Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. APRlL 1986 Minning: Guðrún Sigiirðardótt ir, Halldórsstöðum Fædd 27. júlí 1914 Dáin 25. mars 1986 Frænka mín, Guðrún Sigurðar- dóttir, er horfín á vit feðranna. Með nokkrum fátæklegum orðum viljum við minnast hennar. Fráfall kom óvænt, þó lasleika hefði gætt um nokkurt skeið. Við bjuggumst satt að segja við að hafa hana enn um sinn á meðal okkar. Guðrún var hvorki ung né gömul þegar kallið kom, þjáðist ekki mikið og hélt sínu andlega atgervi allt til loka. Frænka mín var Dalabam af góðu fólki komin og ólst upp hjá foreldrum sínum í Hvammi í Svart- árdal. Snemma árs 1937 lá leið hennar vestur yfír fjallið í víðan faðm SkagaQarðar, sem hún tók svo miklu ástfóstri við. Hún settist að í miðju héraði, að Halldórsstöð- um á Langholti. Þar beið hennar mannsefnið og fyrr en varði var hún orðin húsfreyja á bænum. Það hélst með mikilli reisn í næstum fímmtíu ár. Sambúð þeirra Halldórs Gíslasonar var sérstaklega ham- ingjurík. Eins og gengur skiptust á skin og skúrir á sameiginlegri lífs- göngu. Aldrei bar þó skugga á ástríkið og tiliitssemina, sem þau hjónin sýndu hvort öðru. Vorið 1941 fluttust móðir mín og amma í Halldórsstaði eftir fráfail Sigurðar Guðmundssonar í Hvammi, afa míns. Elín Pétursdóttir, amma mín, var síðan allt til dauðadags, 1954, á Halldórsstöðum. Hún var heimilinu ákaflega mikils virði og mikil bless- un fylgdi öllum hennar störfum. Mjög kært var ætíð með henni og tengdasyninum. Halldór á Halldórs- stöðum var því mikill gæfumaður með konu sinni og tengdamóður. Bamaláni áttu þau að fagna, frænka mín og Halidór. Þau urðu átta, en elsta bamið, Sigurður; dó í bemsku. Þau eru nefnd í aldurs- röð: Ingibjörg, gift Þorvaldi Áma- syni, Sigrún, gift Sverri Svavars- syni, Bjöm, kvæntur Hrefnu Gunn- steinsdóttur, búandi að Ketu. Sig- urður bóndi á Halldórsstöðum, Efemía, gift Bimi Jóhannssyni, Erla, gift Jóni Alexanderssyni og Skúli, kvæntur Emu Hauksdóttur. Systkinin búa öll á Sauðarkróki að Bimi og Sigurði undanskildum. Foreldrar mínir áttu sitt heimili á Halldórsstöðum er ég fyrst leit þennan heim í gömlu framstofunni í gamla bænum. Bærinn var rismik- ill og tígulegur og vel byggður og var búið í honum allt fram til 1957, er flutt var í nýtt steinhús. Fram um fermingu var ég meira og minna einn af heimilisfólkinu í gamla bænum, þó ég flyttist á „mölina" með foreldrum mínum tæplega 2ja ára gamall. Samband mitt og frænku var sérlega ástúðlegt. Hjá henni var ég eins og eitt bama hennar. Samband ol^kar hélst óbreytt alla tíð. Faðmiög frænku voru alltaf jafn hlý hvenær sem mann bar að garði. Það voru nota- legar stundir í eldhúsinu hjá frænku, þegar rifjaðir voru upp löngu liðnir dagar bemskunnar. Við bræðumir nutum alls hins sama hjá frænku. Henni var það eðlislægt að hafa hjartaiými fyrir allt sitt samferðafólk. Bamabömum og bamabama- bömum sýndipún slíkt hið sama, engum var ofaukið og engum var mismunað. Heimiiið á Halldórsstöðum var ætíð mannmargt og mikil gesta- koma og frænka hafði alltaf nógan tíma til að sinna sínum gestum, af þeirri rausn sem ætíð fylgdi heimil- inu. Hvort það vom bændur af næstu bæjum sem þáðu giftingu á leið í göngur eða kirkjukórinn með Jón á Hafsteinsstöðum í broddi fylkingar. Það skiptir litlu. Húsrým- ið var ætíð nóg og viðurgjömingur góður. Stundum komu menn úr öðmm sveitum með fjöldann allan af hestum og jámað var daglangt. Það var víst jámað fyrir flesta nærliggjandi bæi í sveitinni og því fylgdi ekki lítil mannaferð. Þetta þótti okkur krökkunum skemmti- legar heimsóknir. Miklar hafa annir frænku verið við allar þessar heim- sóknir til viðbótar öllum þeim þörf- um, sem fylgja stóra heimili, og mikið hefur þurft til heimilisins að leggja. Aldrei heyrði ég það nefnt, að þetta kostaði svo sem nokkum skapaðan hlut. Söngurinn er mikill gleðigjafi og á Halldórsstöðum var mikið sungið. Þeir bræður Bjöm og Halldór Gísla- synir voru þekktir söngmenn með karlakómum Heimi og í kirkjukóm- um við Glaumbæjarkirkju. Frænka söng í áratugi í kirkjukómum og lengi annaðist hún þrif og annað í kirkjunni, fórst henni þetta vel úr hendi. Kirkjan í Giaumbæ var henni mjög kær. Frænka gerði ekki víðreist í ferðalögum, t.a.m. kom hún aldrei til Reykjavíkur, sem telst til tíðinda nú á dögum. Frænka var ætíð á vísum stað á sínu heimili og þangað sóttum við skyldulið hennar, ættingjar og vinir. Þar vomm við ætíð velkomin og þangað var mikið að sækja. Sælla er að gefa en þiggja, stendur skrif- að. Þau Halldórsstaðahjónin vom ætíð veitendur. Þá reikninga reynd- ist mér og mörgum öðmm vonlaust aðjafna. Frænka fór til Akureyrar skömmu fyrir páska til læknismeð- ferðar. Það hafa orðið fyrstu pásk- amir, sem hún var ekki heima að taka á móti öllu sínu fólki. Á fyrsta degi einmánaðar með vorið í nánd lést frænka og vafalaust hefur það verið hennar fyrsta verk að huga að öllu heima, páskar að fara í hönd. Alla tíð kallaði ég Guðrúnu, móð- ursystur mína, frænku. Að leiðarlokum og á kveðju- stundu kaus ég að halda mig við þann kæra vana. Við bræðumir, fjölskyldur okkar og foreldrar mínir sendum okkar hinstu kveðjur. Mikið eigum við frænku að þakka og heimili hennar og öllu hennar fólki. Mikil húsmóðir og manngæsku- kona er gengin. Það er orðið fámennt á Halldórs- stöðum, nýir tímar gengnir í garð eins og svo víða í sveitum. Halldór minn, þér og bömum þínum, venslafólki og öllu frænd- fólkinu, sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Guðrúnar á Halldórsstöðum. Hún var jarðsett 5. apríl sl. í Glaumbæ. Hörður Ingimarsson Minning: Einar Guðmunds- son, Brattholti Fæddur 2. nóvember 1904 Dáinn 25. september 1985 Þeim fækkar óðum er fremstir stóðu hefi ég einhverstaðar séð, lík- lega í minningarkvæði, þeim fækk- ar líka, sem ýmsum sást yfír, en vom þó til. Og skólabræðram mín- um frá Hólum árin 1930—1932 er tekið að fækka. En þegar ég heyrði lát Einars í Brattholti ásetti ég mér að minnast hans þó stutt væm kynnin og meira en hálf öld liðin. En svo sérstæður maður var Einar í Brattholti. Hann kom í bændadeild Hólaskóla haustið 1930. Sú deild var til náms einn vetur og ásamt Einari vom þar þennan vetur Jón Daníelsson frá Sellandi í Fnjóskadal og Sigtiyggur Jóhannesson frá Sandá í Svarfðardal. Þessir þre- menningar urðu miklir vinir mínir þennan vetur, þótt ég væri þá í yngri deild. Einar var þá 26 ára og fullorðinn í útliti og innri maður hans enginn eftirbátur. Fas allt og framkoma með mikilli festu og hinn hýrlegi svipur hans geislaði af áhuga og guðmóði. Það orð eitt fínnst mér duga til að segja allt er ég er að kynna. Fluggreindur, þroskaður, sérstæður og brann af ' áhuga. Um jólin 1930 fómm við þrír saman, en Sigtryggur var þá lasinn og varð eftir, Einar, Jón Daníelsson og ég, um Heljardalsheiði og Svarf- aðardal til Eyjaíjarðar. Einar fór með mér í Hranastaði og var þar jólanóttina. Daginn eftir fór hann með föður mínum að messu á Gmnd og þaðan fór svo Einar austur í Laugaskóla í Reykjadal. Hafði þessa ferð í huga með Hóladvöl sinni að koma á þetta þingeyska menntasetur oggekk allt að áætlun. Og við þrír fylgdumst svo að í byijun janúar, gangandi um Öxna- dalsheiði að Hólum. Var Einar mjög ánægður með þá þekkingu er hann öðlaðist á skyndiferð um þessar norðlensku byggðir, og hyggindin komu í hag. Um sumarmálin hvarf Einar á braut frá Hólum. Og langir tímar liðu svo að engin samskipti vom. En 1950, er ég var orðinn bústjóri á Skriðuklaustri, var sumarmaður hjá mér Eiríkur frá Helludal í Bisk- upstungum. Þau kynni áttu þátt í því að snemma í nóvember 1955 fór ég ásamt Jörgen bónda á Víði- völlum í Fljótsdal í fylgd Kristins Jónssonar frá Þverspymu um Tungur og Hreppa. Þá bjuggu í Brattholti Eiríkur frá Helludal (systursonur Sigríðar í Brattholti) með konu sinni og Einar Guð- mundsson, en hann giftist aldrei. Hjá þeim gistum við eina nótt og um morguninn fór Einar svo með okkur að Gullfossi. Vetrarsvipur var þá að færast yfír láð og lög og vötn mjög minnkandi. Eftir Gull- fossi man ég all ljóslega, enda held ég að öðm sinni hafí ég ekki komið þar. Mér er ljóst nú að mjög mikil hraðferð hefír verið á ferðalagi okkar, svo mjög hafði fymst yfír það í fómm mínum. En með hjálp Eiríks og svo dagbókar minnar tók myndin að skýrast. Eftir þetta var mikil eyða milli okkar Einars. Fundum okkar bar svo snöggvast saman í Hveragerði 1981 og í 100 ára afmæli Hólaskóla 1982. En lítið tóm gafst til að rifja upp Hólavemna eða annað er á daga hafði drifíð. En eitt var mér ljóst, Einar í Brattholti var enn hinn sami Einar, eldskarpur íslendingur, með fullar töskur þeirrar speki er lífið færði honum ofan á hinn góða heimanmund vits og vilja. Án er flls gengis nema heiman hafí. Einar var svo sannarlega án ílls gengis, svo sem mér kemur fyrir sjónir. En kynni mín vom ekki mikil. En í seinni tíð var önnur persóna að grípa fastar í athygli mína, Sigríður í Brattholti. Ég las í NT laugardag 5. okt. nokkuð ítarlega minningu um Einar eftir Eyvind Erlendsson, sem er systursonur hans. Foreldrar Einars vom Jónína Bárðardóttir og Guðmundur Hjart- arson og giftust þau ekki. Þriggja nát.ta fór Einar til fósturs í Bratt- holt hjá þeim hjónum Margréti og Tómasi „því fræga þrekmenni". En meðal bama Tómasar var Sigríður í Brattholti. Þama ólst Einar upp og er Tómas féll frá tók Einar við búi Tómasar með Sigríði og keyptu svo að Einar tók við jarðeign, en Sigríður varð hans bústýra. Hélst svo meðan hún lifði. Eftir fráfall Sigríðar bjó Einar einn. Leitaðist við að festa við búskap í Brattholti yngri hjón og nú búa þar systurson- ur hans Njörður og Lára kona hans. Framseldi hann þeim jörðina, „nema náttúmgersemina Gullfoss, ásamt landinu umhverfís hann og gljúfrin niður undan, ráðstafaði Einar alþjóð til eignar, að þar skyldi vera fólkvangur, friðlýstur". . Minningarorð Eyvinds Erlends- sonar um Einar í Brattholti em hrein perla að ég fæ séð. Skýra svo ágætlega og festa í vitund þá e.t.v. óljósu mynd er fyrir var. Og þegar í senn er huga rennt yfír þessar tvær persónur í Brattholti býr í þeim frábært þrek, mikið en furðu tamið geð, þrautseigja og þolin- mæði, framsýni, vitsmunir. En það, sem mig langar að segja í lokin og það skyggir ekki á nokkum hátt á Einar Guðmundsson — að tvær persónur koma mér einna fyrst í hug athyglisverðar fyrir framsýni og velgjörðir í Islandssögunni: Ein- ar Þveræingur og Sigríður í Bratt- holti. Langt er í milli en líkindi með að vissum hætti. „Huldar landsins vemdarvættir" standa enn vörð um Gullfoss og Brattholt. Sú sýn er mér ljós. Jónas Pétursson Minning: Pálmi Einarsson Landnámsstjóri Fæddur 22. ágúst 1897 Dáinn 19. september 1985 Kynni okkar Pálma Einarssonar vom löng. I fyrstu álengdar vegna hneigðar minnar til búskapar og þá hafði ég mikinn áhuga á búnað- arráðunautum, síðar í persónuleg- um kynnum og samskiptum. Þau hófust er ég var ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, síð- ar í bústjóm og tilraunastarfi á Skriðuklaustri og í félagsstörfum á sviði búnaðarmála. Fyrztu kynnin, sem em mér í ljós í minni, em frá bændanámskeiðum í Eyjafírði um miðan fjórða áratug. Þær samkom- ur vom þá mikið sóttar af bændum og fólki úr sveitum. Þar vom til að flytja erindi og fræða miklir skömngar á búnaðarsviði, auk Pálma Einarssonar. Man ég Ólaf Jónsson, Pál Zohponíasson, Ragnar Ásgeirsson, Gunnar Bjamason. Kynni okkar Pálma héldust. Og á vordögum 1947 er ég ræddi við hann mæltist hann til þess að ég tæki, til að byija með, að mér for- stöðu tilraunabúsins á Hafursá, sem þá var að byija, en Pálmi þá for- maður jarðræktar. Með því vom ráðin þau umskipti í mínu lífí og ég yfirgaf Eyjafjörðinn og hefí frá þeim tíma verið Austfirðingur. Mér féll Pálmi Einarsson mjög vel og breyttist það alls ekki við mikil og allnáin kynni upp frá þessu. Hann var þýður í viðmóti, fremur hlé- drægur, mikill starfsmaður, traust- ur og tillögugóður. Samningamaður viðurkenndur, réttsýnn, enda mjög til kvaddur í alls konar matsgerðir, einkum«á löndum. Hin prýðilega greind og fjölbreyttir hæfíleikar og þekking leiddu til þess, hve mjög var til hans leitað er leiða þurfti deilumál til lykta með friðsömum hætti. Pálmi var jafnaðarmaður að skapgerð. Spaugsamur gat hann verið, þótt hið þýða fas hans og dagfarsprýði gæfí það ekki mjög til kynna. Hann kom til starfa upp úr setn- ingu jarðræktarlaganna. í bókinni Islenzkir búfræðikandidatar segir svo um Pálma: „Hann er meðal fremstu brautryðjenda um fram- ræslu hér á landi og aukinnar tún- ræktar í kjölfar Jarðræktarlaganna frá 1923.“ Sem landnámsstjóri síð- ar átti hann mikinn þátt í fjölgun býla víðsvegar um land. Pálmi skildi innsta eðli allrar búsýslu í samskipt- um við náttúmna: Það er sjálfs- bjargarviðleitni fjölskyldna bænda, þar sem saman fer atorka, útsjón og fullnæging eigin þarfa í litlu ríki heimilisins, með heimanotum og litlum aðföngum. Menn skildu þetta á mestu athafnaámm Pálma. Utan- aðkomandi áróður og gyllingar síð- ari ára freistuðu of margra bænda að leitast við að þræða veginn meðfram, þar sem gleymist að ná- grannamir em líka í för, að sjálfs- bjargarviðleitni alls búskapar er órofaþáttur í heild, sem horfir til heilla. Þessar hugleiðingar leituðu á mig við ritun á þessum minningar- brotum. Kona Pálma var Soffía Sigur- hjartardóttir frá Urðum í Svarfað- ardal. Ein úr hópi systkina er mér segir hugur að marki spor, er síðar skýrast betur. Við lítil kynni varir hjá mér þýður öryggisblær yfir heimili þeirra. Ég sendi fjölskyld- unni kveðjur. Jónas Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.