Morgunblaðið - 09.04.1986, Side 1

Morgunblaðið - 09.04.1986, Side 1
56 SIÐUR STOFNAÐ 1913 77. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Morgunblaðið/RAX Pálmar Gunnarsson sem komst lífs af úr flugslysinu í Ljósufjollum Þrýsti barninu að mér og reyndi að verja konuna mína „ÞETTA ER svo hryllilegt allt saman að því verður vart lýst með orðum. Ég hélt ekki að nokkur maður gæti lent í svona löguðu. Að horfa upp á fólkið dáið eða að deyja allt i kringum sig og ég sitjandi með 11 mánaða gamla dóttur mína dána í fanginu. Þetta var svo hrylhlegt.“ Þannig fórust Pálmari Gunn- arssyni orð í gærkvöldi er blaða- maður Morgunblaðsins heimsótti hann á gjörgæzludeild Borgar- spítalans. Pálmar er á batavegi eftir flugslysið í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi á laugardag. í slys- inu biðu kona hans og dóttir og þrír aðrir bana. Kristján Guð- mundsson komst einnig lífs af úr slysinu og er líðan hans eftir atvikum. Pálmar lýsir í samtali við Morgunblaðið aðdraganda slyss- ins á þann hátt að sér hafí virzt flugið með eðlilegum hætti frá ísafirði og er flugmaðurinn hafi lækkað flugið segist Pálmar hafa sagt við Auði konu sína: „Nú er stutteftir." „Þá allt í einu var eins og tröllshrammur rifí i flugvélina. Hún þrýstist niður og við köstuð- uðumst til eins og öryggisbeltin leyfðu. Mikil skelfíng greip um sig og fólkið hrópaði í angist. Flugmaðurinn reyndi að rífa vél- ina upp og beygja. Ég kastað- ist út í_ hlið vélarinnar vinstra megin. Út um glugga sá ég fjalls- hlíðina nálgast á ógnarhraða og sagði: „Guð minn góður, við fljúgum utan í fjallshlíðina." Ég þrýsti litla baminu mínu að mér og reyndi að ýta konu minni niður til að verja hana eins og ég gat. Því miður tókst það ekki. Um það bil sem vélin skall í hlíðinni hrópaði ég: „Guð minn almáttugur, Guð blessi okkur öll sem erum um borð í þessari vél.“ Ég hélt fast utan um konu mína og dóttur og hrópaði: „Ég elska ykkur, Guð blessi ykkur." Pálmar missti meðvitund er flugvélin skall í hlíðina. Er hann rankaði við sér hálftíma síðar var dóttir hans dáin. Hann hagrasddi konu sinni eins og hann bezt gat og síðan hófst löng bið eftir björgunarmönnum. Hann segist hafa verið bjartsýnn framan af á að björgunarmenn yrðu fljótir á vettvang, en eftir að tók að dimma hafí hann smátt og smátt misst vonina um björgun. Er hann hafí endanlega verið búin að gefa björgun upp á bátinn hafi hjálpin borist: „Þá rétt á eftir sá ég blikkandi ljós og hrópaði til björgunar- mannana af öllum Hfs- og sál- arkröftum. Er þeir skömmu síðar komu gangandi upp hlíðina veif- aði ég eins og ég gat. Ég heyrði þá síðan tilkynna að flakið væri fundið og að einhverjir væru með lífsmarki um borð. Sjá nánar viðtal við Pálmar Gunnarsson á blaðsíðu 2, fréttir af slysinu á blaðsiðu 4 og baksíðu og forystu- grein á miðopnu. Noregur: Mestu vinnu- deilur í hálfa öld Osló, frá fréttaritara Morgunblaðsins, J. E. Laure og AP. YFIR 100.000 manns í Noregi eru nú í verkfalli eða verkbanni, eftir að það slitnaði upp úr samninga- umleitunum miili norska vinnu- veitendasambandsins og fimm aðildarfélaga norska alþýðusam- bandsins i fyrrinótt. Eru þetta víðtækustu vinnudeilur, sem orðið hafa i landinu allt frá árinu 1931. Ame Retterdal, atvinnumálaráð- herra Noregs, reyndi að miðla mál- um á síðustu stundu eftir að tilraun- ir sáttasemjara ríkisins til að koma í veg fyrir vinnudeilumar höfðu farið út um þúfur. Aðal deiluatriðið var styttri vinnutími án þess að það kæmi niður á launum. Er ljóst var, að samkomulag næðist ekki, lýsti norska vinnuveitendasambandið yfir verkbanni á félög framreiðslu- og veitingamanna, starfsmanna í efnaiðnaði, fataiðnaði og félög mál- miðnaðarmanna og byggingaverka- manna. ítalir stöðva vínútflutning Brussel. AP. ÍTALIR hafa ákveðið að hætta öllum útflutningi á vin- um, unz unnt verður að sanna, að ítölsk vín innihaldi ekki tréspíritus. Skýrði talsmaður Evrópubandalagsins í Brussel frá þessu í gær. Sagði hann ennfremur, að margir dagar kynnu að líða, þar til hægt yrði að koma fullnægjandi eftirlitskerfi á. ítalska lögreglan skýrði frá því í gærmorgun, að 76 ára gamall maður hefði dáið í borg- inni Brescia af því að drekka vín, sem innihélt tréspíritus. Hafa 20 manns á Ítalíu nú dáið af því að drekka eitrað vín. Bandaríkin: Grænfriðung- ar trufla kjarn- orkutilraun Las Vegas, Ncvada. AP. FLOKKUR grænfriðunga hélt inn á tilraunasvæði í Nevada á fimmtudaginn til þess að reyna að trufla og koma í veg fyrir næstu kjarnorkutilraun Banda- rikjamanna, sem fyrirhuguð var ígær. Um níu manns var að ræða og handtók lögregla fólkið í fyrradag. Að sögn talsmanna tilraunarinnar, höfðu grænfriðungamir hverfandi möguleika til þess að trufla fram- gang tilraunarinnar, en ákveðið var í gær að fresta henni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.