Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL1986 33 Skoðanaköimun á Akureyri: Sjálfstæðisflokkur og Fram- sókn bæta við sig manni Akureyri. DAGUR, málgagn framsóknar- manna á Akureyri, birti í gær niðurstöðu úr skoðanakönnun sem blaðið gerði á Akureyri um helgina um bæjarstjórnarkosn- ingarnar í vor. Skv. niðurstöð- um Dags fengji Sjálfstæðis- flokkur 5 menn kjörna, Fram- sóknarflokkur 4 og Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalag 1 mann hvor. Kvennaframboðið fékk 2 bæj- arfulltrúa kjörna í síðustu kosn- ingum - en framboðið tekur ekki þátt í kosningunum nú. Sjálfstæð- isflokkur og Framsóknarflokkur fengu því sitt hvort sætið sem losnar í bæjarstjórn skv. þessari niðurstöðu. Reiknistofnun Háskóla íslands vann 700 manna úrtak fyrir Dag. Af því náðist í 491, sem er 70,14%. Stór hluti aðspurðra var óákveð- inn, alls 198 manns sem er 40,32%. 10,59% sögðust ekki ætla að kjósa og 16,7% vildu ekki svara spumingu blaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu, sem voru 159, sögðust 23 ætla að kjósa Alþýðuflokkinn (14,46%), 51 Framsóknarflokkinn (32%), 62 Sjálfstæðisflokkinn (38,99) og 23 Alþýðubandalagið (14,46%). Gunnar Ragnars: Bæjarbúar vilja breyta stjórnun Akureyri. „ÞAÐ VEKUR fyrst og fremst athygli mína hve svarprósentan er lág,“ sagði Gunnar Ragnars, efsti maður á lista Sjálfstæðis- flokksins, er Morgunblaðið leit- aði álits hans á niðurstöðum könnunar Dags. „Ég hef velt því fyrir mér hverni^, tendur á því og að vissu leyti held ég að ástæðan sé sú að það er ekki óháður aðili sem stendur að könnuninni. En samt sem áður er niðurstaðan greinileg vísbending um að bæjarbúar vilja breytta stjómun í málefnum bæj- arfélagsins. Og það er einmitt það sem kosningamar í vor munu fyrst og fremst snúast um,“ sagði Gunnar Ragnars. Sigurður Jóhannsson: Má ekki byggja um of á niðurstöðum Akureyri. „ÉG ER sæmilega ánægður með niðurstöðuna. Hitt er svo að mörg vafaatriði eru í þessu — sérstaklega hve stór hluti tekur ekki afstöðu, vill ekki svara eða hefur ekki gert upp hug sinn,“ sagði Sigurður Jó- hannesson, efsti maður á lista Framsóknarflokksins, í samtali við Morgunblaðið. Sigurður sagði að ef þeir sem ekki hefðu viljað svara gerðu það gæti niðurstaða skoðanakönnun- arinnar gjörbreyst. „Því miður má því ekki byggja allt of mikið á þessum niðurstöðum." Sigurður var spurður hvort hann hefði búist Freyr Ófeigsson: Menn gefa ekki upp skoðanir sínar Akureyri. „ÉG TEL þessa skoðanakönnun afskaplega lítið marktæka - ég vona að minnsta kosti að hún gefi ekki vísbendingu um nið- urstöðu þegar upp verður stað- ið,“ sagði Freyr Ofeigsson, efsti maður á lista Alþýðuflokksins á Akureyri, í samtali við Morg- unblaðið um niðurstöðu könn- unar Dags. „Það eru sterk rök fyrir því að könnunin sé ekki marktæk: Þessi sáralitla þátttaka. Nú, við búum í litlu bæjarfélagi - bæjarfélagi kunningsskaparins, og menn eru þess vegna ekki hrifnir af að gefa upp hvað þeir ætla að kjósa. Ég er heldur ekki í vafa um að það skiptir máli hvaða aðili stendur að könnuninni. Ég veit dæmi þess að fólk gat ekki hugsað sér að svara Degi.“ Freyr tók fram að Alþýðuflokk- urinn væri ekki enn búinn að birta lista sinn og kosningabaráttan varla farin af stað í bænum, „þannig að margt á eftir að breyt- ast fram að kosningum", sagði hann. við því að flokkur hans og Sjálf- stæðisflokkurinn myndu fá sinn hvom bæjarfulltrúann sem Kvennaframboðið hafði í síðustu kosningum: „Nei, ekki var það nú svo í mínum huga. Ég hef reyndar alltaf gert ráð fyrir því að við næðum öðrum — ég held það sé óraunhæft að gera ráð fyrir því að við fáum báða — en að Alþýðubandalag eða Alþýðu- flokkur næði hinum. Það er mín tilfinning." Sigríður Stefánsdóttir: Hæpið að draga ályktanir af þessari könnun Akureyri. „ÞAÐ ER afskaplega hæpið að draga ályktanir af þessari könnun. Af 700 manna úrtaki gefa aðeins 150 upp afstöðu sína og það er hæpið að minu mati að skipta bæjarfulltrúm eftir þeirri niðurstöðu,“ sagði Sigríður Stefánsdóttir, efsti maður á lista Alþýðubandalags- ins, í samtali við Morgunblaðið. Sigríður sagði annað atriði sem gerði það að verkum að niðurstað- an væri ekki marktæk að hlutlaus aðili hefði ekki staðið að könnun- inni. „Dagur er í hugum fólks það tengdur Framsóknarflokknum að það er ekki tilbúið að svara blað- inu. Og það er einmitt stærsti gallinn á öllum skoðanakönnunum þegar hlutlaus aðili stendur ekki að þeim - þá eru niðurstöður ekki marktækar." Sigríður sagði, pólítískt séð, „fráleitt að ríkisstjómarflokkamir komi út með 9 af 11 bæjarfulltrú- um. Ég ætla Akureyringum það ekki og þetta er ekki í takt við þann anda sem ég finn. Við emm bjartsýn og ætlum að vinna mjög vel fram að kosningum." Fundur um miðbæjar- skipulag í Hafnarfirði „ MIÐBÆJARSKIPULAG í nútíð og framtíð," var yfirskrift fund- ar sem landsmálafélagið Fram hélt i Sjálfstæðishúsinu í Hafnar- firði á mánudagskvöld. Fram- sögu á fundinum hafði Jóhann G. Bergþórsson. Hann fjallaði um sögu miðbæjarskipulags Hafnar- fjarðar og núverandi stöðu mála. Að loknu erindi hans spunnust umræður um málefni miðbæjar- ins. í erindi Jóhanns kom m.a. fram að árið 1933 var lagt fram fyrsta skipulag Hafnarfj arðarbæj ar. Skipulagsnefnd var stofnuð 1959 og efndi hún til verðlaunasam- keppni um útlit miðbæjarins. Tillög- ur Jóns Haraldsonar arkitekts báru sigur úr býtum. Núverandi skipulag er hinsvegar unnið af Sigurþóri Aðalsteinssyni, og var það sam- þykkt í apríl 1982. Síðan þá hafa bæjaryfirvöld og lóðaeigendur við Fjarðargötu staðið í deilum um eignarhald á svæðinu frá Strand- götu niður að sjó. Þessi mál verður að leysa fyrir dómstólum, en það hefur dregist á langinn. Jóhann taldi tímabært að deiluaðilar gerðu bráðabirgðasamkomulag svo að framkvæmdir í miðbænum gætu hafist. Annars væri hætta að Hafn- arfjörður drægist aftur úr í upp- byggingu. Finnbogi Arndal stjómaði fund- inum. Hann sagði að það væri lýs- andi dæmi um Hafnarfjörð í dag að á sama tíma og sjálfstæðismenn funduðu um skipulagsmál, væri kappleikur í íþróttahúsinu, safnað- arfundur í kirkjunni og sýning hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar á Galdra- Lofti. Þetta sannaði best að í bænum væri mikið líf þótt fólkið væri ekki margt. Aðrir fundarmenn tóku í sama streng. Þorgeir Ibsen sagði að Hafnarfjörður væri eitt fallegasta bæjarstæði á öllu landinu. Það væri alltaf gaman að skoða bæinn og þá stórkostlegu möguleika sem þar væru fyrir hendi. Þorgeir rifjaði upp ýmislegt frá fyrri ámm sem hann kallaði slys í skipulagi. Hann sagði að ráða- menn bæjarins hefðu nú tækifæri til þess að ákveða framtíð bæjarins, og það væri mikil ábyrgð. Ámi Grétar Finnsson sagði að það hefðu verið fleiri ljón á veginum fyrir uppbyggingu bæjarins en margir gerðu sér grein fyrir. Þröngt væri búið að bænum, og úr of fáum lóð- um væri að spila. Hann sagði að menn gætu aldrei séð þróunina algjörlega fyrir. Taldi Ami t.d. uppbygginguna á iðnaðarsvæðinu á Flatahrauni ágæta. Þar væm nú samankomin mörg helstu fyrirtæki bæjarins úr öllum starfsgreinum. Jóhann Petersen sagði að það væri tómt mál að tala um miðbæ án mannlífs. Til þess þyrfti fleira en göngugötur. Hann sagði að bæjar- stjómin yrði að hafa ákveðna stefnu, kaupa lóðir, rífa hús og skapa skilyrði fyrir byggingar utan um lifandi fólk. Fjölmörgum spurningum var beint til Jóhanns á fundinum og svaraði hann þeim eftir því sem við átti. Af umræðum manna á mátti merkja að þótt skipulagsmál mið- bæjarins hafi verið í sjálfheldu, skortir ekki áhuga Hafnfirðinga á blómlegu mannlífi. Sjónvarpsskilyrði á Höfn: „Myndin dettur út og hljóðið bara garg“ Hyggjast endursenda innheimtuseðlana „VIÐ erum að safna saman hjá fólki innheimtuseðlum frá Ríkis- útvarpinu fyrir þetta misseri og ætlum að skila útvarpsstjóra þeim með þeirri orðsendingu, að íbúar Austur-Skaftafellssýslu séu ekki tilbúnir að greiða fyrir ímyndaða þjónustu sjónvarps- ins,“ sagði Tryggvi Ámason sveitarstjóri á Höfn i Homafirði í samtali við Morgunblaðið. Að sögn Tryggva, hefur fólk í Austur-Skaftafellssýslu verið sára- óánægt með móttökuskilyrði fyrir sjónvarp í sýslunni í mörg ár en þó keyrði um þverbak síðastliðið sumar og haust. Tryggvi sagði að truflanir væru einkum þrenns konar. „í fyrsta lagi eru stöðugar mynd- og hljóðtruflan- ir — myndin er á fleygiferð og ekki heyrist annað en garg úr hátölurun- um. í öðru lagi dettur þetta hvort tveggja iðulega út frá tuttugu sek- úndum og upp í eina til tvær mínút- ur, og í þriðja lagi dofnar myndin og kemur inn á víxl, og er þá undir hælinn lagt hvort hún er í lit eða svarthvít. Ástandið er einna verst suður í Öræfum. Þar eru truflanir langtiðastar og liturinn afskaplega lítilfyörlegur og lélegur,“ sagði Tryggvi. Að sögn Tryggva hefur Póstur og sími gefið þá skýringu á truflun- unum, að rafmagnstruflanir hafí skemmt búnaðinn. Hins vegar sé búið að leggja niður verksmiðjum- ar, sem framleiddu tækin, og vara- hlutir fáist ekki, svo það sé verið að reyna að búa þá til hér heima. „Þetta segja þeir skýringuna á ástandinu eins og það er núna, en í þau átta ár sem ég hef búið hér á Höfn, hafa sjónvarpsskilyrði verið mjög léleg að undanskildu tæpu einu ári, 1981—1982. Móttökutæk- in héma eru bara gamalt og úrelt drasl og hæfa engan veginn nútíma tækni," fullyrti Tryggvi. Hann sagði, að Austur-Skaftfell- ingar greiddu um fimm milljónir ( afnotagjöld til Ríkisútvarpsins á ári og þætti því hart, að ekki væri hægt að sjá af svo sem einni tify þremur milljónum til þess gera þeim kleift að njóta þeirrar þjónustu, sem þeir borguðu fyrir. Gengið hefUr vel að safna saman innheimtuseðlunum og er ætlunin að skila þeim eftir eindaga afnota- gjaldsins, sem er 22. apríl nk. „Austur-Skaftfellingar eru sein- þreyttir til vandræða, en nú er mælirinn fullur," sagði Tryggvi Ámason að lokum. Kærður fyrir nauðgun UNGUR maður var á mánu- Ekki fengust nánari upplýs- dag úrskurðaður í fjögurra ingar um málavöxtu hjá Rann- daga gæsluvarðhald vegna sóknarlögreglu ríkisins í gær og kæru sem borist hafði á hend- er málið í rannsókn. ur honum um nauðgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.