Morgunblaðið - 16.04.1986, Side 51

Morgunblaðið - 16.04.1986, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL1986 51 fl WJI VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Góupáskar ávallt ef pásk- ar eru 24. mars eða fyrr Síðastliðinn föstudag birtist i Velvakanda fyrirspum um það, hvenær næst sé von á góupáskum. Spyrjandi telur, að góupáskar séu „á því ári sem fullt tungl er á jafn- dægrum á vori og sunnudagur tveimur dögum seinna". Rétt er að vísu, að góupáskar geta orðið við þessar kringumstæður, en það er engin regla. Reglan er, að góupásk- ar verða ávallt þegar páskar eru 24. marz eða fyrr, þ.e. einhvem daganna 22., 23. eða 24. mars, sem em fyrstu hugsanlegu dagsetningar páska. Þetta gerist að meðaltali á 35 ára fresti, en bilið er æði misjafnt, getur farið niður í 11 ár og upp í 152 ár. Góupáskar hafa orðið tvisvar á þessari öld, árin 1913 og 1940. Næst verða góu- páskar árið 2008, en síðan ekki fyrren árið 2160. Spyrjandi vitnar í bréf um tíma- tal, sem birtist í Velvakanda hinn 2. apríl. Þetta er alllangt bréf, ritað af lofsverðum áhuga, en því miður er þar ýmsilegt athugavert. I fyrsta lagi segir, að páskar séu haldnir „fyrsta sunnudag, eftir að tungl er fullt í fyrsta sinn eftir jafndægur á vori". Hið rétta er, að páskadagur er fyrsti sunnudagur eftir fyrsta tunglfyllingardag frá og með 21. mars. Þótt reglan taki mið af voijafndægmm, er hún ekki bundin við þau, því að voijafndægr- in geta verið ýmist 19., 20. eða 21. mars. Enn fremur verður að gæta þess, að páskatunglið reiknast eftir tungltöflum kirkjunnar, sem miðast við meðalgang tungls, og skakkar stundum degi á töflunum og réttri tunglfyllingu. Þá segir í bréfinu, að páskar séu haldnir „á mismunandi tfma, svo að næstum mánuði getur skeikað". Hið rétta er, að páskamir geta leikið á 35 dagsetningum, frá 22. mars til 25. aprfl. Þá er fjallað um sumarsólstöður, Niðurlag vísunnar Velvakanda barst niðurlag vís- unnar sem beðið var um í dálkunum fyrir skömmu. Það er svona: Maríusonur mér er kalt mjöllina af skjánum taktu yfir méreinnigvaktu. Lífið bæði og lánið er valt ljós og skuggi vega salt. Við lágan sess á ljóstýrunni haltu Vísan er þjóðvísa en birtist á prenti í sögu Guðmundar Friðjóns- sonar „Fífukveikur", sem kvöldbæn er ung stúlka biður. Þess má einnig geta að Hjálmar Ragnarsson tón- skáld hefur samið fallegt lag við þennan texta. og segir bréfritari: „Þann sólar- hring skartar miðnætursólin við hafsbrún á heimskautsbaugi nyrðra. Hann var einmitt settur þar, sem einn sólarhringur er slík- ur .. .“ Þetta væri nokkum veginn rétt, ef sólin væri sem punktur á himni, og ljósbrot ekkert í andrúms- loftinu, en vegna stærðar sólkringl- unnar og ljósbrotsins, lætur nærri að sól sjáist í heilan mánuð sam- fleytt við heimskautsbauginn, ef athugandinn er við sjavarmál og fjöll skyggja ekki á. Bréfritari segir eftirtektarvert, „að mánuðimir með gömlu, nor- rænu nöfnunum falla að heita má nákvæmlega á sama tíma og stjömumerkin, sem byggð em á fornri stjörnuspeki". Vel má ímynda sér, að þarna séu tengsl á milli, en af elstu heimildum (Rímbeglu, sem að hluta til er frá 12. öld) verður ekki séð, að menn hafi hugsað sér beint samband milli upphafsdaga gömlu mánaðanna og stjömuspá- merkjanna. Svo að dæmi sé tekið, taldist einmánuður byija á tímabil- inu 10.—16. mars eftir tímatali Rímbeglu, en í sömu heimild er þess getið að sól gangi í hrútsmerki hinn 18. mars (að almanna tali, eins og það er reyndar orðað). Svipað frávik verður í öðmm mán- uðum. Ljóst er, að mánaðaskipting, sem fellur að árstíðunum, þannig að mánaðaskipti verða nálægt jafn- dægmm og sólstöðum, hlýtur að samræmast nokkum veginn skipt- ingu ársins eftir stjömuspámerkj- um, hvort sem menn hafa haft það sérstaklega í huga eða eki. Bréfritari gefur skýringar á nöfnum núgildandi mánaða og full- yrðir sums staðar meira en óhætt er. Þannig em skýringar á nöfnun- um apríl, maí og júní mjög umdeild- ar og verður að telja að uppmni þeirra sé óviss. Sama er að segja um gömlu mánaðamöfnin sem til umræðu vom í þætti um íslenskt mál í Morgunblaðinu fyrir skömmu, að þar er mikið um tilgátur, en lítið vitað með vissu. Þá segir bréfritari: „Síðan 1582 höfum við, vestrænar þjóðir, búið við svokallað gregoríanskt tíma- tal...“ Það er að vísu rétt, að þetta tímatal var tekið upp í rómversk- kaþólskum löndum árið 1582, en þessi nýjung var lengi að breiðast til annarra landa. I Danaveldi, þar á meðal á fslandi, var hún ekki tekin upp fyrr en árið 1700, og í Bretaveldi ekki fyrr en 1752, svo að dæmi séu nefnd. Loks segir í bréfínu: „Hlaupár er fjórða hvert ár, þegar ártalið er deilanlegt með fjómm ... Þó em aldamótaár óbreytt." Hið rétta er, að aldamótaárin em hlaupár, ef ártalið er deilanlegt með 400. Þorsteinn Sæmundsson, Raunvisindastofnun Háskólans. Gullarmband tapaðist Kona í Vesturbænum skrifar: Síðatliðinn nóvember tapaði ég armbandi sem er gullkeðja, senni- lega í Vesturbænum. Armbandið er minjagripur og mér ákaflega kært. Þessar línur em síðasta von mín til að fá armbandið, ef ég væri svo heppin að skilvís finnandi lesi þær. Upplýsingar em veittar í síma 15823. Varnaðarorð til vegfarenda Kæri Velvakandi. Mig langar að biðja þig fyrir nokkur orð. Ég ætla að segja frá atviki sem gerðist í Vesturbænum nánar tiltekið á Bræðraborgarstíg í vikunni fyrir páska. Þar réðust tveir ungir menn á eldri konu, hentu henni í götuna, rifu af henni hand- tösku og hlupu með á brott. í tösk- unni vom fleiri þúsund í peningum, margir lyklar og fleira dót. Lögregl- an hefur leitað strákanna án árang- urs. Ég vona að fólk vari sig á því að ganga ekki með mikið af verð- mæti á sér úti á götu. KMP HEILRÆÐI Verkstjórar - verkamenn Notkun hjálma við hvers konar störf hefur komið í veg fyrir hina alvarlegustu höfuðáverka. Því er notkun þeirra sjálfsögð. ÉÍMfci ' . éj|j|gÉg!$Cj (Sdnabœ í kvöld kl. 19.30. netssM vinmngur ao veromœti Kr. 4b.UUU,- Heildarverömœti vinninga ekki undir kr. 180.000,- Óvœntir hlutir gerast eins og venjulega. Hústö opnar kl. 18.30. Þeir sem óska eftir að taka miða við innganginn, eru beðnir um að hringja á skrifstofu Iðju (s. 12537/ 13082) og láta taka frá fyrir sig miða. NEMENDASAMBAND MENNTASKÓLANS Á AKUREYRI Vorfagnaður Nemenda- sambandsM.A. Vorfagnaður Nemendasambands Menntaskólans á Akureyri verður haldinn í Lækjarhvammi, Hótel Sögu, föstudaginn 18. apríl næstkomandi og hefst kl. 19.30. Veislustjóri verður Guðmundur Benediktsson. Ræðumaður kvöldsins veröurdr. Broddi Jóhannesson. Miðar verða seldir i anddyri Lækjarhvamms milli kl. 16.00 og 18.00 miðvikudaginn 16. og fimmtudaginn 17. april. Upplýsingar veittar á sama tima isíma 26927. stjómln KAFFIBOÐ! fyrir Iðjufélaga 65 ára og eldri verður á Hótel sögu, Súlnasal, sunnudaginn 20. apríl 1986 kl. 3 síðdegis. Aðgöngumiðar verða afhentir á skrif- stofu félagsins, frá þriðjudeginum 15. apríl nk. og við innganginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.