Morgunblaðið - 09.04.1986, Side 4

Morgunblaðið - 09.04.1986, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL1986 Flugslysið í Ljósufjöllum Pétur Einarsson flugmálstjóri: Fjalllendið þar sem flug'- vélin TF-ORM fórst. Spurning hvort nota eigi vélar sem ekki komast upp fyrir veður Flugvélin brotlenti í hrikalegu fjalllendi á Snæfellsnesi, sem heitir Ljósufjöll, skammt frá Gullkistu. Mikil snjó- flóðahætta er á slys- staðnum og hefur því ekki reynst unnt að sækja flak flugvélarinn- ar, en það verk mun Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík vinna fyrir Flugmálastjórn og aðra hlutaðeigandi aðila. „Á ÞESSU stigi er ekki veijandi að draga neinar ályktanir um hvað þarna hefur gerst,“ sagði Pétur Einarsson, flugmálastjóri, er Morgunblaðið innti hann fregna af rannsókninni á flugslys- inu í Ljósufjöllum. „Rannsókn á flakinu er ekki lokið og verið að draga saman gögn um öll þau atriði, sem máli skipta, en at- hyglin beinist mjög að veðurfars- legum þáttum." Flugmálastjóri sagði að ekkert hefði verið óeðlilegt við flugleið TF-ORM. Hann sagði það koma fyrir einstaka sinnum að flugvélum, sem væru með Loran-tæki, væri veitt flugheimild beint milli staða í leiðar- flugi. Sömuleiðis kæmi fyrir að flug- vélar með svokölluð RNAV-siglinga- tæki fengju heimild til flugs beint milli staða, en TF-ORM var búin tækjum af þessu tagi. Flugvélin hefði hins vegar flogið eftir venju- legri afmarkaðri flugleið, sem liggur beint yflr leiðsöguvitum, sem fyrir hendi væru, en flugleiðir af því tagi lægju um allt land. „Sumar af þessum leiðum liggja yflr gífurlegt ijallendi, t.d. leiðin til Akureyrar, sem liggur yflr Skarðs- heiði milli Skaga og Reykholts. Það er skelfllegt svæði fyrir flugvél, sem ekki er búin jafnþrýstibúnaði og hverfllhreyflum, og á ferð í miklu róti og ísingu. Flugleiðimar eru athugunarefni og þær hafa verið í endurskoðun, en þær eru bundnar við þetta frekar fátæklega flugleið- sögukerfl, sem við höfum hér á landi. Hitt er svo kannski meira mál hvort veijandi sé að nota aðrar flug- vélar á lengri flugleiðum hér innan- lands en þær sem búnar eru jafn- þrýstibúnaði og hverfílhreyflum; flugvélar, sem geta komizt upp fyrir veður og hafa fleiri hestöfl á hvert kíló, sem þær flytja. Landið er mörg veðursvæði og aldrei hægt að treysta á gott veður alla leið milli staða. Það er reyndar til þess að gera mjög sjaldgæft ef svo er. Mitt álit er hins vegar það, miðað við þær upplýsing- ar, sem ég hef í dag, að það þurfi ekkert að hafa verið óeðlilegt við að lagt var upp í flug TF-ORM á laugardag," sagði Pétur Einarsson. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins kynnti flugmaður TF-ORM sér veðurfar á flugleiðinni og veður- spár, en mun þó ekki hafa haft veðurkort undir höndum. Ymis atriði benda til þess að hreyfilbilun hafi orðið Talið að flugvélin hafi lent í fjallabylgju Flugbjörgunarsveitin í Reykja- vík hefur tckið að sér fyrir Flug- málastjóm og aðra hlutaðeigandi að sækja flakið af TF-ORM á slysstað í Ljósufjöllum á Snæ- fellsnesi. Rannsókninni á flakinu mun alls ekki verá lokið, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins. Verður það sótt við fyrsta hentuga tækifæri, en mikil snjó- flóðahætta hefur verið talin vera á slysstað og m.a. af þeim sökum dvaldi rannsóknamefnd flug- slysa ekki lengur á slysstað á sunnudag en þörf krafði. Athygli rannsóknamefndarinnar beinist nú m.a. að því hvort bilun hafí orðið í vinstri hreyfli TF-ORM en ekki tókst á slysstað að ganga úr skugga um hvort svo hafi verið þótt ýms atriði styðji þá tilgátu. Verður því að rannsaka flak flug- vélarinnar nánar. 29 dauðsföll í 10 flugslysum frá 1980 FRÁ ÁRINU 1980 hafa orðið tíu flugslys hér á landi, sem leitt hafa til dauðsfalla. Samtals hafa 29 látið lífið með þessum hætti. í öllum tilvikum áttu litlar flugvélar í hlut. Á árinu 1980 urðu 8 slys og 2 óhöpp á íslenskum loftförum, þar af tvö dauðaslys. Það var 17. febrúar sem vél af gerðinni PA-18 spann til jarðar í bröttu klifri eftir flugtak af Húsafellsflugvelli og fórst. Einn lét lífið. Hinn 22. september fórst vél af gerðinni BN-2A í Smjörfjöllum á leið frá Þórehöfn til Egilsstaða. 4 létust. Á árinu 1981 urðu 9 slys og 4 óhöpp á íslenskum loftförum, þar af tvö dauðaslys. Hinn 27. maí fórst vél af gerðinni RC-112 við Þverárvötn á Tvídægru á leiðinni til Akureyrar frá Reykjavík. Fjórir létu lífið. Hinn 4. október fóret vél af gerðinni Rallye á lendingar- æflngu á Helluflugvelli. Einn lét lífið. Á árinu 1982 urðu 9 slys og 4 óhöpp á íslenskum loftförum, þar af tvö dauðaslys. Hinn 20. júlí fóret vél af gerðinni PA-23 í Kistufelli í Esju, f aðflugi til Reylqavíkurflugvallai-. Fimm létu lífíð. Hinn 26. október nauðlenti vél af gerðinni PA-23 í hafí út af Vestfjörðum, eftir flugtak frá Suðureyri. Einn lét lífíð. Á árinu 1983 urðu 8 slys og 7 óhöpp á íslenskum loftförum, þar af tvö dauðaslys. 25. apríl fóret vél af gerðinni C-150 við Hálsnes í Hvalfirði og létu tveir lífíð. 8. nóvember fóret vél af gerðinni S-76A í æfíngaflugi frá skipi í Jökulfjörðum. Fjórir létu lífið. Á árinu 1984 urðu 4 slys og 6 óhöpp á íslenskurn loftförum, en ekkert dauðaslys. Árið 1985 urðu samtals 15 slys eða óhöpp, en heldur ekkert dauðaslys. Hinn 31. janúar á þessu ári fóret vél af Zenith-gerð í Bláfjöllum og með henni tveir menn. Útlit skrúfublaða á vinstra hreyfli þykir gefa vísbendingu um að ekki hafí verið afl á hreyflinum er flugvélin skall til jarðar. Þá hefur komið í ljós að flugmaðurinn hafði gert ráðstafanir, sem benda til að afl hafl ekki verið sem skyldi á vinstra hreyfli; eldsneytiskerflð hafði verið stillt með þeim hætti og hjálpardæla sett í gang. Eftir mælitækjum flugvélarinnar að dæma var hún í vinstri beygju er' hún fóret, sem mun vera til marks um vindingsátak frá hægra hreyfli. Hins vegar þarf rannsóknamefndin að rannsaka flakið betur áður en hægt verður að segja til um það með óyggjandi hætti hvort vinstri hreyfíll TF-ORM hafí stöðvast á flugi. Pálmar S. Gunnareson, sem komst lífs af úr slysinu, mun ekki hafa veitt því athygli hvort hreyfíl- bilun hafí orðið. Tekin hefur verið af honum bráðabirgðaskýrsla, en nánari skýrelur verða teknar af þeim Kristjáni Guðmundssyni, sem einnig komst lífs af, þegar unnt verður. Af framburði Pálmare er það ráðið að flugvélin hafí lent í mikilli fjallabylgju. Jafnframt mun hann hafa skýrt frá því að dýfan hafí verið það mikil að geysileg skelfíng hafl gripið um sig í flugvél- inni. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er ekki hægt að útiloka að hreyflar einá og þeir, sem voru á TF-ORM, stöðvist í ísingarekilyrð- um. Reyndar er ýmislegt, sem á að koma í veg fyrir að svo verði, og m.a. voru hreyflar TF-ORM með beinni eldsneytisgjöf en ekki blönd- ungi. Hleðsla flugvélarinnar mun hafa verið eðlileg. A.m.k. 50 kfló vantaði upp á að flugvélin væri fullhlaðin og var hún því ekki yfírhlaðin er hún fór frá ísafírði. Athyglin beinist að veðurfarslegum þáttum Athygli rannsóknarmanna bein- ist mjög að veðurfarelegum þáttum. Mikill vindur var í lofti og í fjalllendi getur myndast ókyrrð og mikið niðuretreymi hlémegin við fjöll og ijallgarða. Samkvæmt upplýsingum frá Sigurjóni Einarssyni, flugstjóra á flugvél Flugmálastjómar, var gíf- urlegt niðuretreymi á þeim slóðum, þar sem TF-ORM fóret. Sigurjón lækkaði flugið í 7.000 feta hæð yflr slysstað og voru niðuretreymið og ísing þá slík að þótt klifrað væri með fíillu afli hækkaði flugvél- sig ekki nema 100-200 fet á m mínútu meðan flogið var út úr veðrinu. Áttu flugmenn Flugmála- stjómarvélarinnar fullt í fangi með að stjóma henni. í kyrrn lofti mun láta nærri að hún klifri um 2.000 fet á mínútu. Skýjatoppar voru í 10.000 feta hæð yflr slysstaðnum og frostmark í um 5.000 feta hæð, sem er lágmarksflughæð á flugleið- inni milli Stykkishólms og Reykja- víkur. Hugsanlegt er talið að flug- maðurinn hafí verið að reyna að lækka sig niður úr ísingu er hann bað um heimild til lækkunar i 5.000 fet. Veður hafí hins vegar verið með þeim hætti að flugvélinni hafl ekki tekizt að halda þeirri hæð. Hafí hreyfill síðan ekki starfað eðlilega hafl það aðeins orðið til að auka á erfiðleika flugmannsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.