Morgunblaðið - 20.02.1986, Page 14

Morgunblaðið - 20.02.1986, Page 14
ÓSA/SIA 14 MORGUNBLADIÐ, PIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1986 Pú getur uimlð 125.000 tatar i verdlaun fyiir gott nafh á stóra verslanahúsíð í nýja miðbænum. í nýja miðbænum í ReyKjavík er veiið að reisa mikla byggingu, sem hýsa á Qölmargar verslanir, veitinga- og þjónustufyrirtæki. í raun og veru er húsið samfellt verslanaþorp með yfirbyggðum göngu- götum á tveim hæðum. Við þessar götur verða allt að 90 fyrirtæki, allt frá fatahreinsun til stórmarkaða. Góð verðlaun Hagkaup hf. efnir til verðlaunasamkeppni um nafn á nýja stórhýsið. Um samkeppnina gilda eftirfarandi reglur: 1. Tillaga að nafni póstleggist í lokuðu umslagi með eftirfarandi utanáskrift: Mafnakallar Pósthólf 1444 1^.1 Reykjavík 2. Vinsamlega látið aðeins eina tillögu í hvert umslag, og gleymið ekki að merkja tillöguna greinilega með nafni og heimilisfangi höfundar. 3. Umslagið verðurað vera póststimplað í síðasta lagi þann 14. mars 1986. 4. fyrstu verðlaun eru 125.000 krónur, en dómnefnd getur veitt fleiri verðlaun, ef hún telur þess þörf. 5. Þátttaka í samkeppninni er öllum heimil. 6. Ef fleiri en einn leggja til það nafn, sem dómnefnd telur best, verður dregið um hver þeirra hljóti peningaverðlaunin. Dómnefnd Sérstök dómnefnd mun velja bestu nöfnin, en áskilur sér rétt til að hafna þeim öllum, ef hún telur engin þeirra nægilega góð. Skáldsaga og smásögur Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Clive Barker: Damnation Game. Weidenfeld and Nicolson 1985. George Steiner: Anno Domini. Faber and Faber 1985. Clive Barker er þekktur leikrita- höfundur og dráttlistarmaður, hann hefur samið sex bindi smásagna, meðal þeirra eru „Books of Blood" I-III. Þessar smásögur Barker eru taldar með best gerðu hryllingssög- um sem settar hafa verið saman á síðustu árum og vöktu mikla at- hygli. „The Damnation Game“ er fyrsta skáldsaga höfundar. Marty Strauss bíður þess í fangelsinu að hann geti farið og þvegið sér og rakað sig, hann bíður eftir að komast í mat, hann bíður og bíður eftir að komast út, verða frjáls maður og svo er hann kallaður á skrifstofuna til nokkurs konar skoðunar. Og eftir nokkum tíma berast honum skila- boð um, hvort hann vilji gerast aðstoðarmaður, þjónn og lífvörður auðugasta manns í Evrópu, þar sem hann býr á herragarði út í sveit. Joseph Whitehead heitir hann, einn af þessum sjálfgerðu uppgangs- mönnum, sem hafði auðgast á efna- iðnaði og átti eitt mesta fyrirtæki í þeirri grein í heiminum. Andrúms- loftið á landsetrinu líkist því að von væri á árás á hverri stundu, raf- magnaðar girðingar umhverfis, flóðlýsing um nætur og varðhundar. Whitehead virtist lifa í stöðugri skelfingu við dulin öfl. Hryllingsat- burðir taka að gerast, hlutabréfin í fyrirtækjum Whiteheads hrapa í kauphöllunum og óttinn eykst. Vofur fortíðarinnar taka að ganga aftur, glæpaverk White- heads eitra umhverfið og limlestar afturgöngur eru á gangi umhverfis hann, þrátt fyrir allar varúðarráð- stafanir. Hann segir Marty sögu sína og heimar hryllings, varúlfa og morða opnast. Hryllingurinn verður yfirþyrmandi, full yfirþyrm- andi. Endalokin verða þau, að White- head finnst dauður, afturgöngumar fara sömu leið, gufa upp og mar- tröðinni virðist linna. Anno Domino eru þijár smásög- ur, sögusviðið síðari heimsstyijöld og eftirhreytur hennar. Minningin um ofbeldisverk, morð og pyntingar lifír í hugum allra aðalpersóna þessara sagna, þær eru allar and- lega dauðar, hafa aldrei náð því að komast yfir hrylling minninganna, hatrið blómstrar og fortíðin verður nútíðinni magnaðri. Þessar sögur eru hver annarri áhrifameiri. Sögurnar komu fyrst út 1964 og eru nú endurprentaðar. Höfundurinn George Steiner er kunnur fyrir rit sín: Language and Silence, Death of Tragedy, Blue- beards Castle ofl. Sýnishom úr rit- um hans hefur birst í George Stein- er: A Readeer, Penguin Books 1984. Skefjalaust ofbeldi lega hjartalaus morðingi sem engu eirir og síst konum, bömum og gamalmennum. Hann vinnur fyrir glæpaforingja sem lifir á því að koma stolnum skartgripum í verð en fyrst verður að fela þá um tíma og felustaðurinn er húsið, sem ungu hjónin frá Japan flytja inní ásamt sonum sínum tveimur, þegar þau koma til New York. Svo vill til að dýrmæt hálsfesti hverfur úr felustaðnum og bófam- ir grimmu gruna Japanana um að hafa tekið hana. Þar með upphefst blóðbað sem engan enda ætlar að taka. Biddu þér dauða er annars eins og flestar aðrar karatemyndir. í henni er allt þetta venjulega: skáldaðar stunur og yfirdrifin leikhljóð, heljarstökk og sverða- glamur og tómatsósa er hvergi til spöruð. Það, sem er svolítið öðm- vísi við þessa mynd, er að mest- allt ofbeldið í henni beinist gegn konum og bömum: bófamir kýla tíii ára gamlan strák í götuna, þeir keyra sjö ára gamlan strák niður ásamt mömmu sinni og seinna er mamman rist á kviðinn af Limehouse glottandi. Ef einhvem boðskap er að finna í þessari mjmd er hann helst sá að fólk ætti ekki að flytja til Ameríku ótilneytt. Æsir á litmynd GOÐAÚTGÁFAN hefur gefið út litprentaðar myndir af goðum og gyðjum í ásatrú ásamt skýr- ingum á myndunum og stuttri frásögn af hveiju goði. Út em komnar myndir af Óðni, Þór, Freyju, Iðunni og Loka. Myndimar eru eftir Hauk Hall- dórsson listmálara og eru 40—50 sm á stærð. Frásagnimar eru eftir Sveinbjöm Beinteinsson allsheijar- goða. Fyrirhugað er að gefa út fleiri myndir. Þór þrumuguð í ham. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason I upphafi karatemyndarinn- ar Biddu þér dauða, sem sýnd er í A-sal Laugarásbíós, eru ungu japönsku hjónin, er myndin segir frá, að ræða um að flytja til Ameríku og hefja þar nýtt líf. Hún vill óð og uppvæg fara til draumalandsins en hann er hik- andi og óttast um framtíðina í hinni ofbeldisfullu Ameríku. Og ótti hans reynist á rökum reistur því það eina sem Japaninn ungi og fjölskylda hans kynnast þegar þau koma til fyrirheitna landsins, er ofbeldi og meira ofbeldi. Slæm landkynning það. Næstum eini Ameríkaninn í allri myndinni, sem ekki er níðing- ur, er drepinn mjög fljótlega. Það sem bjargar japananum unga (Sho Kosúgi) hins vegar frá því að týna lífi í baráttunni við vondu kallana er kunnátta hans í jap- anskrí sjálfsvamaríþrótt: hann er „hinja". Og ekki veitir af því vondu kallamir í þessari mynd eru virkilega vondir. Sá alversti af þeim heitir Lime- house Willy (meistaralega leikinn af James Booth, sem einnig skrif- aði handritið). Hann er gersam-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.