Morgunblaðið - 20.02.1986, Side 37

Morgunblaðið - 20.02.1986, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1986 37 Ólöf Oddný Ólafs- dóttir - Kveðjuorð Fædd 29. september 1914 Dáin 16. janúar 1986 Föstudaginn 24. janúar sl. var kær vinur og einstök kona, Ólöf Oddný Ólafsdóttir, kvödd og jarðsungin frá Fossvogskirkju, en hún lézt 16. janúar sl. eftir erfíða sjúkdómslegu. Eg fínn mig knúinn til að minnast Oddu vinkonu minnar þó svo að mín fátæklegu orð megni ekki að lýsa hve mikil ágætis kona hún var. Ólöf Oddný, eða Odda eins og hún var jafnan kölluð af nánum vinum, fæddist á Drangastekk í Vopnafirði 29. september 1914, dóttir hjónanna Olafs Oddssonar og Oddnýjar Runólfsdóttur. Þar ólst hún upp í stórum systkinahópi en árið 1925 flyzt hún með foreldrum sínum og systkinum, sem þá voru enn í foreldrahúsum, til Vest- mannaeyja. Höfðu foreldrar Oddu búið um tíma á Norðfírði og fluttu þaðan til Eyja. Árið 1935 giftist Odda eftirlif- andi eiginmanni sínum, Sveinbimi Guðlaugssyni fv. fiskimatsmanni frá Vestmannaeyjum, og stofnuðu þau heimili í Ásnesi við Skólaveg í Eyjum. Þau eignuðust 5 böm: Höllu, er dó á bamsaldri, Ólaf, múrarameistara, kvæntan Kristínu Georgsdóttur umdæmisstjóra Brunabótafélags íslands í Eyjum, Yalgeir málarameistara, kvæntan Ásdísi Sigurðardóttur, em þau bú- sett í Danmörku, Huginn, málara- meistara, tvíburabróðir Valgeirs, kvæntan Albínu Óskarsdóttur, þau em búsett í Eyjum og Höllu (yngri) húsmóður, gifta Kristni Kristins- syni, en þau em búsett í Reykjavík. Auk þess ólu þau upp Sveinbjöm dótturson sinn. Fyrstu kynni mín og þeirra hjóna hófst þegar þau bjuggu á Fífílgötu 5 í Vestmannaeyjum, ég þá sem smápeyi. Var ég upp frá því svo til daglegur gestur á heimili þeirra á meðan ég bjó í Eyjum, en sonur þeirra Ólafur er æskuvinur minn. Allt frá fyrstu kynnum var mér ávallt tekið með hlýju, gamanyrðum og brosi á vör, nánast sem ég væri einn úr fjölskyldunni og sama gilti síðar um konu mína og böm. Það var einmitt á „peyaárunum" sem ég kynntist því fyrst hvað böm hænd- ust að Oddu, ég fór ekki varhluta af því, heldur naut þess í ríkum mæli. Ég var ekki sá eini er sótti þangað heim. Við vomm nokkrir ærslabeigir, sem urðum fastagestir í kaffí og tertur hjá Oddu. Oft síðan hef ég hugleitt og furðað mig á þeirri þolinmæði og því umburðar- lyndi sem hún sýndi okkur æringj- unum. Hún skildi böm og unglinga og má segja að hún hafí talað þeirra mál. Snemma fann ég inná að hún hafði viðkvæma lund og fann sárt til með þeim er minna máttu sín. Árið 1960 fluttist ég til Reykja- víkur og rofnuðu tengsl mín við Oddu og Sveinbjöm um sinn en tveimur árum síðar eða árið 1962 fluttust þau til Reykjavíkur og treystust þá vinarböndin enn. Um tíma urðum við grannar og nú upplifðu böm mín sömu hjartahlýj- una og ég hafði gert, sem bam og æ síðan, hjá þeim Oddu og Svein- bimi. Sökum starfa síns þurfti Svein- bjöm að ferðast mikið milli út- gerðastaða um allt land. Yfir sum- artímann var Odda oft með í þessum ferðum og gistu þau þá yfirleitt í tjaldi. Síðar eignuðust þau húsvagn og fannst Oddu sem þau hefðu flutt úr koti í höll, þegar þau ferðuðust um með húsvagninn. Odda elskaði landið og naut þess að ferðast um- það með bónda sínum. _ Odda varð fyrir stómm áföllum í lífínu en ekki minnist ég þess að hafa heyrt hana kvarta eða kveinka sér, hún bugaðist ekki. Ástríki eiginmannsins og eðlislægt glað- lyndi hennar hefur vafalaust fleytt henni yfír eriðustu hjalla lífsins. Síðustu árin, eftir að Odda veiktist alvarlega og lamaðist, naut hún dyggrar hjálpar og umönnunar dóttur sinnar Höllu. Við hjónin sendum Sveinbimi, bömum, tengdabömum, og bama- bömum okkar innilegustu samúðar- kveðjur um leið og við kveðjum Oddu með þakklæti fyrir órofa vináttu og tryggð. Blessuð sé minn- ing hennar. Sævar Þ. Jóhannesson SKIPULEGT NÁM (MARKAÐS' 0G ÚTFLUTNINGSFRÆÐUM MARKAÐSSÖKN 10 mánaða nám í útflutningsverslun og markaðssókn hefst 11. mars nk. Er það einkum ætlað þeim er starfa við markaðs- og útflutningsmál eða hyggjast hefja slík störf. Námið skiptist þannig, að nemendur sækja þrjú 3ja daga námskeið, en á milli námskeiðanna eiga nemendur að tileinka sér námsefni sem lagt er fram hverju sinni. Einnig eru gerðar miklar kröfur til þess að nemendur leysi heimaverkefni er tengja saman námsefni og dagleg störf þeirra. Námslýsing: NÁMSKEIÐ 1 11.-13. mars kl.9-17 Hvað er útflutningur • Hvað er markaðssókn • Tilefni útflutnings • Munurinn á sölustarfi og markaðsstarfi • Stefnumótun fyrirtækja • Mótun fyrirtækja • Alþjóðlegar reglur um útflutning • Stofnanir í þágu útflutningsaðila ■ Söfnun markaðsupplýsinga • Hagnýt verk- efni Heimaverkefni ■ NÁMSKEIÐ 2 25.-27. ágúst kl. 9-17 Söluráðar • Val á mörkuðum • Val á vöru • Vöruaðlögun • Vöruþróun • Dreifileiðir • Verðstefna • Stjómun útflutnings • Hagnýt verkefni Heimaverkefni ■ NÁMSKEIÐ 3 17.-19. nóv. kl.9-17 Helstu greiðsluskilmálar ■ Greiðslufyrirkomulag • Starf á vörusýningum • Vöruflutningur • Útflutningsreglur • Útflutningslán • Sölu- og samningagerð ■ Hagnýt stýring á útflutn- ingi • Skriflegt próf Aðalleiðbeinendur: Lasse Tveit framkvæmdastjóri NorSk Kjedeforum Arvid Sten Kása framkvæmdastjóri Úttlutningsskóla Noregs Námskeiðið fer fram á ensku. Að námi loknu fá nemendur sérstaka viðurkenningu. Allar nánari upplýsingar eru veittar í símum 621063/621066 UTFLUTNINGSOG MARKADSSKÓU ÍSLANDS Stjómunarf&ag islands Ánanaustum 15 • 101 Reykjavík ■ æ91 -621063 ■ TU2085

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.