra óskemmtilegra heimsókna að næt- urþeli á undanförnum árum. Síðast var brotist inn hjá þeim i febrúar í fyrra og miklu stolið og hefur það innbrot ekki verið upplýst enn, hefðu aðferðir í þetta sinn minnt mjög á það tilfelli en ekki hægt að fullyrða hvort hér væru sömu menn á ferð. Fyrirtæki hér í Hveragerði eru sífellt fleiri að koma sér upp þjófa- varnarkerfi og aðrir láta vakta fyrirtæki sín og virðist ekki vanþörf á. Sigrún Geðhjálp með fyrirlestur Geðhjálp heldur fyrirlestur um skyldur lækna og rétt sjúklinga fimmtudaginn 20. febrúar nk. *: Guðjón Magnússon, aðstoðarland- Jæknir, flytur erindið sem hefst kl. 20.30 á geðdeild Landspítalans, í kennslustofu á 3. hæð. Fyrirspurnir, umræður og kaffi verða eftir fyrir- lesturinn. Allir eru velkomnir. Aðgangur er ókeypis. JCVík: Fundur Eyrópufor- seta JC á íslandi FUNDUR Evrópuforseta JC var haldinn á Hótel Loftleiðum helgina 6.-9. febrúar. Fundinn skipulagði JC Vík, eina JC-félagið á íslandi, sem eingöngu er skipað konum, og mun þetta vera í fyrsta skipti sem fundur Evrópuforseta JC er skipulagður af konum eingöngu. Fundinn sóttu fulltrúar frá 18 Evrópulöndum, tveir fulltrúar frá Aiþjóðastjórn JC og tveir frá Japan, sem komu og kynntu næsta heims- þing JC-hreyfingarinnar sem haldið verður í Nagoya í Japan. Aðalmál fundarins var tillögur í 12 liðum sem miða allar að því að styrkja Samband Evrópuforseta og afla því aukinna áhrifa innan al- þjóðahreyfingarinnar. Þá var kynnt Heimshlaup umhverfis jörðina og er ætlunin að hlaupa með ólympíu- eldinn frá Ólympíuleikunum í Los Angeles í tilefni alþjóðlegs friðarárs 1986 og mun hiaupið enda við aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna að kvöldi nýársdags 1986. Á fund- inum var kýnnt framboð Arna Þ. Árnasonar, JC Reykjavík, til emb- ættis alþjóðlegs varaheimsforseta. Landsforseti JC Islandi þetta starfsár er Grétar D. Pálsson, JC Stykkishólmi. (Úr f réttatilkynningu) Isbergiðmáhið Morgunblaðið/Bjarni Slippfélagið i Reykjavfk festi nýlega kaup á nýjuin körfubíl til nota við málningarvinnu og viðhald skipa. Slippfélagið á nú þrjá slíka bíla og að sögn stjórnenda félagsins er að þeím mikill hægðarauki. Á meðfylgjandi mynd er verið að nota nýjasta bílinn við málningu á flutn- ingaskipinu ísbergi. fl m. ®"!B ~~m V * 1 1 ^ 1 »] vk '• ^^2 fumi\ Sm -** »r^fl mÆ ¦":¦•¦ 'm^rmm^^^^^^ -H *:.-. mmtomgw. '"*m> ^¦¦"•¦'w.^ P^P^^'Í: "¦¦¦. Éflfl * »»i. 'Wi %M wr* Vestmannaeyjar: Dagatali Kiwanis dreift í skipin Vestniai.naeyjuin, ll.febrúar. ANNAÐ árið hefur Kiwanisklúbburinn Helgafell í Vestmannaeyjum látið útbúa vandað dagatal sem dreift hefur verið ókeypis um borð í öU skip islenska f lotans. Dagatali þessu er ætlað það hlutverk að minna skipstjórnarmenn á tilkynningarskyldu íslenskra skipa en auk þeirrar þörfu áminningar eru á dagatalinu ýmsar þarflegar upplýs- ingar um slysavarna- og björgunarmál. Dagatalið er skreytt fjölmörg- um fallegum litmyndum. Frá vinstri: Harald Kueseth, Danmðrku, Mike.Mander Bretlandi, fundarstjóri, Marc Bayers Belgíu, fundarritari og Irena Schegk Þýskalandi, aðstoðarforseti alþjóðasamtaka JC í ræðustól. Kiwanismenn í Eyjum réðust í þessa útgáfu í fyrsta sinn í fyrravet- ur óg var þessu ágæta framtaki þeirra vel tekið af sjómönnum. Vilja margir meina að dregið hafi úr trassaskap að sinna tilkynningar- skyldunni í fyrra hvort sem það er svo dagatölum Kiwanismanna að þakka eður ei. Útgáfa dagatalsins er fjármögn- uð með auglýsingum frá ýmsum fyrirtækjum og er ágóða varið til slysavarnamála. Á síðasta ári styrkti Kiwanisklúbburinn Helga- fell félaga í Björgunarfélagi Vest- mannaeyja til þess að sækja nám- i ?;iinn^rtifli!: 1 skeið i Skotlandi. Þeim útgerðarmönnum skipa sem einhverra orsaka vegna hefur ekki borist dagatalið í hendur er bent á að hafa samband við ein- hvern félaga í Kiwanisklúbbnum Helgafelli og verður það þá þegar sent þeim um hæl. -hiy.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.