Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 44
44 ' MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUÐAGUR16. ÁPRÍL Í986 Enn er röltarinn mættur. Rölt var víða í síðustu viku. Meöal annars var litið inn ITónabæ, þar sem Músiktilraunir Tónabæjar og rásar tvö fóru fram, svo var litið inn í Verzlunarskólann, og því fylgir hór með bæði skóla- og fólagsmálakynning á skólanum. Var það bæði fróðleg og skemmtileg heimsókn í þennan fornfræga og virta skóla. Urslitin í Denna-spurningakeppni framhaldsskólanna voru kunngerð á miðvikudaginn og að sjálfsögðu var Röltarinn þar. Annars munu myndirnar tala sínu máli. Stop. Þetta er aftur á móti Bftlavinafélagið. Urslitin í Denna-keppninni ÞAÐ var mjög góður audi niður á Hótel Borg síðastliðið miðviku- dagskvöld. Úrslitin í Denna- keppninni voru að hefjast. Fulit hús af fólki. Hressu fólki. Ekki vantaði stemmninguna í liðið. Keppnin hófst kl. 8.30. Til úrslita kepptu lið MH, Fjölbrautaskóla Suðurlands og Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þessi þijú lið höfðu áður leitt saman hesta sfna í keppninni og vissu þvi um styrk- leika hvers annars. Taugaspenningur, mistök og 10 þumalfingur á hvorri hönd ein- kenndu liðsmenn liðanna rétt fyrir keppni. Á borði stjómendanna stóð nefnilega Denna-bikarinn eftirsótti, svo og hvítt umslag. Inn í því umslagi var utanlandsferð fyrir þijá á Frönsku Rivieruna. Að sjálfsögðu vildu öll liðin krækja sér í verðlaun- in, og stjómendur keppninnar vildu líka fegnir geta gefíð þeim öllum svona verðlaun, en, aðeins eitt lið átti að standa uppi sem sigurvegari. Það var lið FSU, sem reið á vaðið. Fum, fát og taugaspenningur áttu sterk Itök í liðsmönnum þess liðs og þrátt fyrir að engin stig væru gefin upp fyrr en í lok keppninnar, sást það strax, að þeir voru frekar undir meðallagi, miðað við frammi- stöðu þeirra í undanúrslitunum. Þeir vom því heldur niðurdregnir þegar þeir fóru í sætin sín aftur. Lið FS var næst og stóðu þeir sig ekki miklu betur, aðeins þó eins og sást í lokin. Þeir gátu þrælþungar spumingar, en götuðu svo á mjög auðveldum. Það er einkennandi fyrir taugastrekkt lið í svona keppni. Þeir voru ekki mikið upplits- djarfari en lið FSU þegar þeir fóm f sætin sín. Þá var komið að lið; MH. Þrátt fyrir að allir þama inni sæju að þeir vom ein taugahrúga, léku þeir sig mjög svala og sögðust vera hvergi bangnir. Þeir stóðu sig álíka vel og hin liðin tvö, þannig að þegar dómnefnd dró sig í hlé til að telja stigin, var það alveg full- ljóst, að þau vom fá stigin sem myndu aðskilja Iiðin. Enda kom það í ljós. En f millitíðinni mætti hljóm- sveitin Bítlavinafélagið til að skemmta. Þeir skiptu sér niður í tvö lið og kepptu sín á milli. Þeir stóðu sig vægast sagt hroðalega illa, en þeirra mottó er að hafa gaman af öllu sem hreyfist, og ef það hreyfist ekki, þá bara að hrista það. En nú kom Ásgeir Tómasson, annar um- sjónarmanna kvöldanna í míkrófón- inn og tilkynnti að enginn annar en Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra myndi afhenda sigur- liðinu verðlaunin. Það var lið MH sem vann með 1 V2 stigs mun, þeir hlutu 24 stig. Steingrímur, eða Denni eins og hann er stundum kallaður, afhenti MH-ingunum verðlaunin, bæði bikarinn og ferða- vinninginn. Síðan skemmti Bítla- vinafélagið gestum allt til miðnætt- is, en allir MH-ingar fóru mjög ánægðir heim, enda segja þeir að þetta sé bara byijunin á löngum sigurferli þeirra MH-inga í keppn- inni. Músíktilraunir Tónabæjar og rásar tvö Kl er 7.45 Kunnuglegt lag ómar í eyrum Röltarans. Það var lagið „Tíbrá í fókus" með tvíeykinu Possibillies. Nánari útskýring. Jú, Röltarinn var staddur í Tónabæ. Um kl. hálf níu átti nefnilega að hefjast fyrsta Músiktilraun Tónabæjar og Rásar tvö. En ætluðu Possibillies að taka þátt í Músiktilraunum? Þetta lands- fræga tvíeyki? Nei, þeir voru bara gestir kvöldsins. (Hvaða bara er þetta?) Þeir voru sem sagt að æfa nokkur lög fyrir kvöldið. Ekki virt- ust þeir þurfa á æfingu að halda, svo að þeir drógu sig í hlé þegar lagið var búið og fengu sér kóksopa ogskrifuðu lagalista kvöldsins. Kl er 7.54 Ásgeir Tómasson á rás tvö gekk í salinn. Hann gekk rakleitt að sviðinu, sem var geysilega skemmtilega skreytt. „Hæ, rás tvö“, „Lifi Bjarni“ (Hver sem það nú er!), „Rikshaw", „Possibillies", og fleiri álíta sniðugar áletranir gerðu sviðið að tilkomumiklu mál- verki. Ánægjusvipurinn á Ásgeiri var auðsjáanlegur. Annars hafði þetta vel skreytta svið einn galla. Það var svo til ekkert pláss fyrir miklar hreyfingar á því. En það var merkilegt hvað hljómsveitimar nýttu þetta litla pláss sem þær höfðu til umráða. Tíminn leið. Klukkan er 8.01 Dymar opnast og fólkið streymir inn. Eftirvæntingin skein úr augum þeirra og með látum og ópum mdd- ust þau í sætin. Brátt vom nálega öll sætin upptekin. Ekki gátu krakkamir kvartað yfir inngangs- eyrinum. Aðeins 150 kr. aðgangs- eyrir! Góð stemmning greip strax um sig meðal krakkanna og brátt heyrðist varla mannsins mál fyrir skrafinu í krökkunum. Klukkan er 8.25 Possibillies stigu á svið. Hljóm- sveitina skipa, undir venjulegum kringumstæðum, þeir Jón Olafsson og Stefán Hjörleifsson. En þetta kvöld sem og svo mörg önnur höfðu þeir Stefán og Jón nokkra aðstoðar- menn. Það vom þeir Eyjólfur Krist- jánsson, sem plokkaði gítarstrengi, Haraldur Þorsteinsson, sem plokk- aði bassastrengi og Rafn Jónsson, sem lamdi á trommusett eitt for- kunnarfagurt. Nú og svo spilar Jón á hljómborð ýmis konar og Stefán er rythmagítarleikari. Jón var greinilega maðurinn með míkrafón- inn, hann sá um allar kynningar hljómsveitarinnar og söng öll lögin, nema ef vera skyldi bakraddirnar, sem þeir Stefán og Eyjólfur sáu PoMÍbiliias voru gestir kvöldsins. Fótbrotinn söngvari Drykkja innbyröis11. um. Fyrsta lagið var „Tíbrá í fók- us“. Það var nákvæmlega eins í þetta skiptið og það fyrra. Þegar að Tíbránni lauk, kom kynning frá Kynnar kvöldsins, Geiri og Gulli. Jóni og kynnti hann næsta lag sem var „Skák“. í miðju því lagi, kom skyndilega mikil og dökk þoka, og skipti engum togum að Jón fékk óstöðvandi hóstakast í miðju lagi og vakti þetta grín hans mikla kátínu í salnum. Síðan kom nýtt lag. Það heitir „Auðbjöms saga“ og er um Hollywood töffarann Auðbjöm, sem einnig er pabba- strákur og fer í líkamsrækt og stundar ljósaböð. Alveg hreint frá- bær texti. I lqölfarið á Auðbimi komu síðan tvö velþekkt lög, „Bælt er bóndans gras“ og „Móðurást". Síðan kom hápunkturinn. Tvíeykið/hijómsveitin Possibillies fmmflutti nýtt lag sem heitir „Kon- an sem stelur Mogganum" og er að sögn Jóns, lífsreynslutexti, því að það er einhver kona sem stelur alltaf Mogganum hans. Textinn í laginu er alveg meiriháttar, og lagið ekki síðra. Við dynjandi fagnaðar- læti yfirgáfu Possibillies sviðið. Kl er 8.51 Inn kemur Ásgeir Tómasson. Hann kynnti fyrirkomulag keppn- innar. Hver hljómsveit leikur fjögur (4) lög, sem öll eiga að vera fmm- samin. Sigursveitin fær síðan V2 árs samning við Reykjavíkurborg og leikur meðal annars á 17. júní svo eitthvað sé nefnt. Ásgeir rakti síðan önnur atriði í stuttu máli. Kl er 8.58 Skyndilega birtist Gunnlaugur Helgason á rás tvö (þið vitið, vin- sældalista-Gulli). Hann kynnti fyrstu hljómsveitina. Það var Fyrir- bæri. Hljómsveitin er úr Reykjavík nánar tiltekið, þá em allir meðlimir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.