Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDÁ&S-^^^íiÍM^-- 25 Viðbrög-ðin á Ítalíu: Ahyggjur og undrun á viðbúnaði hersins Tórínó, Ítalíu. Frá Ilrynju Tomer, fréttaritara Morgunblaðsins. „EG ER undrandi á þessum aðgerðum Bandaríkjamanna og einkum í ljósi þeirra samþykkta, sem gerðar voru á fundi utanríkisráðherra Evrópubandalagsríkjanna i Haag í gær,“ sagði Bettino Graxi, forsæt- isráðherra Ítalíu, um árásir Bandaríkjamanna á Líbýu í fyrrinótt. Italskur almenningur hefur miklar áhyggjur af ástandi mála en furðar sig jafnframt á viðbúnaði italska hersins, sem engin viðbrögð sýndi þegar líbýskt herskip skaut flugskeytum að ítölsku landi. „Það kom skýrt fram á fundi reynt yrði að ráðast á landið og utanríkisráðherra Evrópubanda- lagsins, að þeir voru andvígir hern- aðaraðgerðum og við trúum því statt og stöðugt, að unnt sé að leysa málin eftir stjómmálalegum leið- um,“ sagði Craxi, forsætisráðherra, um árásirnar á Líbýu. Lagði hann á það áherslu, að ítalir vildu vinna að friðsamlegri lausn áður en ástandið yrði enn alvarlegra og jafnvel óviðráðanlegt. Craxi sagði ennfremur, að ítalski herinn myndi verða viðbúinn ef því kom það mörgum á óvart þegar fréttir bárust um, að líbýskt herskip hefði siglt upp að ítalskri eyju suður af Sikiley og skotið að henni tveim- ur flugskeytum. Báðar flaugamar lentu að vísu í sjónum en almenn- ingur, sem tekinn hefur verið tali, hefur undrast það, að jafnvel við þessar aðstæður skyldi vera sofið á verðinum. Annars er það einkenn- andi fyrir viðbrögð fólks, að það hefur miklar áhyggjur af ástandinu. AP/Símamynd Skothríðin frá loftvarnabyssum Líbýumanna lýstu upp næturhimininn í Trípólí þegar árásir Bandarikja- manna stóðu sem hæst. Líbýumenn kváðust fyrst hafa skotið niður þijár bandarískar flugvélar og síðan 20 en aðeins einnar er saknað. Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands: Ohugsandi að leyfa ekki afnot herstöðva Lundúnum. AP. MARGARET Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, sagði í neðri málstofu breska þingsins i gær, að það hefði verið óhugsandi að hún hefði neitað Bandaríkja- mönnum um leyfi til þess að nota flugstöðvar þeirra á Bretlands- eyjum til þess að gera loftárásina á Líbýu. Thatcher varð fyrir harðri gagnrýni stjórnarand- AP/SImamynd Reagan, forseti, skýrir frá árásunum á Líbýu. Var ávarpi hans út- varpað og sjónvarpað um öll Bandarikin. Beinar, nákvæmar og # óhr ekj anlegar sannanir — Reagan skýrir frá aðild Líbýumanna að hryðjuverkinu í Berlín Washington. AP. „4. apríl gerði sendiráðið í Aust- ur-Berlín ráðamönnum í Trípólí viðvart um að látið yrði til skarar skríða daginn eftir. Þann dag til- kynntu þeir í Trípólí að tilræðið hefði tekist með miklum ágætum.“ I RÆÐU, sem Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, hélt aðfara- nótt þriðjudags, sagði hann að sannanirnar, sem tengdu Mo- ammar Khadafy, Líbýuleiðtoga, við árásina á næturklúbbinn La Belle í Vestur-Berlín, Reagan sagði einnig að með hjálp franskra yfirvalda hefði tekist að afstýra handsprengjuárás á borg- biðröð fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna til vegabréfsáritun. að sækja um stöðunnar fyrir þessa ákvörðun, en breska ríkisstjórnin er ein fárra ríkisstjórna í heiminum, sem hefur lýst yfir stuðningi við hernaðaraðgerðir Bandaríkja- manna gagnvart Líbýu. „Ef maður neitar alltaf að taka áhættu af ótta við afleiðingarnar, ■ þá munu ríkistjómir hryðjuverka- manna sigra og það er einungis um það að ræða að skríða fyrir þeim,“ sagði Thatcher. Hún sagði að árás Bandaríkjanna hefði verið gerð í sjálfsvöm og væri aðgerðin því í ftillu samræmi við stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hún sagðist hafa sannanir fyrir því að Líbýa stæði að baki hryðjuverkum. Stjómarandstæðingar ásökuðu Thatcher fyrir að hafa stofnað Bretlandi í hættu með aðildinni að árásinni og skaðað samstöðu vest- rænna þjóða. Thatcher sagði að allar breskar herstöðvar og stjórn- arstofnanir hefðu verið settar í viðbragðsstöðu, vegna hugsanlegra hefndarárása Líbýumanna. Thatc- her sagði að Evrópuþjóðir hefðu ekki brugðist nægjanlega vel við ósk Bandaríkjanna um friðsamlegar aðgerðir gegn Líbýu. Vísaði hún þar til neitunar ríkja Evrúpubanda- lagsins um að loka öllum sendiráð- um Líbýu í aðildarlöndunum. Sagð- ist hún hafa gefíð leyfi sitt til þess að herflugvellir á Bretlandi yrðu notaðir, eftir að hafa fengið full- vissu fyrir því að ráðist yrði einung- is á skotmörk, sem tengdust hryðju- verkum og ljóst hefði verið að Bandaríkin breyttu í samræmi við alþjóðalög. Thatcher leiddi hjá sér að svara ásökunum þess efnis að Bretar hefðu leitt bandalagsþjóðir sínar í Evrópu á villigötur hvað varðar undirbúning árásarinnar. Heimildir innan bresku ríkis- stjórnarinnar herma, að þakklæti hafí ráðið nokkru um ákvörðun Thatchers, fyrir stuðning Reagans, forseta Bandaríkjanna, við bresku ríkisstjórnina á dögum Falklands- eyjastríðsins. Nokkur kurr var í þingsalnum á meðan Thatcher talaði. Leiðtogi Frjálslynda flokksins, David Steel, sagði að hún hefði gert Breta samseka í hættulegri og tilgangs- lausri aðgerð. væru „beinar, nákvæmar og óhrekjan- legar“. Reagan lét þessi ummæli falla er hann tilkynnti að bandarískar oirustuþotur hefðu gert árásir á skotmörk í Trípólí og Benghazi í Líbýu. Reagan sagði að flett hefði verið ofan af samsæri Líbýumanna um að myrða fólk í bandarísku sendi- ráði í ónefndu landi og George Shultz, utanríkisráðherra, sagði að sannanir hefðu legið fyrir um áætl- anir Líbýumanna um að ráðast á allt að þrjátíu bandarísk sendiráð. Larry Speakes, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði að leyni- þjónustan hefði haft áreiðanlegar upplýsingar um að Khadafy og helstu herforingjar hans væru að skipuleggja „frekari árásir á banda- ríska borgara og bandarískar stofn- anir og fyrirtæki í Evrópu, Miðaust- urlöndum, Afríku og rómönsku Ameríku". Reagan sagði að órækar sannan- ir væru fyrir því að hryðjuverkið í næturklúbbnum í Berlín hefði verið skipulagt og framkvæmt að skipun- um Líbýustjómar og hefðu þær fengist með símhlerunum. Hann lýsti forsögu sprengjutilræðisins á eftirfarandi hátt: „25. mars, viku áður en árásin var gerð, voru sendar skipanir fra' Trípólí til líbýska sendiráðsins í Austur-Berlín um að gera árás á Bandaríkjamenn og valda sem mestum mannskaða. Þá komu lí- býskir útsendarar fyrir sprengju." Eindreginn stuðningur á Bandaríkjaþingi: „Á þessari stundu stendur öll þjóðin með forsetanum“ — sagði Edward Kennedy, öldungardeildarþingmaður Washington. AP. SÚ ÁKVÖRÐUN Ronalds Reag- an, Bandaríkjaforseta, að gerðar skyldu árásir á skotmörk í Líbýu, nýtur mikils stuðnings á Banda- rikjaþingi. Sumir fundu raunar að því, að þeir hefðu ekki verið látnir vita fyrirfram um árásirn- ar, en aðrir sögðu, að forsetinn hefði ekki átt annarra kosta völ vegna einurðarleysis Evrópurikj- anna. „Ég tel, að forsetinn hafi gert það, sem rétt var. Brugðist við hryðjuverkum, sem á mátti kenna mark Líbýumanna," sagði Bob Dole, leiðtogi repúblikana í öld- ungadeildinni, og Edward Kennedy, öldungadeildarþingmaður demó- krata, sagði, að „á þessari stundu stendur öll þjóðin með forseta sín- um“. Robert Byrd, leiðtogi demó- krata í öldungadeildinni, kvaðst hins vegar óttast, að árásimar yrðu til þess, að almenningur í Líbýu AP/Símamynd George Shultz, utanríkisráðherra, og Caspar Weinberger, vamar- málaráðherra, skýra frá árásunum á fréttamannafundi í Washington. Til vinstri er kort, sem sýnir flugleiðina frá Englandi til Líbýu. gleymdi um stund öngþveitinu í efnahagsmálum landsins og fylkti sér um Khadafy en Richard Lugar, formaður utanríkismálanefndar þingsins, sagði, að nú mætti Khad- afy vita, að Bandaríkjamenn tækju ekki lengur hryðjuverkum með þegjandi þögninni. Bob Dole kvaðst telja, að hér eftir yrðu Bandaríkjamenn að svara hryðjuverkamönnum í sömu mynt hvenær sem þeir gæfu tilefni til og að það yrði að gera „án tafar en ekki eftir þriggja eða fjögurra daga umræður og vangaveltur um hvað yrði ofan á“. Afstaða öldungadeildarþing- mannsins Warrens Rudman þykir dæmigerð fyrir skoðanir annarra þingmanna en hann sagði, að „þeg- ar bandamenn okkar neituðu að standa að efnahagslegum og stjóm- málalegum refsiaðgerðum, sem hefðu getað einangrað Khadafy á alþjóðavettvangi, átti forsetinn engra kosta völ“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.