Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B 83. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1986 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Talsmaður Bandaríkjaforseta: „Khadafy var svarað á máli sem hann skilur“ AP/Símamynd. að Sovétmenn hafi verið látnir vita af árásinni áður en tilkynnt var um hana og viðbrögð Sovétmanna sýndu afstöðu þeirra til alþjóðlegra hryðjuverka. Enn er leitað að einni orrustuþotu og tveggja manna áhöfn hennar, sem ekki sneri aftur til Englands eftir árásina. Líbýumenn sögðu að hún hefði nauðlent í Líbýu og borg- arar hefðu tekið þá af lífi. Banda- ríkjamenn teljá aftur á móti að þotan hafi hrapað í hafið áður en árásin var gerð. Mikill viðbúnaður er nú í sendi- ráðum og herstöðvum Bandaríkja- manna um heim allan ef Líbýumenn skyldu grípa til hefndaraðgerða. Sjá nánari fréttir á síðum 24, 25, 28 og 29 og leiðara á miðopnu: „Hættulegur neisti". Bandarískur sendiráðsmað- ur særður lífshættulega í Súdan Trípolí/Washington. AP. HAFT er eftir tveimur vestrænum sendiráðsstarfsmönnum í Trípólí í Líbýu að um hundrað manns hefðu fallið í loftárásum Bandaríkjamanna aðfaranótt þriðjudags, en líbýskir embættis- menn sögðu að „margir hefðu látið lífið“. Líbýumenn réðust á þriðjudag á fjarskiptastöð Bandaríkjamanna á ítölsku eynni Lampedusa, sem er um 215 krn suður af Sikiley í Miðjarðar- hafinu. í Trípólí var á þriðjudagskvöld skotið úr loftvarnar- byssum nokkrum sinnum í röð, en Bandaríkjamenn neita að hafa gert árás að nýju. Bandarískur stjómarerindreki var skotinn í höfuðið í Khartoum, höfuðborg Súdans, í gærkveldi. Hann liggur á sjúkrahúsi og er ástand hans alvarlegt. Ekki er vitað hverjir standa að baki verknaðinum. Stjómir Bretlands, Kanada og Israels styðja aðgerðir Bandaríkja- manna, en stjómir flestra annarra ríkja harma árásina. Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, sagði í þinginu að annað hefði verið óhugsandi en að leyfa Bandaríkjamönnum að leggja upp frá flugvöllum þeirra. Orð hennar vöktu mikinn kurr í röðum stjómar- andstæðinga. Líbýumenn hafa hvatt önnur arabaríki til að hefna fyrir árás Bandaríkjamanna. Leitarljós lýstu upp himininn yfir myrkvaðri Trípólíborg í sjö mínútur um sjöleytið og aftur hálftíma síðar. Heyra mátti háværar sprengingar og lýstu Líbýumenn yfir því að fjór- ar bandarískar orrustuþotur hefðu verið skotnar niður. Erlendir blaða- menn í Trípólí sögðu aftur á móti að engin merki væru um að Banda- ríkjamenn hefðu gert aðra árás og engir eldar hefðu kviknað. Robert Sims, talsmaður í bandaríska vam- armálaráðuneytinu, neitar að önnur árás hafi verið gerð. Tveimur skeytum var skotið að fjarskiptastöðinni á Lampedusa og lentu þær báðar í sjónum undan ströndum eyjarinnar án þess að valda tjóni, að sögn bæði banda- rískra og ítalskra embættismanna. Ekki er ljóst hvaðan skeytunum var skotið. ítalir sögðu í fyrstu að þeim hefði verið skotið af líbýskum vél- báti skammt undan eynni. En Bett- ino Craxi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði á þinginu í dag að fjórar þotur af F-104-gerð hefðu ekki orðið varar við skip þrátt fyrir nákvæma leit. Oscar Luigi Scalfaro, innan- ríkisráðherra, sagði að skeytunum hefði líkast til verið skotið annað hvort úr kafbáti eða skotpalli í Líbýu. Læknar í Trípólí segja að fimmt- án mánaða gömul fósturdóttir Khadafys hafi beðið bana í loftárás- inni og tveir synir hans séu alvar- lega særðir. íbúar Trípólí skoða skemmdimar, sem loftárás Bandaríkjamanna olli. Bandaríkjastjóm lýsti yfir því á þriðjudag að loftárásin hefði „tekist vel“ og höggvið hefði verið að hryðjuverkastarfsemi við ræturnar og Khadafy hefði verið svarað á máli, sem hann skildi. Bandaríska vamarmálaráðuney- tið sagði að sprengjuþotur sjó- og flughersins hefðu hitt skotmörk sín í Líbýu, eyðilagt flugvélar og flug- skýli og valdið miklu tjóni á höfuð- stöðvum hryðjuverkasamtaka Líbýu. Sims var á blaðamannafundi þrá- faldlega spurður hversu mikið tjón hefði orðið á híbýlum borgara og sendiráðum í árásinni. Kvaðst hann ekki hafa nægar upplýsingar til að geta sagt um hvort bandarískar sprengjur hefðu valdið þessu tjóni. Tjón varð á franska sendiráðinu í Trípólí í árásinni. Um áttatíu prósent Bandaríkja- manna styðja árásina, en margir em aftur á móti efins um að hún verði til þess að draga úr hryðju- verkum. Sovétmenn hafa tilkynnt að ekkert verði af undirbúningsfundi George Shultz, utanríkisráðherra, og Eduards Shevardnadzes, hins sovéska starfsbróður hans, undir væntanlegan leiðtogafund, vegna árásarinnar. Bandaríkjamenn hafa sagt að það séu mistök af hálfu Sovétmanna að aflýsa fundinum. Larry Speakes, talsmaður Banda- ríkjaforseta, hefur greint frá því Loftárás Bandaríkjamanna kom Líbýumönnum I' opna skjöidu. tendruð í Tripóll, þegar flugskeyti stefnir á borgina. AP/Símamynd. Eins og sjá má á myndinni eru ljós Flugvélsljóri Arnarflugs í Líbýu: „ Vitum ekki hvort þotan hafi laskast“ „VIÐ HÖFUM verið fastir á hótelinu okkar frá í gærkvöldi," sagði Lárus Atlason, flugvélstjóri hjá Arnarflugi, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Lárus er einn 7 íslenzkra starfsmanna Arnarflugs í Líbýu, en sjömenningarnir upplifðu loftárás Banda- ríkjamanna í fyrrinótt. ,Við vitum ekki hvort flugvél okkar er óskemmd, en árás var gerð á flugvöllinn, sem hún stend- ur á. Okkur hefur verið skýrt frá tjóni á flugvellinum, m.a. á flug- vélum, en vonum að okkar flugvél sé ekki þar á meðal. Við vitum ekki hvort eða hve- nær við komumst frá Líbýu og í raun og veru líður okkur vel. í sannleika sagt stendur okkur þó ekki alveg á sama, en reynum að taka atburðunum með jafnaðar- geði. Það lék allt á reiðiskjálfí í loft- árásunum, gífurlegar sprengingar og dynkir. í kvöld klukkan sjö hófst mikil skothríð af loftvarnar- byssum og við sáum flugvél yfir borginni. Við heyrðum einnig sprengingar og dynki og það kviknaði mikið bál á herflugvelli eða í olíuhreinsunarstöð til vesturs af okkur," sagði Lárus. Sjá nánar samtal við Lárus Atlason „Storkum ekki ör- lögunum...“ á bls. 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.