Morgunblaðið - 19.02.1986, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 19.02.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1986 55 Morgunblaðið/Árni Sæberg • Jóhannes Magnússon reynir körfuskot í leiknum í gœrkvöldi. Fáir áhorfendur komu í íþróttahús Selja- skóla eins og sjá má. Valsmenn unnu — Njarðvíkingar samt áfram í bikarnum EFTIR 10 mfnútna leik og feiknar- lega baráttu Valsmanna f síðari leik þeirra gegn UMFN f undanúr- Liverpool vann York LIVERPOOL komst áfram f bikar- keppninnl ensku með þvf að vinna York f sfðari leik liðanna. Jafnt var að venjulegum leiktfma liðnum, 1:1, en f framlengingunni skoruðu þeir Molby og Dalglish fyrir heimamenn. Wark skoraði fyrsta mark Liv- erpool en Canham jafnaði fyrir York en leikmenn þess þóttu standa sig mjög vel í þessum leik. nlitum bikarsins hafði myndast þónokkur spenna um helldarút- komu leikjanna tveggja. Þá var staðan 24—9 og 19 stiga sigur Njarðvfkinga f fyrri leiknum virtist varla ætla að duga. En leikurinn jafnaðist þegar é leið og þrátt fyrir sex stiga sigur Vals varð strax um miðjan sfðari hálfleik Ijóst að UMFN lóki f úrslitaleikn- um.ekkiValur. Valur Ingimundarson var eins og vant er skæðastur Njarövíkinga og ífyrri hluta síðari hálfleiks þegar Valsmenn reyndu hvaö þeir gátu til að stinga andstæöingana af og vinna stórsigur setti hann nokkrar þriggja stiga körfur niður í röð og slíkt er ekki hægt að keppa við - þá dugar ekki að skora tvö stig í hverri sókn. Sturla örlygsson Vals- '''% ^Vttjf^' Morgunblaöiö/RAX Arnarflug styrkir HSI ARNARFLUG hf. hefur ákveðið að styðja við bakið á landsliði (s- lands f handknattleik með því að flytja lelkmenn og fylgdarlið á heimsmeistarakeppnina f Sviss án endurgjalds. Má áætla að þessi stuðningur jafngildi um hálfri milljón króna. Á myndinni afhendir Magnús Oddsson markaðsstjóri Arnarflugs Jóni Hjaltalín Magnús- syni f ormanní HSf farmiðana. maður, og fyrrum leikmaður Njarð- víkurliðsins, byrjaði vel, skoraði 10 stig á fyrstu mínútunum og gætti Vals Ingimundar vel. En hann fékk fljótt þrjár villur og beitti sér lítið eftir það. Tómas Holton, Torfi og Kristján áttu góðan leik með Val, en Valur ingimundarson var yfir- burðamaður á vellinum. ísak Tóm- asson, Jóhannes Kristbjörnsson og Kristinn Einarsson voru einnig áberandi í þessum ágætlega spil- aða leik. Stlg Vals: Tómas Holton 14, Sturla ör- lygsson 12, Kristján Ágústsson 11, Torfi Magnússon 11, Leifur Gústafsson 10, Einar Ólafsson 8, Jóhannes Magnússon 6, Jón Steingrimsson 4. Stlg UMFN: Valur Ingimundarson 31, Jó- hannes Kristbjörnsson 8, Árni Lárusson 8, Isak Tómasson 8, Hreiðar Hreiðarsson 3, Ellert Magnússon 2, Helgi Rafnsson 2, Ingimar Jónsson 2. -GA. Islenska landsliðið valið: Hafa leikið alls 1549 landsleiki Nfu af sextán manna landsliðshópi islands fyrir HM í Sviss, sem valinn var f gær, hafa leikið fleiri en eitt hundrað landsleikl. Samtals hefur liðið teikið 1549 landsleiki, eða 96,8 landsleiki á hvern leikmann að meðaltali. Það er að sjálfsögðu feiknarleg leik- reynsla, ekki sfst þegar tillit er tektð til þess að meðalaldur liðsins eraðelns26,4ár. Landsliðshópurinn: Efnar Þorvarðarson 28 ára handknatt leiksmaður, 110 landsleikir. Kristján Sigmundsson 28 ára fjármálastjóri, 121 tandsleikur. Ellert Vigf ússon 28 ára lögreglumaður, 5 landsleikir. Þorgils Ottar Mathiesen 23 ára nemi 103, landsleikir. Atli Hilmarsson 26 ára handknattleiksmaður, 70 landsleikir. Bjarni Guðmundsson 29 ára handknattleiksmaður, 177 landsleikir. Steinar Birgisson 30 ára lögreglumaður, 75 landsleikir. Sigurður Gunnarsson 26 ára handknattleiksmaður, 86 landsleikir. Alfreð Gíslason 26 ára handknattleiksrnaður, 86 landsleikir. Páll Ólafsson 25 ára handknattleiksmaður, 112 landsleikir. Guðmundur Guðmundsson 25 ára kerfisfræðingur, 106 landsleikir. Kristján Arason 24 ára handknattleiksmaður, 118 landsleikir. Þorbjörn Jensson 32 ára ratvirki, 151 landsleikur. Jakob Sigurðsson 21 árs afgreiðslumaður, 64 landsleikir. Geir Sveinsson 22 ára nemi, 32 landsleikir. Þorbergu r Aðalsteinsson 29 ára þjálf ari, 136 landsleíkir. Þeir leikmenn sem leika með erlendum félagsliðum og hér eru kallaðir handknattleiksmenn vinna flestir önnur störf að hluta. Geysileg vonbrigði — sagði Júlíus Jónasson „Það eru auðvhað geysileg von- brigði að hafa ekki verið valinn", sagði Júlfus Jónasson, eftir til- kynningu liðsins. „Ég verð bara að halda áfram að æfa og æfa. Vonandi kemur röðin að mór einhverntíma. Það þýðir ekkert að gefast upp þótt svona hafi farið að þessu sinni," sagði Júl- íus, en hann mun taka aftur til við vinnu sína sem málari eftir nokkuð hló. Óeðlilegt ef maður væri ekki dálítið svekktur — segir Brynjar Kvaran „í sjálfu sér er maður auðvítað dálttið svekktur, annað væri óeðlilegt miðað við alla þá vinnu og tfma sem farið hefur f undir- búninginn," sagði Brynjar Kvaran handknattleiksmarkvörður er við ræddum vlð hann f gær. Brynjar kom sterklega til greina sem markvörður f landsliðið en var ekki valinn. „Ég átti satt best að segja frekar von á því að verða valinn því ég hefði leiki meö síðustu vikurnar en svona gengur þetta." „Þetta setur délítið strik í reikn- inginn hjá mér því ég og konan höfum áhuga á að fara utan og læra meira. Ég hafði hugsað mér að nýta þessa ferð, ef ég yrði valinn, til að forvitnast um hvar best væri að samræma handbolt- ann og námið," sagöi Brynjar. Stenzel hefur áhuga á að þjálfa á íslandi Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, fréttarilara Morgunblaðsins f Þýskalandi. VLADO Stenzel handknattleiks- þjálfarinn heimsþekkti sagðl f blaðaviðtali hér f gær að framtfð- arsýn sín væri að gera eitthvað stórfenglegt f þriðja sinn. Það sem kappinn átti vfð var að gera eitthvert landslið að heims- eða ólympíumeisturum en hann gerði V-Þjóðverja að heimsmeisturum árið 1978 og Júgóslava að ólymp- íumeisturum árið 1972. „Ég vildi helst þjálfa einhvers- staðar þar sem þýska er töluð en ég hef einnig mikinn áhuga á að þjálfa íslenska landsliðið og það sænska. Þar eru góð lið á ferðinni og ég er sannfærður um að ég get náð góðum árangri með þau. Fer Sepp til Real Madrid? Real Madrid hefur mikinn áhuga á að fá Sepp Piontek sem þjálfara en gallinn er bara sá að Sepp er samningsbundinn danska lands- liðinu fram yfir Evrópukeppnina 1988. „Real Madrid hefur alltaf verið draumaliðið mitt," sagði Sepp Piontek í gær og greinilegt á honum að hann hefði ekkert á móti því að fara til Spánar. Danska sambandið brást skjótt við þessum fréttum og í gær sögðu þeir að ef Madrid hefði mjög mik- inn áhuga á að fá Piontek væri það vel til umræðu en það myndi kosta félagið 1,4 milljónir marka. Ef af þessu verður þá er það í fyrsta sinn sem knattspyrnuþjálfari er keyptur á milli félaga — hvað þá frá landsliði. Voeller skorinn upp Rudi Voeler fiaug á þriðjudags- morguninn til Belgíu þar sem hann gekkst undir uppskurð. Læknir hans er prófessor Marten sem meðal annars hefur haft þá Ivan Lendl, John McEnroe, Preben Elkjær Larsen og Morten Olsen í meðferð hjá sér. Hann er einn virtasti íþróttalæknir í heiminum í dag. Hann sagði eftir aðgerðina á Voeler að hann gæti byrjað að keppa aftur eftir 6—8 vikur og því er Ijóst að hann leikur ekki meira með Werder Bremen á þessu keppnistfmabili og svo gæti farið að hann léki ekki með V-Þjóðverj- um í heimsmeistarakeppninni í Mexíkó. Þetta er mjög slæmt fyrir Voeler því hann hafði gert sér vonir um að ef hann stæði sig vel í Mexíkó þá fengi hann tilboð frá ítalíu en þar langar hann til að leika næstu árin. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.